Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2001, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2001, Blaðsíða 56
i. FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö T hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Ólga í Versló: Próf trufla fjör Plölmargir nemendur Verslunar- skóla íslands eru í uppnámi vegna jólaprófa sem þeim er gert að taka nú í kjölfar langvarandi verkfalls sem var þó styttra í Verslunarskólanum ^en öðrum skólum. Prófln hafa verið sett á um næstu helgi og dagana þar á eftir og stangast á við undirbúning Nemendamótsins sem er stærsti við- burður skólalífsins ár hvert og á að halda í byrjun næsta mánaðar. Þá er útgáfa Verslunarskólablaðsins í hættu vegna prófanna svo og söngvakeppni skólans sem áætlað var að halda næsta fóstudag. Fundur var haldinn með skólastjóra og yfirkenn- ara Verslunarskólans í gær en þeim varð ekki hnikað þrátt fyrir áeggjan nemenda þar um. -EIR DV-MYND KK Eldur í arni Þrjár sjúkrabifreiöar og tveir dælubíl- ar frá siökkviiiöinu í Reykjavík voru sendir aö Grand Hótel Reykjavík viö Sigtún síödegis í gær. Komiö haföi upp eldur í arni sem var þvílíkur aö slökkva þurfti í skyndi. Reykháfur haföi stíflast og í honum logaði eld- ur. Hann var slökktur. Óli í Sandgerði: Fékk flotvörpu í skrúfuna Loðnuskipið Óli í Sandgerði fékk flotvörpuna í skrúfuna þar sem skipið var að veiðum út af Reyðar- firði. Að sögn Tilkynningaskyld- unnar var bræla á miðunum þegar þetta gerðist. Loðnuskipið Bjarni Ólafsson tók skipið í tog. Áætlað var að skipin kæmu til hafnar á Eskifirði um klukkan 23 í gærkvöld þar sem kafari beið á bryggjunni til að hreinsa úr skrúfunni. » -rt DV-MYND KOLBRÚN Brim á ísafiröi Aldan náði á land í ofsaroki sem gekk yfír Vestfiröi í gær. Sjór sleikti Neöstakaupstaö á Isafiröi ogflæddi inn í hús en ekki hlaust tjón af. GUÐNI GURKA! Stálstýriö afhent Siv Friöleifsdóttir umhverfisráðherra afhendir Hallgrími Gunnarssyni, forstjóra Ræsis, Státstýriö en Ræsir er umboös- aöiii fyrir Mercedes Benz. Þaö var Einar Pétursson sem hannaöi þennan glæsilega veröiaunagrip. Bíll ársins 2001: Benzinn flottastur og bestur Að viðstöddu fjölmenni í Saln- um í gær var tilkynnt hvaða bíll væri bíll ársins 2001. Það var DV sem stóð fyrir valinu og var fimm manna dómnefnd tilnefnd sem var falið að velja bílinn. í upphafi valdi nefndin tuttugu og flmm bíla í forval. Úr því vali voru valdir fimm bílar, Volvo S60, Skoda Fabia, Mercedes Benz C200K, Lex- us IS200 og Toyota RAV-4. Sá bíll sem fékk verðlaunin var hinn glæsilegi Mercedes Benz. Siv Frið- leifsdóttir umhverfisráðherra af- henti Hallgrími Gunnarssyni, for- stjóra Ræsis, Stálstýrið en Ræsir er umboðsaðili Mercedes Benz á íslandi. í umsögn dómnefndar um Mercedés Benz C200K segir meðal annars að hann sé fyrir bíla- dellukarlinn, þann sem vill virðu- legan bíl. Verðlaunabillinn kostar beinskiptur 3.165.000 kr. og sjálf- skiptur 3.386.700 kr. Nánar má sjá um afhendingu Stálstýrisins á blaðsíðu 59. -HK Tilboð Howards Krugers til Jóns Ragnarssonar í Hótel Valhöll rennur út á mánudag: Litlar líkur á að Jón geti tekið tilboðinu - formlegar tillögur skortir um afgerandi atriði, segir lögmaður stjórnvalda breytingar á hótelinu. En það þyrfti að sjálfsögðu að bera þær undir Þingvallanefnd með formlegum teikningum og tillögum. Ekkert slíkt hefur verið gert,“ sagði Gestur. Kriiger að verða fráhverfur Tilboðið sem Howard lagði fram gilti fyrst til 15. desember en síðan var það framlengt til 15. janúar vegna „lausu endanna". í tilboðinu kveður á um að seljandi verði búinn að leysa framangreind atriði. „Ég get ekki gengið að tilboðinu nema þessi atriðið fáist staðfest,“ sagði Jón. Samkvæmt heimildum DV mun Krúger að líkindum ekki hafa áhuga á að gefa frekari frest. -Ótt Jón Ragnarsson, eigandi Hótel Valhallar, sagði við DV í gær að hann væri bjartsýnn á að geta á mánudag verið búinn að ganga að tilboði Howards Krúgers í hótelið. Á mánudaginn, 15. janúar, rennur út frestur sem Krúger gaf Jóni til að ganga að tilboðinu sem er upp á um 460 milljónir króna. Gestur Jónsson lögmaður, sem stjórnvöld fólu að fara með lagaleg atriði um Hótel Valhöll, sagði hins vegar í samtali við DV að enn skorti ákveðnar til- lögur af hálfu Jóns Ragnarssonar um nokkur skilyrði sem Howard Krúger setti fram. „Það er hugsanlegt að þetta verði komið heim og saman fyrir þennan tíma. Ég er að bíða eftir svari frá op- inberum aðilum um þrjú atriði sem þurfti að leysa. Ég á von á að fá þau Hótel Valhöll Litlar líkur á sölu. í dag (í gær) eða síðasta lagi á mánudag þannig að ég geti gengið endanlega frá þessu,“ sagði Jón. Þau atriði sem um er að ræða - þ.e. skilyrðin sem Krúger óskar eft- ir að verði komi á hreint - snúa í fyrsta lagi að lóðarsamningnum, ná- kvæmri staðsetningu á lóðinni þar sem Hótel Valhöll stendur. í öðru lagi er um að ræða viðbyggingu við Valhöll sem ríkissjóður er þinglýst- ur eigandi að og þriðja lagi hugsan- legum breytingum, stækkun eða endurbótum að hótelinu. „Það hafa engar ákvarðanir verið teknar varðandi neitt þessara at- riða,“ sagði Gestur. „Mér vitanlega hafa ekki verið lögð fram nein ákveðin erindi um þau af hálfu Jóns Ragnarssonar. Lengra er þetta ekki komið. Það hefur vissulega verið rætt um hugsanlegar lausnir eins og t.d. varðandi framkvæmdir og Utandagskrárumræður á Alþingi um írska nautakjötið: Guðni hættur að borða kjöt - erlendis af ótta við Creutzfeld-Jakob „Auðvitað fagna ég hverjum bandamanni sem vill gæta ýtrustu varfærni við innflutning á matvæl- um hingað til lands. En við erum að- ilar að GATT-samkomulaginu og eig- um að túlka það samkomulag eins stíft og hægt er til að tryggja að öll matvæli sem hingað koma séu ör- ugg,“ sagði Guðni Ágústsson land- búnaðarráðherra en utandag- skrárumræður verða á Alþingi í næstu viku vegna uppþots sem orðið hefur vegna innflutnings á írsku nautakjöti hingað tO lands fyrir jólin. írland er sem kunnugt er hluti þess hættusvæðis sem kennt er við taugasjúkdóm- inn Creutzfeld-Jakob. Það er Guðmundur Árni Stefáns- son, fyrrum heilbrigðisráð- herra, sem fer fram á utan- dagskrárumræðuna á Al- þingi. - Ert þú sjálfur hættur að borða kjöt? „Ég er óhræddur við að borða íslenskt kjöt sem er það heilnæmasta og besta i Guöni Agústs- son Boröar aöeins grænmeti erlend- is. heimi. En á ferðum mínum erlendis ætla ég að hætta að borða kjöt. Ég held að það sé öruggast að halda sig við grænmetið þegar þangað er komið,“ sagði Guðni Ágústs- son landbúnaðarráðherra sem bætist þar með í hóp fjöl- margra stjórnmálaleiðtoga á Vesturlöndum sem stefna að því að gerast grænmetisætur af ótta við Creutzfeld-Jakob- sjúkdóminn. -EIR brother P-touch 1250 Lítil en STÓRmerkileg merkivél 5 leturstæröir 9 leturstillinciar prentar í 2 linur boröi 6, 9 og 12 mm 4 gerðir af römmum Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport Heilsudýnur í sérflokki! Svefn&heilsa HEILsuNNAR Reykjavík 581 2233 Akureyri 461 1150 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.