Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2000, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2000, Blaðsíða 58
66 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2000 Tilvera I>V 1 i f i ft Listasafni íslands í dag verður opnuð sýnlng á verkum Magnúsar Pálssonar í eigu Listasafns íslands. Magnús hefur um langt árabil verið í fararbroddi íslenskra framúr- stefnulistamanna Á sýningunni í Listasafni íslands eru 8 verk sem hann vann á árunum 1971- 1993 ásamt fjórum myndböndum sem verða sýnd í fyrirlestrasal. Djass f m JAM OG FÖNK A KAFFl REYKJAVIK Það veröur iamsession og fönkdanslelkur á Kaffi Reykjavík 1 í kvöld. Stuöiö byrjar kl. 23 og er búið kl. 3. Aðgangseyrir er 1500 krónur. ■ SAMMI í SVEIFLU Samúel Sam- úelsson og 17 manna stórsveitln hans mun heilla lýðinn með leikni sinni í kvöld á Kaffi Reykjavík. Konsertinn stendur yfir frá kl. 21 til 22.30. Aðgangseyrir er lítill 1500- kall. ■ DJASSBRUNCH Á BORGINNI í hádeginu verður bryddaö upp á þeirri nýjung að bjóða upp á djass að hætti kvartetts Ómars Axelsson- ar á hinni rómuðu Hótel Borg. Uppá- koman hefst stundvíslega klukkan 12 og kostar 1500 krónur en inni í þeirri upphæö er falið hlaðborð. ■ NORRÆN DJASSUNGLIÐAKEPPNI Ofurtríóið Flís sem fulltrúi Islands og er það mál manna að Tangz frá Færeyjum, Onenas/Ören/Gjörn frá Noregi, tríó Joona Toivanen frá Finnlandi og Fuchsia frá Dan- mörku eigi ekki séns í íslensku Flísina. Aðgangseyrir ekki nema 1000 íslenskar krónur og hefst kappleikiulnn klukkan 16. Klassik ÁFMÆLISTONLÉIKAR SIGFUSAR HALLDORSSONAR Uppselt var á af- mælistónleika í Salnum til heiðurs Sigfúsi Halldórssyni þann 7. sept- ember. Ákveöið hefur verið aö halda tvenna aukatónleika. Þeir fyrri verða í kvöld, kl. 20, og þeir síðari á morg- un, sunnudaginn 10. september, kl. 17. Það eru þau Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Bergþór Pálsson og Jónas Ingimundarson sem eru mætt tii leiks á ný. Opnanir ■ IKVEIKJA I VARARAFSTÓÐINNI I dag kl. 18 opna Samskipti ör- stutta listsýningu sína „íkveikju" f gömlu vararafstöðinni í Elliðarárdal. Opnunin er aðeins fýrir boðsgesti. Sýningunni lýkur á morgun. ■ ÓFÖLSUÐ ÍSLENSK LIST í dag veröur opnuð í Galleri Sævars Karls sýningin Ófölsuð íslensk list. Til sýn- ingar eru verk nokkurra listamanna. Verkin eru gerö á síðustu árum og eru í eigu gallerísins og/eöa lista- mannanna sjálfra. Verkin eru til sölu. Sýningin stendur til 28. sept- ember. Síðustu forvöð ■ VINDHATH) 2000 I dag lýkur Vindhátíð 2000 á þaki Faxaskála við Reykjarvíkurhöfn. Hátíðin er óður til vindsins og könnun á snerti- flötum hans við íslenskt þjóðlíf. Markmiö hátíðarinnar er aö skapa sátt milli manns og vinds. Hátíðin er liöur í dagskrá Reykjavíkur - menn- ingarborgar Evrópu árið 2000. Fólki er ráölagt að mæta hlýlega klætt. Sjá nána' 'Iflð eftir vlnnu á Vísi.is Borgarbókasafnið opnað í Grófarhúsinu í gær: - segir Anna Torfadóttir borgarbókavörður Borgarbókasafn Reykjavíkur var opnað í nýju og glæsilegu húsnæði i Grófarhúsinu við Tryggvagötu í gær. Þar er safnið til húsa ásamt Borgarskjalasafni Reykjavíkur og Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Anna Torfadóttir borgarbóka- vörður verður því húsráðandi í Grófarhúsinu ásamt Svanhildi Bogadóttur borgarskjalaverði og Maríu Karen Sigurðardóttur, for- stöðumanni Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Að sögn Önnu Torfadóttur mun almenningsrými safnsins sex- til sjöfaldast og gefur það tilefni til að brydda upp á ýmsum nýjungum. Nýjungar í Grófarhúsi í safninu verður stór og góð bama- og unglingadeild þar sem lögð verður sérstök áhersla á efni fyrir ungt fólk. „Við höfum alltaf lagt mikla áherslu á barnastarf,“ segir Anna. „Við verðum með ýms- ar dagskrár, sögustundir og safn- kynningar eins og verið hefur en bætum við ritsmiðjum bæði fyrir böm og unglinga þar sem iðkuð verða skapandi skrif.“ í smiðjunum verður nú reynt að höfða til eldri krakka en verið hefur. Fengnir verða rithöfundar til að starfa með unglingunum, m.a. að ljóðagerð. „Það er mikið atriði að Borgarbóka- safn sé vettvangur fyrir bókmennt- imar, sérstaklega nútímabókmennt- ir og bókmenntasköpun, á svipaðan hátt og Listasafn Reykjavíkur er vettvangur fyrir íslenska myndlist. Þetta á ekki bara að vera safn held- ur staður þar sem fer fram sköpun," segir Anna og bætir við að þessi stækkun á húsnæði geri safninu loksins kleift að vera þessi vettvang- ur sköpunar. Önnur áþreifanleg breyting í starfi safnsins er stóraukinn fjöldi tölva en þær eru nú um 30 sem standa almenningi opnar til notkun- ar. Einnig verður í safninu svokall- að Reykjavíkurtorg. „Við hugsum það sem góðan upphafsstað til að kynna sér lífið í borginni, fyrirtæki, stofnanir, félög, námskeið og menn- ingarviðburði - það sem efst er á baugi hverju sinni.“ Sjónlistinni verður gert hátt und- ir höfði í nýja safninu, og býr það þá að nálægðinni við Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsinu, og einnig verður um samvinnu milli stofnananna að ræða. í tón- og mynddeild verður hægt að fá tónlist á geisladiskum og myndbönd, bæði kvikmyndir og fræðslumyndir. í húsinu er einnig sameiginleg fyrir- lestra- og sýningaraðstaða á 6. hæð fyrir öll söfnin þrjú. Margir tala um aö í nýtískusöfnum þurfi menn aö ganga iengi áöur en komiö er aö fyrstu bókunum en þaö veröur ekki þannig hjá okkur. Lánþegar hjálplegir Mikil vinna hefur legið í að pakka öllum þessum bókum. „Lán- þegarnir voru mjög duglegir að hjálpa okkur," segir Anna. „Þeir fóru heim með heilu hestburðina af bókum síðustu vikurnar í Þing- holtsstræti. Við hefðum þurft að flytja miklu meira hefðu þeir ekki hjálpað okkur.“ Á næstu dögum og vikum fara þessar bækur svo að skiia sér og í ljós kemur hvemig gengur að koma þeim öllum fyrir. Ýmislegt vantar enn upp á að Borgarbókasafnið í Grófarhúsinu sé alveg tilbúið. „Það má bara ekki dragast lengur að opna þannig að merkingar og útstillingar mega alls ekki minni vera en eftir áramót verður þetta orðið nokkum veginn eins og við viljum hafa það.“ -ss Anna Torfadóttir borgarbókavörður Við veröum meö ýmsar dagskrár, sögustundir og safnkynningar eins og veriö hefur en bætum viö ritsmiöjum, bæði fyrir börn og unglinga, þar sem iökuö veröa skapandi skrif. Áhersla á bækur „Við leggjum mikla áherslu á bækur og bókmenntir í safninu, t.d. er bókatorg það fyrsta sem gestir sjá þegar þeir koma inn í húsiö. Marg- ir tala um að i nýtískusöfnum þurfi menn að ganga lengi áður en komið er að fyrstu bókunum en það verður ekki þannig hjá okkur.“ Grófln verður sannkaflaður mið- punktur safna og menningar í mið- bæ Reykjavíkur. „Það eru þarna fjórar stofnanir á sama punktinum, þrjár í Grófarhúsinu og Listasafnið við hliðina á, og við ætlum að nýta okkur það eins vel og hægt er.“ Um 160.000 eintök af bókum voru til í gamla safninu í Þingholtsstræti. „Þetta mikla bókamagn verður miklu sjáanlegra en það var. Við erum ekki með neinar eiginlegar geymslur heldur með þéttiskápa á víð og dreif i húsinu." Ekki bara safn heldur vettvangur sköpunar DV-MYND ÞORSTEINN G. KRISTJÁNSSON. Á sýnlngu íris Jónsdóttir og Hildur Haröardóttir. Málar með kísli úr Bláa lóninu DV, GRINDAVlK: Sannkölluð Suðumesjasýning hófst i sýningarsal gallerísins Hringlist við Hafnargötuna í Kefla- vík nú á laugardaginn en þar er Keflvíkingurinn íris Jónsdóttir að sýna málverk sem unnin em á ein- stæðan hátt úr kísli úr Bláa lóninu. Hefur íris þróað þessa aðferð und- anfarið ár og bera myndimar mjög sérstakt yfirbragð þar sem óhætt er að segja að kísillinn njóti sín vel. Hefur íris einnig sýnt í Noregi við góðar undirtektir. Sýningin í Kefla- vík stendur í mánuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.