Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2001, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2001, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 DV Helgarblað 27 Spáð í aukakílóin: Megrunarfæði á MacDonald’s í upphafi árs stendur hugur margra til þess aö taka sig á í ýms- um efnum, láta af löstum og byggja sig upp. Eitt vinsælasta átaksvið- fangsefni þessa árstíma eru aukakílóin sem gjaman hefur fjölg- að í jólasukkinu. Kúrar sem flakka á milli Megrunarkúrar hafa lengi verið sérstakt áhugamál kvenna og hver hefur ekki fengið „kúrinn sem ekki getur klikkað" á margljósrituðu blaðsnifsi eða jafnvel í tölvupósti frá góðri vinkonu. Þessir kúrar eiga það flestir sameiginlegt að fara á ná- kvæmlega eftir þeim ef þeir eiga að bera árangur og framsetning þeirra minnir nokkuð á einhvers konar trúboð eða heilaþvott. Þessir megrunarkúrar geta verið allkúnstugir í samsetningu. Stund- um ganga þeir út á aö einungis einnar matartegundar er neytt, svo dögum og jafnvel vikum skiptir. Vinsælastur þess háttar kúra hefur líklega verið bananakúrinn svo- nefndi. Annað sem einkennir þessa kúra er að oft á að neyta t.d. kjöts á morgnana og einungis ávaxta á kvöldin þannig að kúrinn brýtur í hága við almennar matarvehjur, að minnsta kosti hér á norðurhveli. Sykurinn er úti Þegar farið er á vefsíður sem sér- staklega eru ætlaðar konum má sjá að megrun skipar þar iðulega veg- legan sess. Á femin.is er hægt að finna þyngdarstuðul sinn, segja skoðun sína á því hvort maöur sé of þungur og taka þátt í skoðanakönn- un um hvort maður ætli að fara í heilsuátak í janúar (78% þeirra sem höfðu svarað þeirru spurningu voru á leið í átak). Reynt er að selja konum alls kyns bækur sem bjóða töfralausnir. Nýtt líf á þremur vikum, tíu eða tólf. Ef skyggnst er í þessar bækur má sjá að þeim svipar að mörgu leyti til margljósrituðu kúranna. Fara á eft- ir mjög nákvæmri forskrift til að ná árangri. Ef leitað er að megrunarkúrum á Netinu er nokkuð öruggt að mað- ur lendir i frumskógi. Ein frumleg- asta slóðin sem blaðamaður rakst á var líklega slóðin fastfood.com þar sem seldur er megrunarkúr sem gengur út á það eitt að borða skyndimat. Nokkuö í sama dúr er Atkin’s kúrinn þar sem ávextir, brauð, korn, grænmeti með sterkju og mjólkurvörur aðrar en ostur, rjómi og smjör eru á bannlista, a.m.k. fyrstu tvær vikurnar. Máltíðir sem mælt er með í kúrnum eru spæld egg og beikon í morgunmat, túnfisk- ur með majonesi í hádeginu og alls kyns svína- og nautasteikur í kvöld- mat. Allur matur er steiktur upp úr hreinu smjöri og ekkert er spáð í skammtastærðir. Margir sem reynt hafa þennan kúr segjast hafa lagt al- veg ótrúlega af. Auðséð er að kúrar sem ganga út á að sleppa sykri en leyfa fitu eiga allnokkuð upp á pallborðið um þess- ar mundir. Aö léttast og aö grennast Að grennast felst ekki bara i því að léttast þvi þegar við léttumst get- um við allt eins verið að missa vöðvamassa. Þar sem vöðvar brenna fitu getur með því dregið úr áframhaldandi fitubrennslu. Einnig getum við verið að missa vökva úr líkamanum sem reyndar er eðlilegt á fyrstu vikum megrunar. Því er mælt því með að nota spegilinn og fitumælingar sem líkamsræktar- stöðvar bjóða til að meta árangur megrunar fremur en baðvigtina ein- göngu. Það sem skiptir mestu máli hlýt- ur að vera góð andleg og líkamleg heilsa og viðunandi líkamsþyngd er liður í því. Mikilvægt er bæði fyrir konur og karla að taka megrunar- kúrum af skynsemi því eins og sum- ir segja getur góða skapið verið það fyrsta sem maður missir í öflugum megrunarkúr. Heillavænlegast er áreiðanlega að hreyfa sig reglulega, borða hollan mat og ekki of mikið af honum og sneiða eftir fóngum hjá fæðu sem ekkert gerir fyrir líkamann annað en að gleðja bragðlaukana stutta stund. -ss sponáMK ’m n ■ á ferðaœvintýri 8--12.marS: F«punktargf/da - Dfósn rCfið-Evrópu Helgarferðir 8.-12. mars • Laus sæti 15.-18. mars • Örfá sæti laus Verð frá 49.900 kr. Budapest - Perlon við Dónú Helgarferð 22.-25. mars • 9 sæti laus Verð frá 50.900 kr. VISA ferð Fyrir Far- og Gullkorthafa lstanbul - Töfrar tveggja heima 3.-8. mars • Laus sæti Verð frá 65.900 kr. V/SA ferð Fyrir Far- og Gullkorthafa Moskva - Borg heillandi andstœðna 29. mars-2. apríl Örfá sæti laus Verð frá 59.900 kr. Tilgreint verð eru á mann í tvíbýli. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, akstur til og frá flugvelli erlendis, gisting með morgunverði og íslensk fararstjórn. Opið í Kringlunni frá kl. 10-16 í dag. Sími 585 4070. ÆH RVAL-ÚTSÝN Lágmúla 4: sími 585 4000, grænt númer; 800 6300, Kringlan: sími 585 4070, Kópavogi: sími 585 4100, Keflavík: sími 585 4250, Akureyri: sími 585 4200, Selfoss: sími 482 1666 - og hjá umboðsmönnum um land allt. www.urvalutsyn.is Nýjasti megrunarmaturinn Einn megrunarkúrinn sem hægt er að fara í felst í að boröa eingöngu skyndimat. Ndnar á netinu - Bókaðu d netinu • www.urvalutsyn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.