Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2000, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2000, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2000 Helgarblað DV \ Vetrartískan 2000-2001: DV-MYNDIR EINAR J. Fjólubláir draumar Fjólublár er hvorkl heitur né kaldur litur heldur algjörlega hlutlaus. Þessi stúlka er klár í skólann klædd í þaó nýjasta frá versluninni Top shop. Verslanir höfuðborgarinnar eru óðum að fyllast af vetrarfatnaði og þar virðist liturinn fjólublár vera í aðalhlutverki. Fjólublár er „in“ og ætli maður sér að fylgja tískunni í vetur verður maður að eiga a.m.k eina fjólubláa fllk í fataskápnum. Síðast var fjólublái liturinn í tísku á diskótímabilinu en þar á und- an sló hann eftirminnilega í gegn á hippatímanum. Liturinn virðist reyndar ekki bara vera að slá í gegn í fatnaði heldur einnig á öðrum sviðum t.d í bílum og er liturinn farinn að sjást í æ ríkara mæli sérstaklega á japönskum bilum. Elisabeth Talyor elskar fjólublátt Sú kona sem er hvað þekktust fyrir að ganga mikið í fjólubláu er leikkonan Elisabeth Taylor. „Hún notar fjólublátt svona mikið þar sem hún er með fjólublá augu og því fer þessi litur henni svona vel og það er hann sem gerir hana svo sjarmerandi ,“segir Anna F. Gunn- arsdóttir lita- og fatastílsráðgjafl, „Manneskja sem klœðist fjólubláu sýnir að hún er djörf og þorir. Hún tekur meiri áhœttu en sú sem er í gráu eða dökkbláu. Grátt sýnir reyndar að konan sé stöðug og dökkblátt heiðarleg en fjólublátt táknar vald. betur þekkt sem Anna og útlitið, og bætir við að það sé jafn sjald- gæft að hafa græn augu og fjólublá augu. „Það fyrsta sem manni dettt- ur í hug í sambandi við fjólublátt er Elisabeth, maður tengir litinn ósjálfrátt við hana þar sem hún er fjólubláasta konan sem til er. Elisabeth hefur einnig látið gera sitt eigið ilmvatn og það er að sjálfsögðu fjólublátt," upplýsir Anna. Önnur kona sem notað hefur fjólublátt mikið er Margareth Tatcher. En fer fjólublátt öllum konum vel? „Fjólublár litur er auðvit- að til í mismunandi tónum þannig að flestar konur ættu að geta fundið tón sem hentar þeim. Mér sýnist tískan núna vera dökk- ur fjólublár og hann fer konum sem eru dökkar yfir- litum best. Þessi hreini fjólublái, sem er aðeins skærari, er fyrir konur með of- boðslega hvíta húð og flokkast sem vetur. Annars bera eldri kon- ur fjólublátt oftast nær mjög vel,“ segir Anna og heldur áfram „Næsta sumar verður þessi matti fjólublái vinsæll og er hann kjör- inn fyrir konur með öskugrátt hár. Þannig að allir tónar af íjólu- bláum koma við sögu á þessu ári.“ Dökkfjólublái liturinn grennir og lengir en sá ljósijólublái sýnir nákvæmlega hvemig maður er. Passar vel með gráu Fjólublár er blanda af rauðu og bláu og er hvorki kaldur né heitur litur heldur er hann hlutlaus. En að sögn Önnu grennir dökkfjólu- blátt mann og lengir en ljósi fjólu- blái liturinn segir nákvæmlega hvernig maður er. „Grátt er rosalega fallegt með fjólubláu og einnig svart, sem og beis og hvítt. Það er líka afskap- lega fallegt að setja gult með fjólu- bláu. Fljólublátt getur einnig tekið með sér appelsínugulan og kemur sá litur einnig sterkur inn næsta vor. Þá erum við komin með há- andstæður og ef maður fer í þá tvo liti saman þá virkilega sýnir mað- ur þor. Fari maður þannig klædd- ur i veislu muna allir að maður var á staðnum án þess að maður þurfi að segja eitt einasta orð,“ segir Anna. Þar sem bæði grátt og svart hef- ur verið mikið I tísku ættu fjólu- bláu flíkumar í verslunum lands-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.