Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1999, Blaðsíða 26
38 MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1999 Fréttir Kvartað yfir lóðaskorti á Akranesi: Nóg framboð eftir áramót - lofar Gisli Gíslason bæjarstjóri DV, Akianesi: Lóðaskortur hefur ríkt á Akra- nesi en bætt verður úr því upp úr áramótum, að sögn bæjarstjórans, 4 Gísla Gíslasonar. Margir vilja flytj- ast til Akraness, til dæmis fólk sem starfar hjá Norðuráli. Þetta fólk hef- ur kvartað yfir því að erfitt sé að fá húsnæði á Akranesi. „Unniö er að skipulagi lóða á svo- nefndu Ássvæði inn af Jörundar- holti og skipulagi Flatahverfis. Á Ásasvæðinu verður gert ráð fyrir einbýlishúsum og raðhúsum og verður það skipulag tilbúið eftir áramót en hluti Flatahverfis seinni hluta næsta árs. Þá hefur verið aug- lýst eftir eignarlóðum í bænum sem skipulagðar eru sem íbúðahúsalóð- ir,“ sagði Gísli Gíslason bæjarstjóri í samtali við DV. Bæjarstjórinn sagði enn fremur að ráðgert væri að reisa fjölbýlishús á Jaðarsbraut. Æskiiegt væri að hafa fleiri fjölbýlishúsalóðir tilbún- ar en úr því rættist á seinni hluta næsta árs. Að svo stöddu stendur skortur á lóðum ekki í vegi fyrir framkvæmdum því ólokið er við byggingu húsa við Leynisbraut en ljóst er að ekki má langur tími líða þar til ný skipulögð svæði liggja fyr- ir. Áhersla er þó einnig lögð á að hafa lóðaframboð á afmörkuðum svæðum þannig að ganga megi jafn- harðan frá umhverfi lóðanna og göt- um. -DVÓ Robland Fræsarar. Sambygg&ar trésmíðavélar. Kynning næstu daaa á ROBLAND-trésmíðavélum í verslun okkar, Súoarvogi 6. Sérstakt kynningarveroá sýningarvélum. Súðavogi 6 Sími 568 6466. Fax 568 9445. e-mail iselco@iselco.is. Viltu líta vel út i &PYGG1SVÖRÐUR •< S£Ct Róbert Jónsson með skógarþröstinn sem hann handsamaði ■ Kringlunni: Gesturinn fékk ekki höfðinglegar viðtökur i Kringlunni því á eftir honum hlupu starfsmenn öryggis- þjónustu Kringlunnar með net- háfa um ganga og verslanir. Gest- urinn, skógarþröstur, var loks handsamaður í snyrtivöruversl- uninni Hygea. Þar flaug hann inn í geymslu og kúrði sig uppi í efstu hillu þegar Róbert Jónsson örygg- isvörður náði honum. Það varð uppi fótur og fit hjá óboðinn gestur gerði sig heima- starfsmönnum í Kringlunni þegar kominn í verslunarmiðstöðinni. Öryggisverðir Kringlunnar á þönum: Eltu uppi óboðinn þröst 10 tímar í Aloa Vera-vafninga Aöeins kr. 5.900 553 3818 Grensásvegi 50 Grindavík, sími 426 7977 Nú bjóöum viö bér mánaöarkort í Trimform á aðeins kr. 5.900. Frír prufutími íyrir þá sem ekki hafa prófaö TRIM/\F0RM Trimform hjá Berglindi. I * I F I I 1 T I 0 I 1 S -NH Tuttugu þús- und komin í nýju laugina DV-Stykkishólmi: Tuttugu þúsund gestir hafa sótt sundlaug Stykkishólms frá því hún opnaði um miðjan júlí. Tíu þúsundasti gesturinn kom í laug- ina á dönsku dögunum síðla sum- ars eftir aðeins liðlega eins mán- aðar opnunartíma. Veruiega hef- ur dregið úr sundferðum bæjar- búa með kólnandi veðri. Eins má búast við að hitasveiflur á vatn- inu í laug og pottum hafl haft áhrif en ójafnvægi hefur verið á hitaveitunni á meðan vatni er hleypt á hverfin smátt og smátt. Allur stýribúnaður við sundlaug- ina er sjálfvirkur og hefur jafnvel þurft að taka hluta af honum úr sambandi stöku sinnum. Þetta á sér allt saman eðliiegar skýringar og kemst í lag þegar vatn er kom- ið á allt dreifikerfið. Undanfarið hefur laugin verið milli 28° og 30° C og pottamir um 40° C. Þá er snjóbræðslukerfið komið í gang og ekkert því til fyrirstöðu að fólk bregði sér í laugina, þó kalt sé í veðri. -DVÓ/ÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.