Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Side 32
32 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 Helgarblað_____________________________________PV „Finnst ég aldrei hafa unnið ærlegt handtak“ „Mér finnst miklu máli skipta aö vita aö ég sé aö gera gagn meö vinnu minni. Kannski ekki svona einn og sér en ég veit aö ég er aö taka þátt í starfi sem skiptir máli,“ segir Omar. Ómar Váldimarsson er þjóðþekktur blaða- maður. Hann hefur unnið á mörgum fjöl- miðlum landsins og var formaður Blaða- mannafélags íslands í mörg ár. Hann hefur einnig unnið sem um- boðsmaður fyrir ís- lenskar hljómsveitir og skráði sögu fyrstu íslensku bítlanna án þess að fá krónu fyrir það. DV hitti Ómar þegar hann var stadd- ur hér á landi í sum- arfríi en hann er í dag búsettur í Bangkok þar sem hann starfar sem forstöðumaður upplýsingadeildar Rauða krossins í Suð- austur-Asiu. „Ef það væri ekki svona gaman í vinnunni þá væru launin sjálfsagt miklu hærri. Það er í rauninni böl blaöamannastéttarinnar hvað það er gaman i vinnunni," segir Ómar Valdimarsson sem hefði léttilega get- að skrifað þetta viðtal sjálfur enda með miklu lengri reynslu í fjölmiðla- bransanum en undirrituð. „Ég er bú- inn að vera í þessum bransa í 30 ár og mér finnst ég aldrei hafa unnið ærlegt handtak, ég hef bara alltaf verið að skemmta mér. Ég hef alltaf verið í svo óskaplega skemmtilegri vinnu að ég hef aldrei litið á vinnuna sem vinnu af því að það hefur verið svo gaman,“ segir Ómar brosandi og sannar að með eins skemmtilega menn eins og hann sem viðtalsefni er blaðamennskan svo sannarlega ekki leiðinlegt starf. Skiptinemi fyrir tilstilli Olafs Skúlasonar Ómar, sem er nýorðinn fimmtug- ur, er fæddur og uppalinn í Reykja- vík. Foreldrar hans eru ættaðir úr Vestmannaeyjum og ólst hann upp með tveimur eldri alsystrum sínum en í heildina eru hálfsystkini hans fimmtán talsins. Útþráin togaði snemma í drenginn og eftir gagn- fræðapróf lá leið hans til Bandaríkj- anna sem skiptinemi. „Á þeim tíma var alls ekki algengt að unglingar færu út sem skiptinem- ar, hvað þá að fólk væri að ferðast er- lendis yfirleitt. Ég hafði tekið þátt í æskulýðsstarfl Bústaðakirkju undir stjóm séra Ólafs Skúlasonar og það var eiginlega hann sem benti mér á að fara,“ segir Ómar sem sá alls ekki eftir þeirri ákvörðun. Þegar hann kemur til baka til landsins, altalandi á ensku, fer hann fljótlega að vinna sem blaðamaður á Vikunni. „Mér fannst strax sem unglingur blaðamannastarfið vera óskaplega heillandi. Ég hafði gaman af því að skrifa og var bókhneigður og sá að í blaðamennskunni myndi ég fá útrás fyrir fyrir það sem mér þótti skemmtilegast að gera. Ég fór á námskeið hjá Blaðamannafélaginu og var fljótlega eftir það boðin afleys- ingavinna á Vikunni, sem þá var helsta tímarit landsins," segir Ómar. Hann átti ekki í vandræöum með að fá vinnu eftir Ameríkudvölina þar sem enskukunnátta var eftirsótt á þeim tíma enda var hún ekki eins al- menn þá og hún er í dag. Eftir að Ómar byrjaði á Vikunni var ekki aft- ur snúið, blaðamennskan átti hug hans allan. Sumarstarfið varði í þrjú ár. Skrifaði bók um Hljóma Tónlist var annað aðaláhugamál Ómars á þessum tíma og var því eðli- legt að hann sæi um að skrifa um popptónlist á Vikunni. Hann var sjálfur í söngflokki sem kallaði sig Nútimaböm og varð nokkuð vinsæll. Einnig vann hann eitt ár við um- boðsmennsku og skrifaði bók um sögu hljómsveitarinnar Hljómar. „Ég var beðinn um að skrifa sögu Hljóma og sló til umhugsunarlaust. Bókin seldist gifurl.ega vel enda voru Hljómar á þessum tíma gríðarlega vinsælir um allt land. Eitthvað dróst hins vegar að ég fengi launin greidd og stóð í stappi um þaö fram eftir sumri. Um haustið hélt útgefandinn svo mikla popphátíð haustið ‘69 þar sem Björgvin Halldórsson sló m.a. eftirminnilega í gegn. Daginn eftir hélt svo útgefandinn af landi brott bæði með gróðann af bókaútgáfunni og tónleikunum og hefur ekki sést síöan,“ segir Ómar sem hafði ekki fengið nein laun fyrir bókarskrifin og var því hundsvekkt- ur. „Það varði þó ekki lengi þar sem ég var einungis 19 ára gamall og þurfti ekki að sjá fyrir neinum nema sjálfum mér og boröaði hjá rnörnmu." Geirfinnsmálið eftirminnilegast Bókin um Hljóma er ekki eina bókin sem Ómar hefur skrifað, held- ur hefur hann skrifað nokkrar aðrar bækur, m.a. endurminningar Guð- mundar ,jaka“ og Guðna rektors Guðmundssonar - en enga skáldsögu þó. „Ég held að flestir blaðamenn gangi með þann draum í maganum að gefa út skáldsögu. Menn segja að hinir skynsömu láti söguna vera þar,“ segir Ómar og hlær. Blaðamennskan hefur lika verið mun ríkari í honum en ritstörfin, sem sannast á því að hann starfaði við fréttamennsku í 20 ár á hinum ýmsu miðlum m.a. á Alþýðublaðinu, Helgarpóstinum, Tímanum, Morgun- blaðinu og Stöð 2. Hann tók líka þátt í stofnun Dagblaðsins árið ‘75 og var þar fréttastjóri í nokkur ár. Einnig gegndi hann formennsku í Blaða- mannafélagi íslands í 8 ár. „Eftirminnilegast frá þessum 20 ára starfsferli mínum í frétta- mennsku er sennilega tíminn á Dag- blaðinu og þá ekki sist Geirfmnsmál- ið og allt sem því fylgdi. Það var óskaplega gaman að vera blaðamað- ur á þessum tíma og ekki síst á Dag- blaðinu sem var stofnað í andstöðu við flokksblöðin sem voru þá allsráð- andi í landinu. Geirfmnsmálið átti vafalaust sinn þátt í því hve Dagblað- ið náði mikilli útbreiðslu og hafði mikinn stuðning í landinu," segir Ómar sem minnist þess að vinnuað- staðan á þessum árum hafl verið hræðileg og segir hann að það hafi verið 5-6 blaðamenn í hverju her- bergi sem voru pínulítil. „Ástandið í landinu á meðan Geirfmnsmálið gekk yfir var mjög undarlegt. Það gengu allskonar sögur um alla skap- aða hluti og vendingarnar í þessu máli voru alveg ótrúlegar.Það var ótti í landinu og mikill æsingur og menn sáu allskonar pólitísk tengsl og spillingu og samsæri í hverju horni. Þessu fylgdum við daginn út og inn. Sumt af því sem birtist í Dag- blaðinu hefði kannski betur verið ósagt - það sér maður nú þegar hægt er að líta á hlutina úr fjarlægð. Stundum kom fyrir að logið var að okkur af hálfu fólks sem við höfðum fulla ástæðu til þess að ætla að mætti treysta og það var ábyggilega ekki alltaf gert í góðum tilgangi," minnist Ómar. Heldurðu að þetta mál leysist ein- hvern tímann? „Það er náttúrlega búið að dæma í málinu fyrir löngu síðan. Aðferðim- ar við að upplýsa málið hafa líklega verið óhefðbundnar... og þó. Kannski hafa þær verið hefðbundnar á þeim tíma en ég leit þó alltaf svo á að þeg- ar hæstaréttardómurinn féll í því þá væri málið búið. Það má vel vera að svo hafi ekki verið en ég er ekkert viss um að ný réttarhöld myndu leiða til annarrar niðurstöðu. Þegar dómurinn féll í málinu þá sagði þá- verandi forsætisráðherra Ólafur Jó- hannesson að martröö væri létt af þjóðinni og ég held að það hafl verið rétt. Það var svakalega erfitt fyrir þjóðina að ganga í gegnum þetta af því að þetta mál reyndist vera svo flókið, allskonar pólitísk átök og sögusagnir." Úr blaðamennsku í almannatengslin Blaðamennskan er mikið breytt frá því að Ómar var upp á sitt besta í bransanum.“Þegar ég var að byrja í bransanum þá var aldrei borguð yfir- vinna og maður vann sex daga vik- unnar. Sumarleyfi voru tiltölulega takmörkuð og öll réttindamál vinn- andi fólks í landinu voru miklu verri en núna. Fæðingarorlof og veikindadagar fyrirfundust ekki og lífeyrissjóðir urðu ekki til fyrr en í kringum 1970,“ segir Ómar sem greinilega man tím- ana tvenna. Vinnuaðstaðan á dag- blöðunum var líka allt önnur en í dag. Ekki var óalgengt að menn reyktu við skrifborðin sín og drykkju á vinnutíma. „Það var mikið bóhemalíf á fyrstu árum Dagblaðsins,“ segir hann og glottir. „En blaðamennskan sjálf var mjög

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.