Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2000, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2000 Fréttir Ráðstefna um vímuefni og glæpi haldin í Reykjavík: Löglegt vímuefni veld- ur mesta vandanum „Mikil umræöa hefur verið um vímuefnamisnotkun og þá hefur fólk aðallega einbeitt sér að ólögleg- um eiturlyfjum, svo sem heróíni og kannabis. En vímuefnið sem veldur mestum vandamálum þegar kemur að glæpum í öOum löndum Norður- Evrópu er áfengi. Við verðum að hafa það í huga þegar þessi mál eru rædd,“ sagði dr. Bruce Ritson, geð- læknir við Royal Hospital of Edin- burgh og ráðgjafi Alþjóðaheilbrig- iðsstofnunarinnar (WHO) á sviði vímuefna- og afbrotamála. Ritson ræddi við DV á ráðstefnu sem haldin var í Hátiðarsal Háskóla íslands í gær um vímuefhaneytend- ur og afbrot en hann var þangað kominn til þess að fjalla um hjálp við einstaklinga sem eiga við áfengis- vandamál að stríða, sem og úrræði skoskra sveitarfélaga í þessum mál- um. Hann útskýrði að eitt það mikil- vægasta í þessum úrræðum væri að kenna fólki, bæði heUbrigðisstétt- inni sem og almenningi, að áfengi er vímuefhi líkt og ólögleg eiturlyf. „Fólk á það til að setja áfengis- vandamál og alkóhólisma i sama bát en áfengisvandamál kosta þjóð- félagið í raun mun meira en alkó- hólismi. Það er algengt aö fólk sem drekkur öðru hvoru lendi i slysum undir áhrifum áfengis eða drykkjan valdi því að sambönd fólks fari út um þúfur. Þetta fólk verður líka veikt og þarf frí úr vinnu vegna drykkjunnar. Þetta eru aUt saman vandamál, tengd áfengi, en fólkið er þó ekki skilgreint sem alkóhólist- ar,“ sagði Ritson. Hann bætti því við að ísland stæði mjög vel varðandi hjálp sem vímuefnaneytendum er boðið upp á. „Það er athyglisvert hve neysla áfengis miðað við höfðatölu er lítil á íslandi. Ég tel að sú staðreynd að áfengi er mjög dýrt sé hluti af skýr- ingunni," sagði Ritson. Dr. Harvey MUkman, prófessor í sálarfræði við Denver-háskóla og höfundur fjölmargra bóka um vímu- efnaneyslu og afbrot, hélt fyrirlest- ur um glæpsamlega hegðun og með- ferð vímuefnaneytenda. Auk erlendu fræðimannanna tóku Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, Helgi Gunn- laugsson, dósent við Félagsvísinda- deUd Háskóla íslands og afbrota- fræðingur, og Erlendur Baldursson, deildarstjóri hjá Fangelsismála- stofnun, þátt í paUborðsumræðum eftir fyrirlestrana. HeUbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið og Háskóli íslands stóðu sameiginlega að ráðstefnunni. -SMK DV-MYND SIGURÐUR K. HJALMARSSON Voldug samtök funda Frá Leikskálum í Vík í gær þegar ársþing NSU var undirbúiö. íslendingur formaður: Vilja fá ung- lingana út úr tölvunum DV, VÍK: „Eitt stóra málið hjá okkur er að halda áfram með þessa skemmtilegu vinnu sem fór af stað i sumar hjá okkur og á næsta ári verður ung- mennavika í Danmörku. Stórt mál er einnig að skoða hvert við stefn- um. Erum við að stefna inn í tölvu- heim þar sem unglingar sitja og flakka um i tölvunni í stað þess að hittast í eigin persónu? Líka er mik- ið rætt um tungumál: Ætlum við að ræða saman á Norðurlandamálum eða sveigjum við yfir í ensku? Við viljum ekki viðurkenna ensku sem aðalmál í norrænu samstarfi," sagði Bjöm S. Jónsson, formaður NSU, en hann mun um helgina vinna að end- urkjöri í embættið. Norrænu ungmennasamtökin NSU hefja ársþing sitt á Leikskálum í Vík i Mýrdal í dag, laugardag. Þar sitja um 40 norrænir fulltrúar, þar af tíu íslendingar. Samtökin efndu til ungmennaviku á Islandi í sumar og þar voru 5 þúsund ungmenni þátt- takendur. Grænland, Færeyjar og Álandseyjar sækja um að fá aðild á þinginu í Vík. Ungmennafélagshreyf- ingin stendur að samtökunum sem er með á þriðju milljón unglinga inn- an vébanda sinna. -SKH/JBP Málþing helgað framtíð öryggismála á Norður-Atlantshafi: Island hefur sitt fram að færa - segir aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra átti samráðsfund með George Robertson, aðalframkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, í utanrík- isráðuneytinu í gærmorgun. í fram- haldi af því héldu þeir blaðamanna- fund þar sem Robertson lýsti því yfir að landfræðileg staða íslands á milli heimsálfanna Evrópu og Am- eríku væri enn afskaplega mikilvæg í starfsemi Atlantshafsbandalags- ins. „Þrátt fyrir að ísland haFi ekki her er ekki þar með sagt að það hafi ekkert fram að færa.... ísland hefur áður lagt fram sinn skerf og ég held það muni halda áfram að gera svo,“ sagði aðalframkvæmdastjórinn. George Robertson er staddur hér á landi í tengslum við alþjóðlegt málþing ríkisstjómar íslands og Atlantshafsherstjómar Atlantshafs- bandalagsins sem haldið er í Borg- arleikhúsinu þessa dagana. Mál- þingið er helgað framtíð öryggis- mála á Norður-Atlantshafshaflnu og er þar fjallað um Atlantshafstengsl- in, Atlantshafsbandalagið á tímum aukinnar hnattvæðingar og framtiö öryggismála á norðurvæng banda- lagsins. I opnunarræðu sinni sagði Hall- dór Ásgrimsson mikilvægi íslands í bandalaginu tengjast því að tryggja öragga verslunarleið milli Norður- Ameríku og Evrópu. Nítján þjóðir eru í Atlantshafs- bandalaginu og er fjöldi gesta stadd- ur hér á landi vegna málþingsins. -SMK DV-MYND HILMAR ÞÓR Frá blaöamannafundi í utanríkisráðuneytinu í gær Halldór Ásgrímsson utanríkisráöherra og George Robertson, aðalfram- kvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, á blaðamannafundi í gær. Alþjóölegt málþing ríkisstjórnar íslands og Atlantshafsherstjórnar bandalagsins er haldiö þessa dagana á íslandi þar sem framtíð öryggismála á Noröur-Atlantshafinu er rædd. Slysavaldur í Skeiðarvogi - tímabundin tilraun, segir gatnamálastjóri Töluvert tjón hlaust af á þriðju- dagskvöld þegar ökumaður keyrði á steypuhindmn í Skeiðarvogi, en öku- menn, ókunnugir aðstæðum, eiga oft erfitt með að átta sig á þessari tilhög- un mála, sérstaklega eftir að skyggja tekur. Ökumenn hafa kvartað yfir þessum hindrunum og telja þær valda stórhættu í umferðinni öfugt við upphaflegan tilgang. Um tveggja ára skeið hefur annarri akreininni verið lokað með þessum hætti en að sögn Sigurðar Skarphéðinssonar gatnamálastjóra er þetta tímabundin tilraun til að minnka gegnumakstur nálægt skól- um hverflsins. Ekki hefur verið tek- in ákvörðun um hvenær tilraunin verður tekin til endurskoðunar. -MT DV-MYND S Uggði ekki að sér Ökumaöur þessa bíls uggði ekki aö sér í myrkrinu og lenti beint á hindruninni. SSOSK.. Langdregin og leiðinleg Danskir kvik- myndagagrýnendur eru lítt hrifnir af nýjustu mynd leik- stjórans Lars von Triers, Dancer in the Dark, en frum- sýningar myndar- innar hefur verið beðið með eftirvæntingu þar í landi. Gagnrýnendur telja myndina al- mennt vera langdregna og illskiljan- lega og ekki hafa átt skilið gullpálmann í Cannes. Sýningum á Baldri lokið Nú er lokið sýningarferð með Baldur eftir Jón Leifs í dansút- færslu Jorma Uotinen. Viðtökur á alþjóðlegum vettvangi hafa verið afar góðar og fékk verkið t.d. mjög lofsamlega dóma í þýska stórblað- inu Frankfurter Allgemeine Zeitung 1. september. Metið á fjóra milljarða Á seinni hluta næsta árs má búast við því að hugbúnaðarfyrirtækið Netverk Plc. sæki um skráningu í kauphöll erlendis. Nýverið keyptu erlendir stofnanafjárfestar nýtt hlutafé í Netverki fyrir 770 milljónir króna á genginu 10,2. Miðað við það er Netverk metið á fjóra milljarða króna. Viðskiptablaðið greindi frá. Fangaverðir njósna um íbúa Hjón á Eyrarbakka hafa ritað Tölvunefnd bréf þar sem þau telja að fangaverðir á Litla-Hrauni misnoti eflirlitsvélar Litla-Hrauns til að njósna um íbúa í bænum með því að beina þeim inn í bæinn og jafnvel inn í hús 1 bænum. Bylgjan greindi frá. Varðhald framlengt Héraðsdómur hefur framlengt gæsluvarðhald rúmenska skart- gripaþjófsins um 4 vikur, eða til 6. október. Hann hefur setið i gæslu- varðhaldi í um það bil þrjár vikur. Verjandi Rúmenans tók sér frest til að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. RÚV greindi frá. Karlmenn með hálsríg? Homfirskir karlmenn horfa þessa dagana stíft eftir dökkhærðu kven- fólki í von um að berja augum kyn- bombuna og óskarsverðlauna- hafann Angelinu Jolie en hún er, ásamt stómm hópi kvikmyndatöku- fólks á vegum Saga Film, við tökur á kvikmyndinni Tomb Raider í ná- grenni Homafjarðar. Fréttavefur- inn greindi frá. „Furðulegar bréfaskrlftir" Fjármálaráð- herra segir að líkja megi viðbrögðum borgarstjóra og bréfaskriftum hans til ráðuneytisins við viöbrögð manns sem hefur verið fundinn sekur um fjársvik og fer i kjölfarið að hnýsast í fjármál dómarans. Honum finnst bréfaskriftir borgarstjóra vegna dóms fjármálaráðuneytisins vegna kæru Landssímans um viðskipti Linu.Nets og borgarinnar furðuleg- ar. Bylgjan greindi frá. Fíkniefnainnflutningur í vikunni handtók lögreglan í Reykjavík, í samvinnu við tollgæsl- una, þrjá menn á fertugsaldri vegna rannsóknar á umfangsmiklu fikni- efnamáli. Þeir hafa allir verið úr- skurðaðir í gæsluvarðhald í 3-4 vik- ur. Málið varðar innflutning á veru- legu magni af fíkniefnum. Alls hef- ur verið lagt hald á um 10 kg af hassi. Visir.is greindi frá. -KEE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.