Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Page 21
LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 21 JOV Helgarblað Mick enn þá skotinn í Jerry Svo virðist sem leikarinn Mick Jagger hafi aldrei verið jafnumhuga um að vera með fjölskyldunni og eftir að Jerry Hall, fyrrverandi eig- inkona hans, fékk endanlega nóg af kvennafari hans og sagði skilið við rokkarann. Mick og Jerry virtust mjög hamingjusöm saman fyrir nokkrum dögum þegar þau fóru á íþróttadag í skóla dóttur þeirra, Ge- orgiu. Parið fyrrverandi stóð þétt saman og hvöttu dóttur sina óspart áfram þegar hún keppti, en Mick sinnti yngst syni þeirra, Gabriel, allan tímann. Þegar Mick yfirgaf svo fjölskylduna í lok dags tóku menn eftir því að Mick kyssti Jerry mjög ástúðlega og voru margir á því að þau virtust sem ástfangnir ung- lingar. Með börnin í tónleikaferðalag Sænska söngkonan úr Roxette, Marie Fredriks- son, er á leiðinni í tón- leikaferðalag í fyrsta skipti í átta ár. Tímamir hafa breyst frá því að Marie og Roxette voru á toppinum því nú kemur fjölskyldan með í tón- leikaferðalagið. Marie hefur verið með sama manninum, honum Micke, í heila eilífð og þau eiga saman tvö lítil börn, 7 og 3 ára. Marie er orðin 42 og segist ekki hafa viljað bíða lengur eftir því að leggja í tónleikaferðalag og aðdáendur hennar eru ábyggilega sama sinnis. Marie segir það líka hafa haft mikil áhrif á hana að sjá eft- irvæntingarfull skrif Marie Fredriksson hefur ekki sungiö fyrir aðdáendur sína í heil átta ár en er nú tilbúin í slaginn á ný. aðdáenda Roxette á Internetinu. Hún segir í viðtali við sænskt dagblað að ferðin verði ör- ugglega frábær. „Það er fint að hafa böm- in með. Ferðin verð- ur svo miklu þægi- legri þegar bömin sjá hvað það er sem mamma vinnur við og krökkunum finnst þetta mjög spenn- andi. En ég verð nátt- úrlega að skipuleggja hverja einustu mín- útu og við verðum án efa að fljúga meira )ví það getur verið svolítið erfitt að sitja lengi í bíl þegar mað- ur er bara þriggja ára,“ segir Marie. Axl Rose ofsóttur af aðdáanda Fertug kona var dæmd í ársfangelsi fyrir að brjóta gegn nálgunarbanni um að halda sig frá söngvaranum Axl Rose í Guns ‘N Roses. Konan sem heitir Karen Jane McNeil og kemur frá Ohio var sett í bann eftir að hún hafði ítrekað fundist á lóð söngvarans. Karen þessi er farin að trúa því að hún sé eiginkona Axls en eins og hann hefur komið fram við kæmstur sínar myndi það ekki teljast draumastaða. Fangelsisvistin var óumflýjanleg þar sem hún braut gegn banninu og því ætti Axl að geta sofið rólega næsta árið, frjáls frá Karen. Whitney kann ekki einu sinni sín eigin lög lengur. Enn erfið- leikar hjá Whitney Um síðustu hélt Whitney Houston tónleika í Caesar Palace í Atlantic City sem gengu vægast sagt ekki vel . Miklar sögusagnir hafa að undan- fornu gengið um dópnotkun söng- konunnar en þær sögur hræddu þó aðdáendur hennar ekki frá því að mæta á svæðið. Whitney hafði aug- lýst aö hún myndi taka góða blöndu af sínum eigin lögiun, bæði nýjum og gömlum, en það stóðst ekki. Hver óvænta uppákoman rak aðra á þess- um tveggja tíma tónleikum og Whit- ney söng að mestu coverlög. Fyrst stoppaði Whitney mitt í laginu I Wanna Dance with Somebody", án þess að áhorfendur fengju nokkra aðra skýringu á því en þá setningu „Mig langar til að sættast við ykkur“. Þar á eftir tók hún ameríska þjóðsönginn. Seinna á tónleikunm þegar hún ætlaði að syngja lagið, I Will Always Love You, brast rödd hennar. „Rödd mín er ekki tilbúin i þetta lag i dag,“ sagði þá Whitney og tók i staðinn eigin útgáfu af American Pie. ' ’ \,v 14.000 kr. með flugvallarskatti báðar leiðir . TM © bókunarsími 00 44 12 79 66 63 88 250 kr. aukaafsláttur ef bókað er á www.go-fly.com miðast við eftirspurn ! samkvæmt skilmálum I nýja lágfargjaldaflugfélagið í eigu british airways ! flýgur til stansted london stansted • alicante • barcelóna • bilbao • bologna • kaupmannahöfn • edinborg • faro • ibiza • lissabon • madrid • malaga • mílanó • napolí • palma • prag • róm • feneyjar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.