Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1999, Blaðsíða 36
48 MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1999 Hringiðan Gítarleikarinn Friðrik Karlsson kynnti nýju slökunartónlistina sína gestum Baðhússins á laugardaginn. Sólveig Eiríksdóttir og Eydís Guðmundsdóttir voru meðal gesta. Tónlistarskóli FÍH á tuttugu ára starfsafmæli nú um þessar mundir. Af þvi' tilefni voru veittar viðurkenn- ingar þeim sveitarfélögum sem stutt hafa hvað mest við tónlistarfólk á árinu. Sigurður Geirdal, bæjarstjóri Kópavogs, tók við viðurkenningu fyrir að stuðla að stórbættri tónleikaaðstöðu með bygg- ingu Salarins. Það var Björn Th. Árnason sem af- henti viðurkenningarnar. Einn helsti mynda- söguhöfundurinn í dag, Warren Ellis, flutti erindi í Háskólabi'ói á laug- ardaginn. Að því loknu áritaði hann verk sín í versluninni Nexus VI þar sem áhangendur biðu í kippum. Verzlóvælið, söngkeppni Verslunarskólans, var haldið með pomp og prakt á hin- um svokallaða Marmara skólans á föstudaginn. Nokkrir af keppendunum í „græna“ herberginu á meðan beðið var eftir niðurstöðu dómara. DV-myndir Hari e\g V'9ó"SJ?Sát's' ilUW* se<° {. sW : \ett® ve'sWlttV<.\®ddm Sete Friðrik Þór Friðriksson tekur hér á móti forseta íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, á frumsýningu Myrkrahöfðingjans. Friðrik Karlsson, gítarleikarinn góðkunni úr Mezzoforte, er að gefa út sinn þriðja slökunartón- listardisk. Hann kynnti efnið á diskinum, sem heitir Hugar-ró, gestum í Baðhúsinu á laugar- daginn. Á laugardaginn var opnuð ný sérverslun með vörur, merktar Coca-Cola, í Nýkaupi, Kringlunni. Systurnar Valdís og Brynja X. Víf- ilsdætur kíktu á kók- búðina enda pabbi þeirra, Vífill Magnús- son arkitekt, hönnuður útlits verslunarinnar. Hrafn Gunnlaugs- son frumsýndi Myrkrahöfðingj- ann, nýjustu kvik- mynd sína í samvinnu við íslensku kvik- myndasamsteypuna, í Háskólabíói á föstudaginn. Hrafn gantast hér við Ara Krist- jánsson kvikmyndatökumann. Aðalleikarinn í Myrkrahöfðingja Hrafns Gunnlaugs- sonar, Hilmir Snær Guðnason, kom á frumsýningu myndarinnar ásamt Bryndísi Jónsdóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.