Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1999, Blaðsíða 6
6
MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1999
Fréttir___________________________________________________________________________________pv
Páll Pétursson félagsmálaráðherra segist hafa verið svikinn:
Byggðastofnun átti
að fá milljarð af FBA
- árshagnað af Landsvirkjun
„Ég er mjög
óánægður með
þessa þróun,
þetta er allt
annað en talað
var um í vor,“
sagði Páll Pét-
ursson félags-
málaráðherra í
gær. Hann er
tregur til að
láta af embætti
Páll Pétursson
ráðherra mn áramótin og telur sig
svikinn um stöðu sem þá átti að
stofna og hann telur skipta miklu.
Páll átti að taka við nýrri stöðu,
stjómarformennsku í stofnun sem
átti að setja á fót til að sinna at-
vinnuþróun í landinu. Valgerður
Sverrisdóttir átti að taka við ráðu-
neyti Páls.
„Núna eru greinilega ekki horf-
ur á að af þessu verði heldur verði
Byggðastofnun óbreytt og reyndar
heldur veikari en hún hefur verið
í höndum Egils frá Seljavöllum,"
sagði Páll Pétursson í gær.
Páll sagði að ekki væri lengur
um að ræða nýjar heimildir eða
nýtt fé til stofnunarinnar. Rætt
hafði verið um að hún fengi millj-
arð úr Fjárfestingarbanka atvinnu-
lífsins og árshagnað af Landsvirkj-
un til að vinna að verkefnum sín-
um. Af þessu verður ekki.
„Samkvæmt kostnaðarumsögn
íjármálaráðuneytisins á þetta ekki
aö hafa neinn aukinn kostnað í for
með sér fyrir ríkissjóð," sagði Páll.
„Ég tel að mikii þörf sé á öflugu
„byggðabatterii" þvi þótt Byggða-
stofnun hafi margt gert ágætlega
þá hefur það ekki dugað til að hafa
hemO á þessari óheillaþróun sem
byggðaröskunin er,“ sagði Páll Pét-
ursson. Hann sagði að spennandi
hefði verið að taka þátt í starfsemi
sem þessari.
„En það er ekkert spennandi að
taka við stofnun sem greinilega á
að svelta," sagði Páll. „Ég braut
enga samninga."
Páll segir að hann hætti sem ráð-
herra óski þingflokkur sinn eftir
því, hann muni ekki sitja sem ráð-
herra í trássi við sinn þingflokk.
Af sinni hálfu verði engir eftirmál-
ar af neinu tagi.
-JBP
Jón Sen, íslenskur læknir í Haugasundi, hlynnti að skipbrotsfólki:
Skipbrotsmenn
fengu áfallahjálp
Tveir menn lágú á gjörgæslu-
deild á sjúkrahúsinu í Haugasundi
I gærkvöld eftir ferjuslysið þegar
DV hafði tal af Jóni Sen, íslenskum
skurðlækni við sjúkrahúsiö. Hann
frétti um slysið fyrstur manna á
sjúkrahúsinu á föstudagskvöldið
en hann var þá byijaður á sólar-
hringsvakt um hálfáttaleytið þegar
váfregnin barst. Af 88 manns um
borð í Sleipni er talið að 22 hafi lát-
ist.
Fómarlamb slyssins við Hauga-
sund fær súrefni og aðhlynningu
áður en haldið er til sjúkrahússins í
Haugasundi.
„í dag var áfallahjálp veitt á geð-
deild sjúkrahússins og þangað
munu flestir hafa leitað, fólkið var
í miklu sjokki," sagði Jón í gær-
kvöld. Til sjúkrahússins í Hauga-
sundi komu 20 vegna slyssins en
allir voru útskrifaðir nema þeir
tveir sem áður var minnst á. Þeir
voru ekki í lífshættu en þó í alvar-
legu ástandi.
„Þetta er mikil lífsreynsla fyrir
okkur öll sem að slysinu komum,“
sagði Jón Sen. Hann sagði að
þama hefðu aðallega verið um
borð almennir farþegar en einnig
hópur hermanna.
„Það var nitján ára strákur,
nemi í sjóhernum, sem átti stóran
þátt í að svo margir björguðust en
hann hóf að stjórna aðgerðum,"
sagði Jón. Hann sagði að skips-
höfnin væri mjög gagnrýnd fyrir
aðgerðaleysi eftir strandið.
Dvergkafbátur kafaði niöur að
flaki Sleipnis í gær og fann tvö lík.
Almenningur safnaöi í gær fé til að
setja viðvörunarljós á skerið sem
grandaði skipinu. Það stóð tfl fyrir
þrem árum að setja upp ljós og rad-
arspegO en yfirvöld hafa talið sig
vanmegnug peningalega að ráðast
í framkvæmdina fram að þessu.
Jón hefur starfað í Noregi und-
anfarin þrjú ár. -JBP
2000-vandinn:
Miðar vel
„Menn eru ekki tilbúnir en mjög
margir eru á síðustu metrunum að
klára. Ríkisfyrirtækin og sveitarfé-
lögin hafa
unnið mjög
vel að lausn
2000-vandans
og innan
þeirra raða
eru örfáir
búnir og hjá
mörgum
kannski ekki
stór verk eft-
ir. Lands-
virkjun hefur
til að mynda
lýst því yfir
að aOt sé klárt
á þeim bæ,“ segir Haukur Ingibergs-
son, formaður 2000-nefndarinnar.
Nú eru aðeins 33 dagar til ára-
móta og þvi skammur tími til
stefnu. Haukur kveðst ekki eiga von
á neinum stóráföOum um áramótin
en nefndin hefur einkum fylgst með
mikOvægustu fyrirtækjum og stofn-
unum landsins. „Við höfum einbeitt
okkur að fyrirtækjum á sviði raf-
orku, fjármagnsmarkaönum og fjar-
skiptum og ég á ekki von á neinum
meiri háttar truflunum. Þetta hefur
í raun gengið eftir björtustu vonum
miðað við hversu umfangsmikið
verkefnið var í upphafi. Þetta er aOt
á réttu róli en menn verða auðvitað
að gera sér grein fyrir því að tíminn
tO stefnu er orðinn naumur," segir
Haukur Ingibergsson.
-aþ
Jón Sen, læknir á sjúkrahúsinu í Haugasundi, fékk hin válegu tíðindi fyrstur
manna á sjúkrahúsinu á föstudagskvöidið og vann ásamt starfsliðinu að því
að taka við 20 hrjáðum skipbrotsmönnum.
Chiropractic eru einu heilsudýnurnar sem eru þróaðar og viðurkenndar af
amerísku og kanadísku kírópraktorasamtökunum. Yfir 32 þúsund kírópraktorar
Hjá okkur færðu úrval vandaðra
CHIROPRACTIC eru einu heilsudýnurnar um
þróaðar og viðurkenndar af amerfaku og kanadfaku
kfrópraktorasamtökunum
Svefn&heilsa
★★★★★
Listhusinu Laugardal, sími 581 2233 • Dalsbraut 1, Akureyri, sími 461 1150 • www.svefnogheilsa.is