Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Síða 27
LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 27 I Helgarblað Stórveldi á heimsmælikvarða í tannlækningum að verða til á Akureyri: Aldrei haft áhuga á peningum - segir Egill Jónsson sem er maðurinn að baki hugmyndinni „Mótorhjólatöffarinn" Egill Jónsson stendur í stórræöum og gæti oröiö einn helsti viöskiptajöfur þjóöarinnar á næstu árum. DV-MYND GK DV, AKUREYRI:_____________________ Þegar Egill Jónsson, tannlæknir á Akureyri, kom til fundar við blaðamann DV kom hann ekki ak- andi á flmm milljóna króna jeppa eins og margir starfsfélagar hans aka um á. Nei, hann kom á mótor- hjóli af japanski gerð, klæddur svörtum hlífðargalla, með svartan hjálm á höfði. Hann sagðist að vísu eiga tíu ára gamlan jeppa heima. Egill passaði þvi einhvem veginn ekki inn I ímyndina sem margir hafa án efa gert sér í hugarlund af honum að undanfomu en hann er maðurinn á bak við stórbrotna og um leið einfalda hugmynd sem ætl- að er að valda byltingu í tannlækn- ingum. Nýsköpunarsjóður verð- launaði hugmyndina á dögunum með einni milljón króna, auk þess sem Egill fær aðstoð frá KPMG ráðgjöf sem hann segist meta mik- ils og verði sér mikill styrkur. En hver er hún, þessi hugmynd sem talið er að muni valda bylt- ingu í tannlækningum? Þegar svo er tekið til orða að um byltingu í tannlækningum verði að ræða er ekki bara átt við ísland. Hugmynd Egils er nefnilega þess eðlis að hún mun verða útfærð á heimsvísu. Eins og svo margar snilldarhug- myndir er hugmynd Egils sáraein- fold, það er að segja þegar sagt hef- ur verið frá henni. Hún snýst i stuttu máli um að framleiða staðl- aðar postulínsfyllingar til að setja í tennur sjúklinga í stað plast- og silfurfyllinga sem aðallega hafa verið notaðar. Um leið breytist vinnsluferlið algjörlega, holan í tönnina verður boruð til þess að staðlaða fyllingin passi í hana en ekki öfugt eins og verið hefur að fyrst er boruð hola og svo búin til fylling sem passar í holuna. En hvemig í ósköpunum datt Agli þetta í hug? Sáralitlar framfarir „Ég er nú búinn að bralla ýmis- legt í gegnum tíðina. Það er t.d. um áratugur síðan ég stofnaði fyrir- tæki sem flytur inn tannlækninga- vörur en verð á slíkum vörum var helmingi hærra hér en i nágranna- löndunum. Þetta leiddi til þess að verðið á vörunum til tannlækna lækkaði um 35-40% og það skilaði sér til neytenda einnig. Það hefur gerst þannig að kostnaður sjúk- linganna hefur ekki hækkað eins og annars hefði orðið og i dag er ódýrara að fara til tannlæknis en fyrir áratug." Sást þú fyrir þér að þessi hug- mynd þín um nýju fyllingarnar og aðferðina við að koma henni fyrir yrði jafn umfangsmikil og nú stefn- ir í? „Nei, mig óraði ekki fyrir því að fjárhagslega væri þetta svona stórt dæmi. Það sem ég var aðallega að hugsa um er að um árabil hafa sáralitlar framfarir verið í tann- lækningum sem hafa skilað sér sem verðlækkun til sjúklinganna. Það er búið að vinna í um tuttugu ár með plastfyllingar með „tannlit- um“ sem áttu að leysa silfurfylling- arnar af hólmi. Það er ekki langt síðan ég las grein í blaði þar sem bandarískir tannlæknar lýstu því yfir að það væri ekkert i sjónmáli sem myndi koma í staðinn fyrir plastfyllingamar. Þá hafði ég hins vegar unnið frumdrög að hugmynd minni og skilað inn einkaleyfisum- sókn.“ RANNIS þversum Egill segir að á ýmsu hafi gengið i „þróunarferlinu". Hann nefnir t.d. Atvinnuþróunarfélag Eyja- fjarðar sem hafi stutt við bakið á sér og Iðntæknistofnun. Þar hafi Impra, sem rekið er sem sjálfstæð eining, komið myndarlega með stuðning og hann nefnir Björgvin Njál Ingólfsson sérstaklega sem mann sem hafi stutt sig mjög vel og Geir Guðmundsson, verkfræð- ing hjá ITI, Iðntæknistofnun, sem hefur verið verkefnisstjóri við þessa fyrstu hönnun. Hann ber hins vegar ekki úthlut- unarnefnd RANNIS (Rannsóknar- ráði Islands) eins vel söguna. Eftir að umsókn til RANNIS fékk ein- kunina A hjá fagráði, sem skipað er sérfræðingum á ýmsum sviðum, fór málið til úthlutunamefndar þar sem pólitískir aðilar fara með mál. „Þar er m.a. manneskja inni sem alltaf hefur allt á homum sér gagnvart Akureyri og öllu sem þaðan kemur og niðurstaða þessar- ar pólitísku nefndar var höfnun. Það var mikið áfall fyrir mig og innan Iðntæknistofnunar vissi ég af mikilli óánægju, enda töluðu menn þar á bæ um þetta verkefm sem það áhugaverðasta sem þang- að hefði komið í mörg ár.“ í dag kostar um 45 þúsund krón- ur að setja postulínsfyllingu í jaxl, búa þarf til sérstök einnota mót og sjúklingur þarf aö koma tvívegis. Með nýju aðferðinni mun kostnað- ur við slíka fyllingu sennilega verða á bilinu 12-15 þúsund krón- ur og allt miklu einfaldara. Nú er unnið að smíði borsins sem ætlað er að bora fyrir postulínsfyllingun- um en Egill orðar það þannig að það sé þessi bor sem sé byltingin og forsenda þess sem gera á. Vonir standa til að borinn verði hægt að prófa í ágúst, eða eftir um 3 mán- uði. Egill er spurður um viðhorf ann- arra tannlækna til þessarar bylt- ingar sem hann er að boða og seg- ir hann þau ákaflega blendin. „Fyrst og fremst vita þeir ekki hvaö ég er að gera og kunna ekki við að opinbera vantrú sína með því að spyrja. Þeir skilja ekki hvemig ég ætla að fara að þessu. Þetta er samt sem áður aö verða að veruleika, það er bara smávinna eftir.“ Þeir tannlæknar sem ég hef sýnt hvemig þetta virkar í hermi- forriti, i sýndarveruleika af munni, tönnum og bor, sjá hversu frábært þetta er. Risatölur Hver verður þá gangur mála á næstu mánuðum? „Það liggur fyrir að ráða fram- kvæmdastjóra fyrir áramót og ég verð síðan í rannsóknarvinnu á næsta ári með viðurkenndum sér- fræðingum í samráði við háskóla. Hvaða háskólar það verða liggur ekki fyrir, ég mun geta valið mér samstarfsaðila vegna þess mikla nýnæmis sem hér er á ferðinni. Undirbúningur að stofnun fyrir- tækis um starfsemina er haflnn og síðla næsta árs eiga hjólin að vera farin að rúlla.“ Tölumar sem verið er að ræða um eru háar og risatöl- ur á íslenskan mælikvarða. Miðað er við 3% markaðshlutdeild sem Egill segir að sé svartsýnisspá. Hún gerir þó ráð fyrir 90 manna starfsliði, hagnaður yrði 1,5 millj- arðar króna eftir skatta eftir fimm ár og fyrirtækið myndi greiða gríð- arleg gjöld til ríkisins. Sjálfur seg- ir EgUl að raunhæfara sé að tala um 30% markaðshlutdeild sem myndi þá tífalda þessar tölur, nema töluna um starfsmanna- fjölda, en sú tala myndi hækka úr um 90 i um 200 manns. Flestir myndu starfa að sölumálum og sölusvæðið verður heimurinn all- ur, markaðurinn á íslandi „vigtar nánast ekki“ í því sambandi. „Og starfsemin verður á Akureyri ef ég fæ einhverju ráðið,“ segir Egill. Sjálfur er hann borinn og bam- fæddur Akureyringur. Hann út- skrifaðist 1976 úr tannlæknadeild Háskóla íslands og fór þá strax til starfa fyrir norðan. Tveimur árum síðar lá leiðin í framhaldsnám í bamatannlækningum í Svíþjóð. „Ég er eini barnatannlæknirinn hér á landi sem er ekki sérfræðing- ur en til þess að fá þann titil hefði ég þurft að starfa hjá öðrum sér- fræðingi í eitt ár. Ég hafði engan áhuga á því. Þetta er titlatog sem snýst um peninga og ég hef aldrei haft áhuga á peningum. Satt best að segja hryllir mig við þeirri til- hugsun að það gæti orðið talsvert af þeim í kringum mig í framtíð- inni.“ Golf og mótorhjól Egill nefnir golílð þegar hann er spurður um tómstundaáhugamál. „Ég spilaði golf þegar ég var yngri og það var golf í fjölskyldunni. Pabbi varð t.d. íslandsmeistari sama árið og ég fæddist,“ segir Eg- ill en faðir hans, Jón Egilsson, var einn af stofnendum Golfklúbbs Ak- ureyrar árið 1936. „Ég hætti síðan í golfmu en tók það upp aftur fyrir nokkrum árum. Sama er að segja af mótorhjóla- sportinu, ég tók próf á slíkt öku- tæki 18 ára, en það eru fjögur ár síðan ég endumýjaði kynni min af þessu sporti og nú ek ég flesta daga á sumrin til vinnu minnar.“ Viðmælendur Egils skynja það fljótt að hann er varla sú mann- gerð sem vill helst af öllu vera í sviðsljósinu eða muni breytast mikið þótt mikil ævintýri kunni að gerast á næstu árum. „Ég er æsku- vinur Kristjáns Jóhannssonar stór- söngvara og við ætlum t.d. að eyða sumarleyfi okkar saman í sumar eins og við höfum gert áður. Krist- ján hefur ekkert breyst, hann hef- ur alltaf haft trú á sjálfum sér og hefur enn. Ég vona að ég breytist ekki og verði sami maður með aukinn þroska í framtíðinni." -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.