Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2000, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2000 11 DV Skoðun Skoðanir annarra Það er komin grind Þekkt er ýmis skringileg hegðan spendýra og þó einkum fugla við pörun. Karldýrin grípa þá til undar- legustu kúnsta til þess að ganga i augun á kvendýrunum, auk þeirra sérkenna sem náttúran sjálf hefur skapað þeim. Karlfuglar eru til dæmis oft mun skrautlegri en kven- fuglar sömu tegundar, litskrúðugir og fjaðramiklir. Þessu finirli sínu, hoppi margvíslegu, sem og meint- um flflalátum, beita þeir óspart til þess að ganga í augun á litlausari en eftirsóttum kvensunum. Ekki allt gáfulegt í mannheimi gerist einnig margt í þessa veru þótt kvendýrið sé alla jafna heldur skrautlegra en karldýr- ið. Það þarf ekki atferlisfræðinga til svo greina megi hina undarlegustu hegðan ungra karla í návist jafn- aldra sinna af kvenkyni. Þeim dett- ur ýmislegt í hug og ekki allt gáfu- legt til þess að vekja athygli á sér. Þeir hafa hvorki kamb né litskrúð- ugar fjaðrir og verða því að beita öðru til þess að ná árangri. Því reyna ungir menn til dæmis ýmsar hárkúnstir, lita hár sitt, láta það vaxa frjálslega eða klippa það jafn- vel allt af. Sumir láta sér vaxa skegg en öörum reynist það örðugt fyrir æsku- og skeggleysissakir. Til er það að ungsveinar í þessari stöðu drekki frá sér ráð og rænu í þeirri von að á ákveðnu stigi ölvun- arinnar vaxi þeim kjarkur og þor til þess að fara á fjörur við eðla meyj- ar. Vafasamt er þó að mæla með að- ferðinni því ofurölvi sveinar vekja annaðhvort viðbjóð meyjanna eða í mesta lagi meðaumkun. Það er ekki það sem stefnt er að. Prýði sem eftir er tekið Þá kann það að vera árangursríkt að beita því sem aðskilur kynin. Karlkynið er að jafnaði líkamlega sterkara en kvenkynið. Þessari staðreynd hafa strákar frá önd- verðu beitt til þess að reyna að ganga í augun á stelpunum. Slags- mál eru alþekktur máti og krafta- della ýmiss konar. Eflaust hafa sumir þeirra tilburða litil áhrif á kvenfólkið en þó kann það að hrífa berjist menn beinlínis vegna stúlku. Þá er hugsanlegt að sigurvegarinn nái að hjartarótum drauma- prinsessunnar. Það er að minnsta kosti venjan í dýraríkinu að sá sterki hreppir hnossið. Enn er það eitt sem vænlegt hef- ur þótt. Það er dugnaður og hörð framganga við störf þar sem reynir á líkamlegan styrk. Dæmi þess geta verið margs konar: barátta við stóð, fé í réttum, sjómennska og fleira sem herðir menn af átökum. Tækni- vætt nútímasamfélagið hefur að vísu dregið úr möguleikum hraustra sveina á þessu sviði. Þar hafa menn þó fundið ráð, til dæmis í líkams- og vaxtarrækt af fjöl- breytilegasta toga. Stæltir brjóst-, kvið- og upphandleggsvöðvar eru prýði sem eftir er tekið. Þorpið iðaði Pistilskrifari varð óvænt vitni að sýningu á dögunum þar sem reyndi á karlmennsku og þor og um leið aðdáun kvenna. Enginn sagði neitt en látbragðið var augljóst. Það var morgunn í "færeyska bænum Klakksvík. Þangað vorum við hjón komin með ellefu ára dóttur okkar, Ég stökk hins vegar til með heimilismyndavél- ina og myndaði í gríð og erg. Konan, önnum kafin við að vemda barnið frá Ijótleika tilverunnar, spurði þó hvort ég vœri kominn á samning hjá Dimmalætting eða Sósí- alnum um leið og hún minnti migá að vél þessi vœri til heimilisbrúks. í stuttu stoppi, til þess að kynnast Færeyingum og Færeyjum í fyrstu ferð okkar þangað. Við áttum ekki von á neinu sérstöku nema náttúru- fegurð eyjanna og þægilegu viðmóti íbúanna. Eftir næturgistingu geng- um við um götur kaupstaðarins, heimsóttum stóra og glæsilega syntu hratt og beint í opinn dauð- ann. Þeir lyftu sér úr sjó svo skein á svört bök og bakugga. Dóttir okk- ar, vön myndum af Keikó og höfr- ungum í kvikmyndum, hreifst af fallegum dýrunum. Móðir hennar ákvað að snúa henni frá blóðbaðinu sem blasti við. Blóðrauður sjór Ég stökk hins vegar til með heim- ilismyndavélina og myndaði í gríð og erg. Konan, önnum kafin við að vernda barnið frá ljótleika tilver- unnar, spurði þó hvort ég væri kominn á samning hjá Dimmalætt- ing eða Sósíalnum um leið og hún minnti mig á að vél þessi væri til heimilisbrúks. Ég svaraði því engu því strákarnir voru rétt í þessu að reka fyrstu dýrin á land. Þeir ýmist stukku frá borði eða landmenn óðu út i, kræktu í dýrin eða bundu með kaðli og drógu í land. Þar voru höfð snör handtök, skorið þvert yflr önd- unarop dýrsins og sveðju stungið í það. Hvert dýr var drepið með einni stungu en hjartað dældi blóði svo það spýttist reglulega úr sárinu. Sjórinn litaðist blóðrauður. Þanið brjóst og sperrt stél Allt þetta tók undrastuttan tíma. Á skammri stundu lágu tugir hvala skomir í fjörunni. Blóðugir og blautir strákar á öllum aldri tóku saman tólin, slíðruðu sverð sín og litu upp. Það var þá sem þeir inn- heimtu það sem þeir áttu. Þeir horfðust í augu við konurnar sem höfðu fylgst með. Aðdáunin leyndi sér ekki. Það sást á göngulagi pilt- anna upp úr fjörunni að erfiðið hafði borgað sig. Brjóstið var þanið og stélið sperrt. Kátastir voru þeir sem helltu sjó úr stígvélum, struku blóð af buxum og peysu en leyfðu blóðinu að storkna á andliti. Það var merki hreystinnar. Konur sem komust ekki á vettvang vegna skyldustarfa fylgdust engu að síður með. Bankastúlkumar héngu bein- línis út um gluggana til þess að sjá hetjurnar. Náttúran er söm við sig. Vextimir hafa væntanlega verið færðir inn síðar. SÞ taki þátt í stríöi „Fyrrverandi utanríkisráðherra Alsírs, Lakhdar Brahimi, kynnti ný- lega á vegum Kofls Annans skýrslu um friðarstörf Sameinuðu þjóðanna, SÞ. í henni eru staðfest grundvall- armistök við fjölda aðgerða. Brahimi leggur ekki til að Sameinuðu þjóðirn- ar hætti friðarstörfum sínum. Það er heldur ekki mat hans að Öryggisráð- ið og framkvæmdastjórnin eigi að láta NATO, Afríkulönd eða samtök á viðkomandi svæðum sjá um hernað- araðgerðir þegar friðargæsluliðar eiga á hættu að mæta vopnuðum að- ilum. SÞ eiga að taka snemma þátt í lausn deilna. Takist ekki að leysa þær með umræðum á hersveit á veg- um SÞ að grípa inn í.“ Úr forystugrein Aftonbladet 6. september kirkjuna og skoðuðum rólegt mann- lífið. Staðurinn minnti á austfirskt sjávarpláss við lygnan fjarðarbotn, umlukinn háum fjöllum. Þá fór skyndilega allt af stað. Það var sem þorpið iðaði. Fréttin barst sem eld- ur í sinu. Það var að koma grind. í opinn dauðann Það er aldalöng hefð fyrir grind- hvaladrápi Færeyinga. Þeir fmna hvalavöðurnar út af eyjunum og reka þær inn á flrðina og skera hvalina í fjöruborðinu. Við höfum séð myndir af þessu og heyrt gagn- rýnisraddir gegn miskunnarlausu drápinu. Síðast í sumar barðist sá alræmdi hvalfriðunarsinni Paul Watson harkalega gegn þessu drápi nágranna okkar. Færeyingar vísa allri gagnrýni út í hafsauga. Með veiðunum séu þeir að nýta auðlind- ir sínar og fyrir þeim sé löng hefð. Þá sé skipting aflans háð ströngum reglum svo hver íbúi fái sitt. Við hugsuðum þó lítt um Watson og félaga þegar vænta mátti grind- arinnar. Spennan náði sömu tökum á okkur og innfæddum. Tilviljun ein réð því að við urðum vitni að frægri en umdeildri veiðiaðferð Færeyinga. Fólkið þusti niður að sjó og horfði til hafs. Við lika. Eftir skamma stund sást til fjölda báta á hraðri siglingu inn fjörðinn. Þeir mynduðu girðingu stranda á milli þar sem þeir ráku grindhvalavöð- una á undan sér. Smáhvalirnir Vollebæk rétti maðurinn „Knut Volle- bæk er eins og skapaður fyrir störf í alþjóða- stofnunum. Fáir standa honum á sporði á alþjóða- vettvangi vegna tungumálakunn- áttu hans, diplómatískrar reynslu, atorku og hæflleika til að umgangast fólk með alls kyns bak- grunn. Þess vegna er hann fyrirtaks frambjóðandi sem yfirmaður flótta- mannastofnunar Sameinuðu þjóð- anna. Sérstaklega vegna þess að í við- bót við aðra hæfni sína býr hann yf- ir því sem nauðsynlegast er fyrir svona starf: brennandi áhuga á þess lags mannúðarstörfum.“ Úr forystugrein Aftenposten 6. september. Nú er nóg komið „Frammistaða ríkisstjórnarinnar vegna reiðarinnar yfir eldsneytis- verðinu vekur undrun af því að hún gaf mikið eftir án þess að fá mikið í staðinn. Tilslakanirnar sem fiski- mennirnir fengu gátu ekki annað en hvatt aðra til að hafa uppi kröfur, á sama tíma og stjórnin eyddi púðri sínu í að afnema bifreiðaskattinn. Þessi aðgerð, sem er bæði dýr og óréttlát og erflð fyrir Græningja að kyngja, gat ekki leitt til annars en að þeir brygðust ókvæða við öðrum til- slökunum. Þegar allt kemur til alls er í þeirra augum nóg komið þegar komið er nóg. En ástæðurnar fyrir því að hafna of mikilli lækkun skatta á eldsneyti eru ekki bara vistfræði- legar. Slík lækkun myndi verða til þess að olíuframleiðendur héldu í malthusíska stefnu sína um lítið framboð á olíu og þess vegna dýra.“ Úr forystugrein Libération 7. september. Lögleysa í Evrópu „Serbía hefur í rúman áratug ver- ið alvarlegt vandamál í Evrópu og það er eins og vandamálið versni samtímis því sem önnur skúrkariki eins og Irak, Kúba og Norður-Kórea reyna af veikum mætti að bæta sig. Að undanfórnu hefur lögleysan verið áberandi fyrir kosningarnar sem haldnar verða 24. september næstkomandi. Óupplýst hryðju- verkamorð, handtökur og ósann- gjarnar refsingar fyrir smávægilegar pólítískar syndir hafa valdið ótta og öngþveiti. í sjálfu sér er þetta ekkert nýtt. Slobodan Milosevic Júgóslavíu- forseti hefur beitt þessum vopnum til að halda sér við völd. Orðrómur er á kreiki um að Milosevic og menn hans séu að koma sér upp lager af gíslum sem hann geti skipt á fyrir fangana í stríðsglæpafangelsi Sam- einuðu þjóðanna í Haag. Það óþægi- lega og ótrúlega er auðvitað að þetta skuli eiga sér stað í Evrópu nútím- ans, í landi sem Evrópusambandið viðurkennir og sem enn á sæti í Sam- einuðu þjóðunum." Úr forystugrein Jyllands-Posten 4. september
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.