Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2001, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2001, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 I>V Fréttir Meintur brennuvargur velti bíl sínum skammt frá logandi húsi: Faldi sig á Reyðará - lá í útihúsum og gaf sig fram við bóndann, lemstraður og kaldur Lögreglan á Höfn 1 Homafirði hand- tók í gær 25 ára mann sem grunaður er um að hafa kveikt í bænum Hval- nesi snemma i gærmorgun. Bærinn fuðraði upp og var ein ijúkandi rúst þegar slökkvistarfi loks lauk. Skammt frá Hvalnesi ók lögreglan fram á bif- reið hins handtekna á hvolfi en sjálfur var hann á bak og burt. Hófst þegar mikil leit að manninum sem áður hef- ur hlotið dóma fyrir íkveikjur víða um land. Björgunarsveitarmenn og lög- regla fínkembdu nágrennið og heim- sóttu bæi í sveitinni. Meðal annars leituðu þeir í útihúsum á Reyðará hjá Bimi bónda Þorsteinssyni en án ár- angurs. Skömmu eftir að leitarmenn höfðu yfirgefið Reyðará bankaði hinn gmnaði hins vegar upp á hjá bóndan- um og beiddist aðstoðar. Leitarmönnum yfirsást „Bónda grunaði þegar að hér væri meintur brennuvargur á ferö og lét lögreglu vita og kom hún þegar á stað- inn og handtók manninn," sagði heim- ildarmaður DV á Homafirði sem fylgd- ist með atganginum. „Svo virðist sem hinn grunaði hafi lagst til svefns í úti- húsunum á Reyðará en leitarmönnum hafi yfirsést sofandi maðurinn þegar þar var gengið um. Hann var lemstrað- ur á öxl eftir bílveltuna og kaldur eftir svefninn í útihúsunum.“ Skyldur Hvalnesfólkinu íbúðarhúsið á Hvalnesi, sem brann í gærmorgun, var í eigu nokkurra fiöl- Bruni viö Önundarfjörð Hinn handtekni var dæmdur fyrir íkveikju þar. Hvalnes í Ijósum logum Skammt þar frá fannst þifreiö meints þrennuvargs á hvolfi. skyldna í Reykjavík sem notuðu húsið til sumardvaiar. Meintur brennuvarg- ur er skyldur fyrrum ábúendum á Hvalnesi en ekki er vitað hvað vakti fyrir honum með athæfi sínu. Hann hefur áður hlotið dóma fyrir íkveikjur í tveimur húsum við Önundarfiörð fyr- ir nokkrum árum, svo og fyrir að hafa kveikt í raftækjaverslun á Höfn í Hornafirði. Þá lá maðurinn einnig undir grun um að hafa kveikt í bil í Hafharfirði, svo og að hafa kveikt í kennslustofu í Sjómannaskólanum í Reykjavík þar sem hann stundaði nám. Kveikti hann í kennslustofunni eftir að hafa sinnast við kennara sinn í skólanum. „Við vinnum eftir þeirri tilgátu að hinn handtekni hafi hér átt hlut að máli þegar eldur kom upp í Hval- nesi,“ sagði lögregluvarðstjóri á Höfn í Hornafirði í gærkvöld. -EIR Rústir einar Hvalnes eftir þrunann í gærmorgun. Bílnum stoliö fyrir tveimur mánuðum: Gert að greiða tryggingar Af bílum sem stolið er þurfa eigend- ur að greiða tryggingar, jafnvel nokkra mánuði finnist bíllinn ekki. Fyrir um tveimur mánuðum var dökkgrænni Hyundai Accent bifreið stolið í Reykja- vík og síðan hefúr ekkert til hennar spurst. Eigandi bifreiöarinnar til- kynnti hvarfið strax til lögreglu en eft- irgrennslan hefur engan árangur bor- ið. Þetta er kannski ekki í frásögur færandi nema hvað eigandi hennar þarf enn að greiöa tryggingar af bíln- um þar sem hann er skráður eigandi. Eigandinn segist orðinn nokkuð vondaufur um að bifreiðin finnist en finnst hart að þurfa að halda áfram að greiða tryggingar af bU sem enginn veit hvar er niðurkominn. Hann segir að nógu slæmt sé að lenda í svona óhappi, það sé mikið fiárhagslegt tjón þar sem hann fær bUinn ekki bættan af tryggingafélagi sínu en verra sé að tryggingafélagið innheimti enn af hon- um tryggingamar. Þar sem hann getur ekki án bUs verið keypti hann sér gamlan bU stuttu eftir að Hyrmdai-bUl- inn hvarf og er að greiða tryggingar af honum líka. Segir hann þetta ástand geta varað nokkra mánuði eða þar tU bíUinn verður afskráður. Hjá Sjóvá-Almennum, sem er það tryggingarfélag sem tryggir bUinn, feng- ust þær upplýsingar að verklagsreglur félagsins gerðu ráð fyrir því að eigandi ökutækis greiði af því tryggingar þar tU nær fuUvist má telja að það finnist ekki. Þar á bæ þykja tveir mánuðir nægUega langur tími tU þess og þegar þeir eru liðnir getur eigandinn fengið iðgjaldið endurgreitt. En tU þess að svo megi verða þarf að merkja bUinn í bifreiða- skránni sem horfinn bU. I umferðarlög- um segir að sá sem notar bU í heimUd- arleysi sé ábyrgur fyrir því tjóni sem hann kann að valda. En tryggingafélag- Fundarlaun Bíllinn sem enginn veit hvar er niöur- kominn. Þetta er tveggja ára gamall dökkgrænn Hyundai Accent. ið þarf samt sem áður að greiða það tjón en á endurkröfurétt á þann sem því oUi. Eigandi bifreiðarinnar býður góð fúnd- arlaun tU handa hveijum þeim sem geta gefið upplýsingar sem verða tU þess að bUlinn finnst. Þeir sem hafa einhveijar upplýsingar geta snúið sér tU lögregl- unnar í Reykjavík. -ÓSB Manstu eftir Monicu? Varðstjóri Kolfinnu Pabbadrengur í vopnasölu Eiga Elliðaámar enn von? Erlent fréttaljós Innlent fréttaljós Clinton kveður Gæludýrlð mitt .8 Silíkonkynslóðin ísland bjargaði lífi mínu Stálstýrið veitt í fyrsta sinn Kjarnafjöl- skyldan í minnihluta Úkrainumaöurinn Oleksandr Hallgrímur Helgason Skilnaðlr Megrun með MacDonald’s „...maðurinn er að gera mér gott!“ Blautlegar þjóðsögur Þreyttir á álfaspurningum Óðruvísl megrunarkúrar DV-Bílar Bladið í dag Sighvatur hættir Sighvatur Björg- vinsson er meðal um- sækjenda um starf framkvæmdastjóra Þróunarsamvinnu- sjóðs. Öruggt má telj- ast að Sighvatur fái starfið og má gera ráð fyrir að hann hætti á þingi í næsta mánuði. Sæti hans þar tekur Karl V. Matthíasson, sóknarprestur í Grundarfirði. Sighvat- ur verður þriðji maðurinn sem náði kjöri á þing við síðustu kosningar sem hverfur til annarra starfa. Vísh'.is greindi frá. Síminn hækkar Landssíminn hefur hækkað fasta- gjald heimilissíma um um 248 krónur á mánuði. Gjaldið var 820 krónur en er nú 1068 krónur á mánuði. Fastagjald atvinnusíma hækkaði á sama tíma um 238 krónur á mánuði. Þá hækkar upp- hafsgjald í 118 úr 15 krónum í 27 en áframtenging lækkar úr 19 krónum i þrjár. ÍSAL semur í gærmorgun var skrifað undir nýj- an kjarasamning við félög starfsmanna hjá íslenska álfélaginu í Straumsvík (ISAL) en um átta félög er að ræða. Alls voru haldnir um 50 fúndir frá því í lok september sl„ en viðræðunum var ekki vísað til meðferðar hjá rikis- sáttasemjara. Samningurinn er til fiög- urra ára og hefur ekki áður verið samið tO svo langs tíma hjá fSAL. Launahækkunin horfin Hækkun vaxta á lánum til leiguíbúða úr einu prósenti í 4,9% kostar láglauna- fólk þrisvar sinnum meira en það fær í kjarabætur á þessu ári segir Jóhanna Sigurðardóttir, þing- maður Samfylkingar. Leiguhækkun mun að óbreyttu nema 16.000 krónum á mánuði en fólk með lægstu launin fær ekki nema um 5000 krónur í launa- hækkun á mánuði. Samið við Reykjalund Heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið hefur gert þjónustusamning við Reykjalund til fiögurra ára. Sam- kvæmt samningnum greiðir ríkið 751,5 milljónir króna á ári fyrir keypta þjón- ustu en gert er ráð fyrir að á Reykja- lundi verði að jafnaði 165 til 175 sjúk- lingar til meðferðar á niu meðferðar- sviðum. Samningurinn felur í sér að fastar greiðslur koma í stað daggjalda. Engin skýring Enn hefur ekki fengist nein skýring á því hvað olli símabiluninni í Reykja- vík á fimmtudag. Sérfræðingar frá Eriksson voru fengnir til að rannsaka þann hugbúnað sem talið er að hafi brugðist. Ríkisútvarpið greindi frá. Haldið til haga í DV í gær birtist röng mynd sem sögð var af Ingi- björgu Benedikts- dóttur dómara. Hér er rétt mynd af Ingibjörgu. Þau mistök urðu á Menningarsíðu DV í gær að nafn Guðmundar J. Guðmundssonar sagnfræðings féll niður um eina línu. Það gefur til kynna að Guðmundur sé ekki höf- undur greinarinnar um þættina 20. öldin - brot úr sögu þjóðar, heldur höfundur þáttanna sjálfra. Guð- mundur J. Guðmundsson er höfund- ur greinarinnar, en kom ekki ná- lægt gerð þáttanna. -bþg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.