Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Page 19
LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 19 I>V Helgarblað Það eru ekki bara Bill Clinton og Mick Jagger sem eru ótrúir: 2 af hverjum 3 konum halda fram hjá Ný bresk könnun sýnir að tvær af hverjum þremur konum sem eru í sambandi hafa haldið fram hjá. Það er breska blaðið The Mirror sem kunngjörir þessar niðurstöður sem sýna að 64% breskra kvenna hafa verið ótrúar. Af þeim hafa 36% ver- ið með vinnufélaga en 52% hafa ver- ið með vini. Konurnar réttlæta framhjáhaldið með því að samþandið hafi hvort sem er ekki gengið svo vel. Af þeim konum sem haldið höfðu fram hjá höfðu 12% af konunum átt „one night stands“ á meðan 30% þeirra höfðu átt í lengra ástarsambandi. Könnunin sýnir einnig að 60% af þessum konum eru vissar um það að maki þeirra hafi einnig haldið fram hjá. ítalir með framhjáhaldi í ítalska dagblaðinu II Messagero birtist nýlega grein um niöurstöður könnunar á viðhorfi ítala til fram- hjáhalds. Niðurstöðumar úr þeirri könnun eru jafnvel enn meira sjokkerandi en sú staðreynd að tvær af hverjum þremur breskum konum skuli hafa haldið fram hjá. 57% af þeim ítölum sem tóku þátt í könnuninni voru nefnilega viss um það að smá ástarævintýri væri bara gott fyrir hjónabandið. Það valdi kannski einhverjum usla þá og þar en þegar til lengri tíma væri litið væri betra að hafa upplifað spennandi framhjáhald en að sitja í leiðinlegu hjónabandi, er skoðun Italanna. Framhjáhald getur bjargað hjónabandinu er skoðun Itala. Julia vill ekki framhald af Pretty Woman í Hollywood gengur allt út á að framleiða myndir sem skila miklu í kassann. Myndin Pretty Woman var gróðamynd og hún gerði líka Juliu Roberts að þeirri stjömu sem hún er í dag. Nú eru uppi hugmyndir um að gera framhald af þessari nánast sí- gildu mynd. Tvö handrit hafa verið samin en Garry Marshall, leikstjóri myndarinnar, hefur lekið því út á hvað bæði handritin ganga. I því fyrra glatar Richard Gere öllum pen- ingum sinum en í því seinna býður Gere sig fram til forseta en Julia lýk- ur þá sambandi þeirra því hún vill ekki að fortíð hennar sem vændis- kona eyðileggi fyrir honum kosninga- baráttuna. Julia Roberts hefur látið hafa það eftir sér að hún sjái ekki neinn til- gang með því að gera framhald og leikstjórinn, Marshall, er sammála. Þau segja ómögulegt að ná fram sömu stemningunni og var í fyrri mynd- inni. Þetta er kannski eitthvað sem Sharon Stone ætti að hafa í huga varðandi framhald á Basic Instinct. Leonardo fer í taugarnar á Scorsese Nýjasta mynd Martins Scorsese gengur hálfbrösulega. Fyrst hætti leikarinn Robert De Niro við að taka hlutverk að sér og framleiðendum myndarinnar tókst ekki að finna ann- an leikara fyrr en eftir mikið streð, hinn fagra Daniel Day Lewis. Nú ber- ast sögur af því að Leonardo DiCaprio geri ekki mikla lukku hjá aðstandend- um myndarinnar. Leo er nefnilega farinn að líta á sig sem sjálfskipaðan sérfræðing um allt milli himins og jarðar og er stöðugt að benda meist- ara Scorsese á hvemig sé hægt að gera hlutina. Scorsese er að sögn manna sem til þekkja í bransanum orðinn meira en lítið pirraður á látun- um í Leo litla og gengur samstarfið stirðlega. ®li§Slii®S Við skerum 30% af PUND lömpum Verð aðeins 890 kr. mg WUíSilii ISÆiSifSSíE Opið: Mán. - fös. 10 - 18.30 Lau. 10 -17 Sun. 12 - 17 30 - 60% afsláttur Sófasett, stólar, sófaborð, bókaskápar og hillur, geisladiskastandar, sjónvarpsbekkir, eldhúsborð og stólar, hurðir og skúffur á eldhúsinnréttingar, fataskápar, rúm, dýnur, náttborð, kommóður, skóskápar, baðinnréttingar, tölvuborð, skrifborðsstólar, lampar, mottur, lök, sængur, handklæði, metravara, margir litir og mynstur, gluggatjöld, rammar og myndir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.