Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1999, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1999 Fréttir i>v Dagblöðin mun betri auglýsingamiðill en ljósvakinn miðað við niðurstöður kannana: Auglýsendur fá mesta athygli fyrir peninginn sinn hjá DV - æ algengara að fólk sleppi því að horfa á auglýsingatíma sjónvarpsstöðvanna Hvaö borgar auglýsandinn fyrir athyglina? Auglýsingaverð í fjórum miðlum, að teknu tilliti til útbreiðslu og þess tíma sem fólk eyðir í lestur og áhorf í JHorðunblabiti I I 7^sjönvarp,ð* | jj jfstöð2* * = Einungis miðaö við kvöld- dagskrá sem er besti * útsendingartími. 100=Meðalverð miðlanna miðað við athygli eins notanda í eina sekúndu. Heimild: Félagsvísindastofnun og Gallup Hér má sjá samanburð á verðskrám Ríkissjónvarpsins, Stöðvar 2, Morgunblaðsins og DV þegar búið er að brjóta hana niður í 1 athyglissekúndu, þ.e. snertiverð miðils- ins að teknu tilliti til þess tíma sem ætla má að auglýsingin geti fangað athygli les- andans eða áhorfandans. Sjónvarpsstöðvarnar eru áberandi dýrari en dagblöðin og Morgunblaðið áberandi dýrara en DV. Þegar niðurstöður nýlegra kann- ana Félagsvísindastofnunar og Gallups eru skoðaðar koma í ljós af- gerandi yfirburðir auglýsinga í dag- blöðunum. Fólk reiðir sig fyrst og fremst á þau þegar kemur að þvi að taka ákvörðun um kaup á vöru og þjónustu. Æ fleiri skipta yfir á aðra stöð þegar auglýsingar taka við dag- skrá sjónvarpsstöðvanna eða snúa sér að öðru. Ög þegar borinn er sam- an þá tími sem ætla má að auglýsing geti fangað athygli lesenda og áhorf- enda kemur í ljós að það er mun hag- kvæmara fyrir auglýsendur að aug- lýsa í dagblöðum en á sjónvarps- stöðvunum. Samanburður á stærstu blöðunum, DV og Morgunblaðinu, leyðir í ljós að verðskrá Morgun- blaðsins er í raun 18,4 prósentum of há miðað við sambærilegan árangur og auglýsing í DV gefur. Sjónvarpsstöðvarnar vilja meira Sjónvarpsstöðvarnar hafa eytt nokkurri orku í það á undanfórnum misserum að sannfæra auglýsendur um að hlutur sjónvarpsstöðvanna í íslenska auglýsingamarkaðinum væri of lítill miðað við hlut dagblað- anna. Meðal annars hafa þær flutt hingað heim sérfræðinga í banda- rískum auglýsingamarkaði sem hafa undrað sig á litlum hlut sjónvarps- stöðvanna hér. Það er þó ákaflega hæpið að hægt sé að bera þessa tvo markaði saman. 1 Bandaríkjunum ná stóru sjónvarpsstöðvarnar til alls landsins þar sem dagblöðin eru flest- öll staðbundin. Sjónvarp er þar eini miðillinn sem býður upp á þann kost að ná til þjóðarinnar allrar. Hér er þessu ekki þannig varið. Fjórir stærstu miðlarnir, Morgunbláðið, DV, Ríkissjónvarpið og Stöð 2, státa öll af meiri útbreiðslu meðal íslend- inga en nokkur miðill i Bandaríkjun- um meðal íbúa þess lands. í nýlegum dagbókarkönnunum Fé- lagsvisindastofnunar og Gallups á íjölmiðlaneyslu landsmanna eru ýmsar upplýsingar sem nota má til samanburðar á áhrifamætti þessara tveggja miðla, dagblaða og sjónvarps og þá sömuleiðis að bera dagblöðin saman innbyrðis og sjónvarpsstööv- arnar einnig. Opna í DV nær meiri athygli en opna í Mogga í könnun Félagsvísindastofnunar voru þátttakendur spurðir hversu miklum tíma þeir verðu til lesturs dagblaðanna. Niðurstaðan varð sú að lesendur Morgunblaðsins eyddu 186 mínútum yfir blaðinu, lesendur DV 153 mínútum og lesendur Dags 109 mínútum. En blöðin voru mjög mis- þykk í könnunarvikunni. Dagur gaf út 180 blaðsíður og má því ætla að hver lesandi hans hafi haft hverja opnu blaðsins fyrir framan sig í um 1 mínútu og 13 sekúndur. DV var einar 328 síður þessa viku og blasti þvi hver opna við hverjum lesenda í um 56 sekúndur. Morgunblaðið var hins vegar 620 blaðsíður og má því ætla að hver opna hafl dregið að sér athygli lesenda þess í um 36 sekúndur. Þessi litla athygli sem hver opna Morgunblaðsins fangar eyðir þar for- skoti Moggans á DV vegna meiri út- breiðslu. Samkvæmt könnun Félags- vísindastofnunar var meðallestur Morgunblaðsins 68 prósent á móti 45 prósentum hjá DV. Ef þetta tvennt er reiknað saman, útbreiðslan og meðal- lestrartími á opnu, til að finna út hversu lengi hver islendingur á aldr- inum 12 til 80 ára hafði hverja opnu Morgunblaðsins fyrir framan sig að meðaltali í könnunarvikunni þá er niðurstaðan 24,5 sekúndur. Sambæri- legur útreikningur hjá DV gefur 25,1 sekúndu. Auglýsingaverð Moggans 18 prósentum of hátt Ef haldið er áfram með þennan út- reikning má kanna hvaða áhrif það hefur að fella verðskrá þessara blaða að honum. Auglýsingaverðskrá DV er tiltölulega einfóld. Grunnverð á hvern dálksentímetra er 1403 krónur á virkum dögum en 1474 krónur á mánudögum og í helgarblaðinu. Munurinn ræðst af mismunandi út- breiðslu einstaka útgáfudaga. Þegar þessu verði er beitt til að kanna hvað DV rukkar auglýsanda um fyrir hverja sekúndu sem hver lesandi blaðsins hefur heilsíðuauglýsingu fyrir framan sig kemur í ljós að það eru 5,3 aurar á virkum dögum og 5 aurar sléttir um helgar. Þetta er dá- lítið kyndug upphæð og því skulum við miða við eina sekúndu hjá hverjum þúsund lesendum. Þetta gerir þá 53,47 krónur á virkum dögum og 50,39 krón- ur um helgar, það er 52,96 krónur að meðaltali. Auglýsingaskrá Morgun- blaðsins er mun flóknari. Blaðið kynnir ákveðið grunn- verð en nánast hver siða blaðsins hefur sérverð sem er mun hærra en grunnverðið. Ef tekið er meðaltal átta al- gengustu verðflokkanna er hver dálksentímetri í Moggan- um nú seldur á um 1692 krón- ur á virkum dögum en 1821 krónu í sunnudagsblaðið. Samkvæmt þessari verðlagn- ingu selur Morgunblaðið einn- ar sekúndu athygli 1000 les- enda á 64,89 krónur á virkum dögum en 64,99 krónur á sunnudögum. Meðaltalið er 64,90 krónur. Samkvæmt þessu er verð- skrá Morgunblaðsins 18,4 pró- sentum of há miðað við sambærileg- an árangur auglýsenda hjá DV. Miðað við auglýsingaverðskrá Dags stenst það blað illa samanburð við stóru blöðin tvö. Samkvæmt henni kostar einnar sekúndu athygli 1000 lesenda 137,42 krónur eða tæp- lega 160 prósentum meira en hjá DV. Dagur getur verið hagkvæm- ari en sjónvarpsstöðvarnar Ef reikna á með sama hætti hvað hver sekúnda á hverja 1000 áhorfend- ur kostar hjá sjðnvarpsstöðvunum verður að grípa til könnunar Gallups þar sem Félagsvísindastofnun kann- aði ekki hversu miklum tima fólk varði í að horfa á sjónvarpið. t niður- stöðum Gallups er ekki getið um áhorf á auglýsingatíma - aðeins dag- skrárliði. Ef miðað er við áhorf á dag- skrárliðinn sem auglýsingatíminn er birtur í þegar það á við en fundið meðaltalsáhorf dagskrárliðanna fyrir og eftir auglýsingatímann annars kemur í ljós að i kvölddagskrá Ríkis- sjónvarpsins rokkar áhorf á auglýs- ingatíma frá tæplega 16 prósentum og upp í rúm 27 prósent. Sambærilegt hlutfall hjá Stöð 2 er rúm 11 prósent og allt upp í rétt rúm 35 prósent. Auglýsingaverðskrá sjónvarps- stöðvanna er brotin niður eftir því hvenær auglýsing birtist. Það er því tiltölulega auðvelt að flnna út hvert verðið er á hverja sekúndu af athygli 1000 áhorfenda - það er ef forsend- urnar um áhorf á auglýsingatímana eru réttar. Samkvæmt verðskrá Rík- issjónvarpsins kostar hver sekúnda hjá 1000 áhorfendum að meðaltali frá 57,91 krónu í 94,96 krónur í kvölddag- skránni. Meðalverð kvölddagskrár- innar er 68,69 krónur. Hjá Stöð 2 rokkar verðið á athygli 1000 áhorfenda í eina sekúndu í kvölddagskránni að meðaltali frá 64,45 krónum tfl 85,92 króna. Meðal- verðið er 72,78 krónur. Ef litið er til annarra tíma en þess allra besta, það er dagskrá stöðvanna eftir eflefu á kvöldin og fyrir fréttir á daginn, kemur í ljós að verð á hverja sekúndu hjá 1000 áhorfendum getur orðið allt að 155,86 krónur hjá Ríkis- sjónvarpinu að meðaltali en 521,34 krónur hjá Stöð 2. Það er því meira að segja hagkvæmara að auglýsa i Degi en hjá sjónvarpsstöðvunum utan þeirra besta tíma. Stöð 2 37,5 prósentum dýrari en DV Ef skoðað er meðalverð allra stærstu miðlanna á athygli hverra 1000 lesenda eða áhorfenda kemur í ljós að Morgunblaðið er 22,5 pró- sentum dýrara en DV, Ríkissjón- varpið er 29,6 prósentum dýrara og Stöð 2 er 37,5 prósentum dýrari en DV. Þessir miðlar telja sig því vera að selja eitthvað annað en athygli lesenda og áhorfenda og miða verð- skrá sína við það. Stór hluti áhorfenda sleppir auglýsingum Eins og áður sagði var stuðst við þá þumalputtareglu að áhorf á aug- lýsingatíma væri meðaltal áhorfs á dagskrárliðina fyrir og eftir auglýs- ingar. Ýmislegt bendir til að það sé ofmat á auglýsingamætti sjónvarps- stöðvanna. í könnun Félagsvisindastofnunar voru þátttakendur spurðir hversu oft þeir skiptu yflr á aðra stöð þeg- ar auglýsingar hæfust á þeirri sem þeir væru að horfa á. 8,4 prósent svarenda sögðust gera það alltaf, 34,9 prósent oft og 30,7 prósent stundum. Ef meta á þetta með var- legum hætti má reikna með þeir sem segjast skipta oft um stöð geri það í fjórða hvert sinn og þeir sem segjast gera það stundum geri það í tuttugasta hvert sinn sem auglýs- ingar skella á þeim. Samkvæmt því má reikna með að 18,7 prósent áhorfenda skipti um stöð hvert sinn sem auglýsingar byrja. Félagsvísindastofnun spurði einnig hversu oft fólk færi að gera eitthvað annað en horfa á sjónvarp þegar auglýsingar byrjuðu. 4,5 pró- sent sögðust gera það alltaf, 34,4 prósent oft og 42,3 prósent stundum. Ef sömu aðferð er beitt á þessi svör kemur í ljós að reikna má með að 16,3 prósent áhorfenda standi upp hverju sinni frá sjónvarpinu þegar auglýsingar hefjast. Samanlagt má því reikna með að eitthvað um 35 prósent áhorfenda snúi sér að öðru um leið og auglýs- ingar hefjast í sjónvarpsstöðvunum. Ef þetta er tekið með í reikninginn lækkar meðaltalsáhorf sjónvarps- stöðvanna sem greint var frá hér að framan og auglýsingaverð á hverja sekúndu af athygli hverra 1000 áhorfenda hækkar að sama skapi. Hjá Ríkissjónvarpinu hækkar það í rúmar 105 krónur og í tæpar 112 krónur hjá Stöð 2. Samkvæmt þessu eru sjónvarpsstöðvarnar orðnar lík- ari Degi í samanburði en stóru blöð- unum tveimur. Fólk notar dagblöðin langmest Félagsvísindastofnun spurði fólk einnig hvaða miðill vægi þyngst þegar það tæki ákvörðun um kaup á vöru og þjónustu. Niðurstöðurn- ar eru sláandi. 62,8 prósent nefndu dagblöð, 20,0 prósent sjónvarp, 8,0 prósent tímarit, 4,6 prósent útvarp og 4,2 prósent Netið. Það vekur athygli hversu lítið vægi útvarpið hefur hjá fólki. Það mælist rétt aðeins sjónarmun hærra en Netið sem þó var varla til fyrir tveimur árum. Þegar skoð- að er hversu stóran hluta af aug- lýsingamarkaðinum útvarpið hef- ur samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni fyrir árið 1997 kemur i ljós að það er 16,4 prósent. Dag- blöðin fengu þá 55,7 prósent af kök- unni, sjónvarpsstöðvamar 21,2 prósent og tímaritin 6,8 prósent. Netið mældist ekki 1997. Það vekur athygli að niöurstöð- ur Félagsvísindastofnunar falla nokkuð vel saman við upplýsingar Hagstofunnar um skiptingu kök- unnar. Sjónvarpsstöðvarnar fá að- eins meira en þær eiga skilið mið- að við skiptinguna hjá Félagsvis- indastofnun, dagblöðin aðeins of lítið og sömuleiðis tímaritin. Út- varpið er hins vegar stórlega of- metið sem auglýsingamiðill hjá auglýsendum. Heimild: FélagsVísindastofnun 70 — 62,8% Dagblöðin áhrifamest 60 50 40 30 20 10 % Þegar þú tekur ákvörðun um kaup á vöru eöa þjónustu, hver af eftirtöldtun miölum vegur þyngst i ákywíunartöku þbint? a!i -8,0% 2S m Dagblöft Sjónvarp Tímarit Utvarp Netló íTTCTi Dagblöðin bera höfuð og herðar yfir aðra miðla þegar fólk svarar hvaða miðill vegi þyngst þegar það tekur ákvörðun um vöru og þjónustu. Það vek- ur athygli að útvarp er orðið jafnmikilvægt fólki og Netið þótt sá raunveru- leiki endurspeglist ekki í auglýsingatekjum þessara miðla. Viðbrögð fólks við augtýsingum í sjónvarpi Heimild: Félagsvísindastofnun Könnun 1997 [ Könnun 1998 35 30 25 20 15 10 5 Skipt yfir á aðra stöð _ augijfsingar koma í sjwwarpi, hversu oft skJptír þúurarfsog atiu*taeri 181 $t$ívunura? 28,7 30,7 3-7 ...J Alltaf Oft Stundum Snúið sér að öðm 41,0 42,3 34,4 komaisjómani'i, liversu oft ferð [iú aðgeiaoittíivai anað? 23,1 fosÆl I. f Alltaf Oft Stundum Eftir því sem sjónvarpsstöðvarnar verða fleiri fjölgar þeim áhorfendum sem skipta yfir á aðra stöð um leið og auglýsingar byrja. Árið 1997 sögðust 21,8 prósent svarenda skipta á aðra stöð þegar þeim væru boðnar auglýsingar en þetta hlutfall er orðið 43,3 prósent í dag. Þeim fjölgar einnig sem sleppa því að skipta um stöð og snúa sér að einhverju allt öðru en sjónvarpinu. Árið 1997 sögðust 26,6 prósent snúa sér að öðru þegar auglýsingar byrjuðu en í dag er þetta hlutfall orðið 38,9 prósent. Samkvæmt þessu getur auglýsand- inn lítið stólað á áhorfstölur á einstaka sjónvarpsþætti þegar hann vill ná at- hygli fólks.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.