Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2000, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2000, Blaðsíða 23
23 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2000 DV leikarnir mínir eru alltaf mjög skemmtilegt verkefni og aðsóknin verið þannig að það er selt upp í rjáfur, bæði hér í Reykjavík og á þeim stöðum sem ég held þá á úti á landi, t.d. Akureyri, Egilsstöð- um, Höfn í Hornafirði og víðar." Naglaförin sjást enn Hörður Torfason skráði nafn sitt á spjöld sögunnar þegar hann varð fyrstur islenskra karlmanna til að koma fram opinberlega og fjalla opinskátt um samkynhneigð sína. Þetta gerðist árið 1975 þegar Hörður var meðal þeirra íslend- inga sem allir þekktu sem tónlist- armann, söngvara, leikara og fyr- irsætu. Viðtalið birtist í tímarit- inu Samúel og vakti meiri athygli en áður voru dæmi um. Með þessu lagði Hörður í raun feril sinn í rúst því í kjölfarið var hon- um sagt upp húsnæði, vinnutil- boð hættu að berast og fljótlega flutti hann til Kaupmannahafnar þar sem hann átti eftir að vera bú- settur árum saman. En Hörður hafði ekki sagt skilið við réttinda- baráttu samkynheigðra því 2. maí 1978 voru Samtökin ‘78 stofnuð á heimili hans í Reykjavík. „Þessi samantekt lýsir innsta kjarna söngvaskáldsins, tilgangi söngva þess, lífsbaráttunni, að horfast í augu við sjálfan sig og samtíð sína á hreinskilinn hátt, og gera eitthv.að í því. Ég kynntist baráttu samkynhneigðra í Kaup- mannahöfn og valdi samtökunum þetta nafn öðrum þræði til þess að minna á hve langt á eftir við værum því hliðstæð samtök í Danmörku kenna sig við árið 1948. Þannig er nafnið minnis- varði um það hve við vorum langt á eftir.“ í umfjöllun um baráttu sam- kynhneigðra á íslandi er þessa frumherjahlutverks Harðar þó aldrei getið og þótt undarlegt „Um tíma risu hér upp menn sem útnefndu sig farandskáld og baráttu- menn lítilmagnans. En þeir voru fljótir að missa tökin þegar þeir sáu glitta í gull. Þeir hófu að selja sig hœstbjóðanda, og þversagnakenndar blaðayfirlýsingar þeirra urðu áhugaverðari en innantómir söngvar þeirra sem urðu skuggar af hjáróma draumum. “ megi virðast er hann ekki einu sinni félagsmaður í umræddum samtökum. Er einhver sérstök ástæða fyrir þessu? „Ég er ekkert sérstaklega hrif- inn af þeirri amerísku menningu sem setur svip sinn á Samtökin ‘78 i dag. Ég lét krossfesta mig fyr- ir þennan málstað á sínum tima og það er eins og naglaförin sjáist svolítið enn. Ég er enn þá í aug- um samfélagins maðurinn sem fann upp hommana á íslandi og margir eru ekki enn búnir að fyr- irgefa ipér það. Staðreyndin er sú að fordómar hverfa ekki alltaf við baráttu gegn þeim. Þeir hverfa undir yfirborðið og þegar ég lít í kringum mig á íslandi í dag þá sé ég víða krauma undir fordóma gegn samkynhneigðum þó fái kunni við að láta þá mikið í ljósi opinberlega. Ég hef unnið svo lengi i leikhúsi og numið líkams- mál að ég veit yfirleitt hvenær menn eru að ljúga að mér. En fordómar eru alls staðar á öllum sviðum og eru sérstaklega stór hluti hraðasamfélagsins þar sem fólk gefur sér einfaldlega ekki tima til að kynna sér málin. Má þar nefna málefni aldraðra, fatlaðra, sjúklinga og svo mætti lengi telja. En hvað varðar félagsþátttöku í Samtökunum ‘78 þá kemur það aðeins til að ég skar niður öll fé- „Ég lét krossfesta mig fyrir þennan málstað á sínum tíma og það er eins og naglaförin sjáist svolítið enn. Ég er enn þá í augum samfélagins maðurinn sem fann upp hommana á íslandi og margir eru ekki enn bún- ir að fyrirgefa mér það. “ lagsgjöld mín um tíma því ég var farinn að styrkja svo mörg mál- efni að ég eyddi tálsvert meiru í þau en góðu hófi gegndi. Ég ætti sennilega að fara að ganga í Sam- tökin ‘78 aftur þvi ég er ekki í Helqarblað neinni fýlu út í þau þótt mér finn- ist stundum þau vera í hálfgerðri fýlu út í mig.“ Söngvaskáld verða að ferð- ast Hörður segist alltaf leita heim til íslands aftur þótt hann hafi verið með annan fótinn í útlöndum ára- tugum saman. Hann kom heim til íslands snemma á þessu ári eftir dvöl á Ítalíu. Sér hann ísland breytast? „Greinilegustu breytingamar í mannlífinu eru alltaf rétt fyrir kosningar og rétt á eftir að þeim er lokið. Sérstaklega var þetta áber- andi síðast. Það sást t.d. á aukn- ingu bílaflotans. Ég hef oft velt því fyrir mér hverjir eigi bílaumboðin og þær hallir. En sala á bílum og vegakerflð á íslandi er ekki í nokkru samræmi, frekar en um- ferðarmenning almennt. Þetta er eitt að fjölmörgum dæmum um hraða neyslusamfélagsins. Afleið- ingamar má svo heyra í slysafrétt- um. Hér eru fleiri en annar hver maður að kjafta í síma og keyra. Hvað skyldi slíkt kosta samfélag- ið árlega? Eiturlyfjaneyslan, áfeng- issýkin, ofbeldisdýrkun. Jú, listinn er langur. En þetta er einmitt starf söngvaskáldsins að fjalla um öll slík mál. Fjarveran skerpir sjón á það sem fram fer og endurspeglast síðan í söngvum mínum. Söngvaskáldi er nauðsyn að ferð- ast til að rjúfa einangrun sína.“ -PÁÁ Kawasaki fjórhjólin traust & lipur métU ítorfæru, Hörkukeppni. Það verður ekkert Úrslitin í íslandsmeistaranum ráðast 9. september, rétt norðan Mosfellsbæjar. Keppnl befst kl. 13.00 Formula offroad meistarinn ræðst í Noregi í október.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.