Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1999, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1999
13
Fréttir
Beinm fundust í ágústmánuði og
leiddi rannsókn í ljós að þau voru af
karlmanni sem hefur verið um 45
ára þegar hann lést eða allnokkuð
við aldur miðað við líflengd á þeim
tima. Rannsókn á beinunum bendir
til þess að maðurinn hafi verið við
góða heilsu, ef frá er talin gigt í baki
Gamaleiga
iVinnuskúrar
Gámur getur verið hentug lausn á
hverskyns geymsluvandamálum.
Hjá okkur færðu flestar gerðir gáma
hvort heldur er til kaups eða leigu.
Einnig leigjum við út og seljum
vinnuskúra. Getum við aðstoðnð þig?
HAFNARBAKKI
Hafnarbakki hf. Sudurhöfnitmi Hafnarfirði
Sími 565 2733 Fax 565 2735
VIT frá Símanum GSM eflir hinn síma svo nm miinar.
Salernissúla í Kaupmannahöfn eins
og þær sem settar verða upp í
Reykjavík.
Reykjavíkurborg:
4 metra sal-
ernissúlur
- leigðar á 3,7 milljónir
Unnið er að uppsetningu á tveim-
ur götusalernum í miðbæ Reykja-
víkur sem auglýsingafyrirtækið
AFA:JCD leigir Reykjavíkurborg á
3,7 milljónir króna á ári. Borgarbú-
ar þurfa hins vegar aðeins að greiða
20 krónur fyrir að nota salernin.
Hér er um að ræða 4 metra háar súl-
ur meö innbyggðu salerni og verður
annað á Laugavegi, við hlið Stjörnu-
bíós, en hitt við Ingólfstorg:
„Þetta eru alsjálfvirk salemi sem
sótthreinsa sig sjálf eftir hverja
notkun. Þetta eru alþekkt fyrirbæri
erlendis og í Kaupmannahöfn erum
við til dæmis með 24 slíkar salemis-
súlur,“ sagði Hans Kaalund, fram-
kvæmdastjóri AFA:JCD, en fyrir-
tækið mun jafnframt selja auglýs-
ingar utan á súlurnar, svipaðar
þeim sem seldar hafa verið á nýju
strætisvagnaskýlin sem fyrirtækið
sá jafnframt um uppsetningu á. Að-
gangseyrir að salemissúlunum
rennur óskiptur í borgarsjóð en
auglýsingatekjur til fyrirtækisins
sem flytur inn og setur salernis-
súlumar upp. -EIR
Er flugið á áætlun?
* Brottfarartímar
• Komutímar
Náðu því hesta úr þínum síma
• Tilkynningar um breytingar á áætlun
Komdu og náðu í Gagnakortið!
VIT er endurgjaldslaus þjónusta fram til áramóta
Til þess að geta notað þjónustuna þarftu Gagnakort.
Gagnakortið er nýtt símkort sem viðskiptavinir
Símans GSM geta nálgast í verslunum Símans
og gengur í alla nýjustu GSM símana.
Notendurfyrirframgreiddra símkorta (Frelsi)
geta ekki nýtt sér þjónustuna.
SÍMINN-GSM
WWW.GSM.IS
ICELANDAIR
Gerir meira fyrir þig
„Háleggur“ frá Hraukbæ hinn stutti:
Beinin frá fyrstu
öld byggðar
DV, Akureyri:
Rannsóknir á beinunum sem
fundust í gröf við bæinn Hraukbæ í
Glæsibæjarhreppi í Eyjaflrði í sum-
ar hafa leitt í ljós að beinin eru frá
fyrstu öld byggðar í landinu, en ná-
kvæmari niðurstöður munu fást við
frekari rannsóknir.
og gigtarbreytingar í hægri úlnlið.
Talið er að fleiri beinagrindur sé að
finna í hólnum þar sem beinagrind-
in fannst í sumar og verður hollinn
rannsakaður næsta sumar. Beinin
voru sýnd í Minjasafninu á Akur-
eyri, og þar fékk fornmaðurinn
nafnið „Háleggur frá Hraukbæ“.
Við rannsókn hefur hinsvegar kom-
ið í Ijós að „Háleggur" var fremur
stuttur til klofsins, eenda ekki nema
164 cm að hæð sem var undir með-
alhæð karlmanna á þeim tíma er
hann var uppi. -gk
Héraðsdómur Norðurlands eystra:
Sektaður fyrir ofsaakstur
á Svalbarðsströnd
DV, Akureyri:
Karlmaður á þrítugsaldri hefur
verið dæmdur í sekt í Héraðsdómi
Norðurlands eystra, en hann ók
bifreið á ofsahraða og var i þokka-
bót ökuréttindalaus.
Þetta gerðist í október sl. og ók
maðurinn, sem er frá Neskaup-
stað, bifreiðinni frá Kópaskeri
áleiðis til Akureyrar. Á Sval-
barðsströnd í Eyjafirði mældi lög-
reglan bifreið mannsins á 143 km
hraða eða 53 km yfír leyfðum há-
markshraða. Þá sinnti maðurinn
ekki skipun lögreglu um að
stöðva bifreiðina tafarlaust.
Maðurinn á marga dóma að
baki og rauf með ofsaakstrinum
skilorð tveggja fangelsisdóma.
Fyrir ofsaaksturinn á Svalbarðs-
strönd var maðurinn dæmdur í 85
þúsund króna sekt og komi 17
daga varðhald í stað sektarinnar
ef hún verður ekki greidd innan 4
vikna. Þá var maðurinn dæmdur
til sviptingar ökuleyfis i 1 mánuð
frá þeim tíma er fyrri ökuleyfis-
svipting hans rennur úr á næsta
ári. -gk