Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2000, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2000, Blaðsíða 46
54 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2000 Tilvera DV Feröamolar Árþúsundahöllin 1 Lundúnum: Hefði aldrei átt að rísa Maðurinn sem ráðinn var til að forða Árþúsundahöllinni í London frá algeru falli segir að liklega hefði aldrei átt að fara út í fyrirtækið. David James var ráðinn til starfa síðastliðinn þriðjudag og er þriðji framkvæmdastjóri hallarinnar frá þvi að hún var opnuð síðastliðið gamlárskvöld. Hann segir að ef hann hefði verið spurður ráða áður en farið var út í að reisa Árþús- undahöllina hefði hann ráðlagt að það yrði ekki gert. James á að baki feril sem bjarg- vættur í fyrirtækjum þar sem fjár- hagsstaðan er slæm. Á þriðjudag- inn, þegar hann tók við starfinu, hafði aldamótanefnd ríkisstjómar- innar veitt 47 milljóna punda auka- fjárveitingu til fyrirtækisins til við- . bótar við 60 milljónir punda í febrú- ar, 29 milljónir punda i maí og 43 miUjónir punda í síðasta mánuði. Árþúsundahöllin hefur sætt mik- illi gagnrýni í Bretlandi. Upphafleg- ar áætlanir gerðu ráð fyrir 12 millj- ónum gesta i höllina á árinu en nú gera áætlanir ráð fyrir að fjöldi þeirra verði 4,5 milljónir. Vefur Flugleiða besti vefur flug- félags Vefur Mugleiða fékk mjög góða dóma I þýska vikuritinu Focus í ný- legri umfjöllun blaðsins um hund- rað bestu ferðavefi í heimi. Þýsk út- gáfa vefs Flugleiða - www.icelanda- ir.de - hlaut fjórar stjömur af fimm mögulegum með þeim ummælum að vefurinn væri einn besti vefur flug- félags. Vefur Flugleiða fær raunar hæstu einkunn þeirra flugfélaga sem em á listanum. Vefir sex annarra flugfé- laga komust á listann yfir hundrað bestu ferðavefina, þ. á m. vefir Luft- hansa og British Airways, en þeir hlutu allir þrjár stjömur. Átta vefir þóttu bestir og hlutu hæstu einkunn, fimm stjömur, en skammt á eftir fylgdi vefur Flug- leiða ásamt sex öðrum með fjórar stjömur. Handalaus á toppinn Fjallamaður nokkur frá Kóreu hyggst reyna sig við tind hæsta fjalls heims á næstunni. Það er Kim Hong Bin sem ætlar að klífa Everesttind og þætti sjálfsagt ekki fréttnæmt nema fyrir þær sakir að Kim er handalaus. Það má rekja til ann- arrar fjallaferðar en árið 1991 kleif kappinn Mount Kinley í Alaska. Hann lenti í miklum hrakningum og neydd- ust læknar til að aflima hann vegna kals. En hvemig ætlar maðurinn að fara að þessu kann einhver að spyija. Jú, hann segist nota tennur og upphand- leggi til þess að gripa i snævi þakið bergið. Hann er þó ekki fyrsti fatlaði maðurinn til þess að klífa tind tind- anna því fyrir tveimur árum fór Bandaríkjamaðurinn Tom Whittaker alla leið upp, á einum fæti. Býrðu í Kaupmannahöfn? Ertu ú leiðinni ??? www.islendingafelogid.dk í London er mikill f jöldi markaöa, stórra og smárra: Blóm, skran og eigulegir munir London er í huga margra borg markaðanna. Víst er að marga mark- aði er að finna í borginni og þeir eru áreiðanlega eins misjafhir og þeir eru margir þannig að hver ferðamað- ur verður að velja fyrir sig þann eða þá markaði sem mest höfða til hans. Sumir fara á markað til að kaupa en fleiri ferðamenn fara fyrst og fremst á markað til að upplifa stemn- inguna sem jafnan ríkir á þessum stöðum. Til skamms tíma var markaður- inn á Portobello Road líklega sá sem flestir íslendingar þekktu og höfðu heimsótt en á seinni árum hafa ferðamenn farið víðar í leit að mark- aðsstemningu stórborgarinnar. Hér á eftir verður sagt frá tveimur mörkuðum í London. Annar er þekktur og fjölsóttur af ferðamönn- um en hinn er fyrst og fremst stund- aður af heimamönnum. Líf í tuskunum Margir sötumannanna eru fjörmiklir og duglegir aö faibjóöa vöru sínu. Blómamarkaður í Bethnal Green Á Columbia Road í Bethnal Green er haldinn blómamarkaður alla laug- ardagsmorgna. Markaðurinn hefst í bítið, eða um kl. 8. Columbia Road er þröng gata með litlum verslunum sem selja margvíslega smáhluti og listmuni. Gatan sjálf breytist svo i blómahaf þegar markaðurinn stend- ur yfir og þar gengur mikið á. Þama er hægt að gera ótrúlega Danstonlistln dunar Faöir flytur tónlist ásamt börnum sínum á blómamarkaöinum. MTrJUIK öltllNUNI'l Bás við bás Camden-markaðurinn nær yfir gríöarstórt svæöi sem engin leið er aö fá yfirsýn yfir í einni stuttri heimsókn. húsi eða söluvagni sem þama eru. Yfirleitt er þá um að ræða mat sem er lífrænt ræktaður, t.d. gimilegar samlokur úr lífrænt ræktuðu hveiti með lífrænt ræktuðu grænmeti á. Ef sest er með samlokuna utandyra er ekki ólíklegt að manni bjóðist að hlýða á tónlist sem flutt er af götu- tónlistarfólki. Sérstaklega er hægt að mæla með staðgóðum morgunverði á Columbia Road ef fólk er snemma á ferðinni. Til að komast á blómamarkaðinn á Victoria Street er hægt að taka neðanjarðarlest á Bethnal Green- stöðina, ganga góðan spöl eftir Bet- hnal Green Road og beygja svo til hægri og þræða litlu götumar. Gang- an tekur um 15 mínútur. Camden-markaðurinn Camden-markaðurinn er ótrúlega ólíkur blómamarkaðnum við Victor- ia Street. Þeir eiga ekkert sameigin- legt annað en að á báðum stöðum er vamingur boðinn til sölu. Camden-markaðurinn er gríðar- stór svo engin leið er að ná yfirsýn yfir hann í einni heimsókn. Á Cam- den-markaðinum má fá allt milli himins og jarðar. Mikið ber á varn- að erlendan gest langi til að vera breskur garðeigandi þegar hann rölt- ir þama um. Ef sultur sverfur að er tilvalið að fá sér samloku og kaffilbolla á kaffi- ingi frá Asíu, Afriku og Suður-Amer- íku. Sömuleiðis er þar allgott úrval af antikvörum, notuðum munum og fotum, bæði nýjum og notuðum. Á Camden ægir öllu saman og mann- fjöldinn er gríðarlegur og hávaðinn eftir því. Þama er mikið af erlendum ferða- mönnum og sölumennskan dregur óneitanlega dám af því. Á Camden þarf að passa vel upp á að bömin týnist ekki i mannhafinu og sömu- leiðis verður að mæla með að gestir vari sig á vasaþjófunum sem eru alls staðar þar sem krökkt er af fólki. Meðal þess athyglisverðasta sem i boði er fyrir svanga em alls kyns suðrænir ávextir og safi sem press- aður er úr þeim. Líklegt er að ein- hverjir listamenn, hljóðfæraleikarar eða dansarar verði á vegi gesta og er um að gera að njóta þess. Til að komast á Camden-markað- inn er best að taka neðanjarðarlest- ina á Camden-stöðina og fylgja svo straumnum þaðan. Eins og svart og hvítt Það er sérkennileg upplifun að heimsækja tvo svona ólíka markaði hvom á eftir öðrum og nánast má líkja því við menningarsjokk að koma frá vistvæna breska blóma- markaðinum í hina alþjóðlegu stemn- ingu sem rikir á Camden-markaðin- um. Báðir markaðirnir bjóða þó upp á skemmtilega markaðsstemningu sem er kannski það sem heiilar ferða- manninn mest. -ss góð kaup í plöntum og blómum, inni- blómum, útiblómum, trjám, runn- um, afskomum blómum, sjaldséðum plöntum og algengum. í lok markað- arins um hádegisbil nær svo stemn- Markaður í þröngri götu Horft eftir Victoria Street á laugar- dagsmorgni. ingin hámarki þegar blómasalamir fara að bjóða hagstæða magnafslætti og reynir þá hver að yfirgnæfa ann- an með gimilegum tilboðum. Á blómamarkaðinum á Columbia Road eru fáir ferðamenn. Flestir gestimir eru komnir til að kaupa sér blóm eða plöntur og er ekki laust við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.