Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2000, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2000, Blaðsíða 33
41 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2000 pv_________________________________________________________________________________________________Helqarblað Veiðimennska fyrir bæði kynin Veiðimennskan hefur alltaf verið eitthvaö sem karlarnir hafa viljað halda út af fyrir sig og flestar konur sitja heima á meðan. Ég skil ekkert í þvi af hverju karimennirnir vilja hafa þetta svona og mér finnst fáránlegt að halda þessu sporti frá konum, “ segir Fríða, unnusta Páls, en hún fór með honum í veiðiferöina til Afríku í sumar. eins og að skjóta feilskoti. „Svörtu aðstoðarmennirnir eru alveg ótrúlegir. Þeir sjá bráðina í mörg hundruð metra fjarlægð. Erfitt er að skilja hvar þeir fá þessi augu því jafnvel þó maður taki upp kíki þá sér maður oft ekki það sem þeir sjá, hvað þá heyra,“ segir Páll með aðdáun. Siðimir og venjumar eru þó allt aðrar í landinu í sam- bandi við mannleg samskipti og sumu er erfitt aö venjast. „Þú kem- ur sem kúnni og átt bara að tipla á þínum fínu skóm og ekki gera neitt,“ segir Páll sem var ekki alveg sáttur við það í byrjun að fá ekki að bera sínar byssur sjálfur á milli ökutækis og svefnstaðar. „Þetta er allt önnur menning en hér heima og mjög sérstök upplifun," segir Fríða sem segist hafa veriö meðhöndluð eins og drottning. Gíraffar hafa tvo gira Hápunktur ferðarinnar var að ná gíraffanum sem vó um 1,7 tonn. „Það eru líklega ekki mjög marg- ir sem hafa skotið gíraffa á 35 metra færi með skammbyssu, 44 magnum, og það er eðlilegt að mönnum þyki þetta sérkennilegt," segir Páil og er greinilega stoltur. „Þegar við kom- um á veiðisvæðið segir leiðsögu- maðurinn að hann hafi fundið ákveðinn gíraffa handa mér. Fyrsta daginn keyrum við um svæðið og sjáum fullt af gíröffum en ekki þann rétta,“ segir Páll en gíraffinn sem hann var að leita að var orðinn gamall og því tímabært aö fella hann. „Þegar homin eru orðin hár- laus er það merki um að þeir séu orðnir fullorðnir, auk þess að dýrin verða dekkri," upplýsir Páll. Ákveðiö var að halda leitinni að giraffanum áfram daginn eftir en strax klukkan sjö um morguninn, áður en fólk var byrjað að borða morgunmat, kemur leiðsögumaður- inn askvaðandi og segir að hann sé búinn að finna gíraffann. „Það er strax ætt út og bílamir mannaðir. Einn af aðstoðarmönnunum er sendur upp í tré en dýrið finnst ekki, sama hvernig er leitað. Þessi gíraffi var greinilega mjög klókur og það er erfitt að trúa því að hægt sé að týna heilum gíraffa en það var tilfellið þama. Þegar við fundum hann loksins var reynt að komast í færi strax en það gekk ekki. Það eru bara tveir gírar á gíraffa. Annar er mjög hægur og í hinum hlaupa þeir - það er ekkert þar á milli. Gíraf- finn setur í annan gírinn og það byrjar þarna eltingaleikur, hann hleypur en við erum á jeppanum. Málið er með öll þessi sléttudýr að þegar þú kemur að þeim þá færðu viðbragö, hvort sem þau snúa sér í hring eða hlaupa þá kemur alltaf að þeim punkti að þau stoppa til að meta aðstæðumar. Það er þetta augnablik sem þú hefur og verður að nýta því það varir kannski bara í örfáar sekúndur og þá er dýrið far- iö,“ segir Páll sem náði einmitt gíraffanum á rétta augnablikinu. „Hann stoppaði og sneri sér við. Ég komst út úr bílnum, lagðist á hnén og gat notað stuðarann sem stuðn- ing og hleypti af. Hann fór 45 metra áður en hann féll.“ Þá var klukkan kortér í átta þannig að allt þetta var yfirstaðið á 45 mínútum. Kjötiö Ijúffengt Fjórir þaulvanir menn voru skild- ir eftir hjá gíraffanum til að ganga frá honum um morguninn en klukkan hálffimm var fyrst lokið við að lima hann í sundur. „Kjötið af öllum þess- um skepnum sem veiddar eru er nýtt og eru það landeigendurnir sem fá það,“ segir Páll sem segist hafa verið hissa á því hversu þykkt skinnið á gíraffanum var, eða um 4 cm. Sjálf smökkuðu þau Fríða ekki á gíraffa- kjöti meðan þau voru þama suður frá en aftur á móti fannst þeim antilópu- kjötið afar ljúffengt og segja það minna á blöndu af hreindýri og lambi. Dreymfr um að ná Ijóní Afríkuferðin sló síður en svo á veiðidellu Páls og er hann nú þegar farinn að skipuleggja næsta Afríkutúr í huganum. Hann segir að draumur flestra sem stunda veiðar í Afríku sé náttúriega að ná konungi dýranna, al- vöruljóni, en tíminn verði bara að leiða í Ijós hvort hann lætur verða af því. „í grunninn er þetta mjög einfalt. Ég upplifi það þannig að í þessu skrýtna þjóðfélagi sem við lifum í í dag eru menn að veiða allan daginn. Við notum bara ekki lengur byssu eða barefli til að fá útrás fyrir veiðieðlið. Þú sem blaðamaður ert að veiða nýjar sögur og skrýtna kalla, bisnesskall- arnir em að reyna að gera betri við- skipti en í gær. Þetta er sama hvötin, þetta er sami veiðskapurinn, þetta er grunnelimentið í okkur öllum. Þeir sem vaxa frá því, það er bara leiðin- legt fyrir þá, ég vona að ég vaxi aldrei frá því,“ segir Páll að lokum. -snæ Skammbyssa eða riffill Af þeim sex dýrum sem Páll felldi í feröinni voru þrjú felld með skammbyssu og þrjú með riffli. Skotvegalengd var frá 30 metrum upp í 160 metra. Hér eru Páll og Fríöa ásamt watérbuck (vatnahafri). Betra að deyja heima „Persónulega finnst mér dýrin sem enda í kjötborðum stórmarkaðanna drep- in á mun verri hátt. Hver myndi ekki heldur vilja deyja í sínu náttúrulega um- hverfi en í sláturhúsi?“ segir Páll sem er myndaður hér ásamt vörtusvíni sem skotið var með Winchester Mod. 70. Verðlaunadýr Ein afmörgum myndum sem teknar voru afPáli og Fríðu í Afríku. Úrval af myndum úr feröinni veröur fljótlega til sýnis í veiöideild Nanoq. Hér eru þau með duiker-antílóþu sem fer í gullflokk hjá Safari Club International. Þung veiði Eland-antílóþur geta oröið 900 kíló aö þyngd og þessi slagar hátt upþ i þaö. Það þurfti níu fullorðna karlmenn til að lyfta dýrinu upþ á bílinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.