Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2001, Blaðsíða 12
12 ________________________________________LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 Helgarblað________________________________________________ I>V Dick Cheney má búast við þvi að þurfa fyrr eða síðar að gera grein fyrir viðskiptum sínum í Angóla. Verðandi varaforseti Bandaríkj- anna gegndi starfi framkvæmda- stjóra olíufélagsins Halliburton, sem hefur aðalstöðvar slnar í Texas, þar til í júlí á síðasta ári. Halliburton er eitt fjölmargra olíufélaga sem eru nú til skoðunar hjá frönskum yfir- völdum vegna rannsóknar á ólög- legri vopnasölu til Angóla, hneyksl- ismáli sem þegar hefur lagt mann- orð sonar fyrrum Frakklandsforseta í rúst og sem kann að koma íleiri frönskum stjómmálamönnum illa þegar öll kurl verða komin til graf- ar. Mikið lagt á sig Halliburton hefur stimdað um- talsverð viðskipti við stjórnvöld í Angóla og í baráttunni fyrir forseta- kosningamar vestra á síðasta ári var Cheney sakaður um að hafa mistnotað stöðu sína sem fyrrum landvarnaráðherra Bandaríkjanna til að tryggja fyrirtækinu viðskipta- samninga. Cheney vísar á bug öllum ásökun- um demókrata um að hafa mistnot- að aðstöðu sína. Skjöl bandaríska utanríkisráðu- neytisins staðfesta hins vegar að starfsmenn bandaríska sendiráðsins í Luanda, höfuðborg Angóla, hafi lagt mikið á sig til að tryggja Halli- burton samning aö andvirði 68 millj- ónir dollara árið 1998. Þegar Cheney var landvamaráð- herra í stjómartíð Georges Bush eldri, foður verðandi forseta Banda- ríkjanna, var hann ákafur stuðn- ingsmaður angólsku uppreisnar- hreyfingarinnar UNITA, undir for- ystu Jonasar Savimbis. Sem fram- kvæmdastjóri Halliburton var hann hins vegar kominn í þá skringilegu aðstöðu að eiga i viðskiptum við for- Erlent fréttaljós seta Angóla, marxistann José Edu- ardo Dos Santos, svarinn óvin Jonasar Savimbis. Pylsugerðarmennirnir Vopnasöluhneykslið sem hefur skekið franskt stjómmálalíf frá því fyrir jól, þegar Jean-Christophe Mitt- errand, sonur franska forsetans sál- uga, var úrskurðaður í gæsluvarð- hald, byrjaði ósköp sakleysislega, ef viðhafa má það orð yfir sakamál. Verðandi varaforseti Bandaríkjanna nefndur í sömu andrá og ólögleg vopnasala til Angóla: Cheney neitar að hafa misnotað aðstöðu sína Dick Cheney Nafni veröandi varaforseta Banda- ríkjanna hefur skotiö upp i tengslum viö vopnasöluhneyksli í Frakkiandi. Faðir og sonur Jean-Christophe Mitterrand var náinn ráögjafi fööur síns, Frangois heitins forseta, i máiefnum Afríku. Sonurinn er nú flæktur í hneykslismál sem snýst um ólöglega vopnasötu til Angóia. Flann hefur veriö sakaöur um margvíslega glæpi, svo sem peningaþvætti og um aö hafa misnotaö aðstööu sína meö því aö koma i kring viöskiptum meö vopn. er þjórfé,“ segir umsvifamikill milli- göngumaður í þess háttar viðskipt- um í viðtali við franska vikuritið Le Nouvel Observateur. Sjálfur segir hinn 54 ára gamli Mitterrand, sem hefur hlotið viður- nefnið „pabbi sagði“ í Frakklandi, að hann hafi fengið milljónirnar fyr- ir alls óskyld ráðgjafarstörf vegna alþjóðlegs láns til Angóla. Peningar Mitterrands vora lagðir inn á bankareikning í Sviss. Þarlend yfirvöld tilkynntu í vikunni að þau ætluðu hefja glæparannsókn á meintu peningaþvætti forsetasonar- ins og fleiri manna. „Grunur leikur á að glæpur hafi verið framinn. Það eru bankareikn- ingar í Sviss. Rannsókn okkar verð- ur að leiðá i ljós hver gerði hvað og komast að raun um hvort þeir sem notuðu þessa sjóði geti verið taldir sekir ’um peningaþvætti samkvæmt svissneskum lögum,“ sagði Bemard Bertossa, aðalsaksóknari í Genf, við fréttamenn. Dómsmálayfirvöld í Genf hafa fryst átta bankareikninga vegna rannsóknarinnar og í Zúrich hafa tveir reikningar verið frystir. Ber- tossa neitaði að greina frá því hve miklir fjármunir eru inni á reikn- ingum þessum. Ráðherrar nefndir til sögu Það flækir svo rannsókn málsins í Frakklandi að því hefur verið hald- ið fram að Falcone hafi i raun starf- að á vegum hátt settra franskra stjórnmálamanna og ríkisfyrirtæk- isins Sofremi sem stjómar vopna- sölu innanríkisráðuneytisins til út- landa. Bernard Poussier, fyrrum for- stjóra Sofremi, hefur einnig verið stungið inn. Saksóknarar uppgötv- uðu nefnilega að hann hefði þegið stórar fjárhæður frá Falcone. Henri Hurand, núverandi fram- kvæmdastjóri Sofremi, hélt því fram við yfirheyrslur í París í vikunni að fyrirtækið heföi lengi verið notað sem skálkaskjól fyrir vopnabrask. Hurand sagði að Falcone hefði verið eini milligöngumaður fyrir- tækisins í vopnasölu til erlendra ríkja og að hann hefði borið fé á alla í áraraðir. Forstjórinn gekk svo langt bera fram ásakanir á hendur fyrrum inn- anrikisráðherrum Frakklands sem báru ábyrgð á Sofremi. Hann stað- hæfði þó að þeir Charles Pasqua, sem er mið-hægrimaður, og sósí- alistinn Pierre Joxe hefðu „fylgst mjög nákvæmlega með starfsemi fyrirtækisins". Byggt á The Sunday Times, Le Monde, Le Nouvel Observateur, Reuters og The Guardian. Marxistinn í Angóla José Eduardo Dos Santos, marxisti og forseti Angóla, átti i viöskiptum viö olíuféiagiö sem Dick Cheney rak. Þannig var að í september 1998 handsamaði franska lögreglan hóp glæpamanna sem grunaður var um fjárkúgun. Glæpamenn þessir voru það sem lögreglan kallar „pylsugerð- armenn" vegna þeirrar aðgerðar þeirra að kefla og binda fómarlömb- in eins og rúllupylsu. Bófarnir höfðu kúgað sem svarar um fimmtíu milljónir króna út úr kaupsýslu- manninum Henri Benhamou en sá sagði að þeir hefðu aðeins stolið af sér tæpum fjórum milljónum króna. Lögreglan komst fljótlega að því hvers vegna Benhamou hafði ekki tilkynnt þjófnaðinn. í skjölum sem pylsugerðarmennirnir höfðu haft með sér úr skrifstofu Benhamous vom skrár yflr fjármagnshreyfmgar sem lögreglunni þótti grunsamlegar. Slóðin var að lokum rakin til glæsi- legs búgarðs í Scottsdale í Arizona í Bandaríkjunum, heimilis franska kaupsýslumannsins og vopnabrask- arans Pierres Falcones. Bush yngri meðal gestanna Glæsihýsin era mörg í Scottsdale en búgarður Falcones þykir einna glæsilegastur. Þangað heimsótti hann mikilli fjöldi frammámanna í viðskiptum og stjómmálum. Bill Gates, stofnandi hugbúnaðarfyrir- tækisins Microsoft, var gestur þessa 45 ára snyrtilega, glaðlynda og sköll- ótta Frakka. George W. Bush, verð- andi forseti Bandaríkjanna, var þar gestur líka, enda lagði Falcone til fé í kosningabaráttu hans. Og það sem meira er, konur þeirra voru, og eru kannski enn, vinkonur. Jean-Christophe Mitterrand var tíður gestur á búgarði Falcones. Fyrsta heimsókn hans þangað var árið 1992. Mitterrand hafði verið einn helsti ráðgjafl föður síns, Francois Mitterrands forseta, um málefni Afríku og hann var nú stað- Franskir rannsóknardómarar halda því fram að annað fyrirtæki Falcones, Brenco Intemational, hafl gert samning við Simportex um að útvega angólska hernum rússnesk umframvopn og falsa skjöl til að fara í kringum alþjóðlegt bann við slíkum viðskiptmn. Félagi Falcones í vopnabraskinu var Rússinn Arkadí Gaidamak, milljarðamæringur og fyrram út- sendari sovésku leyniþjónustunnar KGB. Gaidamak þessi hafði keypt sovéskar þyrlur árið 1986 með það í huga að selja þær til Kólumbíu og annarra landa í Rómönsku Amer- íku. Gaidamak skipti hins vegar um skoðun eftir að hann hitti Falcone í Angóla, fyrir milligöngu Jeans- Christophes Mitterrands, og ákvað að koma þeim til Angóla. Við þyrlumar bættust svo Mig-orrustu- þotur og skotfæri. Falcone var þekktur fyrir að dreifa stórum fjárfúlgum til vina sinna, þeirra sem hann hafði gaman af og hinna sem hann taldi að hann gæti haft gott af síðar. Hann var handtekinn þann i. desember síðast- liðinn og situr enn í gæsluvarðhaldi. Gefin hefur verið út alþjóðleg hand- tökuskipun á hendur Gaidamak en talið er að hann haldi til í ísrael. Bara þjórfé Jean-Christophe Mitterrand sat inni yfir jólin, í hinu illræmda Santé-fangelsi í París, en á fimmtu- dag reiddi móðir hans, ekkja Frangois heitins Mitterrands, fram sextíu milljónir króna í tryggingafé fyrir lausn hans úr gæsluvarðhaldi. Mitterrand mun hafa fengið sem svarar 140 milljónum króna fyrir að koma á viðskiptum Falcones og stjórnvalda í Angóla. Sá samningur hljóðaði upp á 40 milljarða króna. „Þetta eru ekki umboðslaun, þetta ráðinn í að nýta sér tengsl sín við málsmetandi menn í álfunni til að skara eld að eigin köku. Pierre Falcone, einhver umsvifamesti vopnasedi i heimi, var einnig að búa sig undir mestu viðskipti lífs sins. Milligöngumaðurinn um fund þeirra var einn stjórnenda frönsku fyrirtækjasamsteypunnar Thomson- CSF. Nafn þess manns hefur verið nefnt í tengslum við annað hneyksl- ismál í Frakklandi, sölu á freigátum til Taivans. Matur og einkennisbúning- ar Falcone er forstjóri olíufyrirtæk- isins Falcon Oil, sem á tíu prósent í einhverjum gjöfulustu oliulindum Angóla. Hann er einnig fram- kvæmdastjóri Simportex, angólsks fyrirtækis sem sér um að útvega angólska hemum bæði matvæli og einkennisbúninga. Gestur vopnabraskara George W. Bush heimsótti franska vopnabraskarann Pierre Faicone á búgarö hans i Arizona.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.