Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1999, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1999, Blaðsíða 41
MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1999 53 Ágúst Ólafsson og Kiril Kozlovski halda tónleika í Hafnarborg í kvöld. Einsöngs- tónleikar Tónleikar verða í Hafnarborg í kvöld, kl. 20.30. Ágúst Ólafsson, bar- iton, og Kiril Kozlovski píanóleik- ari, nemendur við Síbeliusaraka- demíuna í Helsinki, flytja verk eftir Grieg, Tsjajkovskí, Rakhmanínov og Dichterliebe eftir Schumann. Ágúst Ólafsson (barítonsöngvari) hafði numið söng hér á landi og komið fram víða þegar hann 1997 komst inn í Síbelíusar-akademíuna og hóf þar mastersnám við ein- söngvaradeild. Haustið 1999 færði Ágúst sig yfir í nýstofnaða söngtón- listardeild Síbelíusarkedemíunnar (samruni óperu- og einsöngvara- deildar akademíunnar). í skólanum hefur Ágúst sungið einsöngshlut- verk 1 barokk------------ óperunni Tónleikar L Europa ________________ Galante eftir Campra (nóvember 1998) og er um þessar mundir að æfa hlutverk greifans fyrir fyrir- hugaða uppsetningu skólans á Brúð- kaupi Fígarós. Kiril Kozlovski hlaut viðurkenn- ingu (diploma) í Eugen Coca, alþjóð- legu píanókeppninni, í Chisinau (Moldavíu) 1998, fyrstu verðlaun í 2nd International Piano Competit- ion of the Chopin Centre í París og í ár hlaut hann Kiril-verðlaun í Helmi Vesa-píanókeppninni í Helsinki. Ágúst og Kiril hafa starfað saman sem ljóðasöngs-dúo síðan í september 1998. Jazzklúbburinn Múlinn á Sóloni íslandus: Tríó Hafdísar Kjamma leikur í Múlanum á Sóloni íslandusi í kvöld. Vikuna 29. október til 5. desember verður djass á hverju kvöldi á veg- um Jazzklúbbsins Múlans. Múlinn hefur gengist fyrir tónleikum á hverju sunnudagskvöldi það sem af er liðið veturs á efri hæð á Sóloni ís- landus. í kvöld hefst djassvikan með leik Tríós Hafdísar Kjamma. Trióið leit dagsins ljós síðastliðið sumar þegar það lék á menningarnóttinni. Síðan þá hefur það leikið á nokkrum Skemmtanir stöðum í Reykjavik. Á efhisskránni eru djasslög í anda Miles Davis og Wayne Shorter, einnig bregður band- ið fyrir sig eldri standördum, sem og yngri. Tríóið skipa Hafdís Bjama- dóttir gítarleikari, Þórður Högnason bassaleikari og Birgir Baldursson trommuleikari. Hljómsveitin hefur leik sinn kl. 21. Annað kvöld leika Sæmundur Harðarson og Davíð Gunnarsson á tvo feita djassgítara, ferskir af Norð- urlöndum. Gunnar Hrafnsson, bassi, Alfreð Alfreðsson, trommur, og Friðrik Theodórsson, básúna, verða einnig á djasskvöldinu. Veðrið í dag Bjart og kalt víðast hvar í dag verða norðan- og norðaust- anáttir ríkjandi um mestallt landið. É1 verða á Norðausturlandi og suð- ur með austurströnd landins en annars verður bjart veður víðast hvar. Vindur verður á bilinu 10 til 20 metrar á sekúndu, hvassast við ströndina austanlands. Hitastigið verður frá þriggja stiga frosti og allt niður i tíu stiga frost á miðhálend- inu. Mildast verður við suður- og austurströnd landsins. Sólarlag í Reykjavík: 15.58 Sólarupprás á morgun: 10.35 Síðdegisflóð í Reykjavík: 21.41 Árdegisflóð á morgun: 10.05 Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri snjókoma -10 Bergstaðir snjókoma -8 Bolungarvík alskýjað -3 Egilsstaðir -11 Kirkjubæjarkl. léttskýjað -6 Keflavikurflv. snjókoma 2 Raufarhöfn alskýjað -8 Reykjavík úrkoma í grennd 0 Stórhöfði úrkoma í grennd 1 Bergen alskýjað 10 Helsinki skýjað 3 Kaupmhöfn þokumóða 6 Ósló rign. á síð. kls. 8 Stokkhólmur 6 Þórshöfn snjóél á síð. kls. 0 Þrándheimur rigning 9 Algarve skýjað 16 Amsterdam skýjað 11 Barcelona hálfskýjað 15 Berlín skýjaö 7 Chicago léttskýjað -2 Dublin rigning 13 Halifax skýjað 6 Frankfurt skýjað 9 Jan Mayen skafrenningur -6 London skýjað 13 Lúxemborg skýjað 8 Mallorca léttskýjað 17 Montreal skýjað 3 Narssarssuaq alskýjað -11 New York léttskýjað 8 Orlando heiðskírt 12 París skýjað 10 Róm þokumóða 12 Vín þokumóða 0 Washington léttskýjað 6 Winnipeg skýjað -10 Listaklúbbur Þjóðleikhúskjallarans: Afró-dans, dúnn-dúnn, samban og gongóma Einstakt tækifæri til að sjá hinn vinsæla afró-dansara og danskenn- ara, Orville Pennant frá Jamaica, sýna listir sínar í Listaklúbbi Leik- húskjallarans í kvöld en þá verður afrískt kvöld þar sem auk Pennant koma fram tónlistarmennimir fjöl- hæfu frá Gíneu, Alseny Sylla, Yak- aria Soumah og Cheick Ahmed Tidi- ane Bangoura. Munu þeir berja bumbur og balafón, leika á gítar og syngja lög frá heimkynnum sínum í _________________Afríku. All- Skemmtanir félagar vel -----------------menntaðir í tónlist og hafa farið víða um heim og kynnt tónlist sina við góðan orðstír, nú síðast í Kramhúsinu þar sem þeir hafa slegið í gegn með dúndrandi ryþma. Afródansinn verður í sviðsljósinu í Leikhúskjallaranum í kvöld. Afródísirnar Sólveig Hauksdóttir opnað kl. 19.30 en dagskráin hefst og Þórunn Valdimarsdóttir túlka kl. 20.30. Allir velkomnir meðan innihald ljóðanna. Húsið verður húsrúm leyfir. Kristján eignast litla systur Litla prinsessan á myndinni heitir Rósa Signý og fæddist á Land- spítalanum 2. október sið- astliðinn. Foreldrar henn- ar em þau Ólafur ísleifs- son og Helga Guðrún Ei- ríksdóttir. Hér er hún hins vegar í öruggum höndum stóra bróður, hans Kristjáns Theodórs, sem er 4ra ára. Barn dagsins Amerísk baka Það verður að huga að mörgu þegar verið er að ná sér í stelpu. American Pie sem sýnd er í Sam-bíóunum hefur notið mikilla vinsælda að undanfórnu. Um er að ræða gamanmynd og þykir húmorinn minna mjög á There’s Is Something about Mary sem seg- ir okkur að hann er frekar grófur og villtur. American Pie fjallar um það sem ungir sveinar þurfa að fara í gegnum, að losna við sveindóm- inn. Okkar strákar í myndinni eru nánast miður sín. Hormón- arnir flæða um líkamann en ekk- ert gengur hjá þeim enda eru þeir með eindæm- um klaufalegir í öll- ///////// Kvikmyndir um sínum tilburðum og ekki bætir upp nánast engin reynsla af hinu kyninu. Það sem þeir ná ekki að skilja er að stelp- unum er alveg jafnannt um að missa meydóminn. í stað þess að gripa gæsina eru þeir í töffaraleik sem ekki gengur upp. Nýjar myndir í kvikmynda- húsum: Bíóhöllin: The World Is Not En- ough Saga-bíó: Runaway Bride Bíóborgin: Tarzan Háskólabíó: Myrkrahöfðínginn Háskólabíó: Torrente Kringlubíó: Blair Witch Project Laugarásbíó: The Sixth Sense Regnboginn: Fight Club Stjörnubíó: Örlagavefur Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 8 3 10 TT" 12 13 14 1 i 16 T,—. 18 19 Lárétt: 1 hræðslu, 6 óttast, 8 ann- ars, 9 vond, 10 sterkt, 12 standast, 13 ekki, 14 blöð, 16 óraði, 18 miskunn, 19 menn. Lóðrétt: 1 yrki, 2 greindir, 3 hnoða, 4 duglaus, 5 bjalla, 6 æsing, 7 sting, 11 hreinir, 12 borgari, 14 fé, 15 svelg- ur, 17 fersk. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 strok, 6 ær, 8 keik, 9 asi, 10 erfiðið, 11 stamar, 13 safi, 15 lúa, 17 atall, 19 tá, 21 ver, 22 drit. Lóðrétt: 1 skessa, 2 terta, 3 rifa, 4 oki, 5 kaðall, 6 Æsir, 7 riðla, 12 mild, 14 far, 16 úti, 18 te, 20 át. Gengið Almennt gengi LÍ 26. 11. 1999 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollgenqi Dollar 72,310 72,670 71,110 Pund 116,800 117,390 116,870 Kan. dollar 49,250 49,560 48,350 Dönsk kr. 9,8740 9,9280 10,0780 Norsk kr 9,0400 9,0900 9,0830 Sænsk kr. 8,5840 8,6310 8,6840 Fi. mark 12,3524 12,4266 12,6043 Fra. franki 11,1965 11,2637 11,4249 Belg. franki 1,8206 1,8316 1,8577 Sviss. franki 45,8400 46,0900 46,7600 Holl. gyllini 33,3274 33,5277 34,0071 Þýskt mark 37,5513 37,7770 38,3172 ít. líra 0,037930 0,03816 0,038700 Aust. sch. 5,3374 5,3695 5,4463 Port. escudo 0,3663 0,3685 0,3739 Spá. peseti 0,4414 0,4441 0,4504 Jap. yen 0,694800 0,69900 0,682500 frskt pund 93,254 93,815 95,156 SDR 99,070000 99,67000 98,620000 ECU 73,4400 73,8900 74,9400 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.