Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1999, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1999
15
Leikskólar í
Reykjavík
„Reykjavíkurborg rekur nú 72 leikskóla og styrkir auk þess einkarekna
leikskóla og vistun hjá dagmæörum."
Sú umræða sem ver-
ið hefur irni leikskóla
að undanfomu endur-
speglar þá almennu
skoðun í þjóðfélaginu
að örugg dagvistun fyr-
ir böm sé nauðsynleg
þjónusta við fjölskyld-
ur. Þetta er gleðileg
staðreynd þótt tilefni
þessarar miklu umfjöll-
unar sé ekki jafn
ánægjulegt. Það er að
segja sú mannekla sem
verið hefur á leikskól-
um borgarinnar.
Borgaryfirvöld í
Reykjavík hafa glímt
við þennan vanda í
þenslu síðustu mánaða
eins og önnur sveitarfé-
lög og fyrirtæki, og
gripið til ýmissa aðgerða. Því til
sönnunar má nefna að 190 milljón-
ir eru veittar til leikskólanna á
þessu ári og þvi næsta, umfram
það sem að öllu óbreyttu hefði
þurft til reksturs.
Hljóðlát bylting
Borgaryfirvöld settu sér það
markmið þegar á árinu 1994 að ör-
ugg, niðurgreidd dagvistun skyldi
verða raunverulegur valkostur
fyrir fjölskyldur í Reykjavík. Þótt
ekki sé lengra um liðið en tæp sex
ár má líkja þeirri breytingu sem
orðið hefur í þessum málaflokki í
Reykjavik við byltingu. Foreldrar
eiga nú án tiilits til hjúskapar-
stöðu kost á ömggri vistun fyrir
bömin sín, ekki að-
eins í fjórar til
fimm stundir, held-
ur daglangt. Lengd
dvalar á leikskóla
helst þannig í hend-
ur við vinnudag
foreldra og hefur
leitt til þess að það
sem ég hef stundum
kallað þjóðflutning-
arnir miklu, og ein-
kenndu hádegisum-
ferðina í Reykjavík
þegar foreldrar
hentust með bömin
af einum stað í ann-
an, heyrir nú að
mestu sögunni til.
Þannig sýnir um-
ræða líðandi stund-
ar okkur ekki að-
eins að leikskólar em grundvailar-
þjónusta fyrir borgarbúa, heldur
einnig að skammtímaminni okkar
er ráðandi. Fólki finnst að það sé
ótvíræð skylda
borgarinnar að
veita þróttmikla
og góða þjónustu
á leikskólum
borgarinnar. Um
þetta eru mun
fleiri sammmála
nú en áður og þvi
fagna ég. Það var
svar við kalli
tímans að setja
leikskólamál í
forgang í Reykjavik og ég fullyrði
ekki aðeins að hvergi á landinu
hefur meira verið lagt í þennan
málaflokk á undanfómum árum
heldur einnig að þjónusta í
Reykjavík er betri en víðast hvar
annars staðar.
Þriðjungur greiðist
af foreldrum
Deila má um hvort sanngjamt
hafi verið að hækka leikskólagjöld
um 13% eins og borgaryfirvöld
ákváðu nýverið þótt það hafi verið
skýlaus krafa foreldra bama á leik-
skólum að launakjör starfsfólks
væru bætt. Það er ávallt matsatriði
hve hátt hlutfall notendur þjónustu
skuli greiða í kostnaði þjónustu.
Það er eðlilegt að skattfé standi
undir hluta sjáifsagðrar samfélags-
þjónustu en einnig má með nokk-
urri sanngimi halda þvi fram að
þeir sem njóta þjónustunnar greiði
sinn hluta.
Hér í Reykjavík hefur hlutfaU
foreldra í rekstrarkostnaði farið
lækkandi á siðustu árum, var rúm
34% á árunum 1996 og 1997 en
lækkaði í rúm 32% á árunum 1998
og 1999.13% hækkun nú felur í sér
að hlutur foreldra verður 33%. AI-
gengt er á Norðurlöndunum að
hlutur foreldra sé þriðjungur.
Óráðið í 56 stöðugildi
af1370
Reykjavíkurborg rekur nú 72
leikskóla og styrkir auk þess
einkarekna leikskóla og vistun hjá
dagmæðrum. Á nokkrum leik-
skóla borgarinnar hefur þurft að
skerða þjónustu vegna manneklu
á undanfomum mánuðum. Þessi
vandi hefur bitnað á allt að 350
bömum af þeim 5.600 sem njóta
vistunar hjá Leikskólum Reykja-
víkur. Ég dreg ekki fjöður yflr það
að þetta hefur í for með sér erfið-
leika fyrir þá sem hlut eiga að
máli.
Enn þá vantar starfsfólk í 56
stöðugildi af þeim 1370 stöðugild-
um sem eru á leikskólum borgar-
innar. Enn er leitað allra leiða til
þess að laða fólk til starfa og það
er von mín og trú að aðgerðir
borgarinnar og samtakamáttur
allra aðila styrki samkeppnisstöðu
leikskólanna og geri það að verk-
um að þetta ástand verði ekki við-
varandi.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Kjallarínn
Ingibjörg Sólrún
Gisladóttir
borgarstjóri
„Hér i Reykjavík hefur hlutfall for-
eldra í rekstrarkostnaði farið lækk-
andi á síðustu árum, var rúm 34%
á árunum 1996 og 1997 en lækk-
aði í rúm 32% á árunum 1998 og
1999. 13% hækkun nú felur í sér
að hlutur foreldra verður 33%.“
Fréttamenn: Sölumenn
Athygli hefur vakið á undan-
fómum misserum, að fréttamenn
hafa hópum saman horfið frá
störfum hjá fjölmiðlum og ráðið
sig til kynningar- og áróðursstarfa
hjá ýmsum stofnunum og fyrir-
tækjum sem telja sig þurfa að
lappa uppá ímynd sína eða hreppa
stærri markaðshlutdeild. Þessa
þróun má vitanlega fyrst og fremst
rekja til þess, að kynningarfyrir-
tæki og aðrar fjársterkar stofnanir
eða samtök bjóða betri kjör en fjöl-
miðlar, og er hún af sumum talin
vera til vitnis um kjarabaráttu
fréttamanna og árangur af henni.
Margt er skrýtið í kýrhausnum!
Stéttarleg vandræði
Varaformaður Blaðamannafé-
lags íslands, Þór Jónsson, hefur
látið hafa eftir sér aö þeir sem
skipti um starf með þessum hætti
eigi ekki að fá að vera i félaginu
áfram, en formaðurinn kveður
stjóm félagsins ekki hafa rætt
málið efnislega. Öðruvísi mér
áður brá. Þegar ég var hrakinn frá
Morgunblaðinu fyrir rúmum
þremur áratugum var mér um-
svifalaúst vikið úr félaginu, þó ég
ætti eftir að hafa blaðamennsku
að aðalstarfi næstu sjö árin sem
ritstjóri Samvinnunnar. Brott-
rekstrinum réðu augljóslega ann-
arleg sjónarmið, meðþví ritstjórar
vikublaða, tO dæmis Mánudags-
blaðins, voru eftir sem áður full-
gildir félagar.
Nú er með réttu spurt, hvort
fréttamenn geti verið boðberar
sannleikans einn
daginn og varð-
hundar hagsmuna-
samtaka eða stórfyr-
irtækja hinn dag-
inn.
Vitanlega hafa
fréttamenn einsog
aðrir þjóðfélags-
þegnar skýlausa
heimild til að skipta
um störf og leggja fyrir sig hags-
munavörslu stórfyrirtækja, en vant
er að sjá hvaða erindi þeir eiga í
stéttarfélag fréttamanna þegar þeir
eru komnir í störf sem beinlínis
stangast á við hlutverk frétta-
manna.
Boðberar sannleikans?
íslendingar hafa alla tíð verið
siðgæðislegir moðhausar. Til
marks um það má
meðal annars hafa að
alþjóðaorðið prinsipp
hefur aldrei verið
sómasamlega ís-
lenskað - það er
gjarna nefht grund-
vallaratriði eða grun-
vallarregla sem er
klúðurslegt og nær
ekki megininntaki
hins erlenda orðs.
Hjá okkur eru öll
mörk óljós og fljót-
andi. Þegar haft er
fyrir satt að starf
fréttamannsins sé
leit að sannleikan-
um, er hætt við að
efagjömum mönnum
hnykki við.
Er það raunveru-
lega svo að íslenskir fjölmiðlar
stundi sannleiksleit? Eru ekki
daglegar fréttir einkum í því
fólgnar að eiga viðtöl við einstak-
linga sem eiga hagmuna að gæta
og endursegja með ótrúlega gagn-
sæjum hætti fréttatilkynningar
hagsmunaaðila? Eða þegja um
fréttir sem kynnu að koma áhrifa-
miklum fjárfestum illa? Sláandi
dæmi um það var frétt sem ríkis-
fjölmiðlamir einir greindu frá en
aörir fjólmiðlar þögðu um.
í þýska tímaritinu Wirts-
haftswoche 11.11.1999 birtist við-
tal við Jonathan
Knowles, yfirmann
lyfjarannsókna hjá
lyfja- og sjíkdóms-
greiningastórfyrir-
tækinu Roche
þarsem hann sagði
skýlausum orðum:
„Við greiddum
Decode ekki 200
milljónir dollara og
munum sennilega
aldrei gera það. Ef
okkur tekst að ná öll-
um settum markmið-
um - þ.e.a.s. ef
Decode finnur mein-
genin fyrir sjúk-
dómana tólf sem við
erum að rannsaka í
sameiningu - þá
næst þessi upphæð
með tíð og tíma. Þess óska ég
mér, en það er mjög ólíklegt.“
Þessi yfirlýsing kom íslenskri
erfðagreiningu illa og var því
ekki birt í dagblöðum eða á Stöð
2. í stað þess rótuðu nefndir fjöl-
miölar upp ótrúlegu moldviðri
útaf meintri ólöglegri rannsókn
Urðar Verðandi Skuldar!
- Þegar allt kemur til alls er
kannski minni munur á frétta-
mönnum og varðhundum hags-
munasamtaka en menn kæra sig
almennt um að viðurkenna.
Sigurður A. Magnússon
„Hjá okkur eru öll mörk óljós og
fíjótandi. Þegar haft er fyrir satt
að starf fréttamannsins sé leit
að sannleikanum, er hætt við að
efagjörnum mönnum hnykki við.“
Kjallarínn
Sigurður A.
Magnússon
rithöfundur
Með og
á móti
Vegaskattur á Hellisheiöi
Árni Johnsen, alþingismaður Sjálf-
stæðisflokks, hefur lagt til að vega-
skattur verði lagður á þá sem fara
um Hellisheiði. Afraksturinn verði
notaður til að fjármagna raflýsingu á
heiðinni.
Þessa leið á
að kanna
Ég er meðmæltur því að þessi
leið verði könnuð en þetta mál
þarf að skoða í samhengi. Gjald-
ið þarf að vera
svo lágt að það
trufli engan en
ætti eigi að síð-
ur að geta flýtt
vegafram-
kvæmdum um
mörg ár. Við
alþingismenn
og sveitar-
stjórnarmenn
þurfum að bera
saman bækur
okkar og end-
urskoða vegaáætlun í vetur. Lík-
legra er aö hægt sé að leysa
vandann án þess að fara út í að-
gerö sem þessa. En hér í Suður-
landskjördæmi eru mörg brýn
verkefni í vegamálum, hér er
fjórðungur allra safnvega lands-
ins, langir sveitavegir. Við höf-
um ekkert borð fyrir báru, ég úti-
loka því hreint ekki svona mögu-
leika.
Sums staðar er færi á að nota
gjaldtöku til að greiða fyrir fram-
kvæmdum í samgöngumálum.
Hvalfiarðargöng hefðu aldrei
komið til ef þessi leið hefði ekki
verið farin, svo dæmi séu tekin,
og nú vill enginn vera án þeirra.
Ef mikill Qöldi fer um vissa fiöl-
fama leið og borgar 100 eða 150
krónur á bíl í hvert sinn þá get-
ur það orðið góður sjóður til
framkvæmda. Gjaldið á líka að
afnema þegar það hefur þjónað
sínum tilgangi. En þetta verður
varla gert nema með mikilli sam-
stöðu.
Árnl Johnsen, þlng-
maður Suðurlands.
Ekkí rétt leið
„Vegaskattur á Hellisheiði
gengur ekki upp að mínu mati og
hugmyndir þar að lútandi eru
afar slæmar.
Það hefur
nefnilega sýnt
sig í gegnum
tíðina að þegar
menn koma á
tímabundinni
skattlagningu
til þess að fiár-
magna ákveð-
in verkefni á
slík skatt-
heimta þaö til
að dragast á
langinn og ilengjast um langan
tíma.
Mér finnst ekki rétt að menn
taki út einstakar framkvæmdir
og skattleggi þær sérstaklega.
Það sem rætt er um i sambandi
við Hellisheiðina og Þrengslin er
uppsetning ljósastaura og
breikkun vegarins. Þetta eru
náttúrlega hrein og klár öryggis-
atriði fyrir vegfarendur. í slíkum
tilfellum er ekki undir nokkrum
kringumstæðum réttlætanlegt að
beita sérstakri skattheimtu.
-JBP/aþ
Margrét Frimanns-
dóttlr, þlngmaóur
Samfylklngar.
Kjallarahöfundar
Athygli kjallarahöfunda er
vakin á því að ekki er tekið við
greinum í blaðið nema þær ber-
ist í stafrænu formi, þ.e. á tölvu-
diski eða á Netinu. DV áskilur
sér rétt til að birta aðsent efni á
stafrænu formi og í gagnabönk-
um.
Netfang ritstjómar er:
dvritst@ff.is