Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2000, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2000, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2000 29 DV Helgarblað Þorgeir Ibsen netsérfræðingur verslar helst eingöngu á Netinu: Þoíir ekki matvörubúðir Hafnfirðingurinn Þorgeir Ibsen Þorgeirsson heldur því fram að það sé hægt að selja fólki svo til hvað sem er í gegnum Netið. Sjálfur hefur hann síðastliðin fjögur ár selt fólki bíla í gegnum Netið sem aðstoðarforstjóri hjá Ford Motor Company í Bandaríkjunum. DV hitti Þorgeir þegar hann var staddur á klakanum ásamt fjölda manns frá Ford til að kynna hópi erlendra blaðamanna framtíðaráform fyrirtækisins. „Eitt það leiðinlegasta sem ég geri er að fara í matvörubúðir og konan mín er mér alveg hjartanlega sam- mála. Þess vegna pöntum við hjónin allan okkar mat í gegnum Netið og fáum vörurnar sendar heim. Það er svo miklu þægilegra," segir hinn 34 ára gamli Þorgeir Ibsen Þorgeirsson sem kaupir ekki einungis matinn sinn í gegnum Netið heldur einnig flest annað sem hann þarfnast. Þorgeir er fyrir löngu fallinn fyrir Netinu og notkunarmöguleikum þess. Hann hefur verið kallaður Faðir Ford.com meðal samstarfsfélaga sinna en hann hefur verið yfir deild innan Ford Motor Company í Bandaríkjun- um sem sér um að koma þjónustu fyr- irtækisins og vörum til skila í gegn- um Netið og aðra rafræna miðla. Þar hefur hann unnið mikið brautryðj- endastarf og hefur svo að segja séð um að byggja netviðskipti Ford upp frá grunni. Nú er Þorgeir hins vegar ný- íluttur til London þar sem áformað er að hann vinni álíka starf fyrir Evr- ópumarkað. Engin prufukeyrsla Það hljómar kannski undarlega í eyrum sumra að einhverjir vilji kaupa bíla í gegnum Netið án þess að prufukeyra þá og skoða en í aug- um Þorgeirs er það auðskiljanlegt. „Hugsaðu þér allan tímasparnað- inn sem næst með því að kaupa vör- ur í gegnum Netið. Ég segi reyndar ekki að það gangi jafnvel að selja öllum þjóðum bíla í gegnum Netið. Þjóðverjar munu líklega aldrei flnna sig almennilega í því á meðan það þykir sjálfsagt mál í Japan. Þeir þurfa ekkert að prufukeyra bílana áður en þeir kaupa enda eru við- skipti þar í landi byggð á trausti," segir Þorgeir sem sjálfur keyrir um á Jagúar sem er eitt af þeim mörgu merkjum sem Ford selur. En er virkilega hœgt að selja hvað sem er á Netinu? „Já,“ segir Þorgeir án þess að hika en bætir þó við að það sé mis- munandi eftir löndum hvað gangi vel að selja og hvað ekki og fari það mikið eftir menningu landsins. Hann tekur sem dæmi að í Detroit séu menn ekki hrifnir af því að kaupa matvöru í gegnum Netið og fá þær svo sendar heim því þeim flnnist það hreint og beint truflun að fá ókunnuga manneskju inn á heimili sitt. t Bretlandi er aftur á móti annað uppi á teningnum. Þar er fólk vant því að mjólkurpóstur- inn komi heim að dyrum og finnst það bara heimilislegt þannig að þeim flnnst ekkert sjálfsagðara en að fá sin daglegu innkaup send heim að dyrum. Gerir lífiö þægilegra Það stendur því ekki á tækninni heldur á hugarfari almennings hvort netviðskipti munu slá i gegn að sögn Þorgeirs. Tæknin er fyrir hendi, nú þarf bara að koma mönn- um upp á lagið með að nýta sér hana og sú hugarfarsbreyting getur tekið tíma. „Ég býst þó við að sú vara sem hvað erfiðast verður að selja á Netinu, ef það verður þá ein- hvern tímann hægt, sé húsnæði. Ég held það séu fáir sem vilji kaupa sér heimili án þess að skoða það,“ segir Þorgeir sem bendir á að Netið geti þó komið að góðum notum í hvaða viðskiptum sem er. Þó menn kaupi ekki endilega vöruna í gegnum Net- ið þá geti menn aflað sér upplýsinga um hana þar og athugað málið þó þeir fari svo að lokum í venjulega verslun til þess að kaupa hana. Nú notar fólk tölvur og síma svo mikið í vinnunni, verður það ekki fljótlega leitt á því að nota Netið utan vinnunnar? Vill fólk ekki bara fá frí frá tölvunni og farsímanum? , gr jjQL. F' 1 ’ X I Faðir Ford.com Þorgeir hefur unniö hjá Ford í fjögur ár og m.a séð algjörlega um netsöluna hjá þeim. Þó þaö hljómi líklega furðulega í eyrum sumra þá eru margir sem versla allt sem þeir þurfa í gegnum Netiö, þar á meðal mótorhjól án þess að prufukeyra þau. liötipp Éf* ¥ SSMPIAJþfc „Ég held að fólk verði ekki leitt á öllu því sem gerir líflð þægilegra," segir Þorgeir en sjálfur er hann hæstánægður með það að sleppa við það að ráfa um í matvöruverslun- um, bíða í biðröðum og geta frekar notað tímann sem í matarinnkaup- in færi til þess að fara út á fótbolta- völl með elsta syni sínum en hann er giftur þýsk-bandarískri konu og á þrjá syni. „Ég hef fulla trú á því að íslend- ingar muni nýta sér Netið meira í viðskiptum í framtíðinni. Við erum svo nýjungagjöm. Þú sérð bara með farsímana. Það eru allir komnir með stálþumla af þvi að senda SMS. Við hreinlega elskum tækninýjung- ar,“ fullyrðir Þorgeir. Tækjaóður flugmaður Að Þorgeir ætti eftir að helga sig netviðskiptum var eitthvað sem hann sá ekki fyrir sér sem bam. Hann þjáðist reyndar strax af bull- andi tækjadellu sem ekki alltaf var vel liðin, sérstaklega ekki af ömmu hans. „Ég var alltaf að rífa útvarps- tækið í sundur hjá ömmu minni í Stykkishólmi og setja auka- magn- ara eða gera álíka breytingar á því við misgóðar undirtektir ömmu,“ segir Þorgeir og viðurkennir að hann sé tækjasjúklingur. Hann ákvað snemma að verða flugmaður sem hann og varð. Hann fór til Bandaríkjanna í frekara nám en fljótlega fór hugur hans að beinast inn á markaðsmál og þegar Netið kom til sögunnar heillaðist hann upp úr skónum. Eftir að hafa tekið að sér sumarverkefni hjá Ford-fyrir- tækinu hafði hann heldur betur sannað sig og honum hefur ekki verið sleppt þaðan út síðan. Nú hef- ur Þorgeir verið 11 ár í Bandaríkj- unum og þar af fjögur hjá Ford. Spennandi ferðavefur Þó Þorgeir sé alveg hættur að fljúga nú er flugið ekki alveg farið úr lífi hans því nýjasta verkefni hans tengist einmitt flugi. Undan- farin tvö ár hefur verið unnið að því innan Flugleiða að þróa veflausnina Destal og hefur Þorgeir verið feng- inn í stjórn fyrirtækisins Destal hf. Fyrirtækið mun byggja upp heild- stæðan vef fyrir alla ferðaþjónustu á einu markaðssvæði þar sem verð- ur ekki bara hægt að fá upplýsingar heldur einnig bóka ferðir, gistingu, afþreyingu, bílaleigubíla og þar fram eftir götunum - og borga fyrir allt ferðalagið á einum stað. Destal mun gera svokallaða staðsetningar- bundna þjónustu mögulega, en þá fær ferðamaðurinn ferðatengdar upplýsingar í gegnum farsímann sinn. Ætlunin er að selja Destal-vef- lausnina til notkunar fyrir ferða- þjónustu um allan heim og er hún væntanleg á markaðinn fljótlega. -snæ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.