Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1999, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1999 Utlönd Þrýst á Kohl að upplýsa um fjár- málahneykslið Helmut Kohl, fyrrum Þýska- landskanslari, var undir miklum þrýstingi samflokksmanna sinna í gær um aö skýra frá vitneskju sinni um hneykslismál sem snýst um fjármögnun kosningabaráttu Kristilega demókrataflokksins. Kohl neitaði hins vegar enn einu sinni að hann hefði haft nokkra vitneskju um 37 milljón króna peningagjöf til flokksins frá vopnasala einum árið 1991. Stað- hæft er að peningamir hafi verið í málmtösku og verið afhentir á bílastæöi. Yfirvöld rannsaka nú málið sem skattsvikamál. „Ég vissi ekkert um þetta fyrr en fyrir þremur vikum,“ sagði Kohl við þýska blaöið Bild am Sonntag. Samkvæmt könnun í blaðinu telja 55 prósent kjósenda að Kohl hafi vitað um peninga- gjöfina. Skipað í nýja stjórn á Norður- Irlandi í dag Mótmælendur og kaþólikkar á Norður-írlandi tilnefna í dag ráð- herra sína í nýja samsteypustjóm sem tekur formlega til starfa á fimmtudag. Þá fá Norður-írar í fyrsta sinn í 25 ár stjóm á eigin málum. Vonir um aö takast mætti að koma á varanlegum friði á Norð- ur-írlandi jukust til muna á laug- ardag þegar flokkur sambands- sinna féllst á að mynda sam- steypustjórn með kaþólskum. Hvöss orðaskipti sýndu þó svo ekki verður um villst að enn hef- ur ekki tekist að eyða tortryggni í garð Irska lýöveldishersins sem á að leggja niður vopn. Peter Mandelson, ráðherra Norður-írlandsmála í bresku stjórninni, sagðist í gær vera sannfærður um að afvopnunar- ferlið myndi hefjast í vikunni. Nakinn maður með sverð særir tíu kirkjugesti Nakinn maður með sverð réðst inn í troöfulla kirkju í Thomton Heath í suðurhluta London í gær og hjó tvo fingur af hendi eins kirkjugesta og særði níu til við- bótar. Ofsahræðsla greip um sig með- al kirkjugesta en þeim tókst engu að síður að yfirbuga manninn og halda honum þar til lögreglan kom á vettvang. „Á meðan á messu stóð kom maður inn um aðaldyrnar með að því er virtist stórt sverð í hendi og stökk upp á bekkina," sagði kirkjugesturinn Fred Rebello við fréttamann Reuters. Sá sem hlaut alvarlegustu meiðslin var 55 ára gamall maöur sem missti bæði vísifingur og þumal. Hann hlaut einnig djúp sár eftir sverðið í andlit og háls. Lögregla sagði að maðurinn hefði fundist tveimur húsalengjum frá kirkjunni. Fingur mannsins fundust í blóðpolli á kirkjugólfinu. „Þetta var hræöilegt," sagði læknir sem tók við hinum særðu á nærliggjandi sjúkrahúsi. Þrettán lík fundin eftir strand norskrar ferju: Sex farþeganna er ennþá saknað Björgunarsveitir fundu í gær flak norsku ferjunnar Sleipnis sem strandaði og sökk einn kflómetra undan Haugasundi á föstudags- kvöld. Allt að nítján manns týndu lífi í óhappinu þegar ferjan sigldi á sker. Áhöfn ferjunnar hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að vera sein að koma farþegunum frá borði. örsmár ómannaður kafbátur fann tvö lík nærri flaki ferjunnar á 90 metra dýpi í gær. Sleipnir var tvíbytna og hafði verið í áætlunar- feröum frá því í ágúst síðastliðnum. í nokkrum bæjum Noregs kveiktu syrgjendur á kertum til minningar um hina látnu og einnig í táknrænni kröfu um fleiri vita meðfram hrjóstrugri ströndinni. „Við teljum að sextán til nítján manns hafi látið lifiö í slysinu,“ sagði Ola Ame Linga, talsmaður lögreglunnar, við fréttamann Reuters. Svo virðist sem allir hinir látnu sem kennsl hafa verið borin á hafi verið norskir, utan einn sem var Kúrdi. Linga sagði að sjötíu af 86 til 89 farþegum hefðu komist lífs af. Björgunarsveitarmenn höfðu undir kvöld í gær fundið þrettán lík. Þrír til viðbótar, sem vitað er að vom um borð í ferjunni, eru taldir af. Óstaðfestar fréttir voru um að tveggja til þriggja til viðbótar væri saknað. Eigendur ferjunnar viðurkenndu í gær að skipstjórinn og áhöfnin hefðu hugsanlega beðið of lengi áð- ur en farþegunum var komið frá borði. „Svo virðist sem áhöfnin hafi ekki talið ástandið eins alvarlegt og það var,“ sagði Arne Dvergsdal, framkvæmdastjóri útgerðarfélags- ins. „Af fyrstu fréttum sem okkur bárust má ætla að skipið hafi sokk- ið óvenjuhratt," sagði hann í sam- tali við norsku fréttastofuna NTB. Áhöfnin viröist hafa talið aö far- þegunum væri betur borgið um borð í ferjunni en í björgunarbátum í úfnum sjónum. Tiltölulega fáir far- þegar voru í ferjunni í þessari ferð frá Stavangri til Björgvinjar. Ferjan getur borið 358 farþega. Skipið brotnaði hins vegar skyndflega í sundur og sökk 45 mínútum eftir að það strandaði. Margir farþeganna urðu því að kasta sér í hafið. Drjúg- ur hluti þeirra sem voru um borð var ungir olíuverkamenn á leið heim í helgarfrí. Um tvö hundruð sjálfboðaliðar gengu íjörur við strandstaðinn í gær í leit að fleiri líkum. Slysiö á fóstudag er mannskæð- asta sjóslys undan Noregsströndum frá því árið 1990 þegar 158 manns létu lífið í eldsvoöa í farþegaferj- unni Scandinavian Star. Sölvi Litleskare, til hægri á myndinni, var meðal þeirra sem komust Iffs af þegar norska ferjan Sleipnir strandaði og sökk undan Haugasundi í Vestur-Noregi á föstudagskvöld. Sölvi, sem hér sést faðma systur sína, var eina klukku- stund í köldum sjónum áður en henni var bjargað. Jeltsín Rússlandsforseti á batavegi: Fylgist vel með stríðs- átökunum í Tsjetsjeníu Boris Jeltsín Rússlandsforseti er óöum að ná sér eftir lungnakvef og veirusýkingu sem hann náöi sér í á dögunum. Forsetinn er í stöðugu sambandi við Vladimír Pútín for- sætisráðherra og Igor Sergeijev landvarnaráðherra og fylgist vel með gangi mála í átökunum í Tsjetsjeníu, að því er talsmaður hans sagði. Rússneski herinn greindi frá því í gær að hann hefði hert mjög sókn- ina gegn uppreisnarmönnum múslíma í Tsjetsjeníu. Harðar árás- ir hafa verið gerðar á höfuðborgina Grozní, bæði úr lofti og stórskota- liðsbyssum. Fulltrúi Rússlandsstjómar í Tsjetsjeníu sagði við sjónvarpsstöð- ina NTV að flóttaleið fyrir óbreytta Boris Jeltsín er að ná sér eftir lungnakvef og ætlar að sitja út kjör- tímabilið, fram á mitt næsta ár. borgara frá Grozníu hefði verið haldið opinni. „Ég held að enn sé fólk þar en ekki mjög margt," sagöi fulltrúinn. Jevgení Prímakov, fyrrum for- sætisráðherra Rússlands, sagði í gær að Rússar gætu ekki enn hafið samningaviðræður til að binda enda á hemaðaraögerðir sínar þar sem enginn stjómaði Tsjetsjeníu. „Allir spyrja hvers vegna við semjum ekki. En ég spyr við hverja við eigum að tala. Tilgreinið þá, hjálpið okkur,“ sagði Prímakov við fréttamenn eftir fund með Jacques Chirac Frakklandsforseta. Chirac sagði Prímakov að hann hefði þungar áhyggjur af hernaðar- aðgerðum Rússa og miklu mannfalli meðal óbreyttra borgara. Stuttar fréttir i>v Ongþveiti á brúnni Búist er við miklu umferðar- öngþveiti á nýju brúnni yfir Eyr- arsund þegar hún verður opnuð á næsta ári, rétt eins og varð á Stórabeltisbrúnni. Fyrirtækið sem rekur brúna er þegar farið að búa sig undir ófremdarástand við gjaldskýlin. Wahid boðar nýja stefnu Abdurrahman Wahid, forseti Indónesíu, sagði í gær að stjórn hans myndi leggja fram nýja stefnu í málefn- um Aceh-hér- aðs, þar sem að- skflnaðarsinnar hafa látið að sér kveða að und- anfömu, fyrir desemberlok. Hann sagðist ekki myndu heimsækja héraðið fyrr en eftir það. Þúsundir undir Köben Um sjö þúsund manns þekktust í gær boð fyrirtækisins sem er að grafa fyrir jarölestarkerfinu í Kaupmannahöfn, um tveggja kfló- metra langa gönguferð í jarðgöng- unum. Vopnahié ETA á enda Basknesku skæruliðasamtökin ETA tilkynntu í gær að 14 mán- aða langt vopnahlé væri á enda og hvöttu stuðningsmenn sína til að bjóða óvininum byrginn. Fyrir- mæli um baráttuaðferðirnar verða gefin út næstkomandi fostudag. Á móti sukki og svínaríi Leyniþjónusta Palestínumanna handtók í gær sjö menn sem höfðu undirritað bækling þar sem almenningur var hvattur til að berjast gegn „harðstjóm, spill- ingu og pólitískum svikum" í heimastjórn Yassers Arafats. Nyrup í góðu skapi Poul Nyrup Rasmussen, forsæt- isráðherra Danmerkur, var í Ijómandi skapi eftir fund meö þingmönnum og yfirstjórn jafnaöarmanna- flokksins um helgina. Fund- armenn tóku af- ar vel I tiflögur forsætisráðherrans um að Danir taki upp evruna, sameiginlega mynt Evrópusambandsins. Danskir kratar eru hins vegar ekki jafnvissir um ágæti þess að samstarfið innan ESB nái einnig til varnarmála. Vilja brúa bilið Viðskiptaráðherrar 135 landa sem funda í Seattle í Washington- ríki í þessari viku gera sér vonir um að geta minnkað ágreining sinn um styrki til landbúnaðar og fleiri erfiðra mála og að auki hrinda af staö nýjum samninga- viðræðum um heimsviðskipti. Rofar til í kjötdeílu Jean Glavany, landbúnaðaráð- herra Frakklands, sagði í gær að svo kynni að fara að Frakkar leyfðu sölu á bresku nautakjöti á ný í næstu viku ef matvælaeftir- litið gæfi grænt ljós. Milljarðar í baráttuna Fasteignajöfurinn Donald Trump sagði í gær að hann ætlaði aö eyða um sjö milljöröum ís- lenskra króna af eigin fé í bar- áttuna um til- nefningu Um- bótaflokksins fyrir forseta- kosningamar í Bandaríkjunum á næsta ári. Auð- ævi Trumps eru metin á rúma 350 milljarða króna. 150 bjargað Björgunarsveitir í Sviss náðu 150 manns úr bilaðri skíðalyftu í gær. Björgunarmenn notuðu þyrl- ur og reipi í aðgerðunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.