Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1999, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1999, Blaðsíða 35
MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1999 Fréttir 47 I>V Hvalurinn í Reynisfjöru, ekki hvalreki eins og hann gerist bestur. Óhagstæður hvalreki á fjörur Reynishverfinga: Tólin og tann- garður nýttust DV.Vík: Reynishverfingum i Mýrdal áskotnaðist hvalur á fjöru sína fyrr í haust. Reyndar var það af manna völdum sem hann komst alla leið upp í fjöruna. Fyrst var hvalurinn dreginn að landi á hjólabát. Þegar að landi var komið var togað í hann með trukkum, hjólabátnum og dráttarvélum. Áður fyrr var talið mikið happ að fá hvalreka á fjöru sína, það gat bjargað heilli sveit frá hungri og vosbúð á köldum vetrum. Hvalurinn sem Reynishverfingar fengu í fjöru sína varð þó ekki til að metta svanga munna eða til bjargar bágstöddum, því skepnan er búr- hvalur. Afurðirnar af honum eru óætar og valda þeim sem kjötsins neyta verki og pínu. Gamall Mýr- dælingur sagði fréttaritara að búr- hvalskjöt hafi meira að segja gert hundum illt og þeir ætu það helst ekki ótilneyddir. Fljótlega eftir að hvalurinn náðist á land var skolturinn með tanngörð- unum skorinn af honum og grafinn til úldnunar svo að hægt væri ná af honum holdinu og tennumar yrðu lausari. Tennurnar eru það eina sem geta talist til verðmæta af búr- hval. Að vísu skar Reynir Ragnars- son af hvalnum sem var karlkyns, tákn „hvaldómsins" sem var sent á safn sem sérhæfir sig í söfnun þess kyns tóla, Reðasafns íslands. Þegar hvalurinn hafði legið í fjörunni í nokkrar vikur var farið að leggja af honum ódaun, fjöruskoöurum í Reynisfjöru til lítúlar ánægju. Því var gripið til þess ráðs að grafa það sem eftir var af hvalnum. -NH Hagnaður FISK 185 milljónir: Jenið jók fjármagnskostnað Rekstrarhagnaður Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. á síðasta rekstrar- ári var 185 milljónir króna og er það enn betri afkoma en á rekstrarárinu þar á undan en þá var hagnaðurinn um 150 milljónir. Rekstrarár FISK er hið sama og kvótaárið, eða frá 1. september til 31. ágúst. Rekstrar- tekjur voru 2.395 milljónir, hækk- uðu um 10,17% á milli ára, en rekstrargjöld hækkuðu um 2,1% og vom 1.703 milljónir. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnskostnað var 692 milljónir eða 28,91% af veltu. Af- skriftir voru 313 milljónir og fjár- magnskostnaður 198 milljónir. Veltufé frá rekstri var 577 milljónir eða 24,1% af veltu. Heildarskuldir FISK lækkuðu um 262 milljónir á milli ára og eru nettóskuldir fyrirtækisins nú 1.365 milljónir. Rekstur FISK gekk almennt nokkuð vel á árinu, að sögn Jóns E. Friðrikssonar fram- kvæmdastjóra. Þorskurinn gaf sig vel og afurðaverð var tiltölulega hátt en erfiðleikar voru í rækju- veiðum. Hár fjármagnskostnaður skýrist aðallega af miklum breyt- ingum sem urðu á japanska jeninu, en talsvert af skuldum FISK er í jenum. -ÞÁ Viðvörunarljós við einbreiðar brýr DV, Suðurlandi: Síðastliðið sumar voru sett upp viðvörunarljós við brúna yfir Þverá austan við Hvolsvöll. Ljósin eru um- ferðarstillt, þau byrja að blikka þeg- ar bílar nálgast brúna sem er ein- breið. Ljósin auka öryggi vegfar- enda því auk þess að brúin er ein- breið er aflíðandi beygja austan við hana svo að í myrkri og vondu skyggni er oft erfitt að sjá bíla sem koma á móti fyrr en þeir eru komn- ir aö brúarendanum. Vegagerðin hefur sett upp ljós við fleiri ein- breiðar brýr á þessu ári. Þá eru á hverju ári byggðar nýjar tvíbreiðar brýr eða eldri brýr breikkaðar, allt til að auka öryggi vegfarenda á þjóð- vegum. -NH Leiktu þér Vi9is.it vasnv.BS v(«ifilngurinn! Komdu Hka í íslandica Leifsstöó Sími 425 0450 Sérverslun með qamla muni og húsgögn Langholtsvegi 130, slmi: 533 33 90 Ný sending! Kola / brenniofnar ópið: Mán. - fÖSt. 12:00 - 18:00. fráca. 1940/frá ir. 125.000,- Helgar: 12:00 -16:00 Furuskápar frá ca. 1900 / frá kr. 47.000.- Fín merki fyrir flotta herra! Þegar þú kemur í Leifsstöð áttu erindi í íslandica. Ferðalangar koma í vöruvalió hjá okkur. og iðnaðarmemi Bremiarar og aukahlutir PRIMUSl (SIEVERT HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.