Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1999, Blaðsíða 12
12
MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1999
Spurningin
Verða þetta dýr jól?
Kjartan Þór Kjartansson flug-
maöur: Já, frekar, og þá sérstaklega
áramótin.
Bergur Thorberg myndllstarmað-
ur: Já, ég held þau veröi dýr í ár en
ákaflega skemmtileg líka.
Armand Zogaj starfsmaöur Borg-
arspítala: Já, þau gætu orðið það.
Védls Hervör Árnadóttir nemi:
Já, eflaust, og þá áramótin lika.
María Þórðardóttir nemi: Ekki
spuming, þau eru alltaf dýr.
Hlynur Tryggvason nemi: Þau
verða ódýr, ég ætla að kaupa allt í
Ótrúlegu búðinni.
Lesendur
Þættir Ómars
um þjóðgarðana
Forsendur hér fyrir þjóðgörðum sem skili milljónatugum í þjóðarbúið eru
víðáttuólíkar því sem skoða má í Ameríku tólf mánuði ársins. Ekki sjálfgefð
að Eyjabakkar skiluðu okkur arði sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn. - Á Eyja-
bakkavæðinu.
S.H.H. skrifar:
Það er ánægjulegt að fylgjast með
þáttum Ómars Ragnarssonar í sjón-
varpinu um heimsókn hans í hina
ýmsu þjóðgarða Bandaríkjanna.
Þeir eru fjörlegir eins og þessum
manni er títt og margar myndatök-
ur furðu góðar.
Það fer hins vegar merkilegt, að
þennan áróður gegn virkjun ís-
lenska hálendisins skuli bera ná-
kvæmlega upp á sama tíma og öfl-
ugur þrýstihópur sem kallar sig
umhverfisvini - eins og allir hinir
séu þá umhverfisóvinir - fer ham-
förum í að glepja nytsama sakleys-
inga til að skrifa upp á kröfu um töf
á svonefndri Fljótsdalsvirkjun. Það
skyldi þó ekki vera að nefndur
þáttastjóri fylli þann flokk?
í öðrum þætti sínum um þetta
efni dró hann ameríska konu (forna
nokkuð) fram í dagsljósið sem vitn-
aði um málstaðinn og í krafti þess
að vera nefnd ferðafræðingur eða
eitthvað ámóta staðhæfði hún að ís-
lendingar vanmætu stórlega þann
vaxtarbrodd sem fælist í ferða-
mennsku í ósnortna náttúru. Hún
nefndi í því samhengi að ferðamenn
nútimans vildu fá að vökna í fætur
og verða óhreinir á höndunum.
Hins vegar nefndi hún ekki að þeir
væru sólgnir í að fá að verða úti!
Vel má vera að Gulsteinagarður
og aðrir þjóðgarðar amerískir mali
gull - þótt „fornkonan" minnti
raunar á að víða um heim væru það
aðrir en heimamenn sem sætu að
þeim auði. Hins vegar er ekki sjálf-
gefið að t.a.m. Eyjabakkar gætu gert
það. Veðurfari hér á landi er þannig
háttað að þjóðgarð sem þar lægi
væri ekki hægt að heimsækja að
ráði nema hæsta lagi þrjá mánuði á
ári, þegar best lætur tíðarfarslega.
Og eins og Ó. R. benti á sjálfur í vor
mega ferðamenn þar hvergi nærri
koma hluta af þessum þremur mán-
uðum til þess að styggja ekki gæs-
irnar sem þar eiga gósenland,
þannig að þær geti annars vegar
haldið áfram að skemma viðkvæmt
gróðurlendi íslands og hins vegar
geti menn haldið áfram að skjóta
þær á haustin sér til skemmtunar
og hressingar.
Forsendur hér fyrir þjóðgörðum
sem skili milljónatugum í þjóðarbú-
ið eru víðáttuólíkar því sem Ó. R.
var að skoða í Ameríku á besta tíma
í sumar og sýndi okkur í skamm-
deginu til að hnykkja á undir-
skriftasöfnun sem þeir standa nú
fyrir sem eiga allt sitt á þurru, án
tillits til þess hvað gert er fyrir aust-
urhluta landsins sem þeir hafa sum-
ir hverjir varla eða alls ekki séð. -
Merkilegt að hlutlaus dagskrár-
stjórn RÚV skuli láta bjóða sér upp
í þennan dans.
sölumennska
Ódýr
Sigurður Á. Geirsson skrifar:
Þeir eru margir sem ætla að nýta
sér umhverfisáróðurinn þessa dag-
ana. í skjóli umhverfisumræðu hafa
þvottaefnaframleiðendur nú breytt
umbúðum sínum á þvottaefnunum.
Nú eru efnin seld í pokum sem ætl-
ast er til að neytendur helli úr í aðr-
ar hentugri umbúðir þegar heim er
komið. Pokar þessir eru seldir sem
„áfylling". En ég spyr, á hvað á að
fylla? Ég tek sem dæmi þvottaefnið
sem virðist fá mest hillupláss í
verslunum, Ariel. Áður var efnið
selt í kössum og fylgdu skeiðar til
að skammta í vélina. Pokar voru
líka seldir fyrir þá sem nenntu að
standa í leikaraskapnum.
Nú er svo komið aö efnið fæst
einungis í pokum af öllum stærð-
um. í upphafi voru þessar áfyllingar
svo markaðssettar sem ódýrari
kostur, sennilega til aö draga fólk í
vitleysuna. Nú eru þessir pokar
hins vegar seldir sem fullkomin
vara, þ.e. eins og vara sem algjör-
lega tilbúin er til notkunar. En það
er hún einmitt ekki því hvorki er
þar skeiðin né umbúðimar notenda-
vænar.
Mér er nú í fyrsta lagi til efs að
plastpokar séu umhverfisvænni
heldur en pappakassamir. 1 öðru
lagi gremst mér ósvífnin i þessu
þjónustuleysi og þessi dæmalausi
málílutningur sem notaður er til að
pranga inn á mann í nafni umhverf-
isvemdar. Ég vona að innflytjendur
kanni málið og láti sig það varða.
Oldin kveður - ný tekur við
- en ekki fyrr en áriö 2001
Birgir Sveinarsson skrifar:
Eins og kunnugt er hefur verið
mikill ágreiningur um hvort ný öld
hefjist 1. janúar árið 2000 eða 1.
janúar árið 2001. Ég er þess fullviss
að ný öld hefst hinn 1. janúar árið
2001. Því til staöfestingar vitna ég í
„Öldina okkar, 1900-1930“. Vona ég
að þeir sem voru á annarri skoðun
en fram kemur á bls. 7 til 9 í bók-
inni átti sig á því um hvað málið
snýst. Ávallt veröur að ljúka hverj-
um tug til þess að talan 10 verði tU.
Á sama hátt verðum við að ljúka
100 árum til þess að öldin sé öll.
Um síðustu aldamót bjuggu Reyk-
víkingar sig undir það á gamlársdag
árið 1900 aö fagna nýrri öld á mið-
rUÍ@ÍÍIRn[S)Æi þjjónusta
allan sólarhringinn
esendur geta sent mynd af
r með bréfum sínum sem
verða á lesendasíðu
SSliSiLEí f er
Bréfritari vonar að íslendingar geri sér nú grein fyrir því að ný öld hefst ekki
fyrr en árið 2001 rennur upp.
nætti - með komu ársins 1901. Á ell-
efta tímanum um kvöldið var farið
að tendra ljósin i skreyttum glugg-
um bæjarins og flestir höfðu ein-
hvem viðbúnað í húsum sínum,
a.m.k. í miðbænum. Um leið og
klukkan sló tólf dundu við flugelda-
skotin á miðjum Austurvelli.
í bókinni Dagar íslands stendur
m.a. að árið 1900 hafi verið haldin
aldamótahátíð á Austurvelli og þar
hafi Þórhallur Bjarnarson, síðar
biskup, kvatt öldina með ræðu af
svölum Alþingishússins. Lokadags
nítjándu aldar var minnst með við-
höfn víöar um land, m.a. á Akureyri
og ísafirði.
Ég vona að allir Islendingar geri
sér nú grein fyrir því að ný öld hefst
ekki fyrr en árið 2001 rennur upp.
I>V
Ein flugbraut
dugar hér
S.K.Á. skrifar:
Ég .er ekki mikill pólitíkus í
eðlinu. Ég sé hins vegar að þessi
nýi forseti borgarstjórnar er snjall
pólitíkus og sér hvenær lag er tO
að vinna máli fylgi. Þetta með eina
flugbraut hér í Reykjavík í stað
tveggja og jafnvel þriggja ef ein
ónýta brautin frá Miklatorgi er tal-
in með, er skýrt sett fram og undr-
andi er ég á því að þetta hefur ekki
verið rætt í alvöru í hita málsins
fyrr en nú. Ein flugbraut dugar
fyllilega, hvað sem einhverjir úr
fluginu segja. Ein flugbraut er
víða, og nægir fyllilega, bæði hér á
landi og erlendis. Ég nefni Stokk-
hólm, og Lúxemborg, svo og marga
velli hér, þar sem veður er þó mun
rysjóttara en í Reykjavík. Málið
veröur að endurskoða nú þegar,
áður en milljarðaævintýrið við
uppgröft allra flugbrautanna í
Vatnsmýrinni hefst.
Ótímabært
jólastúss
- andófiö hefur virkað
Guðbjörg skrifar:
Það er óhætt að fullyröa að hinn
ótímabæri jólaundirbúningur hér í
Reykjavík sem hófst í versluninni
IKEA kom mörgum í opna skjöldu.
Fólk bjóst ekki við þessu svona
snemma og það brást vægast sagt
illa við. Þetta skapaði þrýsting
barna á foreldra og annað i þeim
dúr. Um þetta spunnust umræður
og margir andæföu með því að
streitast á móti svo ótímabærum
undirbúningi. Þetta var eins konar
andóf hjá almenningi. Ég held að
þetta andóf hafi virkað. Menn ruku
ekki af stað þótt aðrar verslanir
fylgdu í kjölfarið stuttu síðar. Og
ég held að fólk sé meira aö segja
ekki enn tilbúið að demba sér í
jólaösina. Alla vega ekki fyrr en
svona upp úr mánaðamótunum.
Það er ekki sjálfgefið að allir séu
jafn áfjáðir í þetta jóla, jóla eitt-
hvað strax og kannski ekki yfir-
leitt. Það verða ekki allir í jóla-
skapi aö liðnum jólum. Þau þarf
nefnilega aö greiða dýru verði að
þessu sinni.
Auðurinn í
börnunum?
Svava hringdi:
Ég hef hlustað á nokkra þætti
Sjónvarpsins í flokknum „Maður
er nefndur". Ailt er þetta fráleitt
sem sjónvarpsefni eins og margoft
hefúr komir fram í greinum og les-
endabréfum. En það er víst búið að
semja við þá sem þættina annast
og þá má ekki svíkja fremur en
börnin á jólunum. Eitt er það sem
stundum kemur upp í viðtölum við
einstaklinga (aðallega karla auðvit-
að) sem hafa efnast vel á lífsleiö-
inni, að er þeir eru spurðir hvort
þeir séu auðgir af fé og öðrum lifs-
gæðum, þá svara þeir gjarnan: Mín
auðlegð er í bömunum og barna-
börnunum! Mér þykja svona svör
vera út í hött og sýna þessa dæmi-
gerðu íslensku hræsni og snobb
niður á við. Auðvitað er bömin
góð og gild sem auðlegð foreldra að
vissu marki, en það er eins og
menn hér hræðist að viöurkenna
veraldlega auðlegð. Hvað hræðast
menn?
Samningar fýrir
áramót
Guðlaugur skrifar:
Mér finnst það vera sanngjörn
krafa okkar launþega til forsvars-
manna samninganefnda á launa-
markaðinum, að samningum um
kaup og kjör verði lokið fyrir ára-
mót. Þótt ekki sé nema til þess að
við getum áttað okkur á og skipu-
lagt okkar mál á næsta ári. Þessir
kjarasamningar hafa gengið allt of
hægt fyrir sig á liðnum áram. En
vel að merkja; það verða þá allir að
hafa samiö fyrir áramót, svo ekki
komi til ryskinga og deilna eftir ár
þegar einhverjir hópar launafólks
semja um allt annað og hærra.