Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2000, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2000
17
Helgarblað
Súkkulaði
gegn tann-
skemmdum
Loksins fá krakkar góð rök gegn
foreldrum sínum í baráttunni fyrir
meira laugardagsnammi og það frá
japönskum vísindamönnum.
Súkkulaði, sem hefur hingað til ver-
ið álitið bæði sætt og syndsamlegt
fyrir tennumar, er nefnilega alls
ekki svo galið. Samkvæmt nýjustu
rannsóknum hefur komið í ljós að
kakóbaunin, sem er aðaluppistaða
súkkulaðis, veldur tönnunum ekki
einungis skaða heldur getur hún
einnig hreinlega verið tönnunum til
gagns.
Súkkulaðitannkrem er
framtíöin
Við Osaka-háskólann í Japan
hafa menn nefnilega uppgötvað það
að í ysta lagi kakóbaunanna er efni
sem virkar vel í baráttunni gegn
holum í tönnum. Vísindamenn eru
það ánægðir með útkomuna að þeir
spá því að súkkulaðiskolvatn og
súkkulaðitannkrem sé eitthvað sem
tilheyra muni framtíðinni.
„Hýðið af kakóbauninni er hægt
að nota í tannkrem og munnskols-
vatn. Það er einnig hægt að nota
það í súkkulaði,“ segir Takashi Os-
hima við Háskólann í Osaka í við-
tali við tímaritið New Scientist. Jap-
anamir halda þvi fram að þetta efni
í ysta lagi kakóbaunarinnar geti
bætt eitthvað af skaðanum sem syk-
urinn gerir á tönnunum.
Tilraunlr á rottum
Vísindamennir hafa prófað kenn-
ingu sina um ágæti kakóbaunarinn-
ar út á rottum. Tilraunin fór þannig
fram að hópur af rottum fékk safa af
hýðinu á kakóbaunum út i drykkj-
arvatnið hjá sér en hinn fékk ein-
ungis venjulegt vatn. Báðir hópam-
ir fengu mjög sykurríka fæðu. Eftir
þrjá mánuði höföu kakóbaunarott-
umar að meðaltali sex holur í tönn-
unum en hinn hópurinn var með
fjórtán holur. í framhaldi af þessum
niðurstöðum hafa vísindamennirnir
ákveðið að gera álíka tilraunir á
mannskepnunni.
Bresku tannlæknasamtökin hafa
látið hafa þetta eftir sér um málið:
„Ef þessar niðurstöður reynast
sannar eru þetta mjög góðar fréttur.
Samt sem áður mælum við með
góðri tannhirðu frekar en
súkkulaðiáti." - Sem sagt ekki
hætta að bursta tennurnar eftir
súkkulaðiát! -snæ
Nammi, namm súkkulaöitannkrem...
Þegar foreldrarnir mæta með súkkulaðitannkrem ætti það ekki lengur að
vera neitt vandamál að fá börnin til þess að bursta tennurnar. Vísinda-
menn spá því að ekki veröi langt þar til þannig tannkrem komi á markað-
inn.
Sviðsljós
■
Ný bók á leiðinni um goðin:
Bítlarnir lifðu
villtu kynlífi
Bítlamir Paul, George og Ringo
hafa lokið við að skrifað ævisögu
hljómsveitarinnar og eru smáatrið-
in þar hvergi spöruð. í bókinni, sem
er væntanleg fljótlega í verslanir, er
fjallað opinskátt um tíma sveitar-
innar í Hamborg áður en þeir slógu
virkilega í gegn.
„Hamborg var algjört sjokk. Við
áttum ekkert einkalíf. Þaö kom fyr-
ir að ég gekk inn á John með beran
bossann út í loftið þar sem hann lá
ofan á einhverri stelpu. Ég baðst af-
sökunar og sneri mér við,“ segir
Paul McCartney í bókinni sam-
kvæmt grein í Sunday Telegraph.
„Það var ekki auðvelt að komast
upp í hjá stelpunum i Liverpool á 6.
áratugnum. Mín fyrstu kynmök
áttu sér stað í Hamborg og það voru
Paul, John og Pete Best sem horfðu
upp á það. Þeir sögðu ekkert á með-
an en þegar ég var búinn þá klöpp-
uðu þeir,“ segir George Harrison í
bókinni. Fróðlegt verður aö lesa allt
hitt.
George Harrison missti sveindóm-
inn að vinum sínum í hljómsveitinni
viöstöddum.
Bvggðu á traustum grunni
W 1^70 -mj s i £* s i i -á a O j p. V Skútuvogi 12a Sími 568 1044
Kynnum í dag fra kl. IO.00 - !7.oo
í
DTrimo gámahús
Færanleg eininga hús í ótal útfærslum.
ÓTRÚLEGT YERÐ!