Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2000, Blaðsíða 12
12
LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2000
Fréttir
DV
Vítahringur ofbeldis og ótta heldur íbúum Kólumbíu í heljargreipum:
Byssur um allt og börn
komin í skotheld vesti
Ráðíst gegn eiturlyfjakóngum
Kólumbískur fikniefnalögreglumadur gefur flugmanni Black Hawk þyrlu leiöbeiningar eftir aö ráöist haföi veriö til at-
lögu gegn kókaínverksmiöju rétt hjá borginni Catatumbo í Kólumbíu noröaustanveröri.
„Hver einasti Kólumbíubúi er
hræddur, jafnvel börnin.“
Þannig lýsir Alberto Villamizar,
fyrrum þingmaður og diplómat,
ástandinu í heimalandi sínu, Suður-
Ameríkuríkinu Kólumbíu, í viðtali
við fréttaritara bandaríska dag-
blaðsins Miami Herald.
Og íbúar Kólumbíu hafa fyllstu
ástæðu til að óttast um líf sitt. Tíðni
morða er þar tíu sinnum meiri en í
Bandaríkjunum. Á tuttugu mínútna
fresti, að meðaltali, fellur Kól-
umbíumaður fyrir morðingja hendi,
eða tæplega sjötíu manns á hverjum
sólarhring. Fjöldamorð eru framin
þar tvisvar eða þrisvar í viku. Enda
segir fréttaritari Miami Herald að
byssur séu hvarvetna og jafnvel sé
farið að selja skothelda jakka fyrir
bömin. Og mannrán eru nær dag-
legt brauð.
Aöeins ilit verra
Já, vítahringur ofbeldis og ótta
heldur landsmönnum í heljargreip-
um. Og það sem verra er, hver ein-
asta tilraun til að lækna þetta mikla
þjóðarmein hefur aðeins gert illt
verra, hingað til að minnsta kosti.
Kólumbíumenn gera sér þó vonir
um að betri tíð sé í vændum. Bill
Clinton Bandaríkjaforseti kom
þangað í eins dags heimsókn um
síðustu mánaðamót (ráðgjafar hans
töldu ástandið í Kólumbíu svo
hættulegt að ekki væri forsvaran-
iegt að voldugasti maður heims gisti
þar, ekki svo mikið sem eina nótt)
og lofaði þeim sem svarar eitt
hundrað milljörðum íslenskra
króna til að berjast gegn óvinunum
tveimur: skæruliðum og eiturlyfja-
bröskurum. Langmestur hluti þess
fjár rennur til kólumbíska hersins.
Framlag Bandaríkjamanna er
ekki nema tæpur fimmtungur þess
flár sem stjómvöld í Kólumbíu, með
Andres Pastrana forseta í broddi
fylkingar, ætla að leggja í baráttuna
gegn skæruliða- og eiturlyfjabölinu.
Styðja Kanann
Mikill meirihluti kólumbísku
þjóðarinnar er hlynntur aðstoð
Bandaríkjamanna. Landsmenn eru
tilbúnir til að sætta sig við veru
bandarískra hermanna í landinu, og
rúmur helmingur segist jafnvel
fylgjandi bandarískri innrás ef það
gæti orðið til að koma á langþráð-
um friði í landinu.
Ekki má þó gleyma hinum, þótt í
minnihluta séu, sem eru algjörlega
andvígir aðstoð bandariskra stjórn-
valda og líta á hana sem heims-
valdastefnu af þeirra hálfu. Náms-
menn efndu til mótmæla víða um
Kólumbíu í tilefni heimsóknar
Clintons á dögunum og skæruliðar
heilsuðu honum með fjölda árása.
Clinton lofaðí Kólumbíumönnum
hins vegar aðstoðin bæri ekki vott
um heimsvaldastefnu af hálfu
stjómvalda í Washington og hann
lofaði enn fremur því að bandarísk-
ir hermenn myndu ekki sökkva í
stríðsfen eins og gerðist í Víetnam
fyrir þremur áratugum, eða svo.
Glórulaust ofbeldi
Átökin milli stjómarhersins og
skæruliða eru ekki ný af nálinni í
Kólumbíu. Þau má rekja allt aftur
til sjötta áratugarins, eftir borgara-
styrjöldina sem þarlendir kalla La
Violencia, eða ofbeldisárin. Allar
götur síðan hefur ofbeldið aðeins
magnast með hverju árinu sem líð-
ur og er nú gjörsamlega glórulaust,
að mati þeirra sem til þekkja. Það
sem hóf göngu síðan sem einhvers
konar vinstrisinnuð mótmælahreyf-
ing er nú orðið að sjúklegri baráttu
um eiturlyf, völd, milljarða dollara,
hefnd og hreina mannvonsku, að
því er best verður séð.
Talið er að stærsti skæruliðahóp-
urinn, FARC, hafi fimmtán til þús-
und menn undir vopnum, aðallega
ómenntaða unglinga úr sveitum
landsins. Annar hópur skæruliða,
ELN, hefur einhverjar þúsundir
manna innan sinna vébanda og
sömuleiðis vígasveitir hægrimanna.
Kólumbíski herinn er nánast úr leik
í meira en helmingi landsins.
Skæruliðar hcifa auðgast á fjár-
kúgun, mannránum og á því að
halda hliflskildi yfir eiturlyfjabar-
ónum. Vígasveitir hægrimanna eru
einnig flæktar í eiturlyfjasöluna.
Engin rómantík hér
„Þetta eru ekki neinir voteygir
rómantíkerar sem hafa velferð kól-
umbísku þjóðarinnar að leiðar-
ljósi,“ sagði William Cohen, land-
varnaráðherra Bandaríkjanna, í
apríl þegar hann mælti fyrir hundr-
að milljarða króna aðstoðinni við
kólumbísk stjómvöld.
Kólumbía er helsta framleiðslu-
land kókaíns í heiminum, 520 tonn á
síðasta ári, að sögn bandarísku
leyniþjónustunnar CIA, og hin síðari
ár hefur framleiðsla heróins færst
mjög í aukana. Er nú svo komið að
meirihluti heróíns á götum Banda-
ríkjanna kemur frá Kólumbíu.
Geta ekki hætt
Fréttaskýrendur segja margir
hverjir að þátttakendur í stríðsátök-
unum í Kólumbíu hvorki vilji né
geti hætt. Fjármunirnir sem um er
aö tefla í eiturlyfjasölunni hafa
lengi gegnsýrt kólumbískt þjóðlíf og
spillt embættismönnum allt inn í
þingsalina. Dómstólar landsins
starfa ekki heldur sem skyldi af
sömu ástæðu.
I helstu stórborgum landsins,
Bogota, Medellin og Cali, er morð
algengasta dánarorsökin.
Það var ekki fyrr en á tíunda ára-
tugnum sem Kólumbíumenn gerðu
sér raunverulega grein fyrir um-
fangi vandans sem við var að glíma.
Eiturlyfjaforinginn Pablo Escobar
frá Medellin hélt uppi eigin her í
upphafi áratugarins og efndi til
sprengjuherferðar gegn ríkisvald-
inu til að fá hnekkt lögum um að
framselja mætti eiturlyfjasala til
Bandaríkjanna.
Escobar tókst ætlunarverk sitt en
honum varð þó ekki langra lífdaga
auðið. Eiturlyfjakóngurinn féll í
skotbardaga við lögreglu árið 1992.
Bjartsýni með Pastrana
Kólumbíumenn fylltust bjartsýni
þegar Andres Pastrana var kjörinn
forseti fyrir tveimur árum. Það
bjartsýniskast stóð þó stutt yfir.
Pastrana hafði lofað að ná friðar-
samningum við skæruliða og víga-
sveitir hægrimanna. Honum tókst
meira að segja að lokka foringja
þeirra út úr frumskóginum eða ofan
af fjöllum til viðræðna, til dæmis í
Þýskalandi.
Vonir manna um frið urðu þó að
engu áður en langt um leið. Stríð-
andi fylkingar hafa hert baráttu
sína til mikilla muna síðustu miss-
erin, hugsanlega til að styrkja stöðu
sína þegar samningaviðræður um
frið hefjast af einhverri alvöru. Op-
inberlega eru friðarviðræður enn í
gangi en ekkert er talað saman.
Hin raunverulegu völd
Kólumbíska sjónvarpsstöðin
Canal Caracol lét gera skoðana-
könnun í júlí þar sem þátttakendur
voru spurðir hver hefði mest völd í
Kólumbíu um þessar mundir, að
mati þeirra.
Svörin komu kannski ekki á
óvart. Valdamesti maðurinn, að
mati 46 prósenta aðspurðra, er
Manuel Marulanda, eða Skyttan,
eins og hann er líka kallaður, for-
ingi FARC skæruliðasamtakanna.
Bandarísk stjórnvöld urðu í öðru
sæti, með 31 prósent atkvæða. Að-
eins tíu prósent töldu að réttkjörinn
forseti Kólumbíu, Andres Pastrana,
hefði þar mest völd.
Fjöldi á flótta
Styrjaldarátökin í Kólumbíu hafa
orðið til þess að mikill fjöldi manna
hefur þurft að yfirgefa heimili sín.
Tölur eru á reiki um hversu margir
þeir eru. Stjóm Pastrana segir að
þrjú hundruð þúsund manns hafl
lagt á flótta á undanfórnum árum
en bandarísk flóttamannasamtök
segja að flóttamenn séu 1,8 milljón-
ir. Kirkjunnar menn í Kólumbíu
hafa reynt að gera sér grein fyrir
ástandinu og þeir telja að hálf millj-
ón manna sé á flótta, þótt þeir játi
að enginn viti það með vissu.
„Enginn hefur tölurnar á reiðum
höndum,“ segir Nel H. Beltran, kaþ-
ólski biskupinn í borginni Sincelejo
í héraði Sucre. „Það sem við vitum
þó er að ástandið er mjög slæmt.
Það sundrar íjölskyldum, veldur
hræðilegu álagi og brennimerkir.
Þetta er erfiðasta vandamálið sem
við er að glíma í Kólumbíu núna.“
Byggt á Miami Herald, Jyllands-
Posten, Washington Post, Boston
Globe, o.fl.
Brosmildir forsetar
Vel fór á meö þeim Bill Clinton Bandaríkjaforseta og Andres Pastrana Kól-
umóíuforseta í heimsókn Clintons til borgarinnar Cartagena i ágústlok. Clint-
on kom færandi hendi, meö eitt hundraö milljarða króna gegn eiturkóngum.
Bandaríkjaforseta mótmælt
Þótt meirihluti íbúa Kólumbíu sé hlynntur aöstoö Bandarikjanna i baráttunni
gegn eiturlyfjaframleiöendum og skæruliöum uröu margir til að mótmæla
heimsókn Clintons forseta til Kólumbíu um síöustu mánaöamót.