Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2000, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2000
57
Tilveran
Jón Viktor Gunnarsson íslandsmeistari árið 2000:
Hefur góðan byr í seglin
Teflt til sigurs
Jón Viktor Gunnarsson lagöi Jonnu Hector aö velli á svæöismóti Norðurlanda.
Skammt er stórra högga á miUi.
Slðastliðinn sunnudag varð Jón
Viktor Gunnarsson íslandsmeistari i
skák í Kópavogi og var mótshaidið
bæjarfélaginu til mikils sóma. Hvort
nýtt árþúsund er gengið í garð er
deila sem ég ætla ekki að blanda mér
í. Hins vegar fer vel á þvi að tvítug-
ur maður vinni titilinn árið 2000.
Jón Viktor bar sigurorð af Þresti
Þórhallssyni stórmeistara í bráða-
bana eftir að hafa jafnað 4 skáka ein-
vígi um titilinn. Fyrir fram bjuggust
víst flestir við því að Þröstur færi
með sigur. Og að vissu leyti valdi
Þröstur ranga einvígistaktík eftir
sigur í 1. einvígisskákinni - að mínu
mati. Það er auðvelt að vera vitur
eftir á. En Jón Viktor hefur verið í
nokkurs konar skáklægð í nokkur
misseri. Ég man eftir því að ég hafði
á orði við hann fyrir alþjóðlega
Reykjavikurskákmótið í vetur sem
leið að nú hlyti hans tími að vera
kominn. Árangur hans þá var þó
ekki í samræmi við væntingamar.
En sigurinn á Þresti leysti öll bönd
úr læðingi.
Hafi ég efast um að Jón Viktor
væri verðugur Islandsmeistari eftir
bráðabanann þá hef ég sannfærst um
að þama er á feröinni mikið stór-
meistaraefni eftir að hann valtaði
yfir Jonny Hector, stórmeistara og
ágætan vin minn frá Svíþjóð i 1. um-
ferð á svæðamótinu. Og að sjálfsögðu
er Jón Viktor verðugur íslandsmeist-
ari!! Ekki get ég stillt mig um að
benda á þá staðreynd að íslands-
meistarinn 1998 og 1999, Hannes Hlíf-
ar Stefánsson, og íslandsmeistarinn
árið 2000 eiga sama afmælisdag, 18.
júlí. íslandsmeistarinn 1983, Hilmar
heitinn Karlsson, var einnig fæddur
sama dag. Og höfundur þessa pistils
einnig. Ég hef þó ekki unnið sæmd-
artitilinn skákmeistari íslands og er
líklega að missa af strætisvagninum.
Er þó með skiptimiða í lagi.
Jón Viktor hóf skákferil sinn
barnungur í Taflfélagi Reykjavíkur
og naut þar, eins og svo margir aðr-
ir af öflugustu skákmönnum okkar,
handleiðslu Ólafs H. Ólafssonar.
Hann hefur verið alþjóðlegur skák-
meistari frá 17 ára aldri en er rétt að
hetja ferilinn. Nú fetar hann einstig-
ið sjálfur eins og vera ber en hefur
góðan byr í seglin.
Svæðamót Norðurlanda
1. umferð
Ulf Andersson (2641) - Rune
Djurhuus (2484) 0-2
SteHan BryneH (2484) - Curt
Hansen (2613) 0 0-2
Helgi Ólafsson (2478) - Simen
Agdestein (2590) 0,5-1,5
Peter Heine Nielsen (2578) -
Tom Wedberg (2473) 1,5-0,5
Helgi Áss Grétarsson (2563) -
OUi Salmensuu (2458) 0,5-1,5
Emanuel Berg (2456) - Hannes
Stefánsson (2557) 1-1
Hannes vann eftir bráðabana.
Evgenij Agrest (2554) - Þröstur
ÞórhaUsson (2454) 1-1
Evgenij vann eftir bráðabana.
Jouni Yrjola (2442) - Sune Berg
Hansen (2545) 0,5-1,5
Leif E. Johannessen (2422) -
Margeir Pétursson (2544) 0,5-1,5
Lars Schandorff (2520) -
Aleksei Holmsten (2383) 1-1
Lars vann eftir bráðabana.
Jón Viktor Gmmarsson (2368)
- Jonny Hector (2509) 2-0
Einar Gausel (2492) - John
Ami NUssen (2354) 1,5-0,5
2. umferð
Margeir Pétursson (2544) -
Curt Hansen (2613)
Simen Agdestein (2590) - Lars
Schandorff (2520)
Peine Heine Nielssen (2578) -
Einar Gausel (2492)
Rune Djurhuus (2484) - Hannes
HUfar Stefánsson (2557)
Evgenij Agrest (2554) - OUi Sal-
mensuu (2458)
Sune Berg Hansen (2545) - Jón
Viktor Gunnarsson (2368)
Blessað svæðamótið, mikið er
þetta skemmtiiegt mót. Taflfélagið
Hellir heldur mótið af miklum
myndarskap í Mjóddinni, í
skemmtilegu og góðu húsnæði fyrir
ofan verslunina Nettó. Þar er hart
barist þessa dagana; Jón Viktor stal
senunni í 1. umferð eins og áður
sagði. Margeir Pétursson komst
áfram, einnig á gömlu seiglunni.
Hannes Hlífar þurfti að tefla bráða-
bana gegn Svíanum Berg og komst
áfram af nokkru öryggi. Þröstur
Þórhallsson lenti einnig í brábana
og tapaði gegn Svíanum Agrest frá
Sankti Pétursborg. Agrest er eini
Svíinn sem komst áfram, hinir
héldu af landi brott. Helgi Ólafsson
var sleginn út af Norðmanninum Si-
men Agdestein eftir slæman afleik í
fyrri skákinni.
Margeir fær það erfiða hlutverk
að tefla við stigahæsta keppendann,
Danann Curt Hansen. En ef Margeir
nær að tefla sinn fágaða skákstíl
geta Danir legið í því. Hannes Hlíf-
ar Stefánsson á að geta slegið Djur-
huus nokkuð örugglega út og Jón
Viktor á góða möguleika gegn Sune
Berg Hansen hinum danska. Um-
ferðimar hefjast um helgina, kl. 14,
góða skemmtun!
Lítum nú á báðar sigurskákir
Jóns Viktors gegn Jonny Hector.
Hvítt: Jonny Hector
Svart: Jón Viktor Gunnarsson
Svæðamót Norðurlanda,
Reykjavík, 2000
Petroff-vöm
1. e4 e5 2. RÍ3 Rf6. Jafnteflisbyrj-
unin svokallaða! En ég þekki báða
piltana vel og veit vel að þeir eru
engir jafnteflispúkar. Ég taldi næsta
víst að barátta þeirra yrði engin
lognmolla því þeir hafa mjög líkan
skákstíl, hvassan og taktískan, full-
an af bellibrögðum. 3. Rc3 Bb4 4.
Rxe5 0-0 5. Be2 He8 6. Rd3 Bxc3 7.
dxc3 Rxe4. Svona teflir Jonny
gjaman til að forðast jafnteflisaf-
brigðin. En Jón Viktor er ekki að
tefla upp á jafntefli þegar hann tefl-
ir Petroff, hann teflir jafnteflisbyrj-
unina til vinnings. 8. Rf4 d6 9. 0-0
Rd7 10. c4 Rf8 11. a4 a5 12. Ha3.
Athyglisvert, en peðin á drottning-
arvæng verða veik hjá hvítum. 12. -
Bd7 13. Rh5 Bc6 14. Hh3 Rg6 15.
Dd4.
Hvítur ræðst á svörtu stöðuna af
krafti og hótar nú máti í einum leik.
En það er auðvelt að varna því! 15.
- f!6 16. Bd3 Rc5 17. Bh6!? Svartur
hefur aðeins náð undirtökunum en
Jonny er sinni fómarköllun trúr og
fórnar nú manni. 17 - Rxd3 18.
cxd3 gxh6 19. Rxf6+ Kf7 20. Rxe8
Dxe8 21. He3. Hér telur tölvuforrit-
ið mitt hvítan standa örlítið betur.
En við Jón teljum svartan standa
betur. Forritið vUl leika 21. Hxh6
Kg8 22. Hh3 en eftir 22. - De5 stend-
ur svartur betur. Dh8! Endataflið er
svörtum í hag. 22. Dg4 Df6 23.
Hfel Kg8 24. He6 Dg5 25. Dxg5
hxg5 26. b3 d5 27. f3.
Örlög hvits em ráðin, endataf-
lið er vonlaust.
27 - d4 28. H6e2 Ha6 29. Hb2 Hb6
30. Hbbl Kf7 31. Kf2 Rf4 32. Hedl Re6
33. Kg3 Rc5 34. h4 Hxb3 35. Hxb3
Rxb3 36. hxg5 Bxa4 37. Hhl Kg7 38.
f4 Bd7 39. Hel Kf7 40. Kf3 a4 41. Ke4
Bg4 42. f5 a3 43. Kf4 Bxf5 44. He2
Bxd3 45. Ha2 Bxc4: 0-1.
Skrýtin þessi nöfn á skákbyrjun-
um, ekki satt. Jonny Hector er frá
Málmhaugum á Skáni í Svíþjóð og
talar hina skrýtnu og skemmtilegu
mállýsku innfæddra. Hann býr á
Helsingjaeyri í Danmörku ásamt
danskri konu sinni. Afskaplega
prúður og góður drengur. Eins og
Jón Viktor. Jonny hefur örugglega
þótt það súrt í broti að tapa og eyð-
ir e.t.v. einhverjum hluta dagsins í
kastala Hamlets, Krónborgarkast-
ala, og sleikir sárin og spyr: To be
or not to be. En Hamlet var að vísu
aldrei til í alvörunni.
Hvítt: Jón Viktor Gmmarsson
Svart: Jonny Hector
Svæðamót Norðurlanda,
Reykjavlk 2000
ítalski leikurinn
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 RfB 4. d3
Bc5 5. 0-0 a6 6. c3 Ba7 7. Rbd2 0-0 8.
Bb3 d6 9. Rc4 Re7 10. Bg5 Kh8 11.
Re3 Rfg8. Svartur þarf nauðsynlega
á vinningi að halda og undirbýr
liðsflutninga yfir á kóngsvænginn.
Jón bíður rólegur þess sem koma
skal. 12. d4 fB 13. Bh4 De8 14. Bg3
Bd7 15. a4 Hd8 16. h3 Rh6 17. Bc2
Bc6 18. dxe5 dxe5.
Ágæt áætlun, að pirra andstæðing-
inn og láta í það skína að hann ætli að
skipta upp á mönnum á d-línunni; þó
að minna verði af því en efni standa
til. 19. De2 RÍ7 20. Hfdl Rd6 21. Rd5
Rxd5 22. exd5 Bd7 23. c4 a5 24. Rd2
Bd4 25. Rb3! Ba7 26. Rxa5 RÍ5 27.
Bxf5 Bxf5 28. b4 Dg6.
Lúmsk hótun, Dxg3. Svartur hef-
ur látið peð sín fjúka í von um sókn.
Varla hafa vonir svarts aukist eftir
næsta leik hvíts? 29. Ha3 Bd4 30.
Kh2 Hde8 31. f3 Bc8 32. Rb3 f5 33.
Rxd4 exd4 34. Dd2 f4 35. Bxf4.
Örvæntingarfullar tilraunir
Jonnys eru að renna út í sandinn.
Lokatilraunin er í uppsiglingu en
Jón Viktor þiggur það sem að hon-
um er rétt með yfirvegaðri skyn-
semi. 35 - Bxh3 36. Kxh3 Dh5+ 37.
Kg3 g5 38. Dxd4+ Kg8 39. Bxg5
Hf5 40. Bh4: 1-0. Tjaldið fellur. En
það er fallegt í fjörunni við Krón-
borgarkastala á góðum sólardegi.
Þar er gott að gleyma.
---------------------
'Ufi'val
____— jgott í bátinn_
Barna og unglingastarf
Hún var ung en náði tökum á vandanurn.
Freyja hefur misst 36 kíló á námskeiðum Gauja litla.
Skemmtilegt aðhald fyrir börn og
unglinga þar sem tekið er á
vandanum á ákveðinn, jákvæðan og
árangursríkan hátt. Við tökum á
einelti og byggjum upp einstaklinginn
á sál og líkama í náinni samvinnu við
foreldra. Námskeiðin hafa verið
haldin í 2 ár með góðum árangri.
14. september hefjast námskeið fyrir
unglinga á aldrinum 13-16 ára þar
sem í boði eru spinningtímar, taibo,
hipp hopp dans, stöðvaþjálfun,
leikræna tjáning, styrking
sjálfsmyndar, kynlífsfræðsla
og margt fleira.
19. september hefjast námskeið fyrir
börn á aldrinum 7-9 ára og 10-12 ára.
Á þeim námskeiðum bjóðum við
lokaða tíma í taibo, jóga, leikræna
tjáningu, sjálfseflingu, skauta, keilu og
margt fleira.
Að námskeiðunum koma læknir,
hjúkrunarfræðingur, sálfræðingur,
félagsráðgjafi, íþróttakennari, kennari,
næringarráðgjafi, næringarfræðingur
ásamt ýmsum þekktum gestakennurum.
Öllum börnum og unglingum á námskeiðum
Gauja litla í vetur býðst að sækja íþróttaskóla
Gauja litla í Danmörku í samvinnu við
Úrval-Útsýn næsta sumar.
Heilsu?arður Gauja litla
REYKJAVÍK - AKUREYRI
Upplýsingar og skráning í síma 561-8585