Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1999, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og út^áfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritsýórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efhi blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Bitlingar stjórnmálamanna Stjórnmálamenn hafa alltaf veriö duglegir aö útvega sér og sínum bitlinga af ýmsu tagi. Baráttan um bit- lingana er talin vera hluti af starfsemi stjórnmála- manna og -flokka, bæöi hér á landi og í öðrum lönd- um. Munurinn er aðeins sá að erlendir stjórnmála- menn fara „finna“ í hlutina en íslenskir starfsbræöur þeirra sem feimnislaust og fyrir opnum tjöldum takast á um feitustu bitlingana. Flestir stjórnmálamenn sækjast eftir ráöherradómi, sumir til aö standa betur að vígi til aö hrinda baráttu- málum sínum í framkvæmd en aðrir telja ráðherra- dóm æskilegan þar sem slíkt lítur betur út í æviá- gripi, auk þess sem launin eru töluvert betri en greidd eru fyrir almenna þingmennsku. Páll Pétursson félagsmálaráðherra neitar að láta ráðherrasæti sitt eftir til flokkssystur sinnar, Valgerð- ar Sverrisdóttur, eins og samið var um á vormánuð- um. Flestir hafa staðið í þeirri trú að Valgerður tæki við ráðherradómi nú um áramót en Páll Pétursson hefur skipt um skoðun og vill hvergi fara. Hugmyndin um að skipta um ráðherra hefur ekkert með hugmyndafræði að gera né hugsanlega breyttar áherslur í stefhu ráðuneytisins. Ekki verður séð að skoðanaágreiningur sé á milli Páls og Valgerðar. Skipti á ráðherra snúast um bitling og huggulegt ævi- ágrip. Páll Pétursson hefur gegnt embætti félagsmálaráð- herra frá apríl 1995 með átakalausum en þegar í heild er litið farsælum hætti. Sé það vilji framsóknarmanna að skipta út ráðherrum, eingöngu til að fá ný andlit, ættu aðrir ráðherrar flokksins en Páll Pétursson að verða fyrir valinu. Vandi Páls er hins vegar sá að vilji hans til að sitja enn um sinn í sæti ráðherra hefur ekkert með löngun hans til að hrinda ákveðnum málum í framkvæmd að gera. Páll vill sitja sem fastast þar sem bitlingurinn sem honum er boðinn í staðinn er ekki nægilega feit- ur. í huga Páls Péturssonar er verið að þynna út stjórn- arformennsku í Byggðastofhun með frumvarpi sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fýrir Alþingi. „Nú er komið fram frumvarp um að færa Byggðastofnun til iðnaðarráðuneytisins og Seðlabankann til forsætis- ráðuneytisins,“ sagði félagsmálaráðherra í viðtali við Dag í liðinni viku: „Sú Byggðastofnun sem úr þessu kemur er veikari ef nokkuð er. Ákveðið sjálfstæði er skert sem Byggðastofnun hefur þó búið við þrátt fyrir aht.“ „Verðmæti“ stjómarformennsku í Byggðastofnun sem bitlings hefur því verið skert og þess vegna þýð- ir ekkert að nota hana sem skiptimynt í pólitískum hrókeringum. Stjómarformennska í Byggðastofnun getur því ekki talist ígildi ráðherradóms - ekki með sama hætti og stóll seðlabankastjóra eða forstjórastóll í íbúðalánasjóði. Þetta veit Páll Pétursson manna best og fer því hvergi úr félagsmálaráðuneytinu. Hann hef- ur skapið til að berjast fyrir sínu og ágæta vígstöðu þegar litið er yfir ráðherratíð hans og annarra. Stjórnmálin em smátt og smátt hætt að snúast um hugmyndir. Baráttan um bitlingana skiptir meira máli, enda kjósendur sinnulausir og telja eðlilegt að hugað sé að velferð stjórnmálamanna sem verða að tryggja sér góðan lífeyri þegar þar að kemur. Óli Bjöm Kárason Landsvirkjun getur tæpast hótað bótakröfu vegna arðs, sem óiíklegt er að verði nokkru sinni til, segir m.a. í grein Össurar. - Stjórn Landsvirkjunar á fundi. Eyjabakkar og skada- bætur Landsvirkjunar Þaö er helst að Finnur tipli á grjóti þegar hann nefnir til sögu útlagðan kostnað Landsvirkjunar vegna rannsókna og framkvæmda vegna hinnar fyrirhuguðu virkjunar. Það, segir ráðherrann í greinar- gerð með tillögu sinni á Alþingi, hefur kostað Landsvirkjun 3 millj- arða. Þetta kvað hann undirstöðu meintrar bótaábyrgðar ríkisins hlypi snurða á virkjun- arþráðinn. Blekking með tölum Helmingurinn af upp- hæðinni, eða 1.550 millj- „fínnur Ingólfsson er hins vegar enginn veifiskati. Heldur einhver að hann gæti ekki samið við Norsk Hydro um seinkun tímasetninga svo hægt væri að gera vandað mat á áhrifum virkjunarinnar? Að sjálf- sögðu getur hann það.u Kjalfarinn Ossur Skarphéðinsson alþngismaður Tvennt veldur að rikisstjórnin vill ekki setja tillögur um fórgun Eyja- bakka í mat á um- hverfisáhrifum. Það gæti, að sögn Finns Ingólfssonar, bakað henni skaðabótaá- byrgð gagnvart Landsvirkjun og einnig kollvarpað tímaáætlun um byggingu álvers á Reyðarfirði. Þegar grannt er skoðað reynast þessar rök- semdir ákaflega veikar. Skaðabóta- ábyrgð? Varla þarf að bæta Landsvirkjun kostn- að vegna lands- og vatnsréttinda á Fljótsdal. Næstum allar jarðimar, sem mannvirki yrðu reist á, era í ríkiseign. Þá er að vísu undanskil- in hin merka jörð, Hóll í Fljótsdal, sem Guðmundur Bjama- son seldi eiginmanni kosninga- stjóra Framsóknar á Egilstöðum fram hjá embættismönnum ráðu- neytisins á síðasta degi ráðherra- tíma síns. Sú flokksgjöf er að verða að ljótu spillingarmáli. Ungur hagfræðingur, Sigurður Jóhannsson, hefur sýnt fram á að engar líkur eru á að Fljótsdalsvirkj- un muni bera sig nema orkuverðið hækki um 40-50% frá því sem stór- iðjan greiddi fyrir rafmagn á síð- asta ári. Hvaöa kaupandi ætlar að greiða það? Útreikningar Sigurðar hafa ekki verið hraktir og athuga- semdir Friðriks Sophussonar styrkt þá ef eitthvað er. Landsvirkj- un getur því tæpast hótað bóta- kröfu vegna arðs, sem ólíklegt er að verði nokkru sinni til. ónir, er vegna gamalia rannsókna, sem geröar voru á landflæmi norð- austan Vatnajökuls þar sem Lands- virkjun hefur síðustu áratugi séð ýmsa virkjunarkosti. Sá kostnaður hefur því ekki fallið eingöngu tfl vegna Fljótsdalsvirkjunar í núver- andi mynd, heldur einnig annarra virkjunarkosta. í hönnun, fram- kvæmdir og „aðstöðusköpun og eft- irlit“ fóru svo 955 milljónir. - Stöldrum við þær. í greinargerð með tfllögu Finns Ingólfssonar er greint frá því að Fljótsdalshreppur, sem samkvæmt þágfldandi lögum þurfti að sam- þykkja framkvæmdir við Fljótsdals- virkjun, veitti aldrei formlegt sam- þykki. Þó Landsvirkjun gengi ítrek- að eftir endanlegu samþykki frá sveitarstjóminni veitti hún aðeins leyfi fyrir aðkomugöngum. Af þess- ari upphæð er því allt annað en það sem varðar kostnað við aðkomu- göngin algerlega á ábyrgð Lands- virkjunar og getur aldrei orðið und- irstaða bótakröfu. - Þótt Lands- virkjun kynni að öðlast rétt tU ein- hverra bóta af þessum sökum geta þær aldrei numið 3 mUljörðum. Veik tímarök Það er grátbroslegt þegar Finnur staðhæflr að ekki sé tími tU að setja Fljótsdalsvirkjun í mat á umhverf- isáhrifum. Það hefði hann betur hugsað á síðasta ári þegar Guð- mundur Bjarnason, þáverandi um- hverfisráðherra, lýsti opinberlega að hann teldi að slíkt ætti að gera. Matinu hefði þá lokið nægilega snemma fyrir gangsetningu virkj- unarinnar og opnun álvers á þeim tima sem miðað er að í samkomu- lagi Finns og Norsk Hydro, svo fremi niðurstaða þess yrði já- kvæð. Finnur og HaUdór Ásgríms- son kæíðu hins vegar rödd Guð- mundar, sem í kjölfarið fór úr rík- isstjórninni. Finnur hafnaði því að hefja matið á þeim tíma sem hentaði fyrirhuguðum tímasetn- ingum. Menn geta velt fyrir sér af hverju. Finnur Ingólfsson er hins vegar enginn veifiskati. Heldur einhver að hann gæti ekki samið við Norsk Hydro um seinkun timasetninga svo hægt væri að gera vandað mat á áhrifum virkjunarinnar? Að sjálf- sögðu getur hann það. Norsk Hydro er þegar komið í vandræði í Noregi vegna deilnanna um Eyjabakka og myndi taka slíkri málaleitan af hálfu íslensku ríkisstjórnarinnar fagnandi. Ríkisstjómin virðist hins vegar gefa sér það fyrir fram að umhverf- isspjöll vegna Fljótsdalsvirkjunar séu slík að framkvæmdin næði aldrei í gegnum lögformlegt um- hverfismat. Það birtir ekki mikla trú hennar á eigin málstað. össur Skarphéðinsson Skoðanir annarra Ahyggjuleit „Vísast geta menn ávallt fundið sér eitthvaö til að hafa áhyggjur af. Mörgum tekst það enda öldungis prýðilega. Til er meira að segja fólk sem hefur at- vinnu sína af þvi að hafa áhyggjur. Starfslýsing þess kveður á um að það skuli vera gjörsamlega miður sín vegna tiltekins háttemis eða tiltekinnar þróunar í samfélaginu og að því beri skylda til að koma þess- um áhyggjum sínum á framfæri og þá auðvitað helst í fjölmiðlum. Sumir fá tæpast litið glaðan dag sökum þess að umtalsverður fjöldi samferðamanna þeirra kýs að drekka brennivín á göngunni niður eftir tára- dal lífsins." Ásgeir Sverrisson í Mbl. 26. nóv. Vegatollar á Hellisheiði „Því trúi ég ekki aö ísland sé svo illa statt að ekki sé hægt að setja upp ljós á jafn fjölfarinni leið og Hellisheiði, án þess að vegatoflar séu innheimtir. Þá sé ég fyrir mér sem aðferð tfl að fjármagna enn stærri og dýrari samgöngubætur. Þar á ég til dæmis við Hvalfjarðargöngin. Hins vegar er brýnt út frá ör- yggissjónarmiðum að lýsa upp HeOisheiði en hvenær það verður fer út frá raunverulegum vflja stjórnvalda meðal annars við að fækka umferðar- slysum.“ Katrín Helga Andrésdóttir í Degi 26. nóv. Húsaleigubætur letjandi „Við útreikning húsaleigubóta eru lagðar tfl grundvaOar samanlagðar tekjur aOra þeirra sem hafa lögheimfli eða aðsetur í viðkomandi íbúð. Þá gUdir einu hvort fjárhagur fólks er sameiginlegur eður ei... Þrátt fyrir góðan ásetning með húsaleigu- bótum er það kerfi sem við búum við í dag svo flók- ið og ósveigjanlegt að undrun sætir. Það er því ekki að ósekju þegar því er haldið fram að markmið húsa- leigubótakerfisins sé öðrum þræði að letja fólk tU töku húsaleigubóta. Það er ljóst að fjármunir þeir sem hið opinbera veitir til húsaleigubótakerfisins eru óverulegir, t.d. miðað við vaxtabætur." Pétur Maack í Mbl. 26. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.