Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2001, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2001, Blaðsíða 26
26 Helgarblað LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 I>V Börnin rata út Leyndardómar legganganna felast ekki síst í þeirri einkennilegu stað- reynd aö þau geta þrengt aö minnstu limum og hleypt um sig stærstu börnum út i heiminn. Leyndardómar legganganna Hún veróur alltaf ad leggja mikla áherslu á aó loka og herpa Yoni (leggöngin) þannig aó hún haldi Lingam (limnum) eins og fingri; opni og loki svo unaöur hennar veröi sem mestur. Hreyfingarnar veröi eins og þegar Gopala stúlkan mjólk- ar kúna. Þaö getur einungis lœrst meö mikilli œfingu og viljastyrk. Þá mun bóndi hennar virða hana meira en aörar konur og aldrei yfirgefa hana fyrir fegurstu drottningu hinna þriggja heima. Gömul indversk sögn It’s good to be here sagöi Leon- ard Cohen um íslandsdvöl sina og er nokkuð auðvelt að heimfæra orð hans upp á leggöng- in. Þessi dulúðugi staður hefur um aldir alda verið gríðarlega eftir- sóttur, svo eftirsóttur að fyrstu sjálfstæðu atvinnurekendumir af kvenkyni eru taldar hafa verið vændiskonur. Aðalhlutverk legganga er auð- vitað að hjálpa til við að viðhalda mannkyninu. Hjá flestum dýrateg- undum eru þau einungis ætluð til þess en mannskepnan uppgötvaði að þetta væri bara hin skemmti- legasta afþreying og hefur leitað leiða við að komast hjá getnaði þrátt fyrir að stunda þartilgerða tilburði ótt og títt. Og það voru ekki forfeður okkar sem kenndir eru viö 68-kynslóðina sem gerðu þessa uppgötvun. Það voru mun meiri forfeður okkar, apamir sjálfir. Þegar karldýrið sá að kvendýrið lyfti rófunni frá fjár- sjóðshirslunni hafði það einhver áhrif á karldýrið, áhrif sem marg- ir kannast eflaust við. Apamir létu vaða og fyrir núning þessara líffæra varð oft sáðlát sem oft leiddi tii getnaðar sem varð með tímanum tif þess að þú situr þama og lest þessar línur. Asbestklædd leggöng Þrátt fyrir alla dulúðina þá er ljóst, líkt og raunin er með aðra dulúðuga líkamshluta mannsins, að leggöngin eru taugar, kjöt og blóð. Samsetning náttúrunnar er hins vegar afskaplega praktísk. Þeir sem þekkja vel til véla vita að núningur er afskaplega erfiður viðureignar því oft vill hiti á núningsflötum valda miklum vandræðum. Bíla- framleiðendur nýta sér Helix Ultra og asbestklæðningu. Slíkar lausnir eru hins vegar víðs fjarri þegar kemur aö kynlífi. Þess vegna er kerfið sem dýr hafa komið sér upp alveg sérstakt. Flest hafa þau komið sér upp tækni sem gerir það að verkum að dauðar frumur mynda lag i leggöngunum. Þetta frumulag verndar vefinn þegar aðskotahfutir koma inn í leggöngin og koma í veg fyrir bruna. Frumumar eru mestar á 12.-15 degi tíðahringsins. Þegar mökunartíma er lokið hverfur lagið en kemur aftur - kemur yfirleitt alltaf aftur. Hormónar kvenna sjá að sjálfsögðu um framkvæmdina. Má í sköpum renna? Ekki er nóg að vera meö pakkn- ingar ef smumingin er engin. Þeir sem hafa tekið sér erótískar bók- menntir í hendur taka eflaust eftir þvi að oft fossar úr leggöngunum af spenningi og unaði um leið og fyrsta kossinum sleppir. Það er ofmælt. Framleiðsla vökvans fer ekki fram í þartilgerðum kirtlum eins og ætla mætti. Það sem gerist er að 10- 30 sekúndum eftir að konan örvast kynferðislega þrýstist vökvinn út úr veggjum legganganna vegna þess að blóðflæði til svæðisins eykst til muna. Það gefur auga leið að forleikur- inn er til þess ætlaður að allt gangi smurt. Því er góður forleikur mjög mikilvægur fyrir það sem koma skal. Dóttir mín er sparibaukur í 200 ára gamalli skandinavískri gamansögu segir frá bónda sem var á ferð með dóttur sinni í hestvagni. Þau verða fyrir því óláni að ribbald- ar ráðast á þau og skilja þau eftir allslaus liggjandi á veginum. Gjaf- vaxta dóttirin hafði þó náð að stinga nokkrum krónum undan með því að fela þær í leggöngum sínum. Þegar hún lét fóður sinn fá peningana með útskýringunum á úndanskotunum þá sagði karlinn: ‘Fjandinn sjálfur. Ef hún mamma þín hefði verið með hefðum komið hestinum og vagnin- um undan líka’. Ertu kominn inn? Þaö er stór stund þegar forleikn- um sleppir og limurinn heldur inn- reið sína í leggöngin. Þá eru spurn- ingar eins og: ertu kominn inn? af- skaplega óvinsælar. Frískustu limir vilja þá lyppast niður i sálfræðilegu skipbroti. Leggöng eru einstaklega teygjan- leg. Þau geta hæglega hýst limi sem eru 20 cm á lengd og jafnþykkir handlegg. Mörgum bregður þegar þeir heyra minnst á fyrirbærið Nfistingi sem fer þannig fram að hönd er stungið upp í leggöngin. Það er hættulegt en fyrir Nfag- menni er þaö vel hægt en krefst ýtr- ustu nærgætni. Það má heldur ekki gleyma þvi að flest höfum við einmitt ratað þessa leið í heiminn. Ólíkt limstærð þá er legganga- stærð ekki notuð í metingi. Raunar er í brandaramenningu gert nokk- urt grín að stórum leggöngum. Kon- ur segja: ‘hljóðfærið þitt er dálítíð lítið’ og karlar svara: ‘ég vissi ekki að ég ætti að spila í Laugardalshöll- inni’. í undirheimum klámheimsins er þessi teygjanleiki nýttur í allskonar sýningar. Þykir þá nokkur íþrótt að stinga sérkennilegustu hlutum inn. Til dæmis er notast við leggöngin sem eins konar sparibauk fyrir mynt. Einnig hafa heyrst sögur af konum sem nota leggöngin til að opna flöskur með, reykja sígarettur eða spila á munnhörpu. Allt er þetta góðra gjalda vert en kannski komið nokkuð langt frá upprunanlegum tilgangi. Leggöngin í form meö SVR Ætli konur sér ekki að stunda það að innbyrða með leggöngum sínum handhæga hluti í umhverfi sínu þá eru til leiðir til að halda leggöngunum í þjálfun. Frægasta aðferöin er fólgin í grindarbotnsæf- ingum. Þá herpir konan leggöngin saman og er ,það sama hreyfing og notuð er þegar pissbunan er stöðv- uð með valdi. Grindarbotnsæfingar eru mjög einfaldar í framkvæmd og þarfnast ekki aukabúnaðar. Auðvit- að er hægt að fjárfesta í sérstökum mælum og kúlum og dóti en það er ekki nauðsynlegt nema konan sé með þeim mun viðari leggöng og fulla vasa ijár. Æfingar er hægt að stunda hvar sem er, hvenær sem er. Margir mæla með æfingum í strætó eða bíl- um á leiðinni í vinnuna. Ef strætó er fullur er því líklegt að ef litast er um þá megi finna einhvern sem er í þrotlausum æfingum. Hver það er er hins vegar erfitt aö finna út. Nokkur tilbrigði eru við grindar- botnsæfingar og er hægt að finna á Netinu fjölmargar útfærslur. Allar miða þær þó að sama megin tak- marki: að auka unaö konu og karls við samfarir. Þeir misstu hann allir... Hvernig er ungu fólki haldið frá kynlífsathöfnum? Frægt er orðið hvernig ungum drengjum var hald- ið frá sjálfsfróun; þeir sem dunda sér við slíkt missa sjónina. En hvað með Stevie Wonder spurðu ungir drengir þegar leið á öldina. Skemmst er frá því að segja þessu hjátrú datt upp fyrir. Gamlar sagnir sumra samfélaga fólust í því að inni í leggöngum hreinna meyja biði snákur sem biti þann fyrsta lim sem læddist þar inn. Á bak við brúskinn leyndist snákur. Biblíulegt, ekki satt? Hjá indíánum var sú trú að fyrstu menn heimsins hefðu allir misst lim sinn vegna þess að sköp konunnar voru tennt. Þegar menn stungu lim sínum inn bitu leggöngin hann af. Eftir ófarir nokkurra datt einhverj- um það heillaráð í hug að stinga spýtu inn í staðinn fyrir liminn. Spýtan fór í spað en allar tennurnar brotnuðu, utan ein sem er enn til og kallast snípur. Á meginlandi Evrópu óttuðust menn mjög hvaö byggi í leggöngum jómfrúa og því var þaö siður að færa þær til presta eða aðalsmanna sem höfðu yfimáttúrulega aðstoð og höfðu þær skyldur að athuga hvort allt væri í lagi’ Sorg kynlífsins Eftir að apinn ákvað að verða mað- ur og ganga uppréttur kom smá babb í bátinn. Leggöngin höfðu verið svo haganlega hönnuð að sæðið rataöi sina leið en þegar manneskjan var orðin upprétt þá átti sæðiö erfiðara með að fara rétta slóð. Ein kenning segir að fullnægingin hafi ekki bara verið fundin upp til skemmtunar heldur hafi hún þann tilgang að fólk liggi kyrrt smá stund eftir mök þannig að sæðið komist til skila. Eft- ir að mikil vöðvaspenna hefur leyst úr læðingi við fuilnægingu er fýsi- legra að sofna heldur en starfa. Er það nokkuð í samræmi við það sem segir einhvers staðar: eftir mök eru öll dýr sorgmædd. Góða nótt. -sm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.