Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2001, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2001, Qupperneq 6
Fréttir LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 I>V Öryrkjamálið getur farið fyrir dómstóla á ný: Hefur skaðað ríkisstjórnina Nafn: Halldór Ásgrimsson Staöa: Utanrikisráðherra Efni: Öryrkjadómurinn, staða Framsóknarflokksins og ríkisstjórnarinnar. Ert þú fullkomlega sáttur við aðgerðir ríkisstjórnarinnar í kjölfar öryrkjadómsins? „Ég er sáttur við það hvemig brugðist er við dómnum. Það er hins vegar ekki það sama og vera sáttur við kjör öryrkja. Um það fjallar um- ræðan. Það kemst afskaplega illa í gegn að hér er verið að bregðast við kröfum sem varða kjör öryrkja sem eru í sambúð eða hjónabandi og hafa tekjur yfir ákveðnu marki. Dómurinn fjallar ekkert um einstaklinga, né hjón undir svokölluðu frítekjumarki. Það er miður hvemig Öryrkjabanda- lagið kynnir þetta mál. Það er líka leitt til þess að vita að verkalýðshreyf- ingin og stjómarandstaðan virðast enduróma það án þess að hafa fyrir því að kynna sér málið." Þú hefðir ekki viljað sjá við- brögð ríkisstjórnarinnar öðru- vísi? Ég tel að þau hafi ekki getað verið öðravisi. Hins vegar er spum- ing um framtíð- ina. Hvað um allt það fólk sem enga leiðréttingu fær. Ég tel að það þurfi að einbeita sér að því að lagfæra kjör þeirra sem minnst hafa og þá fleiri hópa er ör- yrkja. Það er verkefni starfandi nefndar og hefur verið ákveðið að flýta því máli. Tekjutrygging og grunnlífeyrir öryrkja í sambúð getur hæstur verið tæpar 51 þúsund krón- ur. Niðurstaðan út úr þessu öllu er sú að hann geti aldrei verið lægri en rúmar 43 þúsund krónur og er það mikil hækkun. Því er haldið fram að við höfúm ekki farið að dómnum vegna þess að niðurstaðan sé ekki 51 þúsund. Ef við hefðum valið þá leið, þá helðum við verið að viðurkenna það sem dómurinn gengur ekki út á, að það megi ekki miða við tekjur maka. Ef við viðurkennum það án þess að dómurinn gangi út á það, hvaöa áhrif hefur það á aðrar viðmið- anir f þjóðfélaginu? Vilja menn ganga til þess verks að aldrei megi miða við makann. Þetta er stór pólitísk spum- ing sem mér fmnst að stjómarand- staðan horfi algerlega fram hjá í gleði sinni og ánægju yfir því að þama sé gott tækifæri til að beija á ríkisstjóm- inni. En ég hef ekki heyrt í neinum lögfræðingum, öðrum en Ragnari Að- alsteinssyni, lögfræðingi Öryrkja- bandalagsins, sem hefur þá skoðun að við séum ekki að fara að dómnum." Álitamál Voru ráðherrar Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks sam- mála um viðbrögð við dómnum á öllum vinnslustigum málsins í ríkisstjórn, eða vildu framsókn- armenn greiða lengra aftur í tímann heldur en sjálfstæðis- menn? „Það var enginn ágreiningur í mál- inu. Ég lagði á það áherslu í upphafi máls að fá þyrfti sérfræðinga að þessu máli með sambærilegum hætti og gert var í kvótamálinu svokallaða. Við þyrftum að kalla Alþingi saman eins fljótt og verða mætti til þess að bregð- ast við dómnum. Álitamálið var það hvort greiða ætti 2 eða 4 ár aftur í tímann. Það var aldrei neitt annað uppi á borðinu. Varúðarreglan sagði okkur að rétt væri að fara fjögur ár aftur og um það var aldrei neinn ágreiningur. Hins vegar er afskaplega óþægilegt í máli sem þessu að geta lítið sagt fym en niðurstaða er komin.“ í samtölum DV við framsókn- arþingmenn kom fram megn óá- nægja með að ekki skyldi vera gengið lengra í endurgreiðslun- um. Voruð þið Davíð samstiga allt frá upphafi? Já, við vorum það. Ég tel að þetta sé eitthvað málum blandið. Það liggur fyrir að þetta tók tíma. Margir fúndir voru haldnir og mörg álitamál vora í þessu. Við þurftum að tala okkur í gegnum það. En það er ekki hægt að kalla það ágreining. Við leystum þetta mál vel og farsællega og í sátt.“ Ekkisátt Heilbrigðisráðherra var sagð- ur óánægður með þessa niður- stöðu. Varðstu var við það? „Heilbrigðisráðherra hefur alla tíð viljað bæta kjör öryrkja og elli- lífeyrisþega meira en við höfum fengið fjármagn í. Það er engin launung á því að hún vildi við síð- ustu fjárlagaafgreiðslu bæta kjör ör- yrkja meira en niðurstaða varð um. í tíð hennar hef- ur verið dregið mjög mikið úr tekjutengingum. Heilbrigðisráð- herra leggur mik- ið upp úr því starfi sem er í gangi í nefnd um end- urskoðun kjara öryrkja og ellilífeyris- þega og er með kröfur á okkur, for- ystumenn stjómarflokkanna, að þar verði staðið myndarlega að málum. Hún var sátt við viðbrögð við dómn- um, en hún er ekki sátt við kjör þeirra sem minnst hafa. Þessi dómur fiallar eingöngu um það fólk sem hef- ur mest. Mér finnst mikilvægt fyrir verkalýðshreyfmguna að átta sig á því. Það er alveg nýtt fyrir mér að verkalýðshreyfmgin leggi áherslu á það fyrst og fremst að bæta kjör þeirra sem meira hafa.“ Davíð hefur verið gagnrýndur fyrir framgöngu sína og ýmis ummæU í öryrkjamálinu. Ert þú ánægður með hvemig hann hef- ur haldið á málinu? „Ég geri ekki athugasemdir við framgöngu hans. Ef ég hefði athuga- semdir myndi ég taka þær upp við hann og býst við að hann hefði sama hátt á með mig.“ Hvað finnst þér um framgöngu Garðars Sverrissonar, fram- kvæmdastjóra Öryrkjabanda- lagsins? „Garðar er mikill baráttu- maður og hann er afskaplega dugleg- ur. Mér hefur ekki fundist hann vera málefhalegur í sínum rökstuðningi. Ég man aldrei eftir að hann hafi sagt frá því að þessi dómur varði mjög lítinn hluta félags- manna í Öryrkjabandalaginu. Mér fmnst hann tala eins og þetta varði hvem einasta mann. Ég býst við að margir af hans félagsmönnum verði fyrir miklum vonbrigðum þegar þeir átta sig á því að þetta varðar ekkert þá sem minnst mega sín.“ Skaðaö ríkisstjórnina Telurðu að þetta mál hafi skaðað ríisstjórnina? „Já, ég tel að þetta hafi skaðað rík- isstjómina. Það þarf að leiðrétta þann ómálefnalega málflutning sem hefur komist í gegn. Ég held að hann leið- réttist á Alþingi. Það er mikil til- hlökkun 1 mér að tala við stjómar- andstöðuna á þingi i næstu viku, því ég tel að hún hafi afskaplega veika málefnalega stöðu í þessu máli og hafi fallið i þá freistingu að stökkva um borð í þann tilfinningahita sem skap- ast hefur í málinu án þess að lesa heimaverkefnið. Þetta eru flokkar sem hafa sérstaklega talið sig vera fulltrúar réttlætis og jafnaðar í land- inu.“ Hefur þetta mál skaðað Fram- sóknarflokkinn? „Við fmnum fyrir ákveðnu mótlæti vegna þessa máls. Ég hef hins vegar útskýrt það fyrir minu fólki. Það er afskaplega ánægt með þær útskýring- ar. Sá einfaldi áróður sem settur hef- ur verið á svið hefur valdið fólki áhyggjum. Það liggur í honum að við séum sérstaklega að níðast á þeim sem minna mega sín. Við viljum leggja okkur fram um að bæta kjör þeirra. Misskilning- urinn er sá að dóm- urinn gengur ekki sérstaklega út á það. Helstu laun- þegasamtök hafa lýst stuðningi við öryrkja og segjast munu bíða með aðgerðir þar til málið hafi verið tekið til umræðu á Alþingi. Veldur þetta ríkisstjóminni áhyggjum? „Já, það gerir það. En það er skyn- samlegt af þeim að bíða, þvi ég tel að málið skýrist í meðfórum Alþingis." Á hvern hátt getur málið breyst í meðförum þingsins? „Ég skal ekki segja um það. Ég tel að málið sé vel undirbúið og sé enga nauðsyn á breytingum. En ég veit að sjálfsögðu ekkert hvað upp getur komið í því nefndastarfi sem fram undan er. Svo má vel vera að málið fari á nýjan leik fyrir dómstóla. Það er viðfangsefni þeirra að skýra lögin. Það er mikilvægt að skýrt komi fram að við höfum verið að bregðast rétt við dómnum.“ Finnst þér Framsóknarflokkur- inn hafa notið sannmæhs í stjóm- arsamstarfinu? „Nei, það finnst mér ekki. Við höf- um skilað mjög góðu starfi í þessu stjómarsamstarfi, en orðið fyrir mik- illi gagnrýni. Við höfum t.d. barist fyrir virkjunum og stóriðju á Austur- landi og legið undir þungum höggum vegna þess. Sem dæmi um málflutn- inginn í þjóðfélaginu þá fer Lands- virkjun allt í einu að tala um nýjar virkjanir á Þjórsársvæðinu sem ég er ekki að gagnrýna. En fiölmiðlar fara nánast ekkert ofan i það. Þú minnist á virkjanir, kemur til greina að breyta virkjunarröð, stækka Norðurál á undan Reyðar- áU? Við ætlum að ljúka þessu máli hér á Austurlandi. Við eigum eftir að leggja fram framvarp um Kára- hnjúkavirkjun. Á sínum tíma var samþykkt að virkja í Fljótsdal. Það þarf að breyta því máli og það nýtur forgangs. Ég er andvígur því að vera alltaf að reyna að búa til einhvem ágreining og samkeppni milli verk- efna í landinu. Það hefur mætt nokkuð á Framsóknarflokknum. Háir varaformannsleysi flokknum? „Það er verra. En það verður flokksþing hjá okkur í mars og þá verður fyllt í það skarð.“ Og þú sjálfur, heldur þú gal- vaskur áfram í formennskunni? „Já.“ Eru einhver teikn á lofti um að ríkisstjórnin Ufi ekki út kjör- tímabiUð? „Ég sé enga ástæðu til að ætla ann- að en ríkisstjórnin sitji út kjörtímabil- ið. Við göngum til samstarfs til að vinna þau verk sem blasa við. Ef við ætlum að viðhalda stöðugleika í land- inu og trausi inn á við sem út á við þá kallar það á stöðugleika í stjóm- málum. Við erum ekki alltaf sammála um alla hluti. En við leysum það og sjáum enga ástæðu til að bera það á torg.“ Jóhanna S. Sigþórsdóttir blaöamaöur „Það er alveg nýtt fyrir mér að verkalýðshreyfing- in leggi áherslu á það fyrst og fremst að hœta kjör þeirra sem meira hafa. “ Sandkorn ________Omsjon: Hörður Krístjánsson netfang: sandkorn@ff.is Vinir verðlauna Það kom ýmsum á óvart þegar ímark, félag ís- lensks markaðs- fólks, valdi Sigurð Helgason, forstjóra Flugleiða, mark- aðsmann ársins ; 2001 - forstjóra sem rekið hefur fyrirtæki árum saman með gríðar- legu tapi. Þegar skoðað er hveijir voru í dómnefndinni er skýringin augljós. Þar sátu, meðal annarra, Bogi Ágústsson fréttastjóri (fyrrver- andi blaðafulltrúi Flugleiða), Ólafur Ingi Ólafsson, forstjóri íslensku auglýsingastofunnar (Flugleiðir einn stærsti viðskiptavinurinn), Hrönn Greipsdóttir, hótelstjóri Radisson SAS Hótel Sögu (gift Sigurði Skag- fjörð Sigurðssyni, forstöðumanni þjónustudeildar Flugleiða), og svo má áfram telja. Sagt er að gárungar séu þegar farnir að leita í vinahópn- um að næsta markaðsmanni... Með afa Ari Sigurjóns- son frá Keldu i Vatnsfiarðarsveit i Djúpi ólst þar upp hjá afa sínum og ömmu. Var Ólafur Steinsson, afi Ara, ævinlega með al- skegg á vetrum. Hann ritaði hug- vekju í jólablað SKUTULS á ísafirði og minntist bemskujóla sinna í sveitinni. Þótti ritsmíðin ákaflega vel stíluð og hrærði hún huga margra Djúpmanna. Með hugvekj- unni birtist mynd af Ara við mál- verk af Karli Marx. í jólaboði hjá hjónum úr Djúpinu og sveitungum höfundar, Hans og Stefaníu frá Miðhúsum, barst hugvekja Ara í tal og var henni hælt í hástert. Þá sagði Stefanía: „Svo þykir mér það lýsa honum Ara svo vel að hann skuli láta mynda sig við hliðina á mynd af honum afa sínurn..." Mikið liggur á Hart er lagt að Árna Johnsen, for- manni samgöngu- nefndar Alþingis, að hraða tvöfoldun : Reykjanesbrautar þannig að hún verði tilbúin helst ekki síðar en i gær. Sagt er að mikil pressa Suðurnesjamanna sé ekki tilviljun. Einn helsti áróðurspóst- urinn fyrir tvöfoldun brautarinnar mun vera stöðugur akstur olíuflutn- ingabíla um brautina. Nú mun Hafna- samlag Suðurnesja þurfa mikið á því að halda að olíuflutningar verði tekn- ir af brautinni og fluttir í Helguvíkur- höfn til að tryggja samlaginu tekjur. Því liggi á að tvöfalda Reykjanes- brautina áður en rökin hverfa með ol- íuflutningunum til Helguvíkur... Felguiykill að himnaríki Maður einn l dó skyndilega og [ stóð allt í einu I - andspænis | Lykla-Pétri við j dyr himnaríkis. J Pétur sagðist vilja segja komumanni áður en hann færi á fund Guðs að litið hefði verið yfir æviferil hans. Allt liti þetta hálf- vandræðalega út því hann hefði ekk- ert afrekað sem teldist gott eða vont. „Gætir þú ekki hjálpað okkur að nefna eitthvað sem gæti auðveldað okkur að taka afstöðu um hvert á að senda þig?“ spurði Lykla-Pétur. - „Jú, eitt sinn ók ég fram á kven- mann sem vélhjólamenn voru að áreita. Ég stoppaöi, tók upp felgulykil og sneri mér að tattóveruðu vöðva- búnti í hópnum. Benti ég honum á að ef hann ætlaði að abbast upp á konuna þá yrði hann fyrst að eiga við mig.“ - „Þetta er athyglisvert," sagði Pétur. „Hvenær gerðist þetta?“ - „Fyrir um tveim mínútum," svar- aði komumaður...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.