Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2000, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2000, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2000 Helgarblað DV Fyrsti skóladagurinn: I skólanum, í skólanum, er skemmtilegt að vera ... Skólarnir hafa hringt inn veturinn og í síðustu viku hófu rúmlega sextán hundr- uö 6 ára börn skólagöngu sína í Reykjavík. DVfylgdi tvíburasystrunum Rann- veigu Lind og Sólrúnu Öglu Bjargardœtrum eftir þegar þœr hófu sinn fyrsta skóla- dag í Austurbæjarskóla. Klukkan er átta 1 risíbúð á Njálsgötunni. Tvíburasyst- umar Rannveig Lind og Sólrún Agla em löngu vaknaðar og búnar að vekja Björgu mömmu sína. Þær eru að fara í skólann í fyrsta sinn í dag og þær ætla sko ekki að sofa yfir sig. „Við erum búnar að fara yfir þennan dag í huganum hundrað sinnum, hvað maður lærir í skólanum, hvað kennarinn muni segja og hvernig maður hagar sér. Þetta er orðin þeirra uppáhaldssaga," segir Björg sem segir að systumar séu löngu famar að spá í hvenær þær fái hvítu húfurnar. Glænýjar skólatöskurnar standa tilbúnar á gólfinu með endurskins- merkjum sem gljá. „Þær fengu að velja töskumar sjálfar," segir Björg og prísar sig sæla með það að töskurnar sem þær völdu voru einnig þær ódýrustu. Það þarf ekki að reka á eftir stelp- unum við að fara í fötin en það er annað með morgunverðinn. „Stelpur, ætlið þið ekki að klára morgunmatinn,“ kallar mamma Björg og stelpumar setjast aftur við matarborðið þegar þær heyra þau rök að það sé erfitt að læra sé mað- ur ekki búinn að borða neitt. Síðan eru tennurnar burstaðar og hárið greitt. „Mamma, verð ég að hafa teygju?" spyr Sólrún í kvörtunar- tón. „Já, þið verðið að vera finar fyrsta skóladaginn," svarar Björg og setur cindytagl í hárið á þeim báðum. „Á maður að senda börn með eina eða tvær samlokur í nesti í skólann?" spyr Björg þar sem hún stendur ráðþrota í eldhúsinu. Hún er hálfskömmustuleg þar sem hún gleymdi að gera ráð fyrir nesti handa stelpunum. Ef íslandspóstur hefði ekki bankað upp á kvöldið áður með nestisbox frá Osta- og smjörsölunni hefði hún örugglega alveg gleymt því. Mysingur, ostur, sulta er það sem fer á brauðið og svo fá stelpumar sína appelsínuna hvor. „Kannski er hægt að kaupa safa í skólanum," segir Björg og laumar krónupeningum í vasann hjá Rannveigu. Ekkert Pokémon í skóla- stofunnl Loksins er klukkan korter i níu og hægt að leggja af stað. Það er sól úti en hálfkalt. Þó spölurinn í skól- ann sé ekki langur kvarta systum- ar undan þyngslunum á skólatösk- unum. Björg reynir að stilla böndin betur. Gangamir í Austurbæjarskólan- um eru fullir af foreldrum og öðrum bömum sem em einnig með þungar skólatöskur. Stofa 402, hvar er hún eiginlega? Allt í einu verður Rann- veig feimin og grípur í peysuna hennar mömmu sinnar. „Mamma, þarft þú nokkuð að fara?“ hvíslar 1) Morgunverður Þaö er erfítt að læra á fastandi maga og ef maöur lærir ekki vel fær maöur aldrei hvítu húfuna ... 2) Clndytagtið sett upp „Mamma, þarfég að hafa teygju?“ spyr Sólrún og Björg svar- ar um hæl aö auövitaö veröi þær aö vera fínar fyrsta skóladaginn. 3) Nestið smurt „Á maöur að senda börn meö eina eða tvær samlokur í skólann?“ spyr mamma Björg sem hefur aldrei áöur sent börn í skóla. 4) Kemst þe$ta alit fyrir? Stelpurnar. fengu sjálfar aö velja sínar skólatöskurog mamma Björg var fegjnaoþær völdu ekki þær dýrustu í versluninni. 5) Á leið í skólann „Mikiö eru þessar skólatöskur þungar,“ sögöu systurnar þegar þær voru komnar meö töskurnar á bakiö. Björg vonaöi aö þær vend- ust töskunum og fengju ekki vöövabólgu af skólabókaburöinum í lok vetrar. 6) I jjgðjMftfrnni Meö nafnspjöld á bpffenu gleymir enginn Wita. „Ég gleymi ekki aöptníeitir Sigrún af því aö ég þekki aöra konu sem heitir Sigrún, “ segir Vilhjálmur viö kennarann, Sigrúnu. 7) Frímínútur Sólin bræði alla feimni á skólalóömni 8) Kennarl, kennari „Sjáöu, viö fundum snigil!" Kennarinn, Sigrún Hrðnn Hauks- dóttir, hefur kennií 6 ár og hef- ur líklega séð margan snigilinn á þeim tíma. 9) Hvað ætlar þú aö lita? Systurnar eru báöar búnar aö læra stafincr&Hgátuþví vel skrif- aö nöfnin sín á fyrsta verkefni skólagöngunnar. 10) Bekkjarsystir meö bein í nef- Inu Bekkjarsystirin Unnur þorir aö kyssa snigil og hvaöeina. Sólrún var því ekki sein á sér aö færa sig yfir til hennar aö frímínútun- um liönum. hún að Björgu en Björg þarf að mæta I vinnunna og kveður. Kenn- arinn vísar þeim til sætis. Rannveig sest strax en Sólrún stendur tvístíg- andi við hlið hennar. Hún þorir ekki að setjast við hliðina á þessum rauðhærða strák á endanum. Rann- veig tekur af skarið og lætur Sól- rúnu fá sitt sæti en sest sjálf við hliðina á stráknum. „Jæja, munið þið hvað ég heiti?" spyr kennarinn og bekkurinn, ails 17 krakkar, svar- ar í kór: „Sigrún! Þú heitir Sigrún.“ Síðan er nafnakall. Allir eru komn- ir nema Björn. Hann kemur aðeins of seint og koma hans vekur þónokkra athygli þar sem hann er með Pokémon-skólatösku. „Vá!“ heyrist í einhverjum stráknum og umræður hefjast um Pókemon en kennaranum finnst fljótlega ástæða til þess að árétta að i skólanum töl- um við ekki um Pokémon. Fyrsta verkefni dagsins er að búa til merkimiða fyrir snagann sinn svo enginn fari að rífast um snaga í vetur. „Ég rífst aldrei um snaga,“ finnst einum stráknum rétt að árétta. Allir kunna að teikna og flestir kunna að skrifa nafnið sitt. Sólrún teiknar stelpu á nafnspjaldið sitt á meðan Rannveig teiknar blóm. Sautján krakkar rétta upp hendur hver í kapp við annan og hrópa: „Kennari, ég er búin/n! Kennari." Kennarinn, Sigrún Hrönn, heldur ró sinni, enda er hún búin að vera í bransanum í 6 ár. Sniglar kysstir í frlmínútum Eftir sögustund eru komnar fri- mínútur. Krakkarnir þeysast út úr stofunni, niður stigann og út á plan. Allir hlaupa þó að gangavörðurinn, Halldór, hafi komið sérstaklega í heimsókn í skólastofuna og sagt að hann vildi engin læti á göngunum. En fyrirlestur hans er greinilega löngu gleymdur. Lfka feimnin. Það er sól og i sandkassanum eru allir vinir. Ein stúlkan hangir þó utan í pabba sínum og skælir og er greini- lega alls ekki sátt við þetta nýja hlutverk sitt sem nemandi. Sólrún sést fljótlega leiða eina bekkjarsystur sína. Sú er greinilega nokkuð frökk því hún þorir að kyssa slímugan snigil. „Oj!“ segja hinir krakkamir en þó með vott af aðdáun. Aðdáun Sólrúnar á þessari nýju bekkjarsystur sinni er svo mikil að hún heimtar að fá aö sitja hjá henni að loknum frímínútun- mn. Hún pakkar saman dótinu sínu og flytur sig í laust sæti við hliðina á henni. Rannveig er ekki alveg sátt við það að þurfa að sitja ein eftir hjá rauðhærða stráknum Alexander en lætur þó sem ekkert sé og þegar kennslan hefst aftur er allt gleymt. Fram undan er saumatími og síðan leikflmi og einhvers staðar langt í fjarska bíða hvítu húfumar. -snæ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.