Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2000, Blaðsíða 22
22
LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2000
Helgarblað
DV
Höröur Torfason söngvaskáld heldur hausttónleika sína í 24. sinn í íslensku óperunni 15. september nk.
„Mér finnst oft eins og fólk sé hætt aö hlusta eins vel og það geröi. Þaö þykir ekki fínt aö vera aö velta fyrir sér einhveþum erfiöum máium. Þaö eru allir aö elta poppbylglur og hugsa um þaö sem þá
vantar, vera meö allt sitt á hreinu og fljóta meö straumnum. Menn gefa allt oröiö upp á bátinn fyrir vonina aö auögast, jafnvel náungakærleikann."
^ Hörður Torfason söngvaskáld:
Islendingurinn er lindýr
- finnst fólk vera hætt að hlusta
„Ég kom fyrst fram og flutti lög
og texta eftir sjálfan mig þegar ég
var 12 ára gamall. Þetta var í sunnu-
dagaskóla í kirkju Óháða safnaðar-
ins. Ég uppskar dynjandi lófatak og
var svo ánægður að ég kom fram og
hneigði mig og tók aukalag. Þetta
líkaöi séra Emil Björnssyni ekki
alls kostar því í þann tíð mátti helst
ekki klappa í kirkjum, svo hann
kleip í eyrað á mér og setti ofan í
við mig.“
Þannig lýsir Hörður Torfason eða
Hörður Torfa eins og hann er jafnan
kallaður, fyrstu skrefum sínum sem
söngvaskáld eða trúbadúr. Hörður
hefur sungið fyrir þjóðina í meira
en 30 ár en um þessar mundir eru
liðin rétt 30 ár frá því að fyrsta
hljómplata hans kom út. Enn óma
strengir þjóðarsálarinnar í takt við
lög eins og Ég leitaði blárra blóma,
Guðjón bak við tjöldin, Litli fugl,
Karl R. Emba og fleiri lög sem heil-
ar kynslóðir kunna.
Hörður hefur ferðast um ísland
og sungið fyrir fólk frá því um 1970.
Hann fer um hinar dreifðu byggðir
landsins, dvelur við leikstjórn á
mörgum stöðum og vinnur í návígi
við venjulegt fólk og hlustar á radd-
ir þess. Trúbadorar, farandsöngvar-
ar eða söngvaskáld hafa sérstakt
hlutskipti í listflórunni þvi þeir eru
ekki aðeins skemmtikraftar heldur
viljum við líka að þeir syngi um það
sem betur má fara og haldi upp
spegli sem við getum virt samfélag-
ið fyrir okkur í. Er auðveldara að
ná eyrum fólks í dag en það var þeg-
ar þú varst að byrja?
Fólk er hætt aö hlusta
„Þegar ég byrjaði að ferðast um
landið þá fór maður af stað með
tvær töskur, aðra fyrir gítarinn,
hina fyrir fótin (og hún var minni)
í rútunni og svo hélt feröalagið
kannski áfram á puttanum. Á
sumum stöðum var ég fyrsti lista-
maðurinn sem þar hélt tónleika og
það fóru allir í sparifötin og mættu
með opnum huga og hjarta. Mér
finnst oft eins og fólk sé hætt að
hlusta eins vel og það gerði. Það
þykir ekki fínt aö vera aö velta
fyrir sér einhverjum erfiðum mál-
um. Það eru allir að elta popp-
bylgjur og hugsa um það sem þá
vantar, vera með allt sitt á hreinu
og fljóta með straumnum. Menn
gefa allt orðið upp á bátinn fyrir
vonina að auðgast, jafnvel náunga-
kærleikann. Ekki vera með nein
óþægindi."
íslendingurinn er lindýr
En er þá ekki erfitt að vera trú-
bador í góðæri þegar allir hafa allt
til alls?
„Þegar óstjómleg græðgi nær
tökum á fólki þá tapast ýmis önn-
ur gildi og gleymast á meðan
þannig ástand varir. íslendingur-
inn er orðinn ákaflega mikið lin-
dýr og lætur sig, því miður, litlu
skipta málefni sem varða heill
þjóðarinnar. Hagnaður augna-
bliksins er tilverugulrót hans. Yf-
irborðsmennska,
hollywooddraumar, og aðrir álíka
fylgifiskar hégómans ráða hér
ríkjum. Þjóðin á eftir að þroskast
og fer vonandi að lesa vel og taka
meira mark á síðustu auglýsing-
um landlæknisembættisins og
skilja að mannleg samskipti snú-
ast ekki um að hittast til að koma
„íslendingurinn er orðinn
ákaflega mikið lindýr og
lœtur sig, því miður, litlu
skipta málefni sem varða
heill þjóðarinnar. Hagn-
aður augnabliksins er til-
verugulrót hans. Yfir-
borðsmennska,
hollywooddraumar, og
aðrir álika fylgifiskar hé-
gómans ráða hér ríkj-
um.“
sér i vímu. Verðmætin sem skipta
mestu máli liggja innra með okkur
og verða aldrei keypt í neinu
formi. Ég ferðast um landið og ég
sé og hlusta og tala við fólkið. Ég
sé ekki mína eigin galla og ég
ræðst ekki á einstaklinga en vil
reyna á grínaktugan hátt að benda
á það sem er athugavert við sið-
ferði okkar og samtíma.“
Þeir sem seldu slg
Það verður ekki um það deilt að
Hörður var fyrsti íslenski trú-
badorinn en síðan hafa margir
fylgt í kjölfarið. Eru söngvaskáld-
in mörg sem starfa í dag?
„Ég verð ekki var við þau leng-
ur. Um tíma risu hér upp menn
sem útnefndu sig farandskáld og
baráttumenn lítilmagnans. En þeir
voru fljótir að missa tökin þegar
þeir sáu glitta í gull. Þeir hófu að
selja sig hæstbjóðanda og þver-
sagnakenndar blaðayfirlýsingar
þeirra urðu áhugaverðari en inn-
antómir söngvar þeirra sem urðu
skuggar af hjáróma draumum.
Sleikjuskapur, sjálfumgleði, tvö-
feldni og hræsni er orðið þjóðar-
mein hér á landi og er réttlætt
með því að allt eigi og þurfi að selj-
ast. Og það sem verra er að menn
virðast komast óáreittir aftur og
aftur upp með það. Það koma alltaf
upp einhverjir sem vilja spila og
syngja fyrir fólk og semja lög. Þaö
er gott og gaman svo lengi sem
menn eru einlægir í því. Sá sem
situr með gítarinn úti á krá og
syngur vinsæla slagara er ekki
söngvaskáld. Hann er gleðigjafi
þess umhverfis. Söngvaskáld er
ekki poppari sem hugsar aðeins
um vinsældir og semur lög eftir
skoðanakönnunum og selur sig
hæstbjóðanda."
Spilar þú ekki á krám?
„Ég spila helst aldrei á krám,
nema ég neyðist til aðstæðnanna
vegna, því ég vil starfa í leikhúsi.
Mínir tónleikar eru miklu skyld-
ari leikhúsi en kráarsöngvum.
Leikhúsið býður upp á meiri
snertingu og nánd.“
Lengi veriö erfiöur
Hörður hefur alls gefið út á eig-
in vegum 15 plötvu-, einn bama-
disk, ljóðabókina Yrk og kom tals-
vert meira við sögu en margir
gera sér grein fyrir sem aðstoðar-
leikstjóri við kvikmynd Reynis
Oddssonar, Morðsögu, sem mörg-
um finnst marka upphaf íslenska
kvikmyndavorsins.
Hörður lærði leiklist í skóla
Þjóðleikhússins og starfaði sem
leikari í nokkur ár, í leikhúsi og í
nokkrum kvikmyndum. Hann hef-
ur unnið sem leikstjóri um 100
sýninga víðs vegar um landið,
leikmyndahönnuður og þúsund-
þjalasmiður í leikhúsi.
„Ég var erfiður í skólanum og
það var oft reynt að reka mig úr
honum fyrir að vera að troða upp
hér og þar og syngja því slíkt var
stranglega bannað. En ég svaraði
fyrir mig og skólastjórinn dró í
land a.m.k í tvígang á þrem árum.
Við máttum hins vegar vinna
kauplaust í öllum sýningum Þjóð-
leikhússins.
En maður varð að sýna mikla
útsjónarsemi því það kostar tals-
vert að mennta sig og ekki síst
þegar haft er í huga að á þeim
tíma fengust engir styrkir til leik-
listamáms.“
Hvar er tónlistarhúsið?
15. september næstkomandi
heldur Hörður sina árlega hausts-
tónleika en það hefur verið venja
hans nú í 24 ár samfleytt. Þetta
kom upphaflega til vegna þess að
Hörður vildi ekki halda afmælis-
veislu fyrir sjálfan sig 4. septem-
ber en ákvað þess i stað að halda
tónleika. Fyrir mörgum er þetta
fastur liður í almanakinu eins og
jól og páskar eða hvert annað af-
mæli.
„Ég verö nú annað árið í röð í
íslensku óperunni sem ég er mjög
ánægður með þó ég sé eins og
fleiri alltaf að bíða eftir tónlistar-
húsinu. Hvar er það?
Það eru ekki margir staðir fyrir
leikhúsmann að halda tónleika
fyrir fólk sem situr og vill hlusta á
texta og horfa á túlkun. Hausttón-