Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2000, Blaðsíða 26
26
Helgarblað
LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2000
Alfa Romeo 1561.6 T.s .0/97
"Fyrstur kemur, fyrstur fær. Þessi fer fljótt
ek. 49 þús., 4d., 5 gíra, loftpúöar, ABS, CD,
rafm.rúður, samlæsingar, spoiler.
Tilboðsverð kr. 1.420 þús
Fiat Bravo 1.6 SX 3/98
"Töff tæki með 103 ftölsk hestöfl",
ek.47 þús., 3 d., 5 g., ABS hemlar, loftpúðar,
þokuljós, hiti I sætum..
Tilboðsverð kr. 940 þús.
Nissan Primera 2.0 11/96
"2.0 lítra, 16 ventla, spoiler, álfelgur",
ek. 53 þús., 5 d., 5 g., samlæsingar,
þokuljós, rafmagnsrúðuro.fl.
Tilboðsverð kr. 920 þús.
Peugeot 3061.4 XN 3/96
"Ekta fínn í skólann",
ek. 61 þús., 3 d., 5 g., útvarp, geislaspilari,
spoiler, álfelgur, rafm.rúður.
Tilboðsverð kr. 690 þús.
L-.-i
Fiat Marea Weekend 4/98
"1.6 lítra, 16 ventla, 103 ha., sjálfskiptur",
ek. 47 þús., 5 d., sj.sk., ABS hemlar,
loftpúðar, samlæsingar, rafmagnsrúður o.fl.
Tilboðsverð kr. 1.140 þús.
.***•
Ístraktor
Smiðsbúð 2 Garðabæ
Sími 5 400 800
www.istraktor.is
Opið laugardaga 13-17
430
Nissan Primera 1.6
"Svartur með spoiler og álfelgur,
ek. 57 þús., 5 d., 5 g., CD, samlæsingar,
Vetrardekk á felgum.
Tilboðsverð kr. 950 þús.
7/97
I>V
Mín upphefð kemur að utan:
Vonin um sigur lifir enn
- þjóðarvonbrigði íslendinga endurtaka sig
Stundum eru íslendingar sem einn
maður. Þeir hryggjast allir í einu,
gleðjast allir í einu og reiðast stund-
um allir í hóp og kreppa þjóðarhnef-
ann í þjóðarvasanum og Síta muldr-
andi á þjóðarjaxlinn.
Við erum svo sannfærð um eigið
ágæti að við teljum að það sé nánast
formsatriði að koma hæfileikafólki
okkar á framfæri því þá liggi heims-
byggðin kylliflöt í stjórnlausri aðdá-
un.
Liggja Danir í því?
Ágætt dæmi um þessa samstöðu
sást á dögunum þegar Danmörk og Is-
land léku landsleik í fótbolta. Á fáum
spjallstundum í beinni útsendingu og
með nokkrum dálkmetrum tókst þjóð-
inni að komast í sigurgleðirús áður
en leikurinn hófst. Menn rifjuðu upp
hinn fræga 14-2 tapleik og í hlát-
urskviðum Hemma Gunn á Bylgjunni
skein i gegn sú sjálfsagða staðreynd
að þetta helvíti myndi sko alls ekki
endurtaka sig.
Síðan töpuðum við. Að vísu ekki
með 12 marka mun en töpuðum samt.
Burst í Kóreu
Þetta sama gerðist þegar hand-
boltastrákarnir okkar fóru til Seoul
1988 og ætluðu að taka heimsbyggð-
ina í nefið á Ólympíuleikunum 1
handbolta. Við vorum öll orðin alger-
lega grjótsannfærð um að þeir myndu
koma heim með lárviðarsveiga og
peninga úr góðmálmi. Þymikóróna
hefði verið viðeigandi verðlaunagrip-
ur miðað við hraklega frammistöðu
drengjanna sem lyktaði með áttunda
sæti og síðan hefur þjóðin varla þor-
að að segja upphátt: „strákarnir okk-
ar“, og vill reyndar lítið við piltana
kannast.
Hvaða Bjarni er þetta?
Svo gerist það stundum í íþróttun-
um að frægð og frami kemur úr
óvæntri átt. Það vissi eiginlega eng-
inn hver Bjarni Friðriksson júdó-
kappi var þegar hann fór á ÓL í Los
Angeles 1984. Bjarni snaraði sér í
sloppinn og jarðvarpaði hverju tröll-
inu á fætur öðru og varð að þjóðhetju
með fáeinum dynkjum.
Sjálfsmyndin brotnar
En hvernig líður þjóð sem verður
hvað eftir annað fyrir vonbrigðum?
DV leitaði ófaglegs álits á því hjá
Gabríelu Sigurðardóttur sálfræðingi.
„Vonbrigði eru erfið tilflnning.
Þetta er missir, reiði og óánægja. Sá
sem verður fyrir vonbrigðum hvað
eftir annað getur farið að efast um
eigin dómgreind og smátt og smátt
missir hann áhugann á því sem veld-
ur honum vonbrigðum. Síendurtekin
vonbrigði með frammistöðu t.d.
íþróttamanna gefa auðvitað til kynna
óraunhæfar væntingar," sagði Gabrí-
ela.
Þá vitum við það. Þjóðarvonbrigði
geta leitt til brotinnar sjálfsmyndar,
biturðar og þunglyndis og þess að
þjóðin snýr baki við þeim sem sífellt
veldur henni vonbrigðum.
Þau eru súr Evrópuberin
Þegar Islendingar tóku i fyrsta sinn
þátt i Eurovision söngvakeppninni í
Bergen árið 1986 höfðu margir úrtölu-
menn þungar áhyggjur af því að eng-
in aðstaða væri hérlendis til að halda
keppnina og sú staðreynd hefur
sennilega taflð þátttöku íslendinga
um nokkur ár.
Þegar Icy-tlokkurinn hélt úr landi,
skipaður fegurstu og flottustu söngv-
urum landsins, er óhætt að segja að
þjóðin hafi almennt talið sigurinn
vera í höfn. Raulandi Gleðibankann
settumst við í sparifótunum með sítt
af aftan fyrir framan tækið um kvöld-
ið, iðandi af tilhlökkun. I ísskápnum
var kampavín og gleðin skein á vonar
hýrri brá. Sjaldan hefur verið eins
ICY-flokkurinn
Margir töldu það nánast formsatriði
Þegar tugþrautarkappinn
Jón Arnar Magnússon
fannst á sveitabœ í Fló-
anum fyrir nokkrum
árum sá þjóðin strax að
þarna voru Clausen-
brœður endurfœddir, báð-
ir í einum og sama
manninum.
Farið hefur fé betra
Andstæða þessa gerðist þegar hin
stórskrýtna Björk Guðmundsdóttir
hvarf úr landi fyrir mörgum árum
ásamt félögum sínum í Sykurmolun-
um. Þá minntist enginn maður á
heimsfrægð heldur voru margir fegn-
ir að pönkurum fækkaði á götum bæj-
arins. Það er því þannig enn í dag að
þjóðin hefur enn þá svolítinn kökk í
hálsinum og finnst heimsfrægð Bjark-
ar hálfpartinn hafa komið aftan að
sér.
Háa C-iö
Hið gagnstæða gerðist þegar vél-
virkinn lagvissi Kristján Jóhannsson
lagði frá sér skífumáliö, stökk upp í
flugvél og sveif til Italíu. Hann varð
þjóðardýrlingur með það sama og
okkur var alveg sama þótt hann hálf-
tapaði móðurmálinu þvi við vorum
viss um að innan skamms myndi
hann leysa einn af hinum þremur
stóru tenórum af hólmi. Þeir Carrer-
as, Domingo og Pavarotti syngja enn
en Kristján sagði í samtali við DV í
vetur að hann væri ekki lengur með
háa C-ið í vasanum. Þar fór það.
Gabríela Sigurðardóttir sálfræðing-
ur sagði í samtali við DV að sá sem
yrði oft fyrir vonbrigðum áttaði sig
oft á því að dómgreind hans væri ef
til vill ekki raunhæf og væntingar
hans of miklar.
Það er erfitt að sjá þess merki í ís-
lensku þjóðlífi í dag að við höfum eitt-
hvað lært af biturri reynslu síendur-
tekinna vonbrigða. Við erum enn þá
með öndina á hálsinum yfir rétt óorð-
inni heimsfrægð listamanna okkar og
íþróttamanna.
Strákur úr Flóanum
Þegar tugþrautarkappinn Jón Am-
ar Magnússon fannst á sveitabæ í Fló-
anum fyrir nokkrum árum sá þjóðin
strax að þarna voru Clausen-bræður
keppti fyrir hönd Islands í fyrstu Eurovision-keppninni.
að senda hópinn til Noregs því sigurinn og heimsfrægð í kjölfarið væri trygg.
greinilegt beiskjubragð af freyðivíni
og þetta sorglega kvöld.
Fyrstu viðbrögð voru þögul en
nístandi vonbrigði sem siðan snerust
upp í háð og nú talar enginn um
Eurovision í alvöru nema sem hall-
ærislegan samkvæmisleik þar sem at-
kvæði eru keypt og seld. Þau eru súr
Evrópuberin.
Þú veist ég þrái, að slá í
gegn
Þessarar sömu bamslegu vongleði
gætti héma um miðjan áttunda ára-
tuginn þegar Change-flokkurinn var
sendur til Bretlands skipaður rjóma
íslenskra poppara og nú átti að skjót-
ast upp á verðskuldaðan stjörnuhim-
in. Björgvin Halldórsson, Jóhann
Þegar Björk Guömundsdóttir og
Sykurmolarnir fóru úr landi seint á
síöasta áratug minntist enginn á
heimsfrægö.
Björk var ekki spákona í sínu föð-
urlandi frekar en aðrir og frægð
hennar situr enn eins og kökkur í
hálsi þjóðarinnar.
Heimsfrægö var talin gulltrygg en
biðin eftir gulli stendur enn.
Þegar Jón Arnar Magnússon var
uppgötvaður í torfhleðslu austur í
Flóa töldu margir að Clausen-
bræður væru báðir endurfæddir í
einum og sama manninum.
að hann hafi hætt keppni vegna nýrra
meiðsla. Hann hefur stigið á spjót,
hlaupið á stöng, tognað í tá eða eitt-
hvað álíka stórbrotið. Innst inni héld-
um við að hann myndi vinna. I þjóð-
arsálinni bólgnar vonbrigðakýli
vegna Jóns og það springur senn.
Hættum ekki að vona
Þegar íslensk eríðagreining bættist
í hóp nokkur hundruð sams konar
fyrirtækja í heiminum sannfærðist
þjóðin þegar um að Kári Stefánsson,
okkar maður, myndi þegar í stað
flnna upp genahjólið sem leitað hafði
verið að. Leitin stendur enn og þjóðin
bíður en vonbrigði hennar era ekki
enn orðin mjög sár.
Við hættum aldrei að vona. Við vit-
um að þegar kringumstæðurnar
verða réttar þá verður Bellatrix
heimsfræg, Bónus opnar í öllum lönd-
um heims, Kjarval selst fyrir milljón-
ir dollarar og Hrafn Gunnlaugsson
fær óskarsverðlaunin. Bíðiði bara.
-PÁÁ
Helgason, Sigurður Karlsson, svo fáir
séu nefndir, skipuðu þessa ofursveit
sem í breska tónlistarheiminum fékk
fljótlega viðurnefnið: „The Girls from
Iceland“ vegna tærra og hárra
falsetturadda söngvaranna. Frægð
þeirra varð aldrei nein en glæsilegar
kynningarmyndir af þeim í sigur-
vissri stellingu í glansandi samfest-
ingum, sem voru reyndar svolítið tví-
kynja i anda þess tíma, hafa fylgt
þeim eins og draugar til þessa dags.
endurfæddir, báðir í einum og sama
manninum. Jón hefur óumdeilanlega
staðið sig mjög vel í tugþraut við
ýmis tækifæri en það er alltaf eins og
þjóðin verði hálfhissa þegar fréttist