Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2000, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2000 Helgarblað DV Senn líöur að úrslitum: Nýja H og M módeiið Dóttir Micks Jaggers sækir í sviðsljósiö eins og faðir sinn, hann hefur þó aldrei sýnt föt fyrir H og M. Dóttir Micks Jagger er nýja H & M- stúlkan Jade Jagger, dóttir Micks Jagger, er nýja Hennes & Mauritz-fyrirsæt- an og er það hún sem mun prýða plaköt fyrirtækisins bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum þetta haustið. Þessi 29 ára gamla fyrirsæta er í rauninni skartgripahönnuður að mennt og býr bæði í London og á Ibiza. Fyrirsætustarfið hefur í raun- inni aðeins verið aukavinna hjá henni til þessa. Hennes & Mauritz hafa síðustu árin notað kvikmynda- stjömur, söngvara og súperfyrir- sætur í auglýsingar sínar og mun Jade Jagger hafa fengið félagsskap hjá leikaranum Tim Roth, sem er þekktur m.a. úr kvikmyndinni Pulp Fiction, í þessari auglýsingaher- ferð. Heygarðshornið Baldr Flutningurinn á Baldri eftir Jón Leifs hafði allt til að bera sem prýða þarf mikinn listviðburð. Þetta var hápunktur menningarárs í Reykja- vík og rykið var dustað af miklu verki eftir forsmáðan snilling sem samtíðin skildi ekki - en við skiljum núna á menningarári vegna þess að við erum þroskaðri en við vomm þá, orðin menningarhöfuðborg. Verkið færði í nýjan búning fyrir augu og eyru gersemar íslenskra frumbók- mennta, sígilda sögu um baráttu góðs og ills sem hafði alveg sérstaka skírskotun til válegra tíma sem tón- skáldið lifði. Færastu menn voru fengnir dýrum dómum frá Finnlandi til þess að búa til dans og stýra tón- listinni. Það var eldur á sviðinu og ís - það var jarðskjálfti og eldgos. Yfir- stéttin var mætt og var i hátíðar- skapi. Að flutningnum loknum risu áheyrendum úr sætum og hylltu listamennina vel og lengi og allir höfðu á tilfinningunni að þeir hefðu upplifað mikinn listviðburð. Á tilfinningunni. Á undarlegan máta var maður samt einhvem veg- inn furðu lítið snortinn, sé miðað til dæmis við flutninginn á Orgel- konsert Jóns Leifs í Hallgríms- kirkju eða flutninginn á Hafls við ljóð Einars Ben., líka í Hallgríms- kirkju, þegar allt nötraði inni í manni eftir ósköpin. Af einhverjum ástæðum stóð ég mig aftur og aftur Jón Leifs var ofboðslegur, húmorslaus, einhœfur, klossaður, einstrengings- legur og margt og margt - en hann drýgði aldrei þá synd að vera smekk- legur. að því að vera farinn aö horfa á slagverksleikarana djöflast í stað þess að fylgjast með dönsurunum krækja saman handleggjunum, velta sér upp úr gólflnu - af því það var svo mikil Jörð - eða karldansar- ana rogast hver með annan fram og aftur um sviðið. í dansinum lifnaði ekki sagan um ástarþrihyrning Baldurs, Nönnu og Loka heldur var maður meira að hugsa: rosalega hlýtur þetta að vera erfitt, mikið hijóta þeir að vera í góöri þjálfun, hvað ætli sé eiginlega að gerast núna? Með öðrum orðum: dansinn vís- aði fyrst og fremst á sjálfan sig. Danshöfundurinn var fyrst og fremst með sitt prógramm - hann hefði getað notaö sama dans við Ra- vel. Eftir því sem liða tók á músík- ina fór að vera meira og meira áber- andi fullkomið sambandsleysi tón- listar og dans. Hann dreifði hugan- um frá músíkinni í stað þess að vinna með henni í einhverja til- tekna átt. Hann var smekklegur og nútímalegur, innkomur aðalper- Strákar aö leik Heyrúllur eru til margra hluta nytsamlegar. Sendandi: Gíslína Erlendsdóttir, Reykjavík. Mynd ágústmánaðar Verðlaun fyrir bestu mynd ágúst- mánaðar hlýtur Anna Steinunn Jónsdóttir í Njarðvík. Það er hinn ameríski cocker spaniel hundur Bangsi sem er á myndinni ásamt Ijóshærðum hnokka að nafni Friö- rik Árnason. Friðrik veifar prakk- aralegur harðfiski framan í Bangsa en það er eitt af því besta sem hundurinn fær. Lífsgleði og leikur skín úr þessari mynd sem gerir það að verkum að hún hreppir ágústverðlaunin. Til ham- ingju, Anna Steinunn! sóna voru glæsilegar, að- aldansaramir þrír hver öörum betri - en hann var þögull. Sagan segir að þegar Birgit Cullberg - einn helsti danshöfundur Svía á öldinni - var í heim- sókn hér á landi á sjö- unda áratugnum hafi Jón Leifs sýnt henni Baldr og farið fram á það að hún semdi ballett við verkið. Hún mun hafa lit- ið á þetta og sagt svo: hér er ekkert fyrir mig að gera - þú ert búinn að öllu. u„.. var þannig listamaður: að sögn eru fyrirmæli hans svo nákvæm að jaðr- ar við hið fáránlega. Hann sá verkin fyrir sér í smæstu atriðum. Og kannski haföi Birgit Cullberg rétt fyrir sér: annaðhvort gæti danshöf- undurinn fylgt Jóni í einu og öllu eða bara sleppt þessu. Þriöja leiðin er að vísu til og útheimtir að tón- skáldið sé ekki lengur ofar moldu, og það er að hundsa einfaldlega fyrir- mælin. Sú leið virðist hafa verið far- in hér. Á aðstandendum mátti skilja að hér fengjum við loksins að sjá Baldr eins og Jón Leifs hafði séð verkið fyrir sér, en var raunin sú? Verkið var í fyrsta lagi nokkuð stytt. Hitt var kannski öllu verra að dansinn Gudmundur Andri Thorsson skrifar í Helgarblaö DV tux\ cnivi nuu tu uuiuvmuuixm x iuu* listinni: þegar Baldur deyr í tónlist- inni þá eru elskendumir Baldur og Nanna enn í sínum fallega en afar langdregna dansi. Þarna sat maður og beið þolinmóður eftir því að Höð- ur blindi birtist með eitthvað sem maður gat ímyndað sér að væri mistilteinn og þegar útséð virtist um að sú persóna væri í augsýn beið maður að minnsta kosti eftir því að dauða Baldurs bæri að með einhveij- um dramatískum hætti. Ég var aldrei alveg viss: hann var alltaf að láta sig detta (Jöröin), svo reis hann alltaf aftur við. Síðan lögðust allir ofan á hann: var hann þá að deyja? Nja, kannski var hann dauður... Loks tóku hinir dansaramir hann upp og báru hann um sviðið og þá vissi maður að hann hlyti að vera dauður því þetta var sorgleg ganga... Finnamir tveir sem létu stytta verkiö og röskuðu sambandi tónlistar og framvindu á sviði vom náttúrlega fengnir hingað til þess að tryggja að allt yrði eins og best yrði á kosið í list- rænu tilliti. Koma þeirra gegndi hka öðru hlutverki og ekki síður mikils- verðu: að gefa okkur tryggingu fyrir því að Jón Leifs hafi í rauninni verið snillingur en ekki fifl. Draga sem mest úr áhættunni. Sennilega var ekki vanþörf á því: sé hugmyndum Jóns fylgt út í ystu æsar kann að vera hætt viö að útkoman hefði ekki orðið stórkostlega áhrifamikil heldur sprenghlægileg. Maður veit það ekki: mikil list dansar iðulega á þessum mörkum. Útkoman á Baldri í Laugar- dalshöllinni - þessu fáránlega húsi - varð hins vegar smekkleg. Jón Leifs var ofboðslegur, húmorslaus, einhæf- ur, klossaður, einstrengingslegur og margt og margt - en hann drýgði aldrei þá synd að vera smekklegur. Sumarmyndasamkeppni DV og Kodak - brot af innsendum myndum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.