Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2000, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2000, Blaðsíða 59
LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2000 _______67 V Tilvera DV Endalaust sum- ar fyrir austan DV. FASKRUDSFIRDI: Það virðist lítið lát á austfirsku góðviðri, sumir segja að veðurfar á Austfjörðum sé hið besta í Evrópu, hvað sem til er í þvi. Sumarið sem nú er senn á enda hefur verið með afbrigðum hlýtt og það var sumarið í fyrra líka og þá voru einstaka menn og konur farin að kvarta und- an hitunum. Á þessu hlýja hausti er berjaspretta þvílík að aldrei hefur verið annað eins, aUt blátt og svart, og nóg fyrir alla, hagsýnar húsnæð- ur jafnt sem fugla himinsins. Nú má fullyrða að smjör drjúpi af hverju strái eins og sagt hefur verið. Á Fáskrúðsfirði, hinum franska bæ Austfjarða, voru menn á dögun- um að sinna hinum ýmsu skyldum í góða veðrinu. Við hittum fyrir þá félaga, Baldvin Guðjónsson og Stef- án Óskarsson, sem voru að laga gangstétt við heimili Baldvins. Þeir sögðu stéttina hafa verið orðna mis- signa, tóku upp hellumar og bættu sandi undir hellurnar. Stelpumar Fanney Jensdóttir og Ríkey Jónsdóttir voru búnar að setja upp svolítið fyrirtæki, DV-MYNDIR ALBERT EIRIKSSON Hin nýja stétt Engum veröur lengur fótaskortur á stéttinni hans Baldvins. tombólu, sem gerði þær 1.232 krón- um ríkari. Stúlkumar eru söngkon- ur í hljómsveitinni Baby Love og ætla að nota peningana til að kaupa Baby Love Þær eru prýöissöngkonur, Fanney og Ríkey, og næst er pað þráölaus míkró- fónn. þráðlausa míkrófóna, enda segja Baby Love kom fram á frönskum þær að erfitt sé að syngja og dansa dögum í sumar og stelpurnar hafa þegar rafmagnssnúrur em að flækj- sungið fyrir ferðamenn. ast fyrir þeim. Það má geta þess að Stykkishólmur: Forvitnileg föndurverslun og kaffihús DV, STYKKISHÓLMI: I Stykkishólmi eru nokkur gömul hús sem eigendur hafa gert upp á liðnum árum og eru bænum til mik- ils sóma. Eitt þessara húsa er Egils- hús, reist árið 1867, sem stendur í hjarta bæjarins, í gamla kjamanum niður við höfn. Egilshús gekk lengi vel undir nafninu Settuhöllin og var orðið verulega óhrjálegt þegar tvenn hjón í Stykkishólmi réðust í það þrek- virki að endurbæta húsið og færa það í upprunalegt horf. Þetta voru þau Svanborg Siggeirsdóttir og Pét- ur Ágústsson og Bryndís Guðbjarts- dóttir og Karl Dyrving. Þaö var svo árið 1987 sem Settuhöllin, eða Egils- hús eins og það er kallað núna eftir fyrsta eiganda þess (Agli Egilssyni), varð eftir endurbæturnar gistiheim- ili og sjoppa með vísi að kaffistofu. Hlutverk hússins tók smátt og smátt breytingum og fyrir fjórum árum keyptu Bryndís og Karl hlut sam- starfsfólks síns í húsinu og breyttu efstu hæðinni í íbúð þar sem þau búa. Núna er á neðstu hæð sjoppa og vídeóleiga ásamt litlu gjafavöru- homi en á miðhæð hússins er afar forvitnileg og skemmtileg fóndur- verslun og kaffihús. Það er senni- lega mjög sjaldgæft að þessir hlutir fari saman en fóndur og kaffiloftið í Settu Egilshúsi eru margir famir að þekkja. Þau hjón, Bryndís og Karl, hafa rekið föndm-loftið í 4 ár og margt af því sem þar fæst er hann- að á staðnum. Hólmarar og aðrir sem leið eiga um Stykkishólm hafa tekið þessari verslun vel og þegar blaðmaður leit inn var hópur ferða- manna að gæða sér á heitu súkkulaði og kaffi. Bryndís sagði að töluvert væri um erlenda ferðamenn en íslending- ar á ferð um landið kæmu líka í kaffi og versluðu gjaman á föndur- loftinu. Á vetuma er opið hús eitt til tvö kvöld í viku þar sem föndrar- ar koma saman og vinna að sínum verkefnum. Þá er hægt að fá leið- sögn í málun og stenslun svo eitt- hvað sé nefnt. Bútasaumsklúbbur er starfandi í Stykkishólmi og hefur Bryndís bútasaumsefni og annað sem til þarf til sölu á loftinu. Þá hef- ur hún staðið fyrir námskeiðum ýmiss konar og leiðbeint sjálf eða fengið leiðbeinendur. -DVÓ/ÓJ DV-MYNDIR ÓMAR JÓHANNSSON Heitt kakó og handverk Erlendir feröamenn gæöa sér á heitu kaffi og súkkulaöi og þaö gera íslendingar líka og kunna vel aö meta veitingar og handverk sem á boöstólum er. Barnakór Háteigskirkju er að hefja vetrarstarfið. Síðastliðinn vetur var góð þátttaka í kórnum og kom hann fram viö ýmis tækifæri, innan sem og utan kirkjunnar og var myndin af kórnum tekin á einum tónleikum hans. Kómum er skipt í tvær deildir eftir aldri. Yngri deild er fyrir böm á aldrinum 7-9 ára og eldri deild fyrir 10-13 ára. í vetur verður einnig starfandi kórskóli fyrir 5 og 6 ára börn. Skráning er hafin og fer hún fram í safnaðarheimili kirkjunn- ar. Kórstjóri er Birna Bjömsdóttir. HAIJ jfj'IAMSKEIÐ I FRONSKU hefjast 18. septembe Námskeið fyrir byrjendur oq lenqra komna. Námskeið lyrir börn og eldri borgara. Nytt kennsluefni byggt á myndböndum. Byrjendur Ahersla lögS á orðaforða ferðamannsins. Innritun 4.-15. sept. Upplýsingar í síma 552 3870 frá kl. 11.00-18.00. Alliance Francaise Veffang: http://af.ismennt.is • Netfang: af@ismennt.is • Austurstræti 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.