Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2001, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2001, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 S>V _______41**. Tilvera Fólki þjappaö í lestarvagna Stjórn neðanjarðarlestarkerfis- ins í Parls hyggur á hert eftirlit með lestum að kvöldlagi en árás- um á farþega fjölgaði um 14% á síðasta ári. Þá voru fleiri skemmd- arverk unnin í lestunum og talið að aukning þar sem í kringum 20% á milli ára. Hingað til hafa farþeg- ar haft frjálsan aðgang að vögnum lestanna en með því að stýra fólki í ákveðna vagna telja stjómendur lestanna að öryggi verði meira. Það sé öruggara að hafa færri vagna kjaftfulla en að leyfa fáum farþegum að sitja i hverjum vagni. Á hverjum degi er ráðist á að með- altali átta farþega í neðanjarðar- lestum Parísar. Lok, lok og læs í byrjun árs 2000 var þúsaldar- hvelflngin í London opnuð og mik- il bjartsýni ríkti. Hvelfingin átti að vera minnisvarði nýrra aldamóta en nú er öldin önnur þvi ári seinna er búið að loka hvelflngunni og hún orðin gjaldþrota. Frá upphafl gekk allt á afturfótunum, opnunar- hátíðin mistókst fullkomlega og þegar 3000 boðsgestir mættu á svæðið var helmingur sýningar- svæðisins lokaður og nístandi kuldi á staðnum. I febrúar var framkvæmdarstjórinn rekinn og annar ráðinn i staðinn. Nýi fram- kvæmdarstórinn hófst þegar hand- ar við að reyna að bæta aðsóknina með auglýsingaherferð sem skilaði litlum árangri. Almenningur og fjölmiðlar sýndu uppátækinu lít- inn sem engan áhuga og í nóvem- ber sýndu skoðannakannanir að fimmta hverjum Breta fannst hvelflngin stærstu mistök ársins. Flugmenn læstir inni Aðgengi að flugstjómarklefum flugvéla hefur verið mjög í umræð- unni eftir að maður ruddist inn i stjórnklefa júmbóþotu British Airways fyrir skömmu. Áhöfn vél- arinnar tókst að yfirbuga manninn eftir að hann hafði næstum grand- að vélinni. í lauslegri athugun sem á regl- um um aðgengi aö flugstjómarklef- um kemur í ljós að engar sam- ræmdar reglur eru um þessi mál og hvert flugfélag setur sínar eigin reglur. Fram til þessa hefur reglan hjá British Airways verið sú að hurðin að stjómklefanum er lokuð í flugtaki og við lendingu en opin þess á milli og flugstjóranum heim- ilt að bjóða fólki inn í klefann. TAP flugfélagið í Portúgal hefur það fyr- ir reglu að dymar séu alltaf lokað- ar og í flugi ísarelskra flugvéla eru flugmenn læstir inni. -Kip/aþ Búdapest: Ævintýralegar andstæður' - mikið sótt af múslímskum pílagrímum þar sem í henni er að finna nyrsta helgidóm íslams Búdapest höfuðborg Ungverja- lands er í raun tvær borgir sem sameinast við Dóná. Búda er byggð á nokkrum hæðum og tróna til- komumiklar kirkjur eða hallir efst á hæðunum og göturnar eru lagðar smágerðum götusteinum. Hinn helmingur borgarinnar nefnist Pest og stendur á viðáttumiklu flatlendi. Þar eru göturnar breiðari, söfnin Höfuðborg Ungverjalands Búdapest er í raun tvær borgir, Búda og Pest, sem Dóná skilur í sundur fleiri og verslanir og næturlíf villt- ara. Borgin býr því yfir ævintýra- legum andstæðum í byggingarstíl, listum og menningu. Það er lítið mál að komast af flug- vellinum niður í miðbæ þar sem boðið er upp á ódýrar rútuferðir á 30 mínútna fresti. Það er einnig auð- velt að komast á milli í borginni þar sem almenningssamgöngur eru góð- ar. Farmiðar með strætivögnum eru ódýrir og svo er líka gaman að ferð- ast með lest um borgina en lesta- kerfið í Búdapest er það elsta í Evr- ópu. Það er stórkostlegt að ferðast til Búdapest hvort sem er á sumri eða vetri. Þeir sem fara þangað um vetr- artíma ættu að gefa sér tíma til að fara á skauta. Skautahlaup er mjög vinsælt meðal borgarbúa og þar er að finna eitthvert besta og skemmti- legasta skautasvæði í Evrópu. Nyrsti helgireitur íslams Eins og í flestum stórborgum er hægt að fá gistingu við allra hæfi, bæði hvað varðar verð og aðbúnað. íslendingar sem farið hafa til borg- arinnar kannast sjálfsagt við hótel eins og Hilton Westend eða Grand Hungaria. í Búdapest er að finna fjölda annarra góðra hótela eins og Buda Center Hotel og City Panzio Pilvax. Þeir sem hafa áhuga á að skoða glæsilegar byggingar ættu að fá sér göngutúr meðfram Kastalahæð og virða fyrir sér arkitektúrinn í gömlu konungshöllinni eða fara og skoða íslamska Gul Baba grafhýsið sem stendur í fallegum garði í tyrk- neskum stíl. Múslimar telja grafhýs- ið nyrsta helgireit íslam í Evrópu og er mikið sótt af pílagrímum frá Ungur jeppamaður lenti í hrakningum á gamlársdag: Jepplingur festist í á - Ólafur Haukur Hansen kennir kæruleysi um Minnstu munaði að illa færi þegar Ólafúr Haukur Han- sen og félagar hans fóru í ferð á þremur jepplingum á gaml- ársdag upp á Hlöðu- fell. Ólafúr Haukur var ásamt fleira fólki í sumarbústað í Reykjaskógi um ára- mótin. Hann og fé- lagar hans ákváðu að fara í bíltúr á gamlársdag eftir leið sem þeir hafa farið áður. Ólafúr Hauk- ur, sem hefur bara haft ökuskírteini í ár, var einn í sínum bíl, Daihatsu Feroza, sem var á stórrnn dekkjum. Þeir óku upp að Hlöðufelli, þar sem þeir rákust á annan smájeppa sem slóst í för með þeim, og ætl- uðu ökumennimir sér að fara niður að Geysi. Þeir höfðu farið þessa leið áður og vissu að þeir þmftu að fara yfir eina á. Þegar þeir komu að ánni var hún að mestu leyti ísi lögð. „Þetta var kæru- leysi, ég var að drífa mig að sjá Gullfoss, það var 22 stiga frost og mig langaði til að sjá fossinn frosinn," sagði Ólafur Haukur sem ákvað að fara yfir ána. Það fór þó ekki betur en svo að bíll hans lenti í ánni og festist. Ólafur MYND ÓLI ÞÓR HAROARSON Bíllinn pikkfastur og ökumaöurinn klifrar upp á þak Jepplingur Ólafs Hauks Hansens sat fastur í á þegar hann hætti sér út á ísinn á henni á gamlársdag og hann gaf sig. Þrjá stóra jeppa þurfti til þess að losa smájeppann. Haukur opnaði glugga, klifraði upp á þak bílsins og komst í land en bíllinn sat eftir, fullur af vatni. Þeir félagam- Feroalangar a fjollum Ólafur Haukur var á ferðalagi ásamt félögum sem voru á tveimur jeppum. ir reyndu að losa bílinn og draga hann upp á land. Stærri og þyngri bíll kom þeim til aðstoðar en allt kom fyrir ekki og fóm þeir að lokum í sumarbústað- inn aftur en skildu smájeppa Ólafs Hauks eftir í ánni. Daginn eftir hatði Ólafur Haukm- samband við björgunarsveitina í Bisk- upstungum og fóm fjórir menn með honum upp að ánni. Þar var byrjað á því að brjóta ísinn frá jepplingnum og síðan drógu björgunarsveitarmenn bíl- inn upp úr ánni og notuðu til þess þrjá stóra jeppa. Bíllinn er talsvert skemmdur eftir volkið. Ólafm Haukur vildi nota tækifærið og þakka björgunarsveitarmönnunum fyrir aðstoðina. -SMK Glæsilegur arkitektúr Borgin þýr því yfir miklum andstæðum í byggingarstíl, listum og menningu. múslimskum ríkjum. í Búdapest er einnig að finna frægan styttugarð sem geymir gömul minnismerki frá þeim tímum er komúnismi var ríkj- andi í landinu. Ungverskt gúllas '" Gúllas eða gúllassúpa eru uppá- haldsréttir Ungverja. Uppistaða réttanna er aspas, paprika, nauta- kjöt og rjómi sem er skolaö niður með bjór. Ferðamönnum er ráðlagt að horfa ekki í aurinn þegar þeir velja sér matsölustað því í Búdapest sem annars staðar fara verð og gæði yfirleitt saman. Staðir eins og Kek Rasa og Feszek standa vel fyrir sínu, maturinn er á góðu og viðráð- anlegu verði, að minnsta kosti á ís- lenskan mælikvarða. -Kip^ Nýtt göngukort yfir Horn- strandir DV, AKRANESl: Landmælingar Islands hafa gefið út nýja og gjörbreytta útgáfu af göngukorti yfir Homstrandir. Nýja útgáfan er að öllu leyti unnin á staf- rænu formi. Á kortinu eru nýjar hæðarupplýsingar, klettatákn og upplýsingar um gróður sem fengnar** eru frá gervitunglamyndum. Auk landfræðilegs gráðunets er á kortinu UTM-reitakerfi til að auð- velda útreikninga hnita. Þá eru ak- vegir, slóðir og gönguleiðir endur- skoðaðar en gönguleiðirnar voru yf- irfarnar í samstarfi við Atvinnuþró- unarfélag Vestfjarða. Á bakhlið kortsins er prentuð skrá yfir þau fjölmörgu örnefni sem á kortinu eru og var sú vinna unn- in í samráði við Örnefnastofnun. Á kortinu er mjög auðvelt að gera sér grein fyrir hæðarmismun og lands- lagi auk gróinna og ógróinna svæða. Kortagerðin var í höndum Jean-Pierre Biard, kortagerðar- manns hjá Landmælingum íslands.** Kortið fæst flatt og brotið í vandaðri kápu og er til sölu á helstu kortasölu- stöðum landsins. Nýja göngukortið yfir Hornstrandir er ómissandi fyrir göngufólk og alla þá sem áhuga hafa á Hornströndum. -DVÓ Kaupmannahöfn Góð gisting, á besta stað. ^íMVIILY Hor^ | Valberg Sími +45 33252519 ísl. símabókanlr milli kl. 8 og 14.0 Fax +45 33252583 www.valberg.dk Net tilboö ^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.