Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2000, Blaðsíða 32
32
LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2000
Helgarblað
I>V
Páll Reynisson er íslenskur „trophyhunter“ sem á sérkennilegasta safn uppstoppaðra dýra á íslandi:
Skaut gíraffa með
skammbyssu
hafði ákveðið að taka fjögur dýr í
ferðinni en endaði þó á því að taka
sex. „Efst á blaði hjá mér voru þrjár
stórar antilópur: skrúfhyma (kudu),
eland og vatnahafur (waterbuck), og
einnig hafði ég áhuga á að ná
giraffa," segir Páll og upplýsir að
borga verði veiðigjald fyrir hvert
dýr og leiðsögumanni daggjald, sem
og aðstoðarmönnum. Einnig borgar
maður fyrir bíl, gistingu og uppi-
hald. Veiðisvæðin eru annaðhvort á
einkabúgörðum eða á náttúruvemd-
arsvæðum þar sem skipulögð veiði
er leyfð til að halda villidýrum í
skefjum.
Veiöimaöur af lífi og sál
Pátl hefur tíklega veitt stærstu skepnu sem nokkur íslendingur hefur skotiö. Hér er hann meö tvær af eftirlætisbyssum sínum, Ruger Super Redhawk 44 Mag
og Thompson Center Contenter.
Ljósmyndarinn og
kvikmyndatöku-
maðurinn Páll
Reynisson er með
veiðidellu á háu
stigi. Hann stundar
svokallaðar trófí-
veiðar sem ganga
meðal annars út á
það að ná sem
stærstum dýrum af
hverri tegund. í
sumar hélt Páll
ásamt unnustu
sinni, Fríðu Magn-
úsdóttur, til Afríku
til að bæta dýrum í
safnið. Þetta var
önnur veiðiferð
Páls til álfunnar en
árið 1996 skaut
hann þar átta
sléttudýr. Dýrin í
þessari ferð voru
sex talsins, þar á
meðal gíraffi sem
er líklega stærsta
dýr sem nokkur ís-
lendingur hefur
skotið og það með
skammbyssu.
„Það er ekki eins og maður fari
bara inn í frumskóginn, skjóti
giraffa og labbi svo í burtu. Þetta er
allt löglegt og stimplað. Ég veit að
margir eru hneykslaðir á þessum
veiðiskap mínum enda eru margir
sem halda að bæði gíraffar og fllar
séu friðuð dýr. Það virðist vera allt
í lagi að veiða sér til matar en þeg-
ar fréttist að ég sé aö safna dýra-
hausum þá breytist hijóðið í mönn-
um. Trófíveiðimennska er einfald-
lega ekki viðurkennd. Samt stoppa
menn upp laxana sína. Hver er eig-
inlega munurinn?" spyr veiðimað-
urinn Páll Reynisson þar sem hann
situr umvafinn sléttudýrum Afriku
á heimili sínu rétt fyrir utan
Reykjavík.
HeimUið er svo sannarlega ekkert
venjulegt heimUi. Með rúmlega
fimm metra lofthæð og uppstoppuð-
um dýrum á aUa kanta er eins og
maður sé staddur í náttúrulifsmynd
á Discovery. Sérhönnuð lýsing, ís-
lenskur rekaviður og ýmislegt smá-
dót frá Afríku setja punktinn yfir i-
ið.
Hleður skotln sjálfur
Dagsdaglega vinnur PáU sem
kvikmyndatökumaður hjá Ríkis-
sjónvarpinu. Hann er lærður ljós-
myndari frá Svíþjóð en hefur þó
aldrei unnið sem slíkur heldur ein-
ungis sveiflað ljósmyndavélinni í
frítima sínum. Síðustu árin er það
þó æ oftar byssan sem PáU tekur
upp þegar hann er í fríi og er hann
nýkominn úr annarri veiðiferö
sinni tU Afríku þar sem hann skaut
einn gíraffa, fjórar antUópur og eitt
vörtusvin.
Veiðiáhuginn kviknaði snemma
hjá Páli og 18 ára að aldri fékk hann
undanþágu fyrir sínum fyrsta riffli
hjá lögreglustjóranum í Reykjavík. í
dag eru tugir í vopnasafni Páls.
„Eftirlætisbyssan min er Ruger
Super Redhawk 44 Mag,“ segir PáU
sem hleður öU sín skot sjálfur.
Meðlimur í alþjóðlegum
velðiklúbbi
Áhugi Páls á Afríku kviknaði fyr-
ir mörgum árum. Hann hefur ferð-
ast tU aUs þrjátíu og þriggja landa
og þar á meðal hefur hann farið átta
sinnum tfl Afríku. „Þaö blundar
löngun í öUum veiðimönnum tU að
fara í veiðiferð tU Afríku og ég lét
drauminn einfaldlega rætast," segir
Páll um ferö sina þangað árið 1996.
Þá skaut hann sebrahest, sjakala,
fjaUahafur (mountin reedbuck),
svartan gný (black wUdebeest),
impala-antUópu, stökkhafur (spin-
bok), spjóthymu (gemsbok) og faU-
ow-dádýr, aUs átta dýr í níu skotum.
ÖU þessi dýr er að finna uppstoppuð
uppi á vegg hjá honum ásamt úrvali
af íslenskum dýrum og skinnum frá
Grænlandi.
Eftir ár verður veiði feröarinnar
sem farin var í sumar einnig komin
upp á vegg. Líka fleiri viöurkenn-
ingarskjöl. PáU er nefnUega meðlim-
ur í félaginu „Safari Club
International" sem er alþjóðlegt
áhugafélag veiðimanna og er PáU
líklega eini íslendingurinn í félag-
inu en hann er einnig meðlimur í
félaginu Handgun Hunters
Intemational.
„Safari Club er mjög stórt batterí
og gerir margt gott hvað varðar
náttúruvemd og uppbyggingu í Afr-
iku og víðar. Klúbburinn veitir
verðlaun fyrir stærstu dýrin en dýr-
unum er skipt niður í flokka eftir
homastærð og ég get sótt um að fá
þau dýr sem ég veiði viðurkennd
inn í klúbbinn. Ég er nú þegar með
fimm skepnur skráðar úr túmum
‘96. Og af þessum sex sem ég tók
núna í seinni ferðinni fara fjögur í
bókina sem er mjög gott,“ segir PáU
og sýnir nafnið sitt svart á hvítu í
bók sem klúbburinn gefur út á
þriggja ára fresti og er það mikiU
heiður að komast þar á blað. „Mér
þykir vænst um þennan titU,“ segir
PáU og bendir á klausu í bókinni
sem segir að hann sé sá fyrsti sem
feUt hefur Europian faUowdýr með
skammbyssu. „En kannski hefur
einhver slegið metið siðan þessi bók
kom út,“ bætir hann við.
3500 kílómetrar á þremur
vikum
Veiðiferð sumarsins var farin á
sama stað í Suður-Afríku og árið
1996 en þó ekki á sömu veiðisvæði.
„Þá kynntist ég Lew Harris sem
rekur safarífyrirtæki og er alveg
frábær náungi. Hann var með okk-
ur aUan timann en við vomm á
þremur veiðisvæðum og ferðuðumst
yfir 3500 kílómetra á þremur vikum.
Þetta var miklu erfiðari túr en ‘96
enda voru þetta stærri skepnur sem
ég var að fást við,“ segir PáU sem
Veiðimennska er líka fyrir
konur
Þegar PáU fór tU Afríku árið 1996
fór hann einn en í sumar fylgdi hon-
um unnusta hans, Fríða Magnús-
dóttir. Það er ekki algengt að konur
fari í svona veiðiferðir en Fríða seg-
ist hafa upplifað þetta sem algjört
ævintýri. „Ég vissi náttúrlega ekk-
ert hvemig ég myndi bregðast við,
hvort ég myndi bara fara að gráta
og vorkenna dýrunum því ég hafði
aldrei séð dýr aflífað áður. Það sem
ég gerði mér grein fyrir eftir veiði-
ferðina var hve lánsöm ég var að
PáU er góður veiðimaður. Ég þurfti
ekki að horfa upp á dýrin þjást.
Hann einfaldlega miðaði, hitti og
allt var afstaðið um leið. Ég vissi að
ég hefði alveg getað legið í sólbaði á
meðan PáU var að veiða en mér
fannst þetta svo spennandi að ég
vUdi ekki missa úr dag,“ segir
Fríða. Sjálf hefur hún aldrei skotið
neitt dýr en kann þó að handleika
vopn og hefur æft sig á skotsvæð-
um.
Það er greinilegt að parið nær vel
saman, enda sýnir Fríða veiðiá-
stríðu Páls fuUan skilning. „Veiði-
mennskan hefur aUtaf verið eitt-
hvaö sem karlamir hafa vfljað
halda út af fyrir sig og flestar konur
sitja bara heima. Ég skfl ekkert í
því af hverju karlmennimir vUja
hafa þetta svona og mér finnst fá-
ránlegt að halda þessu sporti frá
konum,“ segir Fríða og stríðir Páli á
þvi að það sé aldrei að vita hvað
hún eigi eftir að skjóta í framtíð-
inni. „Þegar ég sá kudu þá kviknaði
ákveðinn neisti. Ef ég fengi tæki-
færi í framtíðinni og gæti hugsað
mér að taka í gikkinn þá yrði kudu
fyrir valinu," segir Fríða sem finnst
sú tegund vera faUegasta antflópa í
heimi.
En er þetta ekki dýrt áhugamál?
Eitthvað hlýtur að það að kosta aó
stoppa öll þessi dýr upp? „Þetta er
mitt viskí og vindlar og ég fer ekki
tU Spánar einu sinni á ári. HlutfaUs-
lega er þetta ekkert dýrara en hrein-
dýraveiðar hér heima. Tarfurinn
hér kostar aUt að 90 þúsund þegar
skrúfhyma kostar minna suður í
Afríku," segir PáU sem hefur sjálfur
séð um aö skipuleggja veiðiferðir
sínar. í Suður-Afríku segir hann að
maður komist í svo að segja hvaða
veiði sem maður vUji en það kosti
náttúrlega mismikið.
Innfæddir með röntgenaugu
Af lýsingum Páls og Fríðu að
dæma var veiðitúrinn hið mesta
ævintýri. Þau komust þó aldrei í
lífsháska, enda er það sjaldgæft í
svona túrum. Ekki er veitt nema í
fylgd með þaulvönum innfæddum
leiðsögumönnum sem ráðnir em tU
þess að aðstoða veiðimanninn lendi
hann í einhverjum vandræðum,