Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1999, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1999 19 Norðurland eystra: Dæmdir fyrir árás á bíl- eiganda DV, Akureyri: Tveir 17 ára Akureyringar hafa í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdir í skilorðsbundna fangelsisvist, fyrir líkamsárás á síðasta ári. Tvítugur maður á bifreið hafði þá boðið stúlku upp í bifreið sína og piltunum einnig í framhaldi af því. Þegar maðurinn hafði ekið stúlkunni heim vildi hann að drengirnir tveir yfirgæfu bifreið hans, en þeir féllust ekki á það. Þegar maðurinn sagðist ætla að aka að lögreglustöðinni og fá þar aðstoð við að fjarlægja drengina úr bifreiðinni réðust þeir að hon- um. Þeir lömdu hann margsinnis í andlit og höfuð og varð maðurinn að leita sér aðhlynningar á slysa- deild. Annar drengjanna var dæmdur í 2 mánaða fangelsi, hinn i 1 mán- uð, báðir skilorðsbundir til tveggja ára, þeir voru dæmdir til greiðslu skaðabóta og málskostnaðar. -gk Hjálparstarf: Jólamatur fyrir fátæka - skráning að hefjast „í fyrra þáðu tæplega þrjú þús- und manns matarpoka frá okkur með kjöti, grænmeti og ávöxtum en ég vona að þeir verði færri í ár sem á því þurfa að halda,“ sagði Jónas Þórisson, framkvæmda- stjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, sem vinnur nú að undirbúningi matargjafa kirkjunnar fyrir þessi jól. „Ég vona að láglaunafólkið hafi það betra í ár en í fyrra en ástandið hjá öryrkjunum er alltaf það sama,“ sagði Jónas. Fyrir síðustu jól var helmingur þeirra sem þáðu matarpoka Hjálp- arstarfsins, öryrkjar, 15 prósent at- vinnulausir, 14 prósent láglauna- fólk og 4 prósent sjúklingar. Alls þáðu 900 manns mataraðstoðina fyrir jólin og gera starfsmenn Hjálparstarfs kirkjunnar ráð fyrir því að á bak við hvern þiggjanda séu þrír aðrir. Til að fá mataraðstoð fyrir jólin verður fólk að skrá sig á sérstaka lista dagana 6 -10. desember. List- arnir liggja frammi hjá Hjálpar- starfi kirkjunnar í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31. -EIR > i o csd-edoo Feroatæki með geislaspilara og fjarstýringu. CSd-eS22T Ferðatæki með geislaspilara. Gott tæki a goðu verði. SU??S?Q csd-es577 Ferðatæki með geislaspilara og Front-Surround. ,“’ÍV 6*995 ICX-I55 Ferðahljomtæki með geislaspilara. Front-Surround og fjarstýringu. árntula 38 • Sínni SH31133 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT: Reykjavik: Heimskringlan - Hafnarfjörður Rafbúð Skúla - Grindavik: Rafborg - Keflavik: Sónar - Akranes: Hljómsýn - orgarnc Kaupfélag Borgfirðinga Hellissandur: Blómsturvellir - Stykkishólmur: Skipavík - Blönduós: Kaupfélag Húnvetninga Hvamstangi: Rafeindaþjónusta Odds Sigurðssonar - Sauðárkrókur: Skagfirðingabúð Búðardalur: Verslun Einars Stefánssonar - fsafjörður: Frummynd - Siglufjörður: Rafbær - Akureyri: Ljósgjafinn - Húsavik: Ómur Vopnafjörður: Verslunin Kauptún - Egilsstaðir: Rafeind Neskaupsstaður: Tónspil Eskifjörður: Rafvirkinn - Seyðisfjörður: Turnbræður - Hella: Gilsá - Selfoss: Radíórás - Þorlákshöfn: Rás - Vestmannaeyjar: Eyjaradíó MMC Lancer st. 4x4, f. skrd. 19.05.1993, bsk., 5 dyra, ekinn 122 þ. km. Verð áður 740.000. Verð nú 550.000. MMC Lancer st. 4x4, f. skrd. 10.06.1990, bsk., 5 dyra, ekinn 112 þ. km. Verð áður 590.000. Verð nú 450.000. Nissan Sunny, f. skrd. 17.08.1995, ssk., 4 dyra, ekinn 51 þ. km. Verð áður 860.000. Verð nú 750.000. VW Golf CL st„ f. skrd. 20.05.1994, bsk., 5 dyra, ekinn 78 þ. km. Verðáður 810.000. Verð nú 690.000. VW Vento, f. skrd. 03.06. 1993, bsk„ 4 dyra, ekinn 113 þ. km. Verð áður 740.000. Verð MMC L-200, f. skrd. 04.08.1992, bsk„ 2 dyra, ekinn 120 þ. km. Verðáður 750.000. Verð nú 630.000. MMC Pajero, f. skrd. 14.03.1989, ssk„ 5 dyra, ekinn 171 þ. km. Verð áður 790.000. Verð nú 580.000. MMC Lancer, f. skrd. 07.05.1996, ssk„ 4 dyra, ekinn 60 þ. km. Verð áður 960.000. Verð nú 840.000. BILAS ALANl Borgartúni 26, símar 561 7510 & 561 7511 Urva) fiHa^ra bíla af öliom s+æröo»i 03 3er*u»*) / Margar bifreiðar á söluskrá okkar er hægt að greiða með Visa eða Euro raðgreiðslum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.