Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2000, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2000 Fréttir DV Formaður bæjarráðs Kópavogs um Vatnsendamálið: Framtíðaróvissa: Leita leiða til að fólk geti selt - þótt lóðarleigusamningi hafi verið sagt upp - vill eyða óvissu Bæjaryfirvöld 1 Kópavogi stefna að því að endurnýja ekki lóðaleigu- samninga við íbúa í Vatnsendalandi fyrr en gengið hefur verið frá deiliskipulagi á svæðinu, að sögn Gunnars Birgissonar, formanns bæj- arráðs Kópavogs. Jafnframt ætla bæj- aryfirvöld að leita leiða til að fólk geti selt eignir sínar þótt leigusamn- ingi hafi verið sagt upp og minnka þannig óöryggi íbúanna. Allmargir íbúar í Vatnsendalandi hafa fengið uppsögn á lóðarleigu- samningum. Ríkir mikil óvissa með framvindu mála meðal þeirra eins og komið hefur fram í DV. Flosi Eiríksson, oddviti K-lista, hefur sagt það mjög einkennilegt þeg- ar bæjarfélag fari „að standa í því að bera út íbúa sína“. Hann telur fyrir- hugaðar byggingaframkvæmdir í Vatnsendaiandi ávisun á stórfelldar skemmdir á svæðinu og gagnrýnir aðferðir bæjaryfirvalda við uppsagn- ir leigusamning- anna. Að sögn Ár- manns Kr. Ólafs- sonar, formanns skipulagsnefnd- ar, hafa fyrirhug- aðar fram- kvæmdir það t.d. í for með sér að rotþrær sem nú eru notaðar í hverfinu verða aflagðar en öllu skolpi verður dælt í dælustöðvar. Það er liður í aukinni vemdun um- hverflsins. Gunnar sagði að verið væri að flnna leið til að vinna málið i sátt við íbúana. Uppsagnarbréfið hefði verið samþykkt í bæjarráði, þar á meðal af oddvita K-listans sem hefði samþykkt það athugasemdalaust. Greinilegt væri að oddvitinn hefði söðlað um og væri kominn á „pólitískar veið- ar“ núna. Hann hefði látið mál- efni Vatnsenda afskiptalaus þar til nú. „Það má vera að við höfum ekki kynnt fólki þetta nógu ítar- lega og ég harma ef svo er,“ sagði Gunnar. „Við reynum að bæta úr því, m.a. með fundi sem við höldum með íbúunum nk. fimmtudag. Þá hafa margir þeirra hitt okkur að máli eða farið niður á bæjarskipulag og fengið þar upplýsingar." Gunnar sagði að núverandi meiri- hluti hefði sinnt þessu svæði mjög vel, m.a. lagt þar malbik og hitaveitu. Þá hefðu alimargir fengið leyfi til heilsársbústaða, auk þess sem veitt hefði verið leyfi tfi að stækka hús. „Víst var það áhætta, en við höfum reynt að koma eins mikið til móts við fólkið og okkur hefur Efldar mengunar- veríg unnt. Svæð- vðrnir jg var „gieymd deild“ þar til meirihluti sjálfstæðismanna og fram- sóknarmanna tók við fyrir 10 árum. Við höfum reynt að sinna þessum íbúum og sýna þeim þá virðingu sem þeim ber.“ Gunnar sagði að reynt yrði að haga skipulaginu þannig að sú byggð sem fyrir væri félli inn í þá byggð sem síðar risi á svæðinu. -JSS Gunnar Vill vinna í sátt viö íbúana Nágranni konunnar sem kæröi Áburðarverksmiðjuna: Skúrinn eins og ammoníakskútur - staðreynd sem þeir geta ekki hnekkt, segir Þórður Njálsson „Það var ekkert smáræði sem hleypt var út af ammoníaki frá Áburðarverksmiðjunni þennan dag. Það er staðreynd sem þeir geta ekki hnekkt,“ segir Þóröur Njálsson, fyrrverandi nágranni Ingibjargar Magnúsdóttur við Gufunesveg í Grafarvogi. Ingibjörg hefur hafið málsókn gegn Áburðarverksmiðj- unni þar sem hún telur að ammon- íak, sem var losað úr verksmiðjunni dag einn sumarið 1998, hafi valdið sér heilsutjóni. Gufunesvegur 1 er i næsta nágrenni við Áburðarverk- smiðjuna. Bílskúrinn fylltist „Konan mín sótti mig í vinnuna eftir hádegi þennan dag. Hún hafði talað um að hún hefði fundið amm- oníaksþef og þegar við komum heim fór lyktin ekki á milli mála, hún Vcir ógeðsleg. Ég fór inn i bílskúr og það var hreinlega eins og að stíga inn í ammoníakskút og mig sveið niður í háls. Og það var sama eiturloftið inni í íbúðinni," segir Þórður. Hann loftræsti híbýli sín og hringdi tafar- laust á lögreglu og hefibrigðiseftir- lit. „Þegar þeir komu var enn eimur eftir af ammoníakinu en það hafði minnkað mikið. Það eina sem ég fékk að vita var að það hefði veriö hleypt einhverju lítilræði af amm- oníaki frá verksmiðjunni en þetta var alls ekkert lítilræði. Ég hef kom- ið nálægt ammoníaki í frystihúsi og það var nú ekki eins djöfull vont að anda því að sér eins og var í bíl- skúmum hjá mér,“ segir Þórður. Verið slappur Að sögn Þórðar hefur hann hing- að til ekki tengt heilsufar sitt við ammoníakið sem barst frá Áburðar- verksmiðjunni þennan dag. „En ég hef verið slappur og slæptur og kon- an mín talaði um ertingu í nefi og hálsi. En við gerðum aldrei neitt úr því,“ segir hann. Þórður segir að Ingibjörg hafi þegar gefið upp nafn sitt sem hugs- anlegs vitnis í málinu en segir að enginn hafi þó enn haft samband við sig vegna þess. Þórður er fluttur úr húsinu við Gufunesveg og býr í Þorlákshöfn. -GAR Gufunesvegur 1 „Ég hefkomiö nálægt ammoníaki í frystihúsi og það var nú ekki eins djöfull vont aö anda því aö sér og var í þílskúrnum hjá mér þennan dag, “ segir Þóröur Njáisson sem hér er viö sitt gamta heimili. Hvítir mávar mér kærir - segir Gestur Einar „Það getur allt gerst þegar ég kem til starfa á ný,“ sagði út- varpsmaðurinn Gestur Einar Jónasson þar sem hann var að skokka í Kjamaskógi við Akureyri í gær en óvissa ríkir um framtíð út- varpsþáttar hans, Hvítir mávar, eftir skipulagsbreyt- ingar á Rás 2 sem kynntar hafa verið í útvarps- ráði. „Hvítir mávar hafa alltaf verið mér kærir. Þar hef ég verið í góðu sambandi við landsmenn og notið þess.“ Gestur Einar hefur verið í fríi frá störfum um skeið en mætir aftur í höfuðstöðvar Ríkisút- varpsins á Akureyri um miðjan næsta mánuð. Þar bíður hans óvissa: “En í raun eru Hvítir mávar aðeins brot af því sem ég vinn fyrir útvarpið þó sumir líti á þátt- inn sem skrautfjöðrina mína. Eins og aðrir starfsmenn Ríkisút- varpsins verð ég að sætta mig við að það eru aðrir sem ákveða hvað er sent út og hvað ekki,“ sagði Gestur Einar. -EIR Gestur Einar Óvissan bíöur hans. Veðurstofubíll: Fauk út í veður og vind Bifreið Veðurstofu íslands, sem var á leið að veðurathugunarstöð- inni í Bláfeldi, fauk af veginum skammt frá Böðvarsholti í Staðar- sveit á Snæfellsnesi fyrir hádegi 1 gær. Bíllinn, sem er mikið skemmdur, fór eina veltu og hafn- aði á hliðinni í skurði. Bílstjórinn, sem var einn í bílnum, er lítið meiddur. Bjöm Jónsson, lögreglu- maður í Ólafsvík, sagði snarpar hviður og hnúta sem þessa al- genga í Staðarsveit þegar vindur- inn stæði ofan af fjöllunum. Norð- austanátt var á Snæfellsnesi þegar óhappið varð og allhvass vindur. -HH Bjart veður sunnan- og vestanlands Minnkandi noröan- og norövestanátt. Bjart veöur sunnan- og vestanlands og styttir upp norðaustan til þegar líöur á daginn. Hiti 5 til 13 stig, mildast syðst. Sóiargangur og sjávarföll REYKJAVIK riag í kvöld 20.14 rupprás á morgun 06.37 egísflóö 16.14 gisflóð á morgun 04.33 dBtfnrá vs&artá8aKim 10V- Hlíl AKUREYRI 20.02 05.27 20.47 '^viNDÁrr ■VINDSTYRKUR -10° 09.06 HEIOSKÍRT Pg .$> ^3 O5 LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKYJAD ALSKÝJAÐ SKÝJAO jfellw * Q RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓK0MA O & = ÉUAGANGUR ÞRUMU- SKAF- ÞOKA VEÐUR RENNINGUR Haustið Haustið er komið. Skólarnir byrjaðir og annaö sem því fylgir. Þá fer líka að styttast í haustlægðirnar sem innihalda rigningu og rok. Mesta sólarhringsúrkoma á landinu var haustiö 1979 en þá mældist úrkoma á Kvískerjum 243 mm. Suðlæg átt og smáskúrir Spáð er fremur hægri suövestlægri átt. Smáskúrir verða vestanlands en léttskýjaö á austanverðu landinu. Hiti 8 til 12 stig. Mánudajgui Vindur: :> 5-8 m/itjjj Hitf 8° til 15° Sunnan 5-8 m/s, súld eóa rlgnlng ver&ur meft köflum sunnan- og vestanlands en bjartvi&rl nor&austan tll. Hlti 8 tii 15 stlg, mlldast nor&austanlands. Þríöjuda Vindur: 5-8 in/9|| Hiti 8° tii 15° Míbvíkucla Hiti 8° til Suftlæg átt ver&ur og fremur hlýtt. Vætusamt, elnkum sunnan- og vestanlands. Su&læg átt og fremur hlýtt. Vætusamt, einkum sunnan- og vestanlands. AKUREYRI rigning 6 BERGSTAÐIR rigning 5 B0LUNGARVÍK úrkoma 7 EGILSSTAÐIR io KIRKJUBÆJARKL. skýjaft 9 KEFLAVÍK skýjaft 9 RAUFARHÖFN rigning 7 REYKJAVÍK skýjaft 8 STÓRHÖFÐI léttskýjaft 10 BERGEN skýjaft 14 HELSINKI rigning 13 KAUPMANNAHÖFN súld 15 OSLÓ skýjaft 15 STOKKHÓLMUR ringinig 15 ÞÓRSHÖFN skýjaft 11 ÞRÁNDHEIMUR skúrir 15 ALGARVE hei&skírt 29 AMSTERDAM súld 19 BARCELONA skýjaft 25 BERLÍN skýjaö 19 CHICAG0 þrumuve&ur 20 DUBUN skýjaft 16 HAUFAX skýjaft 14 FRANKFURT skýjað 19 HAMBORG súld 15 JAN MAYEN rigning 9 LONDON súld 19 LÚXEMBORG skýjaö 18 MALLORCA léttskýjaö 29 MONTREAL léttskýjaö 17 NARSSARSSUAQ heiöskírt 4 NEW YORK hálfskýjaö 17 ORLANDO alskýjaö 24 PARÍS skýjað 20 VÍN skýjaö 18 * WASHINGTON skýjaft 13 WINNIPEG heiðskirt 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.