Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2001, Blaðsíða 29
28
37
Helgarblað
LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001
DV
LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001
I>V
Helgarblað
Sel ekki samvisku mina
Jón Steinar Gunnlaugsson ræðir um öryrkjadóm-
inn, vináttu sína við
Davíð, pólitík Hæstaréttar
og „litla sæta danska prinsinn"
á Bessastöðum.
Jón Steinar Gunnlaugsson hefur
um margra ára skeið verið einn
þekktasti lögmaður landsins og er
meðal annars kunnur fyrir að liggja
ekki á skoðunum sínum varðandi
menn og málefni og þá kannski sér í
lagi Hæstarétt og hæstaréttardóm-
ara.
Nafn Jóns Steinars hefur verið of-
arlega á baugi síðustu vikurnar í
sambandi við dóm Hæstaréttar í
máli Öryrkjabandalags íslands gegn
Tryggingastofnun ríkisins. Forsætis-
ráðherra skipaði hann sem kunnugt
er formann starfshóps sem átti að
fara yfir dóminn og finna leiðir til að
verða við honum.
Greining dómslns
Skýrsla starfshópsins var gerð op-
inber á miðvikudag svo og nýtt laga-
frumvarp ríkisstjórnarinnar vegna
öryrkjamálsins. Viðbrögð forsvars-
manna öryrkja við niðurstöðu starfs-
hópsins og nýju frumvarpi voru
hörð. Meðal annars var því haldið
fram að frumvarpið væri eins og
„blaut tuska framan í Hæstarétt“,
„stórhættulegt fordæmi", „nýtt
stjórnarskrárbrot" og einnig var
sagt: „starfshópur hiutdrægur".
„Starfshópurinn fékk það verkefni
að fjalla um dóminn á lögfræðilegan
og því hlutlausan hátt,“ segir Jón
Steinar. „Það er fráleitt að halda því
fram að hlutverk hópsins hafi verið
að komast að annarri niðurstöðu.
Starf okkar fólst í því að greina hvað
fælist í dómnum, hvað þyrfti til að
framfylgja honum. Ef ætlast hefði
verið til að niðurstaða okkar yrði
hlutdræg, hefðum við i reynd verið
beðnir um niðurstöðu, sem fæli í sér
nýtt tap Tryggingastofnunar ríkisins
í máli sem af því myndi hljótast. Það
hefði varla verið mjög gáfulegt að
biðja um slíkt og hvarflaði ekki að
neinum. Þá hefði ég reyndar ekki
tekið verkefnið aö mér og áreiðan-
lega ekki félagar mínir í nefndinni
heldur.
Við greinum í sundur hvað felst í
dómnum. Við teljum m.a. að fyrning
krafna sé fjögur ár og byggjum það á
beinu ákvæði fyrningarlaganna. Svo
er að sjá sem einhverjir séu því
ósammála. Þeir geta þá látið reyna á
þetta fyrir dómstólum, sem er sú leið
sem menn fara til að fá leyst úr rétt-
arágreiningi. Það sér hver maður að
starfshópur sem fjallar um niður-
stöður dómsins leggur ekki til að
fymdar kröfur skuli greiddar."
Pólitískt upphlaup ÖBÍ
Viðbrögð ríkisstjórnarinnar hafa
verið gagnrýnd mjög af forystu Ör-
yrkjabandalagsins og stjómarand-
stöðunni. Jón Steinar telur viðbrögð
ríkisstjómarinnar hafa verið rétt.
„Og ekki bara rétt heldur nauð-
synleg. í dómnum var ekki dæmt um
einstakar kröfur og raunar segir í
honum að af honum verði ekki
dregnar ályktanir um rétt einstakra
lifeyrisþega. Það var því ábyrgðar-
hlutur að senda öryrkja inn í Trygg-
ingastofnun 2. janúar til að sækja
bætur, eins og forystumenn Öryrkja-
bandalagsins gerðu.“
Jón Steinar segir erfitt að segja til
um hvort þetta muni skaða ríkis-
stjómina. Kringumstæöur hafi verið
mjög erfiðar.
„Pólitík, tilfmningar og hags-
munabarátta hafa einkennt allar um-
ræður um málið. Mér finnst við-
brögðin við útspili ríkisstjómarinn-
ar ekkert hafa með lögfræði að gera.
Þetta er miklu frekar pólitískt upp-
hlaup, sem forysta öryrkjabanda-
lagsins tekur þátt í og helgast af póli-
tísku andófi við ríkisstjómina og þá
sérstaklega viö Davíð Oddsson. Það
hefði verið alveg sama hver niður-
staðan hefði verið. Þetta er pólitísk-
ur loddaraleikur.
Markmið starfshópsins var að
koma með lögfræðilega réttar álykt-
anir. Hann lét ekki þessar aðstæður
hafa áhrif á niðurstöðuna öryrkjum
til hagsbóta né heldur til hnjóðs. All-
ir sem kynna sér málin og eru ekki
blindaðir af pólitískri skammsýni sjá
að unnið hefur verið af heilindum.
Það er einkennandi fyrir málið allt
að þeir sem fá leiðréttingu eru ekki
endilega þeir sem þurfa mest á því
að halda. Það verða til mikil vanda-
mál þegar dómstólar taka að móta
reglur sem á undir löggjafann að
setja. Okkar starf laut þó ekki að því
að gagnrýna dóminn, heldur greina
hvað í honum fælist. í skýrslu okkar
er dómsniðurstaðan hvergi gagn-
rýnd.“
Garðar hleypur í skjól
Hvert er álit þitt á Garðari
Sverrissyni?
„Ég vil ekki segja neitt ljótt um
blessaðan manninn. Ég kemst þó
ekki hjá því að segja að það hefur
vakið athygli mína hversu persónu-
legur hann er í baráttu sinni. Þjóðin
hefur fylgst með honum beina spjót-
um sínum að persónum ákveðinna
manna og er forsætisráðherra þar
fremstur í skotlínu. Það er áreiðan-
lega mjög erfitt fyrir stjórnmála-
mann sem almenningur hefur kosið
tO ábyrgðarmestu trúnaðarstarfa,
þegar talsmaður hagsmunasamtaka,
sem njóta almennrar samúðar, tekur
að ráðast á hann á persónulegan
hátt. Algengast er að stjómmála-
menn reyni að leiða slíkar árásir hjá
sér svo það verði ekki túlkað þannig
að þeir séu að ráðast á hagsmuna-
hópinn. Ég virði það við vin minn
Davíð Oddsson að hann skuli ekki
láta bjóða sér þetta þegjandi. Það er
fráleitt að halda því fram að hann
hafi andúð á öryrkjum þótt forystu-
maður öryrkja hlaupi ætíð í það
skjól, að allir sem andmæli honum
stundi árásir á öryrkja. Ég veit að
því fer fjarri að Davíð beri óvildar-
hug til öryrkja. Það geri ég ekki held-
ur sjálfur, þó að ég hafi verið hafður
fyrir þess háttar sökum í orðagjálfri
síðustu daga. Menn sem láta sér slík-
ar ásakanir um munn fara gætu rifj-
að það upp fyrir sjálfum sér að ég
barðist um langt árabil harðri bar-
áttu fyrir endurbótum á skaðabóta-
lögum tii hagsbóta fyrir það fólk sem
missir starfsorku sína í slysum og
krefst skaðabóta. Forsætisráðherr-
ann studdi þessa baráttu og réttarbót
fékkst á árinu 1999. Þetta er nú meiri
fjandskapurinn. Formaður ÖBÍ hefur
farið mikinn en hann verður að eiga
um það við sjálfan sig.“
Kómískur vinkill
„Það er kómískur vinkill á mál-
inu,“ segir Jón Steinar og minnir á
að tekjutenging sé miklu fremur bar-
áttumál þeirra sem kenna sig viö
jöfnuð og félagshyggju. „í dóminum
felst að skorður eru reistar við tekju-
tengingu. Það ætti frekar að vera í
andstöðu við stefnu núverandi
stjórnarandstöðuflokka. Viðbrögð
stjórnarandstöðunnar eru dæmigerð
og segja dapra sögu um íslenska
stjórnmálamenn. Þeir láta meintan
stundarávinning villa um fyrir sér
og vilja ganga í augun á þeim sem
eiga hagsmuna að gæta. Á þeim
grundvelli taka þeir afstöðu. Málið
snertir valdmörk löggjafarvalds og
dómsvalds, sem líka munu skipta
máli, ef núverandi stjórnarandstaða
nær því markmiði sínu að komast til
valda og geta stjórnað með tilstyrk
þingmeirihluta. Þetta virðast þeir
ekki sjá í sínu stundarpólitíska
karpi.
Þó að ég sé algerlega ósammála
dómsniðurstöðunni, legg ég áherslu
á að virða verður niðurstöðuna. Þar
er afar rík meginregla í stjórnskip-
uninni í húfi, sem við höfum í heiðri.
Pólitísk viðhorf dómara
Umræða um Hæstarétt hefur opn-
ast á síðustu misserum og telur Jón
Steinar það vera jákvæða þróun.
„Á vettvangi lögfræðinga hefur
verið rætt nokkuð um valdsvið og
valdmörk dómstóla. Fyrir aldarfjórð-
ungi, um það leyti sem ég hóf störf
sem lögmaöur, var miklu síður rætt
um dómstólinn en sem betur fer hef-
ur það breyst. Dómarar fara með
ákaflega þýðingarmikið þjóðfélags-
vald. Þeir eru æviskipaðir og geta
nánast gert hvað sem er án þess að
bera nokkra raunverulega stjórn-
skipulega ábyrgö á gjörðum sínum,
eins og alþingismenn verða að gera,
þegar þeir þurfa að sækja umboð sitt
til þjóðarinnar á íjögurra ára fresti.
Þessar kringumstæður gera það að
verkum að dómarar eiga ekki að
vera í pólitík. Þeir eiga aö dæma eft-
ir lögum og meðal annars gæta þess
að löggjafmn brjóti ekki mannrétt-
indi á borgurunum en draga mörkin
þar.
Fyrir 15 árum var málum svo hátt-
að, að stjómarskrárvarin réttindi
voru hálfgert tabú í lögfræði. íslensk-
um dómumm og öðrum lögfræðing-
um var illa við að mikið væri verið
að ræða slíka hluti. Síðan hefur mik-
ið vatn runnið til sjávar. Núna finnst
mér í staðinn komið agaleysi í
stjórnarskrárskýringum. Dómstólar
leyfa sér hluti sem þeir hafa að rétt-
um stjómlögum ekki heimild til. Þá
seilast þeir inn á verksvið hins þjóö-
kjörna löggjafa. Hann ber hina póli-
tísku ábyrgð en ekki æviráðnir dóm-
arar.
Áður var mjög erfitt að fá dóminn
til að viðurkenna augljós mannrétt-
indi. Á sínum tíma skrifaði ég bók
um það. En nú er svo komið að dóm-
stóllinn gengur lengra en heimilt get-
ur talist samkvæmt grundvallarregl-
um íslenskrar stjómskipunar. Dóm-
arar mega ekki freistast til láta póli-
tísk viðhorf sín ráða verkum sínum í
dómsýslunni."
Er þetta orðið vandamál?
„Já, en ekki bara hér á landi. Þetta
mátti sjá í málaferlum eftir forseta-
kosningarnar í Bandaríkjunum, sér-
staklega í Flórída þar sem dómstóll
tók sér vald til að víkja lagareglum
til hliðar. Um þetta er mikið rætt í
Bandaríkjunum og það gagnrýnt að
dómstólar taki sér um of slíkt vald.
Dómstólar hafa ekki vald til að
setja lög þótt sú kenning sé uppi hér,
meira að segja hjá þeim prófessor við
lagadeild Háskóla íslands, sem þar
hefur kennt laganemum um réttar-
heimildirnar. Hann hefur sagt að
hlutverk dómstóla sé að setja lög og
að takast jafnvel á við löggjafann um
lagasetninguna. Svona kenningar
eru hreinasta fjarstæða og eru að-
eins til þess fallnar að stuðla að laus-
ung og agaleysi við dómsýsluna."
Ekki næsti dómari
Dómar Hæstaréttar hafa fordæm-
isgildi. I þvi felst eins konar fyrirheit
um að önnur eins mál fái sömu úr-
lausn og segir Jón Steinar að þvi sé
mikilvægt að í mikilvægum málum
sitji sjö dómarar.
„Það styrkir fordæmisgildi dóms-
ins ef dómarar eru fleiri. í þessu til-
felli komast þrír af níu dómurum
Hæstaréttar að þeirri niðurstöðu
sem deilt er um í öryrkjamálinu. Ef
annað sambærilegt mál kemur til
kasta dómstólsins gæti hann orðið
skipaður öðrum dómurum en nú
dæmdu og mynduðu meirihlutann.
Ef einn af þeim þremur sem stóðu að
dómi meirihlutans hefði vikið og
einn hinna fjögurra sem fyrir utan
stóð tekið sæti hans hefði niðurstað-
an getað orðið önnur. Því er heppi-
legra að fleiri dómarar skipi dóminn,
í þýðingarmiklum málum."
Verður þú næsti hæstaréttardóm-
ari?
„Nei.“
Gætir þú hugsað þér að verða
hæstaréttardómari?
„Kannski."
Háttur vinstrimennskunnar
Margir hafa sagt að Jón Steinar
hafi fært sig og sitji nú hinum megin
við borðið, þ.e. að nú berjist hann
fyrir ríkið gegn einstaklingunum,
ólikt því sem birtist í bók hans um
Hæstarétt.
„Ég hef heyrt þetta. Það er eins og
menn telji þetta vera fótboltaleik og
þar séu einhver lið, sem menn hafi
skipað sér í til frambúðar. Þess
vegna eigi ég alltaf að taka afstöðu
með þeim sem beri fyrir sig mann-
réttindaákvæði. Þetta er fráleitt sjón-
armið. Afstaða til einstakra mála
ræðst af efni þeirra en ekki ein-
hverri liðskipan af því tagi sem hér
um ræðir. Ég er alveg jafnmikill
mannréttindasinni nú sem fyrr og
tek ekki þátt í því að skipa mér til
liðs með þessum ómálefnalega hætti.
Vinstri menn hafa mikla tilhneig-
ingu til að gera þetta. Þeir tala alltaf
um liðskipan og væna menn um
hlutdræga stöðu þegar þeir treysta
sér ekki til að ræða málefnið sem til
meðferðar er hverju sinni. Reyndar
hefur þessa sést merki núna eftir að
skýrsla okkar í nefndinni birtist. í
stað þess að ræða hana efnislega
reyna þeir að gera mig og félaga
mína tortryggilega vegna tengsla
okkar við ráðherrana sem skipuðu
okkur. Það er eins og nefndin hafi
haft stöðu sem úrskurðaraðili um
málið í stað þess að vera ráðgefandi.
Engin vanhæfissjónarmið eiga hér
við. Þetta er einfaldlega tilraun að
hætti vinstri manna til að rugla um-
ræðurnar og forðast umræður um
efni málsins.
Vinur Davíðs
Það hefur ekki farið fram hjá nein-
um að Jón Steinar og Davið Oddsson
eru miklir félagar.
„Við erum persónulegir vinir og
tölum oft saman. Það er þó misjafnt
hversu langur tími líður á milli sam-
tala. Við kynntumst um það leyti
sem við lukum lögfræðiprófl en við
lukum námi á svipuðum tíma. Við
erum pólitiskir samherjar og ég hef
stundum hlegið að því með sjálfum
mér þegar ég heyri Davíð taka af-
stöðu til þjóðmála, að hún er oftast
sú sama og ég hef tekið til sama máls
án þess að nokkur samtöl hafi átt sér
stað. Ég held að þetta sé til marks
um að lífsskoðanir okkar eru mjög
svipaðar. Davíð hefur þó þurft að
semja meira um sína lífsskoðun. Það
eru í sjálfu sér forréttindi að vera
maður úti i bæ og engum háður eins
og ég. Davíð nýtur ekki þeirra for-
réttinda.
Við veiðum saman og konur okkar
eru góðir kunningjar en þær voru
saman í hjúkrunarfræði. Með okkur
er mikill vinskapur og ég met Davíð
mikils, bæði sem vin og persónu."
Er Davíð jafngóður stjórnmála-
maöur og veiðimaður?
„Þetta verður varla borið saman.
Þó er unnt að segja að hann standi
áreiöanlega framar í hópi stjórn-
málamanna, þar sem hann er fremst-
ur, heldur en hann stendur í hópi
veiðimanna, þar sem hann er ekki
fremstur, þó að hann sé mjög lunk-
inn á því sviði.“
Hvemig myndirðu lýsa Davíð?
„Hann er heiðarlegur og málefna-
legur. Hann hefur gott innsæi í þjóð-
félagið og þá strauma sem þar liggja
án þess að hann láti endilega stjóm-
ast af þeim. Hann er kjarkmikÚl og
áræðinn."
Hreinskilin gagnrýni
Eruð þið einhvem tíma ósam-
mála?
„Ég er stundum ósammála Davíð
og þegar það gerist þá tjái ég honum
þaö - umbúðalaust. Við tölum saman
af hreinskilni. Hann lætur gagnrýni
vina sinna aldrei hafa nein áhrif á
persónuleg samskipti. Fyrir það er
hann meiri maður. Hann veit að slík
gagnrýni er sett fram af góðum huga.
Oft held ég að hjarta hans slái meö
gagnrýninni þrátt fyrir að hann hafi
talið sig þurfa að taka þá ákvörðun
sem gagnrýnd er.“
Stundum er talað um að Davíð sé
umkringdur já-mönnum. Heldurðu
að fleiri en þú talir svo hreinskilnis-
lega við hann?
DV-MYNDIR GVA
Pólitísk viðhorf hæstaréttardómara
„Áöur var mjög erfitt aö fá dóminn til að viöurkenna augljós mannréttindi. Á sínum tíma skrifaöi ég bók um þaö. En nú er svo komiö aö dómstóitinn gengur lengra en heimilt getur talist samkvæmt grund-
vaiiarregium istenskrar stjórnskipunar. Dómarar mega ekki freistast til aö láta pólitísk viöhorf sín ráöa verkum sínum í dómsýslúnni."
Veiðar með Davíð
„Viö erum persónulegir vinir og tölum oft saman. Það er þó misjafnt hversu langur tími líður á milli samtala. Viö kynnt-
umst um þaö leyti sem viö lukum lögfræðiprófi en viö lukum námi á svipuöum tíma. Viö erum pólitískir samherjar og ég
hef stundum hlegiö aö því meö sjálfum mér þegar ég heyri Daviö taka afstööu til þjóömála, aö hún er oftast sú sama og
ég hef tekiö til sama máls án þess aö nokkur samtöl hafi átt sér staö. Ég held aö þetta sé til marks um aö lífsskoöanir
okkar eru mjög svipaöar. “
„Já. Davíð tekur þeirri gagnrýni
vel sem hann finnur að sett er fram
af málefnalegum heilindum.“
Ef Davíð lendir í erfiðum málum
er ekki óalgengt að lesa megi aðsent
bréf í Morgunblaðinu eftir Jón Stein-
ar þar sem hann ver gerðir og af-
stöðu vinar síns. Hefur Davíð sam-
band við þig og biður þig að skrifa?
„Nei, Davíð hefur aldrei beðið mig
um að skrifa í blöð, hvorki fyrr né
síðar. Ég styð Davíð til góðra verka.
Stuðningur til þeirra er öllum mönn-
um mikilvægur. Mælikvarðinn sem
ég legg á störf hans og annarra er
minn eigin mælikvarði. Ég styð
aldrei neinn í blindni. Samviska mín
er ekki til sölu.“
í nýlegri könnun var Davíð valinn
mesti stjórnmálamaður aldarinnar.
Ertu sammála því?
„Já, ég held að því verði ég að
svara játandi. Fyrst og fremst vegna
þess að ég tel að varanleg áhrif í
stjórnmálum felast í því að breyta
hugarfari manna. Einstakir kosn-
ingasigrar skipta miklu minna máli.
Davíð hefur unnið marga slíkra
sigra, en það sem gerir hann stóran í
mínum augum er sú hugarfarsbreyt-
ing sem orðið hefur á íslandi í stjóm-
artíð hans, mest fyrir hans atbeina.
Sú breyting er að mínum dómi meiri
en áður hefur þekkst. Þess vegna tel
ég hann verðskulda þessa nafnbót."
Velgengnl í starfi
Heldurðu að samband þitt við
Davíð hafi áhrif á trúverðugleika
þinn sem lögmaður?
„Nei, hvers vegna ætti það að
vera? Margir leita til mín. Það
helgast vonandi af því að þeir telji
mig taka starf mitt alvarlega. Ég er
þakklátur fyrir þá lífsgæfu að hafa
notið velgengni í starfinu. Ég tel
það vera vegna verka minna á
sviði lögfræðinnar en hafi ekkert
með annað aö gera. Ég býst ekki
við að það spilli fyrir störfum mín-
um að ég skuli taka til máls um
þjóðmálin öðru hverju. Ef svo er
verður bara að hafa það.“
Lítill sætur danskur prins
Eitt af þeim málum sem Jón
Steinar hefur talað út um án þess
að vera endilega að auka vinsæld-
ir sínar er afstaða hans til Ólafs
Ragnars Grímssonar, forseta ís-
lands.
„Ég kynntist Ólafi Ragnari
Grímssyni í starfi mínu meðan
hann var í stjórnmálum. Hann
tengdist þá málum sem ég fór með
fyrir einstaklinga sem áttu undir
högg að sækja. Framganga Ólafs
var með þeim hætti að ég fékk
mikla skömm á. Hún var óvægin
og beindist að mönnum sem ekki
gátu borið hönd fyrir höfuð sér.
Hann hikaði ekki við að reyna að
slá sér upp á þeirra kostnað. Það
er satt að segja mjög undarlegt að
maður með slíkan feril skuli hafa
verið kosinn forseti íslands sem á
að vera sameiningartákn þjóðar-
innar.
Ég er þeirrar skoðunar aö menn
eigi ekki að geta endurskapað per-
sónu sína með sex mánaða fyrir-
vara og slegið striki yfir fortíðina;
búið til nýja persónu sem virðist
öðruvísi en hin en er það þó auð-
vitað ekki. Ég tel ekki heppileg
skilaboð til þeirra sem hefja þátt-
töku í stjórnmálum að það sé allt í
lagi að haga sér fautalega og mis-
fara með opinbert vald en geta
seinna farið í nýja hempu þvi þjóð-
in sé svo fljót að gleyma.“
Miðað við þennan bakgrunn,
hvernig þykir þér Ólafur Ragnar
hafa staðið sig í embætti?
„Persónan er ótrúverðug og mér
líkar ekki við hana. Ég hef líka
sagt að mér þyki hann hafa gegnt
embættinu á ógeðfelldan hátt og
dregið einkamál sín inn í það.
Hann virðist telja sig konungbor-
inn. Hann trúlofar sig í beinni út-
sendingu eins og lítill sætur
danskur prins. Það er ekki háttur
sem sæmir íslenskum þjóðhöfð-
ingja.“ -sm
í önnum
„Ég býst ekki viö aö þaö spilli fyrir
störfum mínum að ég skuli taka til
máls um þjóömálin ööru hverju. Ef
svo er veröur bara aö hafa þaö. “
Átta barna faðir
Jón Steinar á stóra fjölskyldu. Hér er hann meö konu sinni, Kristínu Pálsdóttur Bergþórssonar, og börnum þeirra fimm.
Þrjár dætur á Jón Steinar frá því fyrir hjónaband.