Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2001, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2001, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 Helgarblað I>V Stúlkan sem Daniel elskaði sveik hann: Lokkaður í gildru úti í skógi Á síðasta andartaki lífs síns varð Daniel Ludwig, sem var bara 18 ára, ljóst að hann hafði verið lokkaður í gildru. Tálbeitan var Jacqueline Möller, 15 ára, sem hann var ást- fanginn af. Hún hafði nú gert keppi- naut Daniels mögulegt að standa í leyni með skarpbrýndan veiði- mannahníf. Mathias Grund, 18 ára, batt enda á líf Daniels með 19 hnífs- stungum. Harmleikurinn átti sér stað í skógi í nágrenni Salzburg í Austur- ríki. Daniel Ludwig, sem var við nám í rafvirkjun, haföi orðið ást- fanginn af Jacqueline þótt hann vissi vel að stúlkan væri vinkona Mathias Grund sem kallaður hafði verið til herþjónustu. Daniel taldi sig hins vegar eiga möguleika þegar keppinauturinn var fjarverandi. Til þess að auk möguleika sína á að vinna ástir Jacqueline sagði Daniel henni að Mathias Grund væri einnig í sambandi við aðra stúlku. Hann væri ekki þess virði að beðið væri eftir honum. Jacqueline brást við með því að bera söguna undir Mathias. Hann varð æfur og hótaði að ryðja Daniel úr vegi. Lokkaður í grillpartí útí í skógi Mathias tókst að fá Jacqueline til að gerast tálbeita. Hún átti að bjóða Daniel í grillpartí úti í skógi. Dani- el var fús til að koma í grillveisluna og þau héldu af stað saman út í skóg á laugardagskvöldi. En inni í skógarþykkninu stóð Mathias Grund og beið með hnífinn á lofti. Skyndilega stökk hann fram og réðst á Daniel Ludwig sem átti sér einskis ills von. Eftir stutta viðureign var Daniel allur en Mathias Grund flýði af vettvangi á bíl sínum. Hann hleypti Jacqueline, sem var lömuð af skelfingu, úr bílnum áður en hann hélt af stað á miklum hraða til Salzburg. Mathias hafði troðið líki Daniels i farangursrými bifreiðar sinnar. Á leiðinni hafði hann skipt um fot. Blóðugu fótunum fleygði hann í ruslatunnu við þjóðveginn. Við réttarhöldin í kjölfar rannsóknar morðmálsins komu Daniel Ludwig Daniel var myrtur vegna þess aö hann varö ástfanginn af kærustu annars pilts. „Mathias tókst að fá Jacqueline til að gerast tálbeita. Hún átti að bjóða Daniel í grillparti úti í skógi. Daniel var fús til að koma í grillveisluna og þau héldu af stað saman út í skóg á laugardagskvöldi. En inni í skógarþykkninu stóð Mathias og beið með hnífinn á lofti." fram nokkrar útgáfur af atburðarásinni. Mathias Grund hélt því fram að það heföi verið Daniel sem hefði ráðist á hann með hníf. Honum hefði tekist að ná hnífnum en hann hefði síðan stungist í Daniel í slagsmálunum. Þetta hefði verið slys. „Hvers vegna hefði ég átt að drepa besta vin minn?“ sagði Mathias. Saksóknarinn benti á að um undarlegt slys hefði verið að ræöa þar sem réttarlæknar hefðu greint frá þvi að Daniel hefði verið stunginn 19 sinnum. Tvö stungusáranna heföu auk þess verið djúp. Hugsuðu ekkert um afleiðingarnar Jacqueline, sem kjökraði við réttarhöldin, sagðist öðruvisi frá. Hún játaði að þau Mathias hefðu í nokkra daga skipulagt morðið á Daniel Ludwig. Þau hefðu alls ekkert hugsað um afleiðingarnar. Jacqueline sagði að það hefði verið hennar hugmynd að gerast tálbeita. Hún hefði einnig valið morðstaðinn sem Mathias hefði alls ekki þekkt til fyrirfram. í átökunum í skóginum hefði Mathias Grund misst hnífinn og kallað til hennar og beðið hana um aö rétta sér hann. Hún sagði frá þessu með svo lágri röddu að varla heyrðist til hennar. Jacqueline var dæmd í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir aðild að morðinu. Óöryggi í bernsku gróf undan sjálfstraustinu Tilraun verjanda hennar til að vekja meðaumkun dómarans hafði engin áhrif. Verjandinn sagði að Jacqueline væri skilnaðarbam. Faðir hennar hefði svikið hana gróflega og óöryggið sem hún ólst upp við hefði grafið undan sjálfstrausti hennar. Mathias Grund hefði í raun um skeið gegnt einhvers konar fóðurhiutverki í huga hennar. Þegar Daniel hefði sagt henni frá hliðarspori Mathias hefði fótunum verið kippt undan henni. Hún og Mathias hefðu þó brátt orðið sammála um að óhamingja þeirra stafaöi af blaðri Daniels um aðra stúlku. Þau hefðu síðan farið að skipuleggja morð. Ók beint í flasið á lögreglunni Örlögin höguðu því þannig að morðið í skóginum uppgötvaðist fljótt. Á flótta sínum ók Mathias Grund beint í flasið á Blóðug föt Mathias skipti um föt á flóttanum eftir moröiö. Lögreglan fann blóðug fötin i ruslatunnu. Kafari með morðvopnið Kafari fann morövopniö í straumþungri á nálægt moröstaönum. Jacqueline Möller Tveir piltar voru ástfangnir afJacqueline sem var bara 15 ára þegar hún aöstoöaöi viö morö. Mathias Grund Mathias sýnir lögreglunni staöinn þar sem hann sat fyrir Daniel Ludwig og stakk hann til bana meö hnífi. lögreglumönnum sem voru að mæla hraða. Þar sem Mathias ók á 178 kílómetra hraða á klukkustund hóf lögreglan eftirfor sem lauk við hamravegg. Við nánari rannsókn á bílnum fann lögreglan sér til skelflngar lík í bílnum. Mathias Grund játaði strax. Hann fullyrti að hann hefði mælt sér mót við keppinaut sinn í skóginum svo að þeir gætu rætt um gróusögur sem Daniel hefði sagt um sameiginlega vinkonu þeirra, Jacqueline. Hún hefði einnig verið á fundarstaðnum. Viðræðurnar hefðu hins vegar endað með átökum og allt í einu hefði Daniel brugði hnífi á loft. Það var þó upplýst seinna að það hefði verið Mathias Grund sem hafði hnífinn á sér og beitti honum. Hann var dæmdur í 12 ára fangelsi. Það kom honum ekki að gagni að hafa reynt að varpa sökinni á Jacqueline Möller heldur þvert á móti. Dómarinn sagði það óþokkabragð hugleysingja. Með morðinu og skipulagningu á því hefði hann talið sig geta vakið aðdáun Jacqueline. En við BB réttarhöldin hefði hann bara veriö bleyða. Mathias var einungis dæmdur í 12 ára fangelsi þar sem hann var enn 17 ára þegar hann framdi voðaverkiö. Sending frá morðingja Skilnaður Eileen og Terry varð hatrammur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.