Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2000, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2000 Sandkorn ^Eí)msjón: Hördur Kristjánsson netfang: sandkom@ff.is I>V Fréttir Netagerö Friðriks: Kaupir enn á Eyjafjarðar- svæðinu DV, NESKAUPSTAD:___________ Netagerð Friðriks Viihjálmsson- ar hefur keypt Netagerð Dalvíkur. Þama er um að ræða lítið fyrirtæki með þrem fostum starfsmönnum, en Netagerð Friðriks hefur áður sameinast Netagerðinni Odda á Ak- ureyri. Þessi kaup þykja styrkja til muna aðstöðu Netagerðar Friðriks Vilhjálmssonar á Eyjafjarðarsvæð- inu. -KAJ Eldur í rusli við Fjarðarsel Tilkynnt var um eld í raðhúsi við Fjarðarsel um kl. 8 í morgun. Kviknað hafði í út frá rusli á neðri hæð en greiðlega gekk að slökkva eldinn. Skemmdir af völdum eldsins reyndust ekki stórvægilegar. -MT DV-MYND EINAR J. Gefa bra-bra brauö Fjallvegurinn milli Norður- og Austurlands: Eina þjónustustaðnum lokað? Á leigudruslu Fyrirtækið rusla ehf. auglýsir nýj- ung í bíla- leigubrans- anum. Er þar höfðað sérstaklega til þeirra sem nýkomn- ir eru með bílpróf. Boðnar eru druslur til leigu á raðgreiðslum fyrir 20 þúsund kall á mánuði. Munu sjálfsagt margir verða tii að nýta sér þessa þjónustu ef marka má uppplýsingar hins opinbera um hveijir séu mestu tjónavaldarnir í umferðinni. Þar eru ungir og óreyndir ökumenn efstir á blaði og víst að margur heimilisfaðirinn hefur verið titrandi yfir að láta nýja fjölskyldubílinn i hendur á unglingnum á heimilinu. Nú er málið sem sé leyst - unglingarnir á druslur og hverjum er þá ekki sama þótt þeir keyri þær í klessu...? Frömmurum misboðið Sólveig Péturs------ dóttir sætir nú harðri gagnrýni fyrir að skipa Áma Kolbeins- son ráðuneytis- stjóra sem hæsta- réttardómara en sniðganga þrjár hæfar konur, þær Ingibjörgu Benediktsdóttur, Sig- ríði Ingvarsdóttiu- og Ólöfu Pét- ursdóttur, sem einnig sóttu um stöðuna. Alfreð Þorsteinsson, framsóknarmaður í borgarstjóm Reykjavíkur, hefur tjáð sig um málið og telur þetta dæmi um að sjálfstæðismenn séu að planta sínu fólki í stöður. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra er heldur varkárari en telur samt að slikt hafi tíðkast í gegnum tíðina. Velta spekingar því nú fyrir sér hvort verulega sé farið að hitna undir ríkisstjórnarsamstarfinu, þar sem viðtekin helmingaskiptaregla í embættismannakerflnu sé ekki lengur virt... Kíkt í gegnum rimlana Upp hefur kom- ist sérkennileg iðja fangelsis- stjórnar á Litla- Hrauni. Eftirlits- myndavélar sem ætlaðar eru til að ; fylgjast með fong- um, væntanlega svo þeir fari sér ekki að voða við að príla í girðing- um, munu líka vera notaðar í allt öðrum tilgangi. Þykir gámngum hér komin skýring á því af hverju fóngum á Litla-Hrauni hefur í gegnum tíðina gengið bærilega að skreppa í bæjarferðir án heimildar. Hefur Helgi Ingvarsson, grandvar íbúi á Eyrarbakka, skotið stoðum undir þá kenningu. Upplýsir hann að fangaverðimir hafi verið upp- teknir við annað en fangagæslu, m.a. að fylgjast með klósettferðum íbúa í næsta nágrenni fangelsis- ins... Ráðherra í skotlínu Valdimar Jó- hannesson, blaða- maður og kvóta- bani, sat í gær umræðufund á Nýja-Englandi um fiskveiðikvóta, gæði hans og galla. Með honum áttu líka að taka þátt fulltrúar Bandaríkjanna og Kanada. Fleiri íslendingar áttu líka að vera í hópnum, Magnús Guð- mundsson, stjómarformaður Cold- water Seafood, Jóhann Sigurjóns- son, forstjóri Hafrannsóknastofn- unar, og HaHdór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra. Sagt er að Valdi- mar hafl verið vel undir fundinn fundinn búinn og sjaldan eða aldrei fengið betra tækifæri til að lesa Halldóri Ásgrímssyni pistilinn - og það fyrir opnum tjöldum í út- löndum... Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins: DV, JÓKULDAL: Svo getur farið að þetta verði síð- asta sumarið sem veitingastaðurinn Fjallakaffi á Hólsflöllum verður starfrækt. Ástæðan er sú að innan skamms verður nýr vegur um flöll- in tekinn i notkun og við það mun umferðin færast liðlega 7 kílómetra til norðurs og því ekki fara um bæj- arhlaðið í Möðradal eins og hún hefur gert undanfama áratugi. Ásta Sigurðardóttir, húsfreyja á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal, hefur ásamt flölskyldu sinni rekið Fjalla- kaffl undanfarin tólf sumur. Það hefur jafnan verið starfrækt frá byrjun júní og fram yfir mánaða- mótin ágúst/september. Ásta sagði í samtali við frétta- mann að hún hefði enga ákvörðun um framhaldið tekið enn. Nægur tími gæfist í vetur til að hugsa mál- ið en hún stæði einfaldlega frammi fyrir þremur kostum. í fyrsta lagi væri einfaldlega að hætta þessum Vinsæil áningarstaöur Fjallakaffi í Möörudal, vinsæll áningarstaður á fjallveginum um langt skeið. inn er malbikaður vegur hér út frá óttast ég að hér verði ekki það mik- il umferð að grundvöllur verði fyrir þessum rekstri. En það verður óneitanlega söknuður aö hverfa héðan eftir þessi tólf sumur,“ sagði Ásta Sigurðardóttir i samtali við fréttamann DV. -ÖÞ Kvótinn einn ekki or- sok byggðavandans Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og formaður Framsóknar- flokksins, segir það mikla einföldun að segja að vandinn sem blasir við í mörgum sjávarplássum á lands- byggðinni sé vegna kvótakerfisins. Halldór segir að erfitt væri að svara þeirri spumingu hver staðan væri i dag ef engar breytingar hefðu verið gerðar á sínum tíma. Hann segir að þegar hann hafi komið að málefnum sjávarútvegsins, sem sjávarútvegsráðherra árið 1983, hafi greinin verið á heljarþröm. Gengiss- breytingar hafi verið stöðugar og mikill óstöðugleiki og óvissa hafl verið ríkjandi. Hvernig væri án kvótans? „Við urðum að gera róttækar breytingar til að reyna að skapa stöðugleika í samfélaginu. Hugsun- in var að bjarga íslenskum sjávarút- vegi og koma því til leiðar að við byrjuðum að umgangast fiskveiði- auðlindina af meiri virðingu og gera úr henni meiri verðmæti," seg- ir Halldór. Halldór segir stóru markmiðin með kvótakerfinu hafa náðst. „Þetta hefur orðið til þess að skapa meiri velmegun meðal þjóðar- innar. Hins vegar eigum við líka við önnur vanda- mál að etja, ekki síst á landsbyggðinni. En að þau tengist eingöngu sjáv- arútveginum er að mínu mati ekki rétt. Sannleik- urinn er sá að það hefur orðið gífurleg breyting á öllu samfélaginu. Hvað hefði gerst ef þetta kerfi hefði ekki verið tekið upp? Hefði það verið ein- hver gallalaus leið og ein- falt líf?“ spyr Halldór. Skuldir endurspegla tiltrú Eitt af því sem einkennt hefur núverandi kvóta- kerfi er tilflutningur á kvóta milli fyrirtækja og byggðarlaga og margir hafa flutt mikla flármuni út úr sjávarútveginum. Samfara þessu hafa skuld- ir greinarinnar vaxið hröðum skrefum. Þannig __________ jukust skuldir sjávarút- vegsins á flórum árum fram til síð- ustu áramóta úr 105 milljörðum króna í 175 milljarða. Halldór Ásgrimsson „Ég hrökk nú nokkuð mikiö við þegar ég sá heildarskuldir íslensks sjávarútvegs. “ „Ég hrökk nú nokkuð mikið við þegar ég sá heildarskuldir íslensks sjávarútvegs," viðurkennir Halldór. „En það er ljóst að þarna hefur átt sér stað mikil endurnýjun og flár- festing. Aðalorsökin fyrir því er væntanlega sú að menn hafa trú á framtíðinni og menn trúa þvi að flárfesting í þessari grein sé nauð- synleg. Auðvitað getum við aldrei rekið okkar höfuðatvinnuveg án nýjunga.“ Kerfinu verður breytt Kvótakerfið hefur oft verið eign- að Halldóri en hann var einmitt sjávarútvegsráðherra þegar kerfið var tekið upp. Hann er ekki sam- mála þessari sögutúlkun. „Það er beinlínis rangt að þetta hafi skapast allt út úr minu höfði. Þetta er miklu stærra mál en það,“ segir hann. í yfirheyrslu DV á fimmtudag sagðist Halldór ekki eiga von á öðru en það tækist að skapa sátt um fisk- veiðar þjóðarinnar þótt hún muni ekki snúast um að gera alla glaða. „Ég hef fram að þessu geta unnið að þessu máli með öllum stjórn- málaflokkum og við höfum getað náð um það sátt. Ég er enn að vinna að þessu máli í þeim anda og ég á von á því að sátt náist um einhverj- ar breytingar," segir Halldór Ás- grímsson. -GAR/HKr. DV-MYNDIR ORN ÞÖRARINSSON Þrír kostir og enginn góöur Ásta Sigurðardóttir í Fjaiiakaffi segist nota veturinn og hugleiöa þrjá kosti sem eru í stöðunni. rekstri. í öðra lagi væri að halda áfram á sama stað a.m.k. eitt sumar og sjá hvað stór hluti umferðarinn- ar færi áfram um gamla veginn en samgönguyfirvöld munu hafa lýst yfir að honum verði haldið akfær- um áfram. í þriðja lagi væri svo að byggja Fjallakaífl upp á nýjum stað, til dæmis við Skjöldólfsstaöi. „Auðvitað er maður óhress með þessa breytingu á vegstæðinu. Við byggöum þetta hús fyrir nokkrum árum og hefðum vissulega staðið á annan hátt að því hefði okkur þá órað fyrir þessum breytingum. Það stoppa hér ákaílega margir vegfar- endur. Hér er ákaílega fallegt og víð- sýnt í góðu veðri. Svo staldra marg- ir við í kirkjunni sem er á margan hátt sérstök bygging. En þegar kom-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.