Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2001, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2001, Page 40
Tilvera LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 DV Bylting á Potti og pönnu -.Pottinum og pönnunni viö Nóa- Tun hjá Brautarholti var bylt að út- liti fyrir áramótin. Bása- og timbur- stíllinn hvarf, en við tók bjartur og opinn stíll aö nýrri tízku. Útbygg- „ ingin hefur verið breikkuð og salur- ntin stækkaður, svo aö rýmra er milli bólstraðra stóla og viðarborða. Aðbúnaður er notalegri en áður var, vatnskönnur koma á borð og falleg glös. Súpa, salatbar, aðalrétt- ur og kaffl kosta 1830 krónur Innihaldið er óbreytt Allt annað er nákvæmlega eins í Pottinum og pönnunni. Þar er sama glaðbeitta þjónustan, sama lága verðið, sami leiðigjami matseðill- inn, sama frambærilega matreiðsl- an og sama sögufræga og góða salat- borðið, sem Úlfar Eysteinsson mat- reiðslumaður gerði frægt á þessum stað ár- «©1982. Þetta er einn af föstu punktunum í tilverunni, þótt eigendur hafi komið og farið. En viðskipta- vinir eru orðn- ir átján árum eldri en þeir voru fyrst. Salatborð er hornsteinn Óbrigðult salatborð er homsteinn ^Pottsins og pönnunnar. Hveitisúp- urnar eru leiðinlegar, en stundum sjást betri súpur tærar Væg mat- reiðsla notar rétta eldunartíma og dauf matreiðsla býður piparsósu, sem ekkert bragð er að. Fyrir nokkrum kvöldum mátti velja milli silungs, fiskiþrennu, gríss og nauts, sem reyndist vera fyrirmyndar pip- arsteik með léttelduðu grænmeti í vandaðri kantinum. Tilveran breytist ekki Enn ódýrari fjölskyldumatstaður er alþýðleg Tilveran við Linnetstíg hjá Fjarðargötu í Hafnarfirði, þar sem súpa, aðalréttur og kaffi kosta 1150 krónur. Þessi ^staður kom til sög- unnar árið 1996 og hefur unnið sér verðugar vinsæld- ir. 'Svipmót staðar- ins er þægilega gamaldags, þjón- usta notaleg og matreiðsla traust, allt svo sem veriö hefur frá fyrsta degi. Fiskur er beztur Fiskréttir hafa reynzt mér beztir í Tilverunni. Pönnusteiktur steinbít- ur var hæfilega eldaður og borinn yí’ram með mildri engifersósu. Smjör- steikt rauðspretta var líka hæfílega elduð, borin fram með mildri saffran-sósu. Ofnbakaður saltfiskur var vel útvatnaður, hvítur og bragð- mildur, svo að hann gerist vart betri. Hreindýra-gúllas var meyrt, en skorti hreindýrsbragð og var því miður meö kekkjaðri kartöflu- stöppu. Aðrir ódýrir staðlr Fyrir utan Pottinn og pönnuna og Tilveruna eru ekki til margir fram- bærilegir veitingastaðir með fullri -ijjþjónustu í lægri verðkantinum. Laugaás við Laugarásveg er þar líka, lengi einn af mínum uppá- haldsstöðum, en hefur verið reikull í spori undanfarin misseri. Annar uppáhaldsstaður er Kínahúsið í Lækjargötu, sem ár eftir ár býður vönduðustu austrænu matreiðsluna hér á landi. JK. Jónas Kristjánsson Hvítlaukur Hvítlaukur er af liljuætt og þótt um lauk sé að ræða er hann iðufega settur í flokk með kryddjurtum. Hann hefur löngum þótt ómissandi við matargerð, einkum 1 suðurhluta Evrópu. Uppruni hvítlauksins er í Mið-Asíu og hann hefur verið notaður til læknmga í að minnsta kosti þrjú þúsund ár. Hippókrates, faðir læknisfræðinnar, taldi hann með lækningajurtum og sama gerði Aristóteles. Hvítlaukur er auðræktaður og vex um víða veröld; hann barst til N-Ameríku löngu fyrir komu hvítra manna og vex nu villtur í Kanada. Snemma mun hann hafa borist til Norðurlandanna og var stundum nefndur geirlaukur á ís- lensku. Auk þess að vera afar hollur hefur hvítlaukurinn löngum gegnt stóru hlutverki í þjóðtrú og þykir góð- ur til að fæla burt illa anda og blóðsugur. Eyþór Kristjánsson, matreiöslumaöur á Esju: Pönnusteiktur salt- fiskur meö hvítlauk, tómat og ólífum „Hvítlaukurinn er töluvert notað- ur hér í eldhúsinu og oftast þegar ýmsir fiskréttir eru annars vegar. Við leggjum mikið upp úr því að vera með ijölbreyttan fiskréttamat- seðil og höfum um langt skeið verið með sjávarréttahlaðborð bæði í há- degi og að kvöldi,“ segir Eyþór Kristjánsson, matreiðslumaður á Veitingahúsinu Esju við Suður- landsbraut. Saltfiskur er klassískur íslenskur matur og æ algengara að hann sé matreiddur að hætti ibúa Suður- Evrópu. Eyþór tekur þann kostinn og gefur lesendum DV uppskrift að pönnusteiktum saltfiski og að hans sögn er uppskriftin sérlega einfóld og þægileg í matreiðslu, fyrir utan auðvitað að vera einkar bragðgóð. Uppskriftin er ætluð fiórum og er gert ráð fyrir 180 grömmum af fiski á mann. í uppskriftinni er veglegt magn af hvítlauk en þess má geta að 100 grömm af hvítlauk eru eitthvað í kringum 7 til 8 hvítlauksrif. I'i'i JMIIjy„MS Pönnusteiktur saltfiskur fyrirfjóra 720 g útvatnaður saltfisk- ur, beinlaus 400 g maukaðir -1 niðursoðnir tómatar - V * 3 dl hvítvín 100 g grænar ólífur 1 lítill laukur DVJ^IYNDIR ÞÖK Eyþór Kristjánsson matreiðslumaður Hann gefur lesendum uppskrift að girnilegum saltfiski með öllu til- heyrandi. bragðbæta með salti og pipar ef vill. Skerið saltfisk- . inn í hæfilega V * bita og steikið í heitri ólífuol- íu, helst í teflon- pönnu ef mögu- “ xm Fisk- ur mn > - 100 g hvítlaukur > - marinn og maukaður ólífuolía til steik ingar salt og pipar að Wy an . bor- inn fram meö tómat- og Aðferð Eyþór mælir með því að byrjað sé og sneiða ólifurnar laukinn smátt. Hvort tveggja er síðan sett í pott ásamt tómötunum, hvítvíninu og hvítlauknum og soðið í 5 til 6 mínútur. Á þessu stigi er ágætt að Saltfisk- urinn kominn á diskinn Þessi réttur er fal- legur fyrir augað auk þess að vera hollur oggóður. hvítlaukssósunni ásamt fersku sal- ati og soðnum kartöflum. -aþ Franskur hvít- laukskjúklingur Þessi uppskrift rekm- uppruna sinn til Frakklands og kallast á frönsku „poulet aux quarante gous- ses d’ail. í réttinn þarf mikinn hvít- lauk eða alls um 40 rif. Byrjað er á að taka hvltlauksrifin í sundur og setja í sjóðandi saltvatn í 1 til 2 min- útur og síðan beint í kalt vatn. Þetta ber að endurtaka nokkrum sinnum og þvi loknu er hvítlauknum hellt i sigti. Takið þvi næst fram einn kjúkling, skerið í bita og brúnið vel í olíu í potti. Takið kjúklinginn upp úr og sefiið hvítlaukinn ásamt ein- um lauk, afhýddum og smátt sneidd- um, og ferskum kryddjurtum, tixni- an og rósmarín í pottinn. Látið malla þar til laukamir eru orðnir mjúkir og setjið þá fióra afhýdda og saxaða tómata, 2 dl af þurru hvítvini og 2 msk. af hvítvínsediki út í ásamt kjúklingabitunum. Saltið og piprið og látið malla við vægan hita í klukkustund. Uppskriftin er fyrir fióra. Marinn í salti Það er algengt að meija hvitlauk í þar til gerðri pressu og þá þarf ekki að afhýða laufin en þvi er stundum haldið fram að laukurinn missi bragð með þessari aðferð. Mortél er ágætis verkfæri til að meija laukinn og svo má einnig skera hann í litla bita og meija með hnifsblaðinu. Ef laukurinn er þurr getur verið gott að meija hann með örlitlu salti svo hann verði safaríkari. Eftír því sem hvítlaukurinn er saxaður smærra eykst bragðstyrkur hans. Hvítlauksrækjur á brauði Hér er uppskrift að léttum og góð- um málsverði þar sem risarækjur auk hvitlauks eru í stóru hlutverki. Skerið 12 hvítlauksrif í sneiðar og síðan 150 g af blaðlauk í ræmur. Djúpsteikið þar til hvort tveggja byijar að dökkna. Takið til 20 stykki af forsoðnum risarækjum og steikið í olíu og kryddið með saltí og pipar. Takið fram gott brauð og leggið salatblöð á hæfilega margar brauðsneiðar. Skerið 11/2 papriku í strimla, blandið saman við 1 rauð- lauk, skorinn í strimla og 1 bakka af baunaspírum og leggið ofan á sal- atblöðin. Risarækjumar eru síðan lagðar ofan á grænmetíð og er hæfi- legt að sefia 5 rækjur á hveija brauðsneið. Spsa með þessum rétti er til dæmis gerð úr 4 msk. af kjúklingachilisósu, 4 msk. af bals- amic-ediki og 4 msk. af hvitlauksol- íu. Sefiið sósuna yfir rækjumar með skeið og efst fer svo djúpsteikti hvit- og blaðlaukurinn. Hvítlaukur er meinhollur ðgnnniheldurVrieöal annars c- vítamín, kalk, fosfór, járn auk fleiri steinefna. Hann þykir sótt- hreinsandi, til þess fallinn að bæta meltinguna, blóðþrýstings- lækkandi auk þess að hafa fjölmörg önnur heilsubótaráhrif. I 25 grömmum af hvítlauk eru u.þ.b.: 25 kaloríur 4 g kolvetni 2 g fita nánast engin fita

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.