Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2001, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 DV Helgarblað 25 „Á ákveðnu skeiði verður unglingurinn að fá að rækta sitt eigið um- hverfi, það felur ekki í sér höfnun á foreldrinu heldur reynir þá á hœfi- leika foreldranna til að styðja bamið saman við breyttar aðstœður. “ an við 8%, og má hverjum vera ljóst að þar á sameiginleg forsjá tæplega við. Örlítill hópur á í al- varlegum erfiðleikum í lífi sínu og getur ekki samið, jafnvel ekki með aðstoð. í tillögukafla í bókinni er lagt til að sameiginleg forsjá verði megin- regla. „En það er ekki nóg að setja lög. Það þarf að undirbúa fram- kvæmd þeirra en í niðurstöðum okkar kemur skýrt fram að fólk á ekki aðgang að leiðbeiningum sem skyldi um hvemig heppilegt sé að haga málum í verki,“ segir Nanna. Sveigjanleiki lykilatriöi Getur sameiginleg forsjá verió misvísandi eöa ruglandi fyrir börn- in? „Gott samkomulag foreldra er lykilatriði. Böm í dag þurfa að laga sig að síbreytilegri aðstæðum, en stöðugleikinn er eftir sem áður mikilvægur og þá er ég ekki síst að tala um innri stöðugleika," segir Sigrún. „Böm em yflrleitt reiðubú- in að vinna að uppbyggilegum lausnum með foreldrum sínum þó að ytri aðstæður séu ekki niöur- njörvaðar og barnið hliti ekki ná- kvæmlega sömu reglum og venjum á báðum stöðum. Sveigjanleikinn er lykilatriði þegar skapa á öryggi í kringum barnið. Þarfir barna breytast með aldrinum og fylgja þarf þroskanum eftir. Foreldrar þurfa t.d. að geta séð að á ákveðnu skeiði verður barnið eða ungling- Heppileg foreldra- hegðun - nokkrar þumalfingurs- reglur sem sannað nafa gildi sitt Þegar foreldrum tekst að setja langtímahag bamsins ofar sínum eigin stundlega hag og hafa með sér reglulega og hnökralausa foreldra- samvinnu er það líklega vænlegasta tryggingin fyrir aðlögun barnsins og vellíðan. Þau atriði sem börn finna hvað mest jákvæð áhrif af eru m.a. þessi: ★ Foreldrar geti rætt og staðið saman um framkvæmd þess sam- komulags sem þau hafa gert. ★ Það sé opið talsamband þeirra á milli. ★ Þau séu samherjar um velferð bamsins. ★ Þau geti borið virðingu hvort fyrir öðru og því lífi sem þau móta sér sitt í hvoru lagi eftir skilnað. ★ Þau geti treyst hinu foreldrinu fyrir velferð bamsins þegar það er hjá því. ★ Þau miðli því til barnsins að samvera við hitt foreldrið sé æskileg og af hinu góða. ★ Þau hafi hóflegan áhuga á að . heyra fréttir úrlífi hins foreldris- ins. ★ Þau þoli að hlusta á frásagnir barnsins cif lifi hins foreldrisins en leggi ekki á það mat. ★ Þau hlífi barninu við hlutverki boðbera og bitbeins. ★ Þau vinni í samfellu en ekki sundrungu milli þeirra tveggja heimila sem barnið nú tilheyrir eða á aðild að, bæði foreldranna og stórfjölskyldu. ★ Þau séu bæði ábyrg fyrir því að leita aðstoðar ef þau ráða ekki við aðstæður eða tilfinningar sínar eða bamanna. Hversu góða reynslu hefur þú af sameiginlegri forsjá? 29,4 Hlutlausa Slæma urinn að fá að rækta sitt eigið um- hverfi og er þá ef til vill ekki eins tilbúið að fylgja stífu heimsókna- fyrirkomulagi. Það felur ekki í sér höfnun á foreldrinu heldur reynir þá á hæfileika foreldranna til að styðja barnið saman við breyttar aðstæður." Hagsmunir beggja foreldra Samkvœmt rannsókninni eru karlar ánœgöari með sameiginlega forsjá en konur. Eru konur aö missa enn eitt vígiö? „Já, en þær eru kannski að vinna mörg önnur i staðinn," segir Sigrún. „Formleg viðurken'ning á því að feður séu virkir og viður- kenndir, þátttakendur í lífi barna sinna skiptir þá miklu máli. Mæð- ur hafa komið auga á að þetta eru raunverulega hagsmunir þeirra líka því þá er ábyrgðinni deilt og sátt foreldranna skilar sér í auð- veldari samskiptum við börnin í daglegu lífi.“ í samanburðarrannsókninni kom fram að mæður voru mjög „Fjölskyldugerðir nútím- ans eru margbreytilegar. Gamla fjölskyldugerðin er að komast í minni- hluta. “ þrúgaðar af ábyrgð. Þær unnu einnig mikið og fjárhagur þeirra var fremur bágur. „í þessari rann- sókninni má hins vegar sjá mark- tæka vísvendingu um þróun í átt að miklu jákvæðara viðhorf milli kynjanna, frá deilum til sátta," seg- ir Sigrún. Bók Nönnu og Sigrúnar er ítar- leg og niðurstöður eru ræddar og bornar saman við aðrar rannsókn- ir. í bókinni er afar vönduð og ná- kvæm heimilda- og atriðaskrá sem gerir hana aðgengilega. Bókinni fylgir viðauki sem er leiðbeiningar- kafli til foreldra. Hann hefur verið gefinn út í sérprenti sem hægt er að nálgast hjá fagaðilum . Margbreytilegar fjöl- skyldur Nanna og Sigrún hafa sinnt Qöl- skylduráðgjöf um árabil auk þess að hafa sinnt rannsóknum á sínu sviði. Þær hafa því talsverða yfir- sýn yfir þróun fjölskyldumála á ís- landi. Þær segja að fjölskyldan hafi þró- ast mikið á þessum árum og að endurskoða þurfi þá óljósu fjöl- skyldustefnu sem rekin er í land- inu Fjölskyldugerðir nútimans eru margbreytilegar. „Gamla fjöl- skyldugerðin er að komast í minni- hluta, hún er um það bil að fara niður fyrir 50%,“ segir Sigrún, „og sú þróun virðist halda áfram.“ Sigrún og Nanna telja að áhug- inn á fjölskyldunni fari vaxandi, ungt fólk ræði t.d. mikið um fjöl- skyldumál. Þær telja að þessi áhugi snúi ekki eingöngu að gömlu kjarnafjölskyldunni heldur fjöl- skyldunni í víðum skilningi, breyttum sambúðarformum og lífs- háttum. Skilnaður er langtíma- ákvörðun Samfélagið hefur tekið örum breytingum siðustu áratugi. „Þegar við vorum í námi var ráðgjöfin hugsuð á þá leið að ráðgjafinn að- stoðaði skjólstæðinga sína við að aðlagast stöðluðum gildum. í dag er þetta allt öðruvísi. Hugmyndirnar ganga út á að hver beri ábyrgð á sér og að hver og einn velji frjálst. Það sem skiptir máli I meðferðar- starfi í dag er að hjálpa fólki að átta sig á sínum eigin þörfum og þróa lausnir út frá því en ekki út frá ein- hverju fyrir fram gefnu,“ segir Sig- rún. Nanna segir að í starfi félagsráð- gjafa komi oft fram að fólk hefur hugmyndaheim sinn ekki síður úr heimi fjölmiðla en úr raunveruleik- anum. „Margir skilja ekki hvers vegna þeim líður svona illa þegar öllum öðrum virðist líða svo vel, sigla í gegnum hjónskilnaði og aðra erfiðleika. Margir halda að skilnað- ur sé auðveldur, snúist bara um að ganga frá pappírum og vera svo frír og frjáls. Skilnaður er hins veg- ar langtímaákvörðun, hann á sér ákveðinn aðdraganda, skilnaðar- ferlið tekur á fólk og það eru ákveð- in eftirmál og ný aðlögun. Á sama hátt er það langtímaákvörðun að „í meðferðarstarfi í dag gildir að hjálpa fólki að átta sig á sínum eigin þörfum og þróa lausnir út frá því en ekki út frá einhverju fyrir fram gefnu. “ stofna til sambands og barneigna og ber að líta þannig á.“ Er janúar tími hjónaskilnaða? Ekki endilega frekar en aðrir mánuðir. Áramót eru hins vegar tímamót í mörgum skilningi. Marg- ir endurskoða þá líf sitt og tengsl eða vilja treysta sín heit. Sumir koma þá í ráðgjöf en þegar málin eru skoðuð af einlægni leysast oft- ast nýir kraftar úr læðingi, ýmist til styrktar því sem fyrir er eða til að breyta um stefnu. -ss 90 80 70 60 50 40 30 20 10 % .87,8 76,8 81,9 Hver er aðalástæða þess að þú valdir sameiginlega forsjá? ___69.1 62>960,8 — 58,1 27,829|728,8 3 ~ c n o * * Þjónar best hagsmunum bamsins JL 3,8 3,7 3,7 ■ b m.'i 56,: 62,2 Kemur í veg fyrir forræðis- deilur Sanngjamast fyrír báða foreldrana Hagkvæmast m.tt húsnæðis Eykurþátt beggja í uppeldinu Útsalan í Kringlunni er í fullum gangi. Sífellt fleiri verslanir bætast í hópinn. Opið í dag fró 10:00 til 18:00 P H R 5 E M /H J H R T R Ð SlH R IPPLÝSINBHSlMI 5 B B 7 7 B B SKRIFSIDFIMÍMI 5 6 8 9 2 D0 ÍSICN5M AUGLTr SINGASTOFAN EHf./SÍA.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.