Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2000, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2000, Blaðsíða 64
NY NISSAN ALMERA www.ih.is FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2000 Kærði föður fyrir áreiti Hjá sýslumannsembættinu í Vik í Mýrdal er til rannsóknar kæra um kynferðislegt áreiti fóður í garð 15 ára dóttur sinnar. Málið hefði undir öllum venjulegum kringumstæðum átt að heyra undir sýslumann á Hvolsvelli, Friðjón Guðröðarson, en hann taldi sig vanhæfan og vísaöi málinu annað. Þvi hefur Sigurður Gunnarsson, sýslumaður í Vík, kæruna til meðferðar síðan i júlí. Beðið er skýrslu Bama- og unglinga- geðdeildar og síðar mun málið fara fyrir rikissaksóknara. -HH Umboðsmaður Alþingis: Halldór lög- brjótur Umboðsmaður Alþingis hefur úr- skurðað að Halidór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra hafi brotið lög þeg- ar hann setti Ómar Kristjánsson tímabundið í embætti forstjóra Flugstöðvar Leifs Eirikssonar án þess að auglýsa stöðuna lausa til umsóknar haustið 1998. Þegar starf- ið var síðar auglýst voru tveir um- sækjendur auk Ómars og kvartaði annar þeirra til umboðsmannsins þegar dróst að ráða í starfið. Utan- ríkisráðuneytið hætti þá við að ^ skipa í starfið en framlengdi tíma- bundna ráðningu Ómars. -GAR Leitinni er hætt Formlegri leit að Elvari Emi Gunnarssyni, sem hvarf 6. ágúst, hefur verið hætt. Seinast sást til hans við JL-húsið við Hringbraut. Elvar Örn er 33 ára, grannvaxinn, 175 sm á hæð, dökkhærður og stutt- klipptur. „Málið er nú í biðstöðu og ekki verður leitað frekar,“ segir Jónas Hallsson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn í Reykjavík. Um sein- ustu helgi var leitað á sjó og landi og gengnar fjörur frá Seltjamamesi að Gróttuvita án árangur. -HH Tilboósveró kr. 4.444 P-touch 1250 Rmerkileg merkivél brother Lítil en STÓRme 5 leturstæröir 9 leturstillingar prentar í 2 linur boröi 6, 9 og 12 mm 4 gerðir af römmum Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport SYLVANIA DV-MYND ÞÖK Aritun frá nóbelsverölaunahafa Biðröðin í versluninni Penninn Eymundsson í Austurstræti í gær var eins og þær gerast bestar í Rússlandi enda var þaö ekki ómerkari rithöfundur en þýski nóbelsverðlaunahafinn Gunter Grass sem áritaði bækur sínar fyrir íslenska bókaáhugamenn. Árangur af flutningi Landmælinga upp á Akranes: Kostnaöaraukn- ing og tekjuhrun - misheppnuð leikflétta umhverfisráðherra Framlag úr ríkissjóði til Land- mælinga íslands hafa hækkað um milljónatugi eftir flutning stofnun- arinnar upp á Akranesi að undir- lagi umhverfisráðherra fyrir rúmu ári. Að auki hefur orðið hrun í tekjum stofnunarinnar vegna sölu á kortum og loft- og gervitunglamyndum sem rekja má bemt til nýrrar staðsetningar. Á umliðnum árum hefur opin- bert framlag ríkisins til Landmæl- inganna verið á bilinu 85-90 millj- ónir árlega en fór upp í tæpar 130 milljónir árið sem stofnunin var flutt en þá upphæð má að stórum hluta skýra með flutningskostn- aði. Þá bregður svo við, fyrsta Landmælingar íslands Helmingur starfsmanna hætti í stað þess að flytja upp á Skaga. starfsár stofnunarinnar á Akra- nesi, að framlög hins opinbera verða 140 milljónir og tekjur af kortasölu hrapa úr 37 milljónum í rúmar 26. Það sama gildir um sölu á loftmyndum alls konar sem seldust að- eins fyrir 6 milljónir en salan nam um 17 milljónum árið áður. Það var Guðmundur Bjamason, fyrrver- andi umhverfisráð- herra, sem stóð fyrir flutningi Landmæl- inga íslands upp á Akmes og fullyrti að engin kostnaðaraukn- ing hlytist af flutningunum. Reynslan sýnir annaö. Um helm- ingur starfmanna stofnunarinnar hætti störfum þegar hún fluttist yfir Faxaflóann. -EIR ^ Danmörk: Islendingur handtekinn - sendur heim íslenskur karlmaður, sem var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavík- ur fyrir tjárdrátt og skjalafals og átti eftir að afplána dóm, var handtekinn í Kaupmannahöfn fyrir stuttu og fluttur heim þar sem hann mun afplána sjö mán- aða fangelsisdóm sinn. Erlendur S. Baldursson, deild- arstjóri hjá Fangelsismálastofn- un, sagðist ekki geta tjáð sig um þetta tiltekna mál en almennt sagði hann að ef menn sinntu ekki fangelsisboðun eða fyndust ekki þegar þeir væru boðaðir væri gefin út handtökuskipun á þá. „Ef þaö kemur í ljós þegar lög- reglan er að leita að mönnum að þeir hafa farið til útlanda er ákveðið kerfi sem fer í gang í gegnum ríkislögreglustjóra. Þeir hafa þá samband við sína menn í útlöndum, Interpol,“ sagði Er- lendur. „Þetta gerist öðru hverju, kannski einu sinni eða tvisvar á ári.“ -SMK Fjarskiptatengingum átti aö vera lokið 1. september sl.: Framkvæmdum Línu.Nets seinkar - málatilbúnaði sjálfstæðismanna að kenna, segir stjórnarformaðurinn „Það er málatilbúnaður sjálf- stæðismanna og seinagangur við ákvarðanatöku sem taföi málið," segir Alfreð Þorsteinsson, stjómar- formaður Llnu.Nets. „Vegna deilna frestaðist þetta allt um heila viku, þ.e. ákvarðanatakan í borgarráöi tafðist og gerði það að verkum að verktakar, sem áttu að hefjast handa, voru famir til annarra verka. Þeir vinna nú að því að ljúka þessu.“ Hann segir að verkinu væri lokið nú hefði ákvarðanatakan ekki dregist. „Það er ekki við Línu.Net að sakast í þessum efnum, ég vil að það komi skýrt fram. Sökin er borg- arinnar," segir Aifreð. Samkvæmt samningi Fræðslu- miðstöðvar Reykjavíkur og Línu.Nets, dagsettum 15. ágúst sl., átti fjarskipta- tengingu á hring- neti í 6 skóla að vera lokið þann 1. september. í dag er staðan sú að fjórir skólar eru tengdir og tveimur tenging- um lýkur í lok þessa mánaðar. I samningnum kemur fram að Lína.Net tekur einnig að sér ljósleiðaratengingu í 27 skóla og örbylgjutengingu i 5 sér- skóla. Farsi og hneyksli „Þetta er enn einn kaflinn í þess- um farsa,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, borg- arfulltrúi sjálf- stæðismanna. Þegar hann er spurður hvort það hafi verið sjálfstæðismenn í borgarráði sem hafi seinkað því að framkvæmdir hæfust segir hann það fráleitt. „Þetta er í takt við annað í þeirra málflutningi. Sjálfstæðismenn stóðu ekki í skurðunum til að koma í veg fyrir tengingu. Gengið var frá þessu I borgarráði þann 15. ágúst eins og til stóð.“ Guðlaugur segir að hefði ákvörðunin tafist, sem hún gerði ekki, þá hefði verið einfalt mál að breyta dagsetningunni I samningn- um. „Það kemur betur og betur í ljós að allar afsakanir, og þær ekki fáar, fyrir að hafa ekki útboð, standast ekki. Ein af mörgum ástæðum, sem borgarstjóri nefndi fyrir því að skipta við Línu.Net, var að þetta þyrfti að gerast strax, það lá svo á og Lína.Net átti að vera eina fyrir- tækið sem gæti lokið þessu á tilsett- um tíma. Það er ekkert tilbúið hjá fræðsluyfirvöldum og ekki er búið aö ákveða hvemig á að nýta kerfið. Það var byrjað á vitlausum enda.“ Guðlaugur segir augljóst að menn hafi frá byrjun ætlað sér að koma þessu til Línu.Nets. „Málið er hneyksli frá upphafi til enda, þetta er enn ein sönnun þess.“ -HH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.