Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2000, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2000
Fréttir_____________________________________py
Gert ráð fyrir 120 megavatta virkjun við Búðarháls:
Hjákátlegt að ork-
an öll fari úr héraði
- segir Jónas Jónsson, oddviti Ásahrepps
Á Suðurlandi er mesta upp-
spretta raforkunnar hér á landi.
Þar hefur verið gerð hver stór-
virkjunin á fætur annarri. Á
Tungnaár-Þjórsársvæðinu er nú
orðið net stórra virkjana. Þar eru í
dag hagkvæmustu virkjunarkost-
imir og fer þar saman mikil vatns-
miðlun sem er búið aö koma upp
og að vegalagnir og aðrar sam-
göngur nýtast þar vel.
En þó að Suðurlandið sé fram-
leiðslustaður orkunnar er að sama
skapi lítið um að unnið sé úr
henni í fjórðungnum. Sunnlensk
iðnfyrirtæki hafa nýtt sér hana en
lítið sem ekkert er um að beinlínis
hafi verið byggður upp iðnaður á
Suðurlandi gagngert með það fyrir
augum að nota orkuna úr sunn-
lensku fljótunum. Því er Suður-
landið eins konar námubær í fram-
leiðslu orkunnar sem fer þaðan í
aðra landshluta til nýtingar.
Búöarhálsvirkjun
Landsvirkjun hélt kynningarfund
um Búðarháísvirkjun á Laugalandi
í Holtum á þriðjudagskvöldið. Þar
var farið yfir frumdrög að hönnun
virkjunarinnar, stíflugerð, uppi-
stööulón, væntanlegt línustæði frá
henni og vegaframkvæmdir. Ráð-
gert er að Búðarhálsvirkjun verði
byggð neðan við Hrauneyjafoss-
virkjun. Með byggingu hennar er
verið að virkja síðasta nýtanlega
fallið í Tungnaá, milli Þórisvatns og
Búrfellsvirkjunar. Við framkvæmd-
ina er fyrirhugað að stifla Köldu-
kvisl skammt ofan ármótanna við
Tungnaá og yfir farveg Sporðöldu-
kvíslar þar nokkru ofar. Við það
verður til 7 ferkílómetra lón, Sporð-
öldulón. Fyrirhugað er að stíflan
verði 2300 metra löng og rísi 24
metra þar sem hún verður hæst.
Gert er ráð fyrir að frá uppistöðu-
lóninu verði aðrennslisskurður að 4
km löngum jarðgöngum í gegnum
Búðarháls að stöðvarhúsinu sem
verður að mestu leyti grafið í jörð
við Sultartangalón. Fallhæðin sem
næst við virkjunina er 40 metrar og
afl hennar er ráðgert að verði 120
megavött og orkuvinnslugetan 520
gígavattstundir.
Viö framkvæmdina er ráðgert að
vegur verði lagður aö stöðvarhús-
inu yfir Búðarháls og Tungná brúuð
nálægt núverandi kláfferju við
Hald.
Þurfum alltaf að hafa
virkjunarkostl tiltæka
„Það er ekki vitað enn hvort far-
ið verður út í þessa framkvæmd í
beinu framhaldi af Vatnsfellsvirkj-
un, en það er ýmislegt sem bendir
til þess, það eru fyrirtæki sem hafa
sýnt áhuga á rafmagni. En það þarf
náttúrlega að semja um söluna á
rafmagninu og Landsvirkjun þarf
alltaf að hafa einhverja virkjunar-
kosti tiltæka. Það er alveg sama
hvernig virkjanir eru byggðar, þær
verða allar að fara í ákveðið ferli
áður en til framkvæmda kemur,
umhverflsmat og slíkt,“ sagði Ey-
steinn Hafberg, verkfræðingur hjá
Landsvirkjun. Þó að Búðarháls-
virkjun sé síðasta þrepið á milli
Þórisvatns og Búrfells er ekki kom-
ið að enda nýtingar Tungnár-Þjórs-
ársvæðisins í orkuvinnslu. „Það
hefur verið talað um Kvislaveitu 6
og virkjunarmöguleika í Þjórsá,
Norðlingaölduveitu og reyndar
virkjun þar líka. Allt eru þetta hlut-
ir sem hafa verið í umræðunni, en
það er óvirkjað vatn í Þjórsá niður
að Sultartanga. Helstu möguleikam-
ir sem hafa verið ræddir að undan-
fomu eru að taka hluta af Kvísla-
veita 6 og svo við Norðlingaöldu,"
sagði Eysteinn Hafberg.
Sáttur við framkvæmdina en
hjákátlegt að öll orkan fari
úr héraðT.
„Ég tel það mjög athyglisvert að
koma þessari virkjun á, þarna er
verið að nýta það vatnsmagn sem
fyrir er. Hins vegar fer þama tölu-
vert land, eða rúmir tveir ferkiló-
metrar af grónu landi, undir lónið.
Og það verður auðvitað að bæta
það,“ sagði Jónas Jónsson, oddviti
Ásahrepps, en Ásahreppur á ásamt
Djúpárhreppi það land sem Búðar-
hálsvirkjun mun standa á og verða
mun fyrir því raski sem fram-
kvæmdin veldur. Jónas er ánægður
með hvernig kynningu framkvæmd-
arinnar er háttað. „Ég vil þakka fyr-
ir þessa kynningu strax á frumstigi,
þannig að menn geti gert athuga-
semdir strax við þetta áður en fram-
kvæmdin er komin í umhverfismat,
það er mikill kostur. Með þessari
framkvæmd er náttúrlega verið að
nýta þá vatnsmiðlun sem Þórisvatn
er, það er verið að nýta það vatn og
það fall sem þarna er. Ég tel það
mjög skynsamlegt," sagði Jónas.
Sunnlendingar búa í mikilli nálægð
við allar helstu stórvirkjanir lands-
ins. Samt er það svo að mestöll ork-
an sem notuð er til iðnaðar og at-
vinnuuppbyggingar er flutt í aðra
landshluta. Binda heimamenn ein-
hverjar vonir við að þetta fari að
breytast með frekari uppbyggingu?
„Það er auðvitað önnur saga. Sunn-
lendingar búa auðvitað við hátt
orkuverð, með því hæsta sem er á
landinu. Og það er náttúrlega svolít-
ið hjákátlegt að framkvæmdimar og
orkuvinnslan er að stórum hluta
hér á þessu svæði en landshlutinn
nýtur ekki góðs af því. Það hefur
verið gott samstarf við Landsvirkj-
un um þetta og náðst góð samvinna
um þessar virkjanir. Þannig að ég
Njöröur Helgason
blaöamaður
tel að það sé skynsamlegt að nýta
þessi fallvötn til orkuvinnslunnar,
við værum illa stödd annars. Auð-
vitað er þetta orðin mikil orkuvera-
keðja hér á okkar svæði, en það er
auðvitað hagkvæmnin sem ræður,“
sagði Jónas Jónsson, oddviti Ása-
hrepps. -
Hátt orkuverð hamlar
uppbyggingu smáiðnaðar
„Við höfum verið að kynna er-
lendum íjárfestum stóriðjukosti
héma, við höfum tekið á móti aðil-
um erlendis frá í samstarfi við MÍR
sem er skrifstofa Landsvirkjunar og
iðnaðarráðuneytisins. Þeim aðilum
sem við höfum tekið á móti höfum
við kynnt stóriðjukosti i Þorláks-
höfn og við erum stöðugt í því að
reyna að stuðla að því að fyrirtækj-
um Qölgi héma á Suðurlandi, bæði
raforkufrekum fyrirtækjum og öðr-
um. Það hlýtur að vera markmið
okkar allra hérna á Suðurlandi að
reyna að skilja virðisaukann af
þeim orkuuppsprettum sem eru
héma eftir í fjórðungnum heldur en
hann fari eitthvað annað. Auðvitað
er þetta sameiginleg auðlind allrar
þjóðarinnar en okkur finnst blóðugt
að enginn stór notandi skuli koma
að orkunni hér,“ sagði Einar Páls-
son hjá Atvinnuþróunarsjóði Suður-
lands í viðtali við DV. Auk þess sem
Atvinnuþróunarsjóður hefur verið
að reyna að fá aðila til að byggja
upp stóriðju á Suðurlandi hefur ver-
ið unnið að því að fjölga og efla smá-
fyrirtæki í fjórðungnum. Það er þó
ákveðinn þröskuldur í þeim málum
því smáfyrirtækin búa við mjög
hátt raforkuverð.
„Rannsóknir erlendis sýna að oft
og tíðum em smærri fyrirtækin
traustari grunnur undir atvinnu
heldur en stóriðjan. En síðan er á
það að líta að raforkan á í sam-
keppni við aðra orkugjafa. Við
erum búin að vinna mikla undir-
búningsvinnu að kjötmjölsverk-
smiðju sem á að fara að opna hér í
Hraungerðishreppi um ræstu
helgi. Þá fórum við í gegnum allt
þetta ferli og vildum hafa vistvænan
orkugjafa. Við vorum fyrst og
fremst að líta til gufunnar því hún
nýtist þessari framleiðslu best. Við
eyddum hálfu ári í að skoða það
dæmi með Orkustofnun og fleiri að-
ilum hvort væri hægt að nýta þá
gufuorku sem er í Hveragerði. Það
tókst ekki, meðal annars vegna
skipulagsástæðna, þannig að við
urðum frá að hverfa þar. Þá fórum
við að skoða möguleika með rafork-
una. Þá kom i ljós að við urðum að
kaupa hana á taxtaverði frá RARIK.
Þá er hún alls ekki samkeppnishæf
við olíuna. Hún var samkeppnisfær
og vel það ef keypt var ótrygg orka
fyrir verksmiðjuna, en þá var um að
ræða 15-20 milljóna kostnað fyrir
fyrirtækið við að koma sér upp bún-
aði til að tengjast og fá að nota ork-
una. Og á því féll málið vegna þess
að við vorum að kaupa ótrygga
orku. Þá þurfti fyrirtækið að standa
undir öllum tengikostnaði, setja upp
spenna og allt saman.
Þegar sá kostnaður var tíndur til
varð fjárhagslega hagkvæmasti
kosturinn sá að nota svartolíu. Og
við erum að keyra verksmiðjuna,
nýja fullkomna verksmiðju, með
innfluttri svartolíu í staðinn fyrir
rafmagn. Þetta þykir okkur mjög
sorglegur endir á orkumálum þessa
félags," sagði Einar Pálsson.
Skipt getur sköpum í rekstri fyr-
irtækja að orkan til framleiðslunn-
ar fáist á sem hagkvæmustu verði
„Það er mjög háð því hve stórt
hlutfall orka er í rekstri viðkom-
andi fyrirtækis. Þetta er mjög mis-
jafnt eftir eðli fyrirtækjanna og ekki
hamlandi fyrr en það er orðinn stór
gjaldaliður, þá skiptir þetta orðið
verulegu máli. Og raforka, fram-
leidd úr sunnlenskum fallvötnum,
hún er nákvæmlega ofurseld sömu
samkeppni um orku og annaö. Og ef
hún er ekki samkeppnisfær við aðra
orkugjafa þá velja menn auðvitað
hagkvæmast kostinn. Eins og stað-
an er núna eru menn ekki með það
umframframboð af orkunni að það
sé farið að há þeim og þeir komnir í
þá verðsamkeppni að þeir séu til-
neyddir að lækka verðið," sagði
Einar Pálsson.
Það að orka, framleidd á Suður-
landi, sé flutt til annarra landshluta
til nýtingar hefur ótvírætt kostnað í
for með sér. „Það hlýtur að vera
hagkvæmast að nota hana nálægt
upprunastað.
Þetta þurfa menn að taka með.
Eins og staðan er núna hafa byggða-
sjónarmið ráðið meiru um uppbygg-
ingu stóriðju en þetta. Menn hafa
litið á Ámessýsluna, og sérstaklega
Árborgarsvæðið, þannig að þetta
svæði þurfi ekki á neinu að halda,
sé sjálfbært svæði og það þurfi enga
byggðapólitík og byggðaaðstoð hér.
En við erum ekki sammála því,“
sagði Einar Pálsson hjá Atvinnu-
þróunarsjóði Suðurlands.