Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Side 17
17 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 PV __________________________________________________________________________________________________Helgarblað erum allar nýbúar hér sem gifst hafa Grænlendingum og tókum okkur saman um aö skrá hluta úr lífi okkar. Bókin rokseldist um jólin og það þarf ekki aö kvarta undan viðbrögðunum. Fjöldi fólks hefur gefið sig á tal við mig og hælt bókinni þannig að ég hlýt að vera þakklát. Ég var í tvo mán- uði að skrifa minn hluta og það er allt eins líklegt að þetta verði til þess að framhald verði á skrif- unum,“ segir Edda sem þessa dagana er á fullu í að læra græn- lensku. „Framan af gerði ég lítið til að læra málið en lét dönskuna duga. Nú er ég á námskeiði í græn- lensku í Nanortalik þangað sem ég flýg með þyrlu á kostnað ríkis- ins. Ríkið er að fjárfesta í mér og námið skotgengur og nú tjái ég mig hiklaust á málinu og sé mest eftir að hafa ekki lært það fyrir löngu,“ segir hún. Edda segist ekki vita hversu lengi hún muni búa á Grænlandi. Kaj maður hennar hafi ákveðið að lifa og deyja í bænum sínum. „Hann er ákveðinn í að láta grafa sig i kirkjugarðinu hér. Ég veit ekkert hvað ég geri þegar börnin komast á legg. Kannski sigli ég suður á bóginn og læt síð- an dreifa ösku minni í hafið milli Grænlands og íslands. Það kemur bara í ljós,“ segir Edda. -rt Snorri á Grænlandi Edda við höggmynd listamannsins Páls Guömundssonar af Snorra presti á Húsafelli. Verkið er höggvið í stein og prýðir hjarta bæjarins. Á Grænlandi eru Edda og Kaj með þrjú börn; Emil 14 ára, Mar- íu 10 ára og Thelmu Sólrúnu 4 ára. Heima á íslandi eru elstu börn Eddu, fatahönnuðurinn Marta María, 23 ára, og bátsmað- urinn Jón, 20 ára. „Ég á fimm dásamleg börn sem spjara sig vel og þarf ekki að kvarta," segir hún. Erum ekki fifl Edda Lyberth er i fleira vafstri en að reka veitingahús, sinna unglingum í tómstundum og kenna börnum list. Hún er ein sex kvenna í Qaqortoq sem tóku sig saman um að skrifa bók um líf sitt, starf og lífsviðhorf. Bókin, sem heitir Mælkebötter og andet smukt eða Fíflar og annað fallegt, sló í gegn um jólin og hún rokseldist. „Þetta er fíflabók en við erum engin fifl heldur er titillinn er til- vísun í blómið og fegurðina. Við Edda Þetta er fíflabók en við erum engin fífl. Fíflar og annað fallegt Edda Lyberth með bókina sem hún og fleiri nýbúar skrifuöu á Grænlandi. Bókin sló í gegn. Akrvlpoitar Verð Ira kr. 99.000 Hrísmóum 4, 210 Garðabæ Sími 565 Fax 565 9241 Veffang: www.centrum.is/abctec Netfang: abctech@centrum.is ^ðíjdur aí a® Faðu jb ér n, -a ep Asi áður Sð,umurti kJ; 19.30 I kvðid. r. 3ók\R Mund u eftlr J ókern um. AUK k700d21-264 sla.ls

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.