Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2001, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2001, Blaðsíða 41
49 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 DV Tilvera Gasblöðrur og þúsund rósir -á rómuöu kvöldi sem kostaði sitt Helga Björk Haraldsdóttir hár- greiðslunemi er matgæðingur vik- unnar að þessu sinni. Hún er ný- farin að búa ein og að hennar sögn er ekki mikið eldað á þeim bæn- um. „Það er viö mjög sérstök tilefni sem ég elda heima, enda tekur það því einhvern veginn ekki að elda bara fyrir sjálfan sig. Auðvitað kemur það fyrir að ég tek mig til og bý til mat en það er alltaf sami maturinn því að þaö eina sem dríf- ur mann kannski áfram er að elda eitthvað sem manni finnst sjúklega gott,“ sagði Helga. Aðspurð segist Helga samt ekki fara mikið út að borða fyrir vikið, hún leiti frekar á náðar skyld- menna sinna. „Ég hef nú samt farið öðru hverju út að borða eins og gengur og gerist. Ég get sagt frá einni neyðarlegustu reynslu minni í þeim efnum. Eitt sinn kynntist ég manni í gegnum sameiginlega vini. Upphaf- lega byrjaði þetta sem svokallað „blint stefnumót", nema hann hafði séð mig og var því skrefi framar en ég. Ég hef aldrei tekið þátt í svoleið- is hjónabandsmiðlunum og geri það aldrei aftur. Þessi maður fékk bara svo rosalega gott lof frá vinkonu minni að ég gat bara ekki sagt nei. Rauðvín með matnum Hann hringdi svo i mig og spurði hvort hann mætti ekki bjóða mér út að borða. Ég sagði að það væri alveg sjálfsagt og var bara heilluð af kurt- eisi þessa manns sem sagðist endi- lega vilja fara á Ítalíu að borða þar sem þar væri svo „rómuð stemn- ing“, eins og hann orðaði það. Þeg- ar kvöldið, sem ákveðið hafði verið, rann svo upp kom hann og sótti mig. Ég settist inn í bílinn og varð alls ekki fyrir vonbrigðum þegar ég sá þennan svakalega myndarlega mann mér við hlið. Við fórum inn á Ítalíu og þar byrjaði martröðin. Við pöntuðum okkur að borða og hann pantaði fyrir okkur rauðvín með matnum og var ekkert sparað á þeim bænum. Eftir matinn sagði hann að ég hreinlega yrði að fá mér eftirrétt og benti mér á einhvem al- veg sérstaklega góðan. Okkur kom bara vel saman og við komumst að því að viö þekktum eitthvað af sama fólki. Það var samt einhver nett klígja yfir honum, hann var eitt- hvað svo yfirrómantískur. Hann var alltaf aö tala um svo yfirgengi- lega rómantíska hluti sem hann myndi gera fyrir konuna sína í framtíðinni. Við erum aö tala um gasblöðrur, þúsund rósir, morgun- mat í rúmið á hverjum morgni og hluti sem hreinlega myndu bara ekki ganga upp. Ég reyndi samt að horfa á já- kvæðu hliðarnar og hugsaði með mér að það hefði verið fínt að kom- ast út og það væri þó skemmtilegt að tala við hann þegar hann gleymdi því að vera rómantískur. Gleyml aldrei þessari stundu Reikningurinn var ekki kominn þegar við ákváðum að fara. Við rölt- um því að afgreiðslunni og eins og lög gera ráð fyrir tók hann upp veskið eins og sannur herramaður sem býður stúlku með sér út að borða. Nema hvaö, hann tekur upp visakortið sitt og segir við þjóninn „skipta í tvennt, takk“. Ég gleymi Heiga Björk Haraldsdóttir „Hann var alltaf aö tala um svo yfirgengilega rómantíska hluti sem hann myndi gera fyrir konuna sína í framtíöinni. Viö erum aö tala um gasblöörur, þúsund rósir, morgunmat í rúmiö á hverjum morgni og hluti sem hreinlega myndu bara ekki ganga upp. “ aldrei þessari stundu svo lengi sem ég lifi. Auðvitað var ég ekki með peninga á mér fyrir helmingnum, mér hafði bara ekki einu sinni dott- ið í hug að taka veskið mitt með. Ég var með 1500 kr. á mér sem var dropi í hafið. „Herramaðurinn" var farinn út í bíl að hita hann svo ég þyrfti ekki að setjast inn í hann kaldan. Ég stóð því þama ein eftir með óuppgerðan reikning og til allr- ar hamingju gat ég útskýrt fyrir þessum yndislega manni sem af- greiddi mig hvemig málin stæðu og fékk aö koma daginn eftir og gera upp við hann. „Takk fyrir æðislegt kvöld,“ voru hans orð þegar hann keyrði upp að dyrunum heima. Ég held að bíllinn hafi verið enn þá á ferð þegar ég steig út. Hann hringdi í mig 3 dögum síð- ar og vildi endilega bjóða mér í leik- hús, ég svaraði hreinskilnislega „Ég hef hreinlega ekki efni á því að láta þig bjóða mér út framar,“ sagði Helga og hló þegar hún rifjaði þetta upp. „Hér ætla ég að gefa lesendum uppskriftina að uppáhaldsmatnum mínum sem er mjög auðveldur í gerð,“ sagði Helga að lokum. Fylltar kartöflur Fyrir fjóra: 4 stórar kartöflur 1 bréf beikon laukur ostur jalepeno-pipar 1 bikar sýrður rjómi Aðferð: Kartöílumar eru skomar í tvennt. Innihaldið hreinsað úr að mestu. Snögg-djúpsteiktar. Beikonið er steikt á pönnu og sett í kartöfluskelina. Þvi næst er laukurinn settur í og svo osturinn ofan á. Bakist í ofni í 5 min. á 180° C. Jalepeno-pip- amum dreift yfir eftir smekk. Sýrði rjóminn borin fram með kartöflunum. Uppskrrftir Hryggsneiðar með banana og karríi Fyrir 6 1200 g beinlaust svínafilet í 200 g sneiðum olía til steikingar 2 stk. bananar Ferskjusósa 3 dl svínasoð (eða vatn og 1-2 svínakjötsteningar) 1/2 dós ferskjur 1/2 dós sýrður rjómi 1 dl rjómi 1 tsk. Madras karrí 1 msk. mango chutney helmingur af safanum úr ferskju- dósinni. Meðlæti 3 dl villihrísgrjónablanda eða brún hrísgrjón 18-24 falleg salatblöð Steikið kjöt- ið á pönnu og látið síðan í eldfast mót. Af- hýðið banan- ann og skerið í 5 bita. Skerið helminginn af ferskjunum í báta. Setjið hvort tveggja í fatið með kjöt- inu. Maukið afganginn af ferskjun- um með safanum og bætið í sósuna. Ferskjusósa Setjið karríið á pönnuna ásamt olíu, hitið og bætið síðan restinni á pönnuna og látið sjóða í 2-3 mínút- ur. Hellið yfir kjötið og bakið í ofni við 180° C í 20 minútur. Færið kjöt- ið upp á diskana eða berið fram á heitu fatinu. Sparið hvergi sósuna. Meðlæti Sjóðið hrísgrjónin skv. leiðbein- ingum. Skreytið réttinn með nokkrum salatblööum. Önd meö mangó og karríi Fyrir 6 2 aliendur 2 dósir kókosmjólk 6 msk. mango chutney (t.d. Sharwoods) 1 tsk. madraskarrí Kókos- og mangósósa 4 dl kókossoð 1 dl rjómi helmingurinn af karrí- og mangómaukinu kjúklingakraftur sósujafnari salt og pipar Meðlæti 300 g strengjabaunir, snöggsoðn- ar í léttsöltu vatni Úrbeinið endurnar og hlutið hvora um sig i 6 hluta. Hreinsið alla aukafitu frá. Sjóðið andabitana í kókosmjólkinni viö mjög vægan hita í 30 mínútur. Færið bitana upp á ofnplötu, geymið kókossoðið í sósuna. Blandið saman mangóm- auki og karríi, smyrjið helmingn- um af maukinu á andabitana og setjið í 200°C heitan ofn í u.þ.b. 10 mínútur til að fá haminn stökkan. Nykaup I>ar sem ferskleikinn býr Uppskriftirnar eru fengnar frá Ný- kaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. Setjið jafnvel á grill stutta stund. Berið fram með sósu og baunum. SósanFleytið fitu af kókossoðinu og jafnið með sósujafnara. Bætið í rjóma og helmingnum af mangó- og karrímaukinu. Bragðbætið með kjúklingakrafti, salti og pipar. Reykt laxarós með eggjakremi og agúrkumauki Fyrir 6 18 stk. stórar sneiðar reyktur lax 5 stk. harðsoðin egg 110 g dill-smurostur (lítil dós) 50 g smjör salt og pipar Agúrkumauk 3 stk. eggjahvítur, saxaðar 1 dl söxuð agúrka 1/2 dl kotasæla 2 msk. AB mjólk eða jógúrt Maukið eggjarauður, ost og smjör í matvinnsluvél. Kryddið með salti og pipar. Leggið laxasneiðarnar saman, 3 stk. í hverja „rós“. Smyrjiö eggjakreminu ofan á og rúllið sam- an. Þá verður laxinn eins og rós að sjá ofan. Setjið á disk og kælið. Berið fram með agúrkumaukinu og ristuðu brauði. Agúrkumaukið Blandið öllu saman. Bragðbætið með aromati ef vill. 'CHARGEfí naust RAFGEYMAR ÞÚ HEFUR TlMA TIL 17. JANÚAR! Viltu slást í hóp þeirra sem drápu í síðustu sígarettunni 10. jan. í beinni útsendingu i þættinum FÓLK á SkjáEinum? Þú getur skráð þig á netinu á STRIK.IS eða i næsta apóteki og átt möguleika að vinna utanlandsferð fyrir tvo með Úrval Úrsýn. 0 Nicotineir M strik»s iimíitri Nicotinell tyggigúmmí er Ivf sem er notaö seni hjálparefni til þess aö hætta eöa dragá úr reykingum. Þaö inniheldur .niKötin sem losnar gr því þeaar tuggiö er, frásogasi I munninum og dregur ur fráhvarfseinkennum ýr þvl þegar tuggiö er, frásogasf (munninum og dregur ur fráhvarfsei jia skar eiff stykki feinu. hægt og rólega, til aö vinna gegn reykingaþörf. L tki má tyggia fleiri en 25 stR. á daa. tkki er ráölagt ao nota lyfio lengur . nnmgar semtylgja pakkningunni. Geymiö par sem börn hvorki ná til nó sjá. Skammtur e.n 1 ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.